Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 1
Afsgíýsing í Hmanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 179. tbl. — Fimmtudagur 12. ágúst — 49. árg- Gerizt áskrifendur aS Tímanum Hringið í síma 12323- Hörmulegur atburður í Södertalje í Svíþjóð 2 KONUR LÉTUST AF GAS- EITRUN A SKURDARBORDI NTB-Stokkhólmi, miðvikudag. Um alla Svíþjóð er nú verið að rannsaka svæfingartæki í sjúkrahúsum eftir að tvær kon- ur biðu bana vegna galla í svæf- ingartæki á sjúkrahúsinu í Södertalje. Heilbrigðismála- stjórnin í Svíþjóð hefur lýst því yfir, að atburðirnir í Söder- talje hafi orðið vcgna óheppi- legra atvika og sé engin ástæða til þess að óttast, að þeir endur- taki sig. Sænska lögreglan kannar nú málið. Banaslysin urðu á föstu- daginn var, en það var fyrst í gærkveldi, að gengið hafði ver ið úr skugga um hvað olli dauða kvennanna. Það Vjóru tvær konur, 68 ára og 42 ara, sem létust. Bana- meinið var gaseitrun í sam- bandi við svæfingu vegna skurð aðgerða. Tólf ára gamall dreng ur, sem svæfður va'r vegna þess að taka átti úr honum háls- kirtla, var einnig hætt kominn. Læknamir tóku eftir því, að eitthvað var ekki eins og það átti að vera, lokuðu fyrir svæf ingartækið og gáfu drengnum súrefni. Tókst þannig að bjarga lífi hans. í sjúkrahúsinu í Södertálje er mjög fullkominn svæfingar- útbúnaður með leiðslum frá gasmiðstöð. Bæði í skurðstof- unum og fæðingarstofunum er gasið leitt úr þessari gasmið- stöð. Er notuð blanda af hlát- urgasi og súrefni, en blöndun gastegundanna er mismunandi eftir því um hvers konar að- gerð er að ræða. Rannsókn sérfróðra manna hefur leitt í ljós, að svæfingar tækið, sem um er að ræða, var ekki ætlað til þess að tengjast þessari gasmiðstöð, en fyrir misskilning var það tengt þann ig í Södertálje. Það hafði í för með sér, að súrefnið blandaðist hláturgasi, og varð of mikið af hinu síðarnefnda og olli dauða hinna tveggja kvenna. Svæfingartækið er framleitt í Svíþjóð og á að vera á því ör- yggisventill, sem á að sjá um, að hláturgas streymi ekki óhindrað inn í kerfið. Er nú verið að rannsaka hvort slíkur ventili er á tækinu í Söder- tálje, og ef svo er, hvort hann hafi verið í sambandi. Einnig verður athugað, hvort ekki hafi verið of mikill þrýst- ingur á gaskerfinu. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð, en þetta er fyrsta óhappið af þessu tagi, sem þar á sér stað. Tækið, sem notað var er Analgesie-tæki af ADA-gerð. í Svíþjóð er ekkert opinbert eftirlit með svæfingar tækjum. ER HER AÐ VERÐA „OPIN BORG" VEGNA FÁMENNRAR RANNSÓKNARLÖGREGLU? ! IGÞ-Reykjavík, miðvikudagur. Smáþjófar, ávísanafalsarar, næt- || í urgöltrarar og ýmiss konar afbrota lýður annar á nú glaða daga í Reykjavík. Hvað minniháttar af- brot snertir má eiginlega heita að hér sé „opin borg“, sem stafar af því, að rannsóknarlögregla staðar- ins er svo fáliðuð að hún kemst ekki yfir að sinna nema aðvífandi stórmálum. Hinni súpunni verður hún að ýta á undan sér og vona að einhvern tíma gefist tími til úrvinnslu. Einkum ber mikið á Myndin gær inni í Rúgbrauðsgerð, þar sem Geneverinn er geymdur. (Tímamynd GH) Sjö komnir í Steininn - fleiri fylgja á eftir jiHM-Reykjavík, miðvikudag. Smyglmálið í ms. Langjökli er nú að verða eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi, og á sjötta tímanum í dag, mið- vikudag, voru sjö áhafnarmeðlim- ir komnir bak við lás og slá. Sam- kvæmt upplýsingum frá rannsókn arlögreglunni þá stóð til að fleiri færu í Steininn í kvöld. Þegar Langjökull leggur loksins úr höfn mun ný áhöfn verða á skipinu og samkvæmt upplýsingum er þegar búið að ráða hana. Tollgæzlan í Reykjavík tjáði Tímanum í dag, að þegar leitinni lauk í skipinu í gærkveldi, þriðju- dag, þá hafi fundizt alls 3970 flösk ur af áfengi og 130.400 sígarettur. Megnið af áfenginu, sem fannst í frystilestinni, áhafnarklefum og í brúnni, var gin og genever. Rannsóknarlögreglan fékk málið til meðferðar í morgun, miðviku- dag, og hófust yfirheyrslur kl. 2 e. h. Búizt er við að lokið verði við frumskýrslur í málinu seint í kvöld, og stór hluti af hinni 30 manna áhöfn sitji í Steininum í nótt. Öli áhöfnin er nú komin í ferðabann, og má því ekki fara út fyrir lögsagnarumdæmi Reyk.ja- víkur. Eins og fyrr greinir. voru 7 manns komnir í Steininn um klukkan sex, og búizt var við að gefa yrði „venjulegum" gestum frí til að allir kæmust inn af þeim áhafnarmeðlimum, sem væru grun aðir. Ekki er enn vitað hve marg ir þeir eru. Það verður eflaust þröngt hjá lögreglunni i nótt. Blaðið hefur það eftir góðum heimildum. að þegar só búið að velja nýja áhöfn, frá skipstjóra niður í vikapilt. Búið var að gera við skiþið í kvöld, og má reikna með að það leggi úr höfn með frystan fiskfarm frá Danmörku til Ameríku annað kvöid. Skipasmið- ir hafa unnið dag og nótt við að laga skipið, þar sem tollgæzlu- mennirnir hafa verið að verki með kúbeinin sín, en það er svo tii um allt skipið. Jóhann Nielsson hefur verið skipaður rannsóknardómari í þessu smyglmáli. Allt áfengið og sígar- etturnar hafa verið flutt í geymsl- ur Áfengisverzlunarinnar við Borgartún og Hallarmúla. Ekki er enn vitað hvað farmenn irnir ætluðu sér með allt þetta magn af smyglvarningi, en þó bendir allt til þess að það hafi átt að koma á land hér. Tíminn til að losa það var samt mjög stuttur eða um tveir dagar. Tollgæzlan Framhaid a Dls. 14 þvi hve rannsoknarlögreglan er fáliðuð þann tíma sumarsins, sem starfsmenn eru í fríum. Að sjálf- sögðu taka afbrotamenn ekkert tillit til þess, þótt landsfeður og Framhalo ' ols l<- VATNSENDA- ROSU REISTUR MINNISVARÐI BS-Hvammstanga, miðvikudag. Sunnudaginn 15. ágúst verður afhjúpaður í Efra-Núpskirkjugarði minnisvarði um skáldkonuna Rósu Ólafsdóttur, Vatnsenda-Rósu. Á þessu ári eru liðin 170 ár frá fæð- ingu hennar og 110 ár frá dauða hennar. Það er Kvennabandið í Vestur- Húnavatnssýslu, samband kvenfé- laganna í sýslunni, sem hefur geng izt fyrir gerð minnisvarða um þessi frægu konu. Athöfnin á sunnudaginn hefst með guðsþjón- ustu klukkan 14 og við afhjúpun- ina mun dr. Sigurður Nordal flytja tölu um Vatnsenda-Rósu. Rósa fæddist 23. desember 1795 og lézt 28. september 1855.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.