Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 1965
TflVEBNN
43
þrjá stundarfjórðunga. Við vorum með geislabaugi, sem
festir voru á langan vír og sveifluðum þeim yfir höfðum
okkar.
Síðan sungum við textann, sem hljóðaði á þá leið, að við
værum náðarenglar, þótt flytja hefði orðið okkur á skip
yfir hafið og við værum hingað komnar til þess að gleðja
drengina. Og hvernig hefðum við átt að fljúga, því enga
vængina höfðum við-
Það voru alltaf einhverjir meðal áheyrendanna, sem ekki
vissu, hvort þeir áttu að hlæja, eða ekki, og því var það,
að við köstuðum til þeirra appelsínum og sígarettum. Ef til
vill vorum við of fullkomnar, eða þeir of kurteisir til þess að
hlæja að því, sem þeir héldu kannski, að væri heiðarleg til-
raun. En þegar við að lokum snerum okkur við, svo þeir
gátu séð vængina, sem nældir höfðu verið í kragana, hlógu
þeir og ákváðu að láta sér þykja skemmtilegt, það sem á eft-
ir kom.
Næsta vísa fjallaði um upphaf ferðar okkar, um Slagsíðu
Lee, sem aldrei hafði komizt á leiðarenda, um Heywood, sem
við höfðum orðið að hrökklast úr, um sjóveikina og allt,
sem henni við kom. Þetta kpnnu mennirnir að meta, því
margir þeirra höfðu reynt það sama og við.
Cam söng um gúmmífæturna, sem hún hafði fengið á
sjónum, og Helen um það, þegar hún lá í rúminu og óskaði
þess, að hún væri dauð, og svo sungum við allar í kór um
það, hve við dásömuðum það að vera komnar hingað.
Þegar hér var komið, vissum við, að við höfðum ná tök-
um á áheyrenunum, og Mary, sem lék undir á píanó, sagði,
að við hefðum verið „drukknar af valdinu,“ sem við höfðum.
Þegar tjaldið féll eftir fyrsta þátt, var okkur alltaf fagnað
með ópum eftir „meiru“ — Við viljum meira! Mennirnir
blístruðu og stöppuðu niður fótunum. Við komum svo fram
aftur, eftir að hafa 'gert nokkrár lágfæringár á 'búningi ókkar;
Mennimir vissu, að við voram ekkert að ýkja, þegar við
birtumst í regnkápum, með gasgrímur og hjálma.
Við sungum um hjálmana, grímurnar og geislabaugana,
sem við værum að sligast undir, en að við reyndum þrátt fyrir
allt að vera duglegar. Við borðuðum með beztu list, þótt
kvölds og morguns og um miðjan dag fengjum við ekkert
nema kjötbúðing.
Þó að við gleymdum nú einhverju úr, gerði það ekkert til,
því þegar mennirnir voru að hætta að hlæja að síðasta atrið-
inu, höfðum við fengið minnið á ný. Vi sungum áfram: Hér
rignir aldrei, heldur er eins og hellt sé úr fötu, og það er
dálítið erfitt fyrir taugarnar að heyra vindinn stöðugt gnauða,
en við verðum þó að viðurkenna, að það er dásamleg sjón
að sjá menn og skála og gamla kirkjuturna á fljúgandi fart.
Athugasemdir sem þessar voru vissulega sannleikanum sam-
kvæmar og féllu í góðan jarðveg.
Söngurinn endaði svo með því að segja, að við hefðum
þrátt fyrir mikla erfiðleika lært að segja á íslenzku — Alt-ee-
ligh-yi og Nay-ee!
Þetta var framlag okkar til sýningarinnar, og viðtökurnar
urðu til þess að hvetja mig til að skipuleggja betri og fjöl-
þættari leikþætti. Bæði Helen Lee og Cam voru lausar við
leikskjálftann og orðnar að reyndum leikurum, þegar að því
kom, að við vorum beðnar um að taka þátt í fyrstu stóru
skemmtidagskránni, sem höfð var á eyjunni. Sýningin var
á vegum hersins, og flokkurinn átti að ferðast um landið í
sex til átta vikur. Við vorum stórhrifnar af því, að eiga
nú að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessari sýningarferð.
Því miður fór svo, að á síðasta augnabliki var ákveðið, að
ekki væri hægt að sjá af okkur, því við vorum ekki einu
sinni nægilega margar til þess að geta séð um búðadag-
skrárnar, sem eftirspurnin jókst stöðugt eftir ...
Sýningarflokkurinn fór án okkar, og gerði geysilega lukku.
Þarna var svo margt annað þýðingarmikið, sem gera
þurfti, og svo fáir til þess að framkvæma það, að enginn
tími var til þess að láta sér dveljast við harmagrát vegna
vonbrigðanna. Hvað sjálfri mér viðkom var mitt stærsta vanda
mál, að þurfá að fara að líta í kringum mig eftir nýjum
skemmtikröftUm, án þess þó að gera mér ljóst, að slíkt
myndi verða árangurslaust. Allir skemmtikraftar á eyjunni
voru komnir í stóra sýningarflokkinn.
En áður en ég hafði fengið tíma til þess að gera mér
þetta fullkomlega ljóst, var ég byrjuð á öðru verkefni.
Merkjasveitin hafði að sjálfsdáðum stungið upp á því, að
kvikmynd yrði gerð um starfsemi Rauðakrosssveitarinnar á
íslandi. Þeir buðust til þess að taka myndina_, ef við sæjum i
þeim fyrir efni og samhangandi frásögnum. Ég sem einn af |
starfsmönnum Rauðakrossins á íslandi var ekki aðeins þeirr- |
ar skoðunar, að við gætum heldur ættum sannarlega að f
leggja til handritið, hvað sem tautaði og raulaði. Kvikmynd
> *
AST 0( 5 STÆRILÆTI MAYSIE GREIG
26
— Monty. En andmæli hennar
voru aðeins hvískur, sem í raun-
inni heyrðist ekki.
— Elskan mín, heyrði hún
hann segja, og hún lokaði augun-
um. Ég má ekki hlusta á hann,
hugsaði hún með sér. Ég verð að
hugsa til D«ice. Muna loforð mitt
við hann. En Druce var svo langt
i burtu. Og Monty svo nærri . . .
. Sekúndurnar liðu. Heitt nætur-
loftið var þrungið af ósögðum orð
um og óleyfilegum hugsunum. . .
Nú fór hljómsveitin að leika aft-
ur. Gítaramir sungu um spánskar
nætur með tunglsljósi og ást.
— Ég elska þig, hvíslaði hann.
Hún andvarpaði lágt, en sagði
ekki neitt.
Hann tók báðum höndum var-
lega um vanga hennar og sneri
andlitinu móti fölu tunglsljósinu.
— Ég elska þig_ Ray, hvíslaði
hann aftur. — Ég elska augun.
sem ég hef látið gráta, varir þínar,
sem hafa sært mig svo djúpt, litlu
. töfrandi hökuna . . . ég elska
j þig-
1 Hún þorði ekki að hugsa, þorði
■ ekki að anda. Að hvíla svona í
jfaðmi Montys og þrýsta sér að
i honum var það sem hana hafði
; dreymt um, það sem hún hafði
þráð svo lengi. Alla mánuðina,
sem hann hafði verið káti félag-
inn, sem eyddi alvöru lífsins með
hlátri. Þá hefði það verið mesta
unun hennar að vita hann nærri
sér. Að heyra hann hvísla: „Ég
elska þig.“
En nú var það of seint. Hún
gat ekki hlustað á hann. Hún
hafði engan rétt til að hlusta á
hann. Það var brjálæði. Hún
kreppti hnefana í öngum sínum.
Hún varð að muna loforð sitt við
Druce . . . En hún var þarna
j í faðmi Montys, og’ hún skalf af
þrá eftir kossum hans. Svona þekk-
ir maður sjálfa sig lítið, hugsaði
hún þreytulega. Maður heldur sig
sterkan, en svo er maður ekki
nema veikt strá, þegar á reynir.
Það voru engin gleðitár, sem
.fylltu augu hennar, þegar hún
i lagði hendurnar um háls hans,
j hálfkjökrandi.
— Segðu, að þú elskir mig,
Ray! hvíslaði hann aftur og koss-
'unum rigndi á hvítan háls henn-
ar, fölar kinnarnar og lokuð aug-
un.
— Ég elska þig, Monty, sagði
hún án þess að horfa á hann.
Orðin komu eins og andvarp úr
djúpi sálarinnar.
— Nú ert þú mín! Röddin titr-
aði af sigurgleði. — Mín — nú
og alltaf!
Hún opnaði augun. Það var eins
og hún vaknaði af draumi. Hún
hristi höfuðið. — Nei, Monty . . .
Druce . . .
— Druce! tók hann fram í. —
Hann hefur verið klunnaleg brúða
í þessum ieik, og verður ildrei
I annað. Röddin var hörð og tónn-
i inn fyririitlegur. — Þú hefur aldr-
I ei verið hans. Heldurðu, að ég viti
Iþað ekki? Hvernig ættir þú að
vera bundin manni eins og non-
1 um?
— Hann er maðurinn minn,
i sagði hún og lagði áherzlu á hvert
| orð. Það var Iíkast og hún héldi
jskildi fyrir Druce, til að verja
hann eiturörvunum frá Monty.
Ef til vill var hún of ístöðulítil
til að geta sagt nei við Monty,
en hún leyfði ekki, að hann talaði
niðrandi um Druce.
— Já, svo er þessari fáránlegu
giftingarathöfn fyrir að þakka,
sagði Monty bitur. — En þú elsk-
ar hann ekki. — Það er ég, sem
þú elskar, og mér áttu að fylgja.
Við skulum byrja nýtt líf, Ray,
— ferðast um alla veröldina, reyna
allt, upplifa allt. Við skulum
hlæja og elskast og vera sæl. Glað-
ir ævintýramenn, og öll jörðin
skal verða leikvöllur okkar . .
Elskan mín, treystu mér. Ég skal
bera þig á höndum mér, elska þig,
tilbiðja þig!
Hana langaði tii að hrópa. Já,
Monty, farðu með mig. Hún beit
á jaxlinn. Hún varð að muna heit
sitt við Druce.
— Monty, sagði hún biðjandi.
u
Resl best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar
Eigum dún og fiðurheld ver.
æðardúns. og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Simi 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
— Ég hef lofað Druce að gera
heiðarlega tilraun til að verða
hamingjusöm með honum. Ég lof-
aði að búa með honum sex mán-
uði, og það loforð verð ég að
efna.
— Sex mánuði! En sex mánuð-
ir eru eilífð, hrópaði hann.
— Einu sinni lézt þú mig vera
eina heila ei'lífð, hrökk upp úr
henni. Hún hafði ekki ætlað sér
að segja það. Hún hafði ekki einu
sinni vitað, að þessi beiska end-
urminning væri svona ofarlega í
huga hennar. Orðin lögðu allt í
einu í rúst ævintýraborgina, sem
þau voru stödd í.
Monty lét hendur síga. Dökku
augun urðu svört. — Ég hafði
mínar ástæður til þess, Ray. Það
veiztu.
Hún færði sig frá honum og
hallaði sér upp að handriðinu.
Bros tunglsins hvarf bak við sk>\
Þau stóðu þegjandi í myrkrinu.
— Þetta eru aðeins sex mán-
uðir, sagði hún biðjandi. Hún
i ætlaði að hlaða upp nýja ævin-
Itýrahöll úr brotunum. — Það er
ekki nema rétt eftir allt það, sem
jég hef þegið af honum. Ég hef
i gefið honum loforð.
— Aðeins sex mánuðir! endur-
tók Monty. — Hvernig á ég að
vita, hvernig ég hugsa til þín eft-
ir sex mánuði?
Hann ætlaði sér auðheyrilega að
særa hana, því að þetta gat ekki
verið alvara. Ray skalf. Hann hafði
svikið hana einu sinni. Hvernig
gat hún verið viss um, að hann
gerði það ekki aftur?
Hún hugsaði til Druce. Henni
fannst styrkur hans og öryggi
vera hlýtt heimili, sem hún hefði
strokið frá 1 barnalegri einfeldni
og hugsunarleysi. Druce mundi
aldrei bregðast stúlku — ef hún
hefði ekkf' brugðizt honum að
fyrra bragði. En Monty mundi
svíkja hana, ef honum dytti í hug.
Brosandi, áhyggjulaus og með
sama kæruleysi og hann sýndi að
staðaldri.
Monty kom fast að henni. Hann
tók harkalega í axlirnar á henni,
og dimm augu hans störðu á fölt
andlit hennar.
— Gleymdu Druce, Ray, sagði
hann lágt. — Það erum aðeins
við tvö, sem skiptum máli. Við
eigum að elska hvort annað, Ray„
Það er svo margt, sem þú hefur
farið á mis við, ástin mín — og
það skal ég gefa þér . . .
Lág og lokkandi röddin komu
tárum fram í augun henni.
Bara að hún gæti hætt og oríSi?
hans! Bara, að hún gæti gI«yrr,T
Druce — og um I«i8 öliu því
>sem kallað «r siSgæði og gómn