Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 8
8 TiMINN FLMMTUDAGUR 12. ágást 1965 rtnyýjjn. ...•" tm Myndin er tekin rétt utan viS Jerevan — hftfuðborg Armeníu, AUir kannast við Ararat, fjallið þar sem örkin háns Nóa strandaði á syndaflóðinu forð um. Hinir munu færri, sem vita hvar það er og fæstir, sem vita, að við rætur þessa fræga fjalls var fyrsta kristna ríkið í heiminum. En það er lítið land, sem heitir Armenía og á mjög merkilega menningar- sögu. Land þetta er milli Miðjarð arhafs og Kaspíhaís. Og þar var kristindómur lögtekinn um 300 e. Kr. Mun ekkert land fyrri hafa viðurkennt kristni sem þjóðtrúarbrögð. Það var konungur í Armen- íu Tradat að nafni, sem gerði kristnidóm að ríkistrú. Hann ríkti frá 261—317. En það var armenski priiis- inn Gregor Lusatoritz — Ljós berinn, — sem raunverulega kristnaði landið, þannig að Armenia var fyrsta kristna þjóðríkið í veröldinni. Það var frábærum dugnaði hans og eldmóði að þakka að þarna blómgaðist bráðlega bióðleg kristin menning og list. Og þótt Armenía sé nú eitt af ríkjum Sovétlandanna er gregoriski kristindómurinn ríkjandi trúarbrögð landsins. Og biblían var þýdd á tungu landsmanna þar um 400 e. Kr. eða- nær jafnsnemma og á lat- ínu. Sá af lærisveinum Gregors Ijósbera, sem mest áhrif hafði viðvíkjandi kirkjubyggingum i Armeníu var Nerses konungur, sem nefndur var hinn mikli, en hann annaðist persónulega um að reistar voru að minnsta kosti 2040 kirkjur. En samt hóf hann elcki Séra Níelsson: armsaga • / menningarstarf sitt með kirkju byggingum heldur með fá- tækralöggjöf eða aðstoð við bágstadda. Kirkjan tók að sér fátækra hjálp, safnaði vistum, klæðn aði og byggði íbúðarhús fyrir fátækar fjölskyldur, reisti hæli fyrir munaðarleysingja og sjúkrahús fyrir sjúklinga víðs vegar um landið. Kirkjan fórnaði bæði tíma og peningum til uppfræðslu og framfærslu bömum og ung mennum og kærieiksfórnirnar báru ríkulegan ávöxt. Fólkið fylkti sér um kirkju sína og studdi starf hennar með eld- móði og þakklæti. Hvergi hafði sllkt samfélag orðið svo virkt nema í frumsöfnuði Jerusalem borgar, en þó aðeins örfá ár þar. Konungshugsjón Nersesar var að gera allar armenskar jarðeignir að þjóðareign, og honum heppnaðist þetta. Hann vann að því, að allir þegnar hans skyldu líta á sig sem bræðivr og systur, einn ig hinir umkomulausustu og örbirgu, allir skyldu sameigin lega matast við —„Guðs borð" eins og það var orðað. Undir forustu þessa fram farasinnaða og hugsjónaríka konungs varo kristna kirkjan í Armeníu að þjóðlegri múg- hreyfingu eða vakningu, sem á sér enga hliðstæðu í ailri sögu mannkynsins. „Þjóðin sigldi undir merki krossins", skrifar einn af sagn fraéðinguni fornaldar og sagn ritarar hafa nefnt Armeníu „Paradís kristninnar" Á dögum Nersesar mikla dvínuðu allar deilur í iandinu og á löngu tímabili var þjóð inni hlíft við öllum styrjöldum við nágrannaríkin, sem lengi vel létu þessa friðsömu menn ingarþjóð í friði. Það tókst einnig að vinna bug á öllum ágreiningi miUi biskupanna og konungsvaldsins og fullt samræmi og samstarf fékkst milli kirkjunnar og ríkis jns í öllum greinum. Kirkjulegar og veraldlegar ' stofnanir unnu : fullu sam- starfi og einingu að hag og heill þjóðarinnar. En auðvitað fékk þetta íitla kristna sam- fólag ekkki lengi að vera i íriði. Arabísku nágrannaríkin, sem treystu hvarvetna veldi sitt, óttuðust að Armenía yrði mið stöð fyrir útbreiðslu kristin dómsins, sem þau töldu ógna sínu valdi og hófu því „heilagt stríð“ gegn Armenum. En armenskur herforingi VVartan Maniskonía að nafni ojargaði íandi sínu frá eyði leggingu á hinn frækilegasta hátt, er hann vann sigur á inn rásarher Persa árið 451 við Avarair. En nýir her-flokkar sóltu að úr austri, vestri og suðri. Þeir rændu og myrtu og lögðu hið blómlega menningarríki þjóð- arinnar i auðn. Skelfingar styrjaldarinnar geisuðu yfir hina ógæfusömu Armena, og margir flýðu til fjarlægra landa og annarra heimsálfa. En mestur hlutí fólksins varð auðvitað að deila örlögum með meginþorra þjóð arinnar í heimalandi sínu. Og þrátt fyrir allar tilraunir til að ganga milli ’ools og höfuðs þjóðtungu, menningu og trú, reis þjóðin upp aftur á ótrú- lega stuttum tíma enn mátt- ugri en fyrr Hinn auðugi og öflugi menn ingararfur lifði af þennan fimbulvetur og í fótspor bók- menntanna færðist líf og Þrótt ur í myndlist og byggingar- list. Hvai-vetna brumuðu nýir sprotar menningarlífs, sem átti sína endurfæðingu á hinn feg- ursta hátt. Bráðlega voru kirkj urnar endurbyggðar. Borgin Ani bliómgaðist svo á sviði byggingarlistar, að hún hefur verið nefnd mesta kirkjuborg heimsins að fornu og nýju. Eftir kirkjuþíngið í Kalke- don 451 urðu miklar deilur Fyrsta krístaa ríkið um ýmiss konar trúaratriði og trúfræðileg vandamál. Þá 6agði armenska kirkjan skilið við kirkjur Vesturlanda og stofn aði sjálfstætt kirkjufélag eða kirkju óháða öðrum. En sjálfstæði armensku eða gregorisku kirkjunnar um aldaraðir hefur þó ekki fyrst og fremst byggzt á trúfræðileg um kenningagrunni, heldur á því að henni hefur tekizt að efla Armeníubúa til þjóðemis legrar einingar. Að skipulagi og helgisiðum víkur gregoríska kirkjan ekki mjög frá því sem grísk-kat- ólska kirkjan hefur mótað inn an sinna vébanda. Yfirmaður kirkjunnar er nefndur katolikos og er það erkibiskupinn í Etsjimi- atzin. Hans undirmenn eru fjórir erkibiskupar einn í Jerúsalem, einn í Konstantínopel sá þriðji í Kilikíu og sá fjórði við Van- vatnið í Armeníu. Þessír biskupar eru skípaðir í emb- ætti af katolikos og er emibætt- istími þeirra aðeins þrjú ár, að þeim tíma liðnum eru Þeir endurskipaðír eða settir frá, en það er venjulegt. Prestar mega kvænast en munkar, biskupar og aðrir æðri stéttar menn kirkjunnar verða að lifa ókvæntir. Munkar og biskupar eru allt mjög lærðir og fjölmenntaðir menn. Og af biskupum er kraf izt, að þeir geti talað mínnst sex tungumál. Armensk list, sérstaklega húsagerðarlist, helgimunir og kirkjuskreytingar er kristileg list, orðin til fyrir trúarleg áhrif og útfærð í samræmi við kristinn arf og erfikenn ingar. Þetta er mjög sérstæð list, þótt unnt sé að finna utan aðkomandi eínkum persnesk áhrif. Listamennimir virðast alltaf fyrst og fremst telja sig í þjónustu guðstrúarinnar og verk þeirra eiga að vera Swm um til dýrðar. Veraldleg eða ókirkjuleg list stendur yfirleitt langt að baki. nema í dansi og músík, en þa*- nýtur armenskur aldmóður og andlegur kraftur sín mjög vei. Það er samt sérstaklega í húsagerðarlist, ekki sízt kirkju byggingum, sem Armenía he-f- ur náð lengst út yfir landa- mærin. Hin frægasta kirkjan Austur landa nær SofíuAirkjan f Kon stantínopel er byggð á dögum Justinians. En að henni unnu húsameístararnir Trolles og Isidor frá Miletus. Henni var lokið árið 537 e. Kr. Hvaða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.