Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 40
Simi 44566 RAFLAGNIR samvirki BILLINN BlLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI I»RIf)JUDAGUR 21. JUNI 1983 MorgunblaAið/Cuðjón. Yfirgefið fálkasetur AI.LT bendir til aö þrjú fálkahreið- ur á Noróurlandi hafi verið rænd í vor. Olafur Karl Nielsen fugla- fræðingur kom að þessum hrciðr- um um 20. maí og voru þau þá tóm þrátt fyrir að öll ummcrki bentu til að þar hefði fálki orpið í vor. Sá Olafur spor í snjónum við öll þessi hrcióur og einnig við nokkur hreið- ur sem ekki hefur verið orpið í á þessu vori. Lögrcglan á Húsavík hefur tekið skýrslu af Ólafi vegna þessa máls og vinnur nú að rannsókn þess. Þröstur Brynj- ólfsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við Mbl. að lögreglunni hefði enn ekkert orðið ágengt og því miður væru litlar líkur til að nokkuð spyrðist til mannaferða á þessum slóðum þar sem þessir staðir væru mjög afskekktir og um mánuður síðan þessir menn voru þarna á ferð. Sjá viðtal við Olaf Karl Nielsen á bls. 20. Vilmundur Gylfa- son alþm. látinn VILMIINDUR Oylfason, alþingismaður og fv. ráðhcrra, lést í Reykjavík á sunnudag 24 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Gylfa Þ. Gíslasonar, prófessors og fyrrum alþingismanns og ráðhcrra, og Guðrúnar Vilmundar- dóttur. Vilmundur fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1948. Hann varð stúdent frá Mcnntaskólanum i Reykjavík 1968 og lauk B.A.-prófi í sagnfræði frá háskólanum í Manchester 1971 og M.A.-prófi í sagnfræði frá háskól- anum í Exeter 1973. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1973 til 1978 er hann var kjörinn á þing fyrir Alþýðu- flokkinn. Vilmundur var dóms- og kirkjumálaráðherra og mennta- málaráðhcrra i minnihlutastjórn Bcnedikts Gröndal frá því í október 1979 fram í febrúar 1980. Vilmundur sagði sig úr þing- flokki Alþýðuflokksins í nóvember á liðnum vetri og gekkst fyrir stofnun Bandalags jafnaðarmanna í janúar 1983. Hann var kunnur dálkahöfundur og um skeið dag- skrárgerðarmaður við Ríkisútvarp- ið og fréttamaður hljóðvarps, rit- stjóri Alþýðublaðsins og stóð sumarið 1981 fyrir útgáfu viku- ritsins Nýtt land, sem hann rit- stýrði. Hann var höfundur tveggja Ijóðabóka, Myndir og ljóðbrot (1970) ogLjóð (1980). Vilmundur Gylfason var kvænt- ur Valgerði Bjarnadóttur. Hann lætur eftir sig tvö börn. Naflilaust neyd- arkall heyrðist SLYSAVARNAFÉLAGI íslands barst tilkynning frá Siglufjarðarradíói laust fyrir kl. 9 í gærmorg- un þess efnis, að frá skuttogaranum Apríl frá Hafnarfirði hefði verið látið vita að um borð hefði heyrzt á neyðartíðninni frá einhverjum báti, að eldur væri þar laus um borð og viðmið- unin væri Hornbjarg. Nafn bátsins heyrðist ekki. Staðfcsting kom síðan frá skuttogaranum Sólbergi frá Ólafsfirði um að þar hefði heyrzt slíkt hið sama. Þcssi hjálparbeiðni var það veik að hún heyrðist hvorki á strandstöðinni á ísa- firði né í Siglufirði. Slysavarnafélag Islands kom strax boðum til skipa á svæðinu með beiðni um að leita og hlusta vel. Einnig var haft samband við Land- helgisgæsluna og fór varðskipið Þór, sem statt var norður af Kögri, þegar af stað í átt til svæðisins. Einnig fór flugvélin TF SÝN strax á loft til leitar. Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri SVFÍ sagði Mbl., að um klukkan 9.20 hefði Slysavarnafé- laginu svo borizt boð frá Bjarna Ólafssyni AK um að þeir væru komnir að Gunnjóni GK 506 frá Garði og að eldur væri laus um borð í honum. Skömmu síðar bárust fregnir um að skipverjar á Gunnjóni væru að fara um borð í gúmmí- björgunarbáta til að fara yfir í Bjarna Ólafsson og síðar fréttist að áhafnir beggja skipanna ynnu að slökkvistörfum. Það hefði svo verið laust fyrir há- degið að Slysavarnafélaginu bárust boð um að mikill eldur væri í aft- urhluta bátsins, í íbúðum skipverja, og að þriggja skipverja væri saknað. Þá væru fimm skipverjanna komnir um borð í Bjarna Ólafsson, sem tek- ið heföi Gunnjón í tog og haldið til móts við varðskipið Þór. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður væru hinsvegar heilir á húfi um borð í Gunnjóni. Skipin mættust um klukkan 14.30 og fóru þá reykkafarar frá Þór um borð í Gunnjón og gerðu tilraun til að komast undir þiljur, en urðu frá að hverfa vegna elds og reyks, eins og skipverjar bátanna höfðu þurft að gera. Þá var tekið til við að dæla froðu á eldinn með dælum sem kom- ið var með frá varðskipinu, til að reyna að ráða niðurlögum hans. Þannig var haldið áfram í allan gærdag og fram á nótt því eldur gaus upp öðru hverju í klæðningu í bátnum. Um klukkan 17 voru menn- irnir þrír taldir af og eftir klukkan 18 komust reykkafararnir niður í íbúðirnar og fundu líkin, en tókst ekki að ná þeim upp vegna hita og eiturgufu sem gaus upp niðri í skip- inu. Gunnjón GK 506 er í eigu Gauksstaða hf. í Garði. Það er stálskip, rúmar 200 lestir að stærð, smíðað í Noregi og Njarðvík árið 1981. > .*.-**'♦ j' ,/.•* ■ ***** > 'T ‘ l ^ i Ljósm.: KrÍHlinn Árnason. Mynd þessi var tekin í gærmorgun eftir að Bjarni Ólafsson AK var kominn að Gunnjóni GK 506, en eldur kom upp í Gunnjóni þar sem hann var aö rækjuveiðum norður af Hornbjargi. Verða innflutningsgjöld bifreiða lækkuð um 8%? Vilmundur Gylfason. TIL umræðu er innan ríkisstjórnar- innar samkvæmt hcimildum Morg- unblaðsins að lækka innflutnings- gjöld bifreiða. Fjármálaráðherra mun hafa lagt til að innflutnings- gjöldin lækkuðu um 8% að meðal- tali, en þau eru nú á bilinu 7—37% eftir stærðar- og gæðaflokkum bif- reiöa. Þá mun vera til athugunar í fjármálaráðuneytinu lækkun á verði neyzluvara ýmiss konar. Mbl. er einnig kunnugt um að áhugi er mcð- al ráðherra Sjálfstæðisflokksins á niðurfellingu flugvallarskatts og breytingu á sérstöku álagi á ferðamannagjaldeyri og hefur það verið til athugunar með tilliti til stöðu ríkissjóðs og hugsanlegra ann- arra tekjuöflunar- og/eða sparnað- arleiða. Fjármálaráðherra mun hafa lagt tillögu fyrir ríkisstjórnina um lækkun bifreiðainnflutningsgjalda í gærmorgun en Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra farið fram á frestun afgreiðslu. Tillögur um lækkun aðfiutningsgjalda Fjármálarádherra vinnur einnig að til- lögum um lækkun á verði neyzluvara neyzluvara eru samkvæmt heim- ildum Mbl. í vinnslu í fjármála- ráðuneytinu. Er Mbl. ræddi við Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra í gærkvöldi sagðist hann ekki vilja fjalla um málin á þessu stigi. Innan ríkisstjórnarflokkanna og ríkisstjórnar hefur fram- kvæmd stjórnarsáttmálans verið til umræðu. Mbl. er kunnugt um að meðal þess sem er á næsta leiti er skipan nefndar til endurskoð- unar á málefnum landbúnaðarins. Fyrirhugað er að endurskoða framleiðsluráðslögin og verð- myndunarkerfi landbúnaðarins og mun ríkisstjórnin skipa nefnd til þess á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.