Morgunblaðið - 21.06.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
„Svo er það annað, að þegar venjulegt fólk fær nokkur hundruð krónur til að
mæta verðhækkunarskriðunni, fá hátekjumenn kannski 5—10 þúsund króna
hækkun, sem sé allt upp í mánaðarlaun verkakonu."
Öllum má ofbjóða
9499-4624 skrifar:
„Velvakandi.
Eg sá mynd af bifreiðastjórum
ráðherranna í blaðinu á dögunum.
Þetta vekur mann til umhugsunar
um allt það bruðl sem hér við-
gengst hjá hinu opinbera. Manni
finnst, að þessir háu herrar ættu
að geta borið sig um sjálfir. Senni-
lega bæru landsmenn þá meiri
virðingu fyrir mbnnunum, ef þeir
ækju sjálfir um í sínum eigin bíl-
um, svona rétt eins og venjulegt
fólk.
Svo er annað, að þegar venjulegt
fólk fær nokkur hundruð krónur
til að mæta verðhækkunarskrið-
unni, fá hátekjumenn kannski
5—10 þúsund króna hækkun, sem
sé allt upp í mánaðarlaun verka-
konu.
Allir sjá að þetta er ljótur leik-
ur og verður aðeins til að vekja
reiði almennings. Auðvelt hefði
verið að sleppa þessari prósentu-
hækkun á hæstu laun, því að fólk
sem hefur 50—60 þúsund og þaðan
af meira á mánuði, þarf ekki
hækkun.
Sá sem kemur og segir við
landslýð: „Þið verðið að spara,"
verður líka að spara og sýna þar
með gott fordæmi.
Við, þetta svokallaða venjulega
fólk, erum þolinmóð og þrautseig,
en athugið það, háu herrar, að öll-
um má ofbjóða. Og til þess að þið
„þrífist" verðum við að lifa.
Þökk fyrir birtinguna.
Þessir hringdu . .
Eru sjómenn
ekki nógu
fínir?
Sjómannsekkja hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mörg undanfarin skipti, sem
forsetaembættið hefur deilt
orðum, hef ég beðið spennt að
vita, hvort einhver sjómaður
þætti orðunnar verður, en svo
hefur ekki verið. Fyrir aðeins
fáum árum var alltáf einhver
sjómaður meðal orðuriddara.
Eru þeir ekki lengur nógu fín-
ir? Eiða hvað veldur?
Hafa aldrei sýnt meira frumkvæði
en að opna launaumslögin sín
f^usuíss^öfnunmnUoktö:
S00 92 kr. söfnuðust
Ivvv^ __NettókoMnaAur v,ð söfnun.na
lAndvirði 38.468
[kíló- vattstunda
í Alusuisse sftfnur'
I sjónarmið stóðu fyrlr
I S000.92 - nmm púsut
Inlnliuostv.ir.u""^
|i, .odvirOi M.M*
Iþvi verði sem L»nd>vlr
I raforku lil AlusuiMe. Þe
lfram í skýrslu um sófnui
Isamtökin Ný sjónarmið I
|fr* sér um sófnunma. en l
lnú lokið.
Af því fé sem safnaöist kom tnest
inn á giróreikmng samtakan
kr. 3.73117. Af**-'
aðist einku^ '
Vo^
asrs«sr-
ins‘?einsogsegnifrí..«t>ky"";
i
„ - .
sínum vi» Alusuisse
Z skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú er lokið „Alusuisse-söfnun",
sem nokkrir „tottarar" gengust
fyrir. Svo nefni ég þá hvítflibba-
menn, sem hreiðrað hafa um sig
við ríkisjötuna, hvar þeir taka sitt
á þurru. Þeir „söfnunarmenn"
hafa aldrei sýnt meira frumkvæði
í lífsbaráttu þjóðarinnar en opna
launaumslög sín, sem flytja þeim
hluta af vinnutekjum (skattpen-
ingum) almennings, m.a. þeirra
sem vinna hörðum höndum í ál-
veri og við járnblendiverksmiðju.
Eins og vænta mátti varð kostn-
aðurinn við söfnunina meiri en
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
cða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal cfnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
tekjurnar, enda er verksvit. og
framtak „tottara" ekki meira en
Guð gaf. Þess var því ekki að
vænta að útgerð þeirra aflaði fyrir
kostnaði. Ekki vantar þó kok-
hreystina: „Vér teljum oss hins-
vegar borgunarmenn fyrir þeim
lítilfjörlega kostnaði sem orðið
hefur af þessu stórbrotna átaki.“
Þeir eru drjúgir yfir greiðslugetu
sinni, ríkisjötumenn. Þeir heimta
og sinn skatthlut af vinnutekjum
starfsfólksins í álverinu, þó þeir
vilji gjarnan loka því, samanber
fleyg orð fyrrverandi orkuráð-
herra.
Aulafyndni hefur aldrei átt upp
á pallborðið hjá Islendingum. Þess
vegna duttu þeir, ríkisjötumenn,
ofan í kjaftinn á sjálfum sér, eins
og stundum er sagt á alþýðumáli.
En þeir hafa þó, enda þjóðræknir
menn, sviðsett gamlan orðskvið á
leiksviði samtímans: „Fíflinu skal
á foraðið etja.““
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Hann hlaut bæði verðlaunin.
Rétt væri: Hann hlaut hvortveggju verðlaunin.
(Orðið verðlaun í eintölu (eitt verðlaun, verðlaunið),
er ekki til.)
Dagatal
fylgiblaðamia
ALLEAF Á ÞRIÐJUDÖGUM
mqmv
ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM
Alltaf á föstudögum
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAF A SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sirmum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þinum!