Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
GA lv\A N rv\ÁL-
„þó ert mfti ffóf i' helrAilísMagrjeÆir^gUfinívnmA,
03 dg i' heimspelci.11
Ást er...
... að uera hjá
honum þegar
hann vaknar eft-
ir uppskurð.
TM R*q U.S P*t Off.—»M rlghts r«s«ry*d
«1983 Los Angales Tlims Syndicste
Á ad greiða hárin tvö til hægri, eda
annað til hægri og hitt til vinstri?
Þú átt aðeins að mæla hemlaförin!
HÖGNI HREKKVÍSI
Eru ekki vísindi og listir
ávextir frjálsrar hugsunar?
Húsmóðir skrifar:
„Þeir sem reka áróður fyrir
marxismann geta aldrei nefnt af-
leiðingarnar af þessari helstefnu.
Þeir verða að halda sig við teórí-
urnar, en þær ganga þvert á fram-
kvæmdirnar. Kaldhæðnislegasta
frétt, sem heyrst hefur í útvarp-
inu, var frá Tass ekki alls fyrir
löngu. Fréttastofan sagði, að
stjórnvöld í fran hefðu tekið sex
kommúnista þar í landi, og með
því að nota miðaldapyntingar, þá
loksins játuðu þeir á sig njósnir
fyrir Rússa.
Aldrei hafa Vesturveldin þurft
að grípa til slíkra aðgerða, þegar
þau hafa náð í njósnara í störfum
fyrir Kremlarherrana. Og manni
hefur skilist að þeir væru bara að
sinna skyldustörfum sínum, því að
þeirra hjörtu slá á Volgubökkum.
Svo að íranagarmarnir hafa
sennilega ekki verið sannir komm-
únistar, varla eins og þeir gerast
bestir í lýðræðisríkjunum.
Pyntingasögu veraidarinnar
hljóta stjórnendur Rússlands að
kunna utanbókar, því að engin
stjórnvöld hafa notfært sér þau
fræði meira. Ég var svo heppin að
geta talað við gallharðan stalín-
ista, meðan frægustu réttarhöld
Stalíns stóðu yfir, og í sál hans
var enginn efi um réttmæti þeirra.
Og að þarna kæmi ekkert fram
nema sannleikurinn. Enda lofaði
hann Stalín. Þessi réttarhöld voru
eins vel á svið sett eins og besta
uppfærsla á heimsfrægu leikriti,
en þar þurfti enginn að greiða
fyrir miða á sýninguna, því að öll-
um áhorfendunum var boðið. Og
boðsmennirnir voru ekki valdir af
verri endanum. Þar sátu frægir
menn fyrir lærdóm og önnur and-
leg afrek, en þeir áttu að borga
aðganginn með því að lofa Stalín
og allar stjórnaraðgerðir hans.
Þeir svikust heldur ekki um það,
en alþýða Rússlands, hún græddi
ekki á þeim. Það á að vera óskilj-
anlegt, að lærðir menn, að maður
nefni nú ekki skáld, skyldu gleypa
við hungurhugmyndafræði Karls
Marx, kerfi sem skyldi vera troðið
upp á frjálsan saklausan almenn-
ing, með manndrápum, eins og
skáldið sagði, og þar sem frjáls
hugsun er forboðin. Eru ekki öll
vísindi og listir í veröldinni ávext-
ir frjálsrar hugsunar? Ekki getur
hinn frjálsi heimur sótt til Sovét-
ríkjanna nýjungar í tækni og vís-
indum. Ekki er hægt að fá andlega
uppörvun hjá skáldunum, því að
þau eru undir lás og slá hjá
stjórnvöldum. Og frægasta tón-
skáld á Stalínstímabilinu flúði
þegar Stalín gaf út uppskriftina
handa honum til þess að semja
tónverk eftir.
Ég varð furðu losin, þegar
stalínistinn varð alltaf glaðari og
glaðari, þegar játningarnar urðu
hrikalegra og þegar það kom betur
og betur í ljós, að allar hetjurnar
hans úr byltingunni urðu meiri
glæpa- og hryðjuverkamenn í eig-
in landi. Þá fannst mér ég ekki
vera neinn Farísei, þótt ég þakk-
aði fyrir að trúa ekki á það, að
ofbeldið í sinni verstu mynd gæti
bjargað heiminum. Örlög pólsku
þjóðarinnar verða alltaf hlutskipti
hverrar þjóðar sem lifir við marx-
isma.
Þetta vissu verkamennirnir og
smábændurnir hans Nikulásar
keisara og börðust í fjögur ár, þar
til hungrið og svo matarsendingar
frá hinum frjálsa heimi til Leníns
komu marxismanum á í Rúss-
landi. Þeir skriftlærðu, sem voru
fullir aðdáunar á pyntingum Stal-
íns, hafa aftur á móti gert Rúss-
land að stærsta nýlenduveldi
heims, þar sem „pólskar" her-
stjórnir ráða.“
Lengsta
dagleiðin?
E. Kr. J. skrifar 12. júní:
,Velvakandi.
I dag er göngudagur fjölskyld-
unnar og er honum ætlað að auka
áhuga fólks á útivist og göngu-
ferðum. Margir skokka að stað-
aldri og nokkrir ætla að skokka
þvert yfir landið í sumar, um 25
km á dag. Aðrir hlaupa lengri leið-
ir, allt að maraþonhlaupi, 42 km.
Dagleiðir margra hafa orðið lang-
ar og oft erfiðar. En veit nokkur,
hver er lengsta dagleið, sem ís-
lendingur hefur farið milli nátt-
staða, hestlaus og skíðalaus og án
allra hjálpartækja? Og það jafn-
vel með „allþunga byrði“?
Ég fór að velta þessu fyrir mér
eftir að hafa lesið bókina „Töfrar
liðins tíma“, en hún er skrifuð af
Austur-Skaftfellingi um Austur-
Skaftfellinga. Þar segir höfundur
frá 22ja ára gömlum vinnumanni,
sem fór á jólaföstunni úr Suður-
sveit til Djúpavogs til að sækja
tóbak og fleira fyrir jólin. Sá létt-
fætti hefir tekið daginn mjög
snemma, því að hann náði opinni
búð á Djúpavogi um kvöldið og
gisti þar síðan á Hrauni, æsku-
heimili Eysteins og sr. Jakobs
Jónssona. Og aftur tók hann dag-
inn snemma, þvi að hann nam
ekki staðar fyrr en heima í Suður-
sveit.
Og aðra sögu segir höfundur af
ungri húsfreyju, sem fór á þorran-
um að heiman frá sér í Geithellna-
dal, til að hitta systur sína, sem
bjó í Suðursveit. Leið beggja þess-
ara ferðamanna lá um sömu fjall-
vegi, Lónsheiði og Almannaskarð;
bæði völdu sér gott ferðaveður,
nokkurt frost og árnar á ís. Þess
er getið, að húsfreyjan kom við á
einum bæ og þáði góðgerðir, en
vinnumaðurinn stoppaði aldrei,
heldur maulaði nesti sitt á göng-
unni. Vegalengdin sem þessir
ferðalangar lögðu að baki í einum
áfanga er sú mesta, sem ég hef
heyrt um hjá langferðamönnum,
en bókarhöfundur telur leiðir
þeirra svipað langar, eða um 140
kíiómetra.
Ef við flytjum þessa vegalengd
nær þorra íslendinga, samsvarar
þetta vegalengdinni frá Lækjar-
torgi, um Hellisheiði og austur að
Eyjafjöllum. Þessi vegalengd er
meiri en ég get búist við að nokkur
maður leggi að baki í dag, jafnvel
þótt þjálfaður sé.
Eg þykist vita, að Velvakandi
hefði gaman af að heyra af lengri
dagleiðum, ef einhver vissi þeirra
deili."
Auglýsingin missir marks
— ef verðið fylgir ekki með
Birna Hafliða skrifar:
„Heill og sæll Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig
að koma áleiðis ábendingu
til auglýsenda Morgunblaðs-
ins og blaða almennt. Þeir
auglýsa vörur sínar hvort
sem um er að ræða fatnað
eða ferðalög, í smáauglýsing-
um eða heilsíðuhlemmum, og
gefa oft á tíðum upplýsingar
um alla skapaða hluti sem
varða vöruna — nema verð-
ið. Já, meira að segja kjörin.
T.d. er talað um að greiða
megi helminginn eða einn
þriðja út og eftirstöðvar á
svo og svo löngum tíma, án
þess að minnst sé á verðið.
Þetta verkar á mig, og
sjálfsagt marga fleiri, eins
og verið sé að pukrast með
eitthvað. Þannig missir aug-
lýsingin marks, því að það er
nú einu sinni svo, að verðið
skiptir ekki hvað minnstu
máli.
Kærar þakkir."
\
í