Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
Viðstödd afhendinguna voru f.v. Ludwig H. Siemsen aðalneðismaður, Sigriður Siemsen, Jóhanna Jónmundsdóttir
eiginkona Hans Ploder, Þuríður Billich, Hans Ploder fagottleikari, Carl Billich píanóleikari, og Hans Georg
Rudofsky, sendiherra Austurríkis á íslandi.
Carl Billich og Hans
Ploder heiðraðir
ÞANN 16. júní afhenti sendiherra
Austurríkis á íslandi, Dr. Hans
Georg Rudofsky, í viðurvist aðalræð-
ismanns Austurrfkis, Ludwig H.
Siemsen, og nokkurra gesta, þeim
Carl Billich og Hans Ploder austur-
ríska heiðursmerkið „Das goldene
Ehrenzeichen“, sem forseti Austur-
ríkis veitti þeim nýlega.
Carl Billich hefur verið búsettur
á íslandi síðan 1933 og er öllum
landsmönnum að góðu kunnur
fyrir tónlistarstörf sfn. Sem
dæmigerður Vínarbúi hefur hann
með starfi sínu aukið menningar-
tengsl Austurríkis og íslands.
Hans Ploder, fagottleikari, kom
til Islands árið 1952 og hefur verið
búsettur hér síðan. Hann var einn
af stofnendum austurrísk-íslenska
vináttufélagsins AUSTRIA og
hefur verið formaður þess frá upp-
hafi. Félagið AUSTRIA á 10 ára
afmæli á þessu ári.
Tilboðsverð
Skýringar á
hækkunum á vörum
og þjónustu
HÉR FARA á eftir skýringar á
hækkunum vöru og þjónustu,
sem ákveðnar voru á fundi
verðlagsráðs 15. júní 1983.
1. Unnar kjötvörur
(vínarpylsur, kindabjúgu,
kindakæfa, kjötfars)
Hækkun 17,2%—22,7%
Vegna hækkunar á hráefn-
um aðallega kjöti.
2. Kvikmyndahús
Hækkun 25%
Vegna launahækkana 5,4%
Hækkun hitakostnaðar, sem
stafar af gengisbreytingu 13,3%
Orkuhækkun 6,3%
3. Leigubifreiðir
Hækkun 22,3%
Vegna launahækkana 2,4%
Vegna hækkunar á tilkostnaði
vegna gengisbreytinga 11,5%
Vegna hækkunar á bensíni,
olíum o.fl. 8,4%
4. Vöruflutningabifreiðir
Hækkun 26,3%
Vegna launahækkana 1,2%
Vegna hækkana á olíum,
hjólbörðum, viðgerðum o.fl. 11,3%
Vegna hækk. á öðrum tilkostn. 13,8%
Afgreiðslugjald hækkar
um 17,4% einkum vegna auk-
ins húsnæðiskostnaðar og
reksturskostn. bifr. Fastagj.
hækkar um 9,3% aðallega
vegna launahækkunar.
Innanlandsflug
Hækkun 7,5%
Öll hækkunin stafar af
hækkun erlends tilkostnaðar
vegna gengisbreytingarinn-
ar.
6. Olíufarmgjöld innanlands
Hækkun 20,6%
Vegna launahækkana 0,8%
Vegna erlendra kostnaðar-
hækkana vegna gengisbr. 13,8%
Ýmsar innlendar kostn.h. 6,0%
7. Möl og sandur
Hækkun 14,7%
Vegna launahækkana 2,4%
Vegna hækk. olíu og viðgerða 7,1%
Vegna annars tilkostnaðar 5,2%
8. Steypa (án sements)
Hækkun 13,4%
Vegna launahækkana 1,4%
Vegna hækkunar á möl og
sandi og vegna reksturs bifr. 7,3%
Vegna hækk. á öðrum tilkostn. 4,7%
9. Vinnuvélar
Hækkun 38,4%
Vegna hækkunar á vara- hlutum og viðgerðum 11,3%
Vegna annarra hækkana á tilkostnaði 25,5%
Vegna hækkunar á olfum 1,6%
10. Gengisálag í
verðútreikningi
Varðandi gengisálag í
verðútreikningi vöru, sem
flutt er inn með erlendum
gjaldfresti, verður eftirfar-
andi regla viðhöfð:
„Innflytjendum verði
heimilað að reikna áhrif
formlegrar gengisfellingar
með í útreikningi á gengis-
álagi, samhliða því að óheim-
ilt væri að endurmeta óseld-
ar birgðir í vörugeymslu,
sem fluttar eru inn með er-
lendum greiðslufresti."
Þessa reglu var samþykkt
að nota eftir gengisbreyting-
una í janúar og mun hún
gilda áfram.
Eigum til örfá „dönsk furusófasett
á sérstaklega hagstæöu verði.
Aðeins kr.
11.900.-
Prestastefna
hefst í dag
PRESTASTEFNAN 1983 hefst í
Reykjavík í dag og taka störf þar
mið af því að í ár er minnst 500 ára
afmælis Marteins Lúters um allan
heim, en aðalefni stefnunnar er:
Hinn lúterski arfur kirkju samtím-
ans. Fundarstaður prestastefnunnar
í ár er Háskóli íslands.
Flexibo
hillusamstæöan er framleidd úr valinni massífri furu og
lökkuö með sýruhertu lakki.
Hillusamstæðan er hentug fyrir heimiliö eöa sumarbústað-
inn. Seld í einingum, auöveld og fjölbreytileg uppsetning.
Þrjár framsögur verða um aðal-
efni prestastefnunnar. Séra Jónas
Gíslason dósent fjallar um siðbót-
armanninn Martein Lúter, séra
Þorbjörn Hlynur Árnason ræðir
um guðfræði Marteins Lúters, sér-
ílagi hugmyndina um hinn al-
menna prestsdóm, og séra Þor-
bergur Kristjánsson fjallar um
stöðu kirkjunnar f íslenzku þjóð-
lífi.
Tvö erindi verða flutt í útvarpi á
vegum prestastefnunnar. Séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar
á laugardag um Lúterska heims-
sambandið, en hún er þar í stjórn.
Á sunnudag flytur séra Guðmund-
ur óli ólafsson erindi sem hann
nefnir: Góðverkið mikla.
Velflestir prestar landsins
verða við prestastefnuna, sem
stendur í þrjá daga. Henni lýkur á
fimmtudag.
FCIRCIHÚSÍÐ HF.
SUOURLANDSBRAUT30
105 REYKJAVÍK • S: 86605
Hinn 19. mars sl. urðu eigendaskipti á nýlenduvöruversluninni á Njálsgötu
26, á horni Njálsgötu og Frakkastígs. Við rekstrinum tók Lilja Kristjánsdótt-
ir og hefur hún á boðstólum kjöt og nýlenduvörur. Myndin hér að ofan var
tekin í „Liljubúð" fyrir skömmu, er þar fór fram vörukynning; með Lilju
(t.h.) er Lovísa Tómasdóttir, fulltrúi Holtakex.