Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 1965 TÍMINN ■ttrnual 13 Valur og Akra- nes leika í kvöld Alf—Reykjavík. — Eftir smá hlé heldur 1. deiidar keppnin Jón Ilálfdánarson Jón H. keppir í Barcelona Það mun afráðið, að Jón Hálf- dánarson keppi fyrir íslands hðnd í heimsmeistarakeppni uwglinga í skák, sem háð verður í Baree lona á Spáni á næstunni. 30 lönd senda keppendur, einn frá hverju landi, og má búast við harðri keppni á mótinu. Jón heldur ut- an í dag. í knattspyrnu áfram á Laug- ardaisvellinum i kvöld og mætast þá Valur og Akranes. Leikurinn er mjög þýðingar- mikill fyrir báða aðila. Skaga menn hafa ennþa möguleika til sigurs í mótinu, en Valur gæti með því að vinna leikinn eða gera jafntefli, tryggt sér áframhaldandi setu í deild- inni. Enda þótt allar líkur séu til þess, að Fram detti niður í 2. deild, hefur Fram þó enn þá möguleika á því að krækja í 7 stig. Bæði Valur og Akranes hafa 7 stig, Þegar þetta er skrifað, en þess ber að gæta, að Fram á eftir að leika við bæði Uðin. Það verður án efa gaman að fylgjast með leíknum í kvöld, en bæði lið tefla sínum sterkustu mönnum. Þamæsti leikur í 1. deíld verð ur svo á sunudaginn, en þá leika í Rvík Fram og Akureyri. Fyrir leikinn í kvöld er staðan í 1. deild þannig: KR 8 5 2 1 19:8 12 Akran. 6 3 12 12:11 7 Valur 7 3 13 13:13 7 Akureyri 7 3 1 3 10:16 7 Keflav. 6 2 2 2 9:6 6 Fram 8 116 7:16 3 Á myndinni hér að ofan sjá um við þekktasta frjálsíþrótta mann Sovétríkjanna, Valeryi Brumel, heimsmethafann í há- stökki (2.28 metra). Myndin er tekin í landskeppni Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, sem fram fór í Kiev fvrir nokkrum dögum, og sést Brumel stökkva 2.18 m. Brumel, sem er mjög geð- þekkur íÞróttamaður. hefur sett sér það mark að stökkva 2.40 metra, en hvort honum tekst það, skal látið ósagt. Týr vann b-li Þróttar 8:0 Einn leikur fór fram í bikar keppni KSÍ í fyrrakvöld. Týr, Vestmannaeyjum, mætti fa-liði Þróttar í heldur ójöfnum leik, en leiknum lyktaði með 8:0 sigri þeira Eyjamanna. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik, að mörkin tóku að streyma verulega. í hálfleik var staðan 2:0, en í síðari hálfleik skoruðu Eyjamenn 6 mörk. B-lið Þróttar var ekki sterkt í þessum leik, en samt sem áður gefa úrslitin til kynna, að búast má við hörkukeppni milli Vest Framhald á bls 14 Ongþveiti íþróttaritstjóra Morgunblaðsins í aigleymingi Öngþveifj íþróttaritstj. Morgunblaðsins er í al- gleymingi. í blaði sínu í gær gerir hann tilraun til að svara grein, sem birtist á íþróttasíðu Tímans í fyrradag, „Landsliðsnefnd ábyrg", en ekki ferst í- þróttaritstj. Mbl. það bet- ur úr hendi en það, að hann treystir sér ekki til að ræða málefnalega um þau atriði, sem þar koma fram, heldur er með per- sónulegan skæting, — og ber hrein ósannindi á borð í þokkabót. Hélt ég þó, að Atli Steinarsson væri nógu mikið flæktur í slíkum vef þótt ekki færi hann að flækja sig enn meira. Ekki treysti Atli St. sér til að halda því til streitu, að íþróttasíða Tímans hafi með skrifum sínum viljað skapa ó- eíningu í landsliðinu, því hann minntist ekkert á það atriði Ekki gat Atli bent á það heldur hvar í viðtaiinu við Ríkharð fónsson íþróttasíða Tímans hafi gefið í skyn, að honum bæri fyrirliðastaðan. Néi, Atli þegir þunnu hljóði, enda veil hann upp á sig skömmina. En víkjum þá að svargrein hans í Mbl. í gær, ,,Hverjir eiga að læra af mistökum?“ og mun ég ekki hirða að ræða um per sónulegan skætíng i minn garð („ta'kmarkalaust sjálfsálit", „með sama Þóttanum og sjálfs ánægjunni"), en yfirfara þau atriði, sem að öðru leyti koma fram í greininni. Atli segir, að undirritaður hafi ekkí viljað segja alla sög una í sambandi við útnefningu Ríkharðs, því Ríkharður hafi verið beðinn um að taka við stöðinni ÁÐUR en hann var valinn í landslið. Og nú heldur Atli, að hann hafi komízt að öUum sannleikanum, en það fer víðsfjarri. Eg vissi sjálfur, að Ríkharður hafði verið beð inn um að taka við þjálfarastöð unni áður en hann var valinn, en hitt skiptir mestu máli, að Ríkharður tók ekki við stöð- unni fyrr en eftir að hann hafði verið valinn í liðið. Um þetta atriði sagði Rík- harður við mig í gær: „Það var leitað til nún u. þ. b. viku áður en landsleikurinn átti að fara fram og ég beðinn að taka við liðinu. Eg vildi ekki á því stigi taka við stöðunni því Það' myndi e. t. v. hafa ver ið litið á það þannig, að ég vildi með því fleyta mér inn í landsliðið. Þess vegna bað ég um frest og gaf ekki ákveð ið svar fyrr en daginn eftir að landsliðið hafði verið val- ið.“ . I Þetta atriði er því ekkert skjól fyrir málsvara landsliðs nefndar í þessu máli, Atla St„ en þarna hrasar hann alvar- lega. Atli St., seglr í grein sinni síðar, að það hafi verið KSÍ (hann á við stjórnina), sem hafi falið Ríkharði að sjá um undirbúning landsliðsins, en ekki landsliðsnefnd. Þetta atriði er auðvelt að reka ofan í íþróttaritstj. Mbl. affcur, Því í viðtali, sem ég átti við formann KSÍ, Björg- vin Schram, skýrði hann svo frá, ,,að það hefði verið lands liðsnefnd, sem stakk upp á Ríkharði. Það væri aðeins í verkahring stjórnar KSÍ að samþykkja (eða gera athuga semd) sú'k tilmæli". Hér má bæta við, að t. d. velur lands liðsnefnd á sama hátt landslið og stjórn KSÍ samþykkir enda segir svo í starfsreglum lands liðsnefndar: „Landsiiðsnefnd ber ein ábyrgð á vali og Þjálf un landsliðs“. Ef stjórn KSÍ brygðist við á annan hátt, t. d. neitaði að samþykkja Ríkharð sem fyrir- liða, þýddi það sama og van- traust á landsliðsnefnd og myndí hún þá eflaust segja af sér. Af þessu er ljóst, að Það er að frumkvæði landsliðsnefnd ar, að Ríkharður er skipaður landsliðsþjálfari. Litlu síðar segir Atli St„ i grein sinni, að formaður KSÍ hafi á fundi með blaðamönnum ætlað að skýra frá þeirri ákvörðun KSÍ, að Ríkharður væri landslíðsþjálfari, en skyndifundur stjórnar KSÍ hefði samþykkt að hafa ekki fleiri tíðindi handa blaðamönn unutn. Um þetta atriði sagði Björg- vin Schram: ,,Það er misskiln- ingur, að stjórnin hafi ætlað að skýra frá skipan Ríkharðs á þcssum fu.niíi. Allt annað mál var á dagskrá.“ Og enn er hægt að halda áfram að reka ofan í íþrótta- ritstj. Mbl. Hann segir í grein inni: „Vegna félagstengsla sinna, ætti hann (þ. e. undir ritaður) að vita Það vel, að þess eru dæmi bæði í félagslíði og landsliði, að einn sé þjálfari og leiki jafnframt með liðinu, en annar maður sé fyrirliði. Er hér átt við Karl Benediktsson landsliðsþjálfara i handknatt- leík.“ En nú fer gamanið að kárna. Eg get upplýst Atla St., um það, að Karl Benediktsson hef ur aldrei leikið með landsliði samtímis því, að hann hafi ver ið þjálfari þess. Ef Atli trúir þessu ekki, getur hann leitað til HSÍ og fengið vitneskju um þetta atriði. Um Það atriði, að Karl hafi þjálfað Fram og ver ið leikmaður, en ekki gegnt fyrlrliðastöðu, get ég upplýst Atla St. um það, að Karl hefur aldrei annazt einn þjálfun mfl. Fram. Hann hefur aðeins ver ið þjálfari til hálfs á móti öðr um (það getur Atli St. fengið staðfest hjá K. Ben.) Það stendur sem sé ekki steinn yfir steini, þegar grein Atla St. hefur verið yfirfarin, því hún samanstendur af ó- sannindum. Það er mikill mís skilningur hjá Atla St„ ef hann heldur, að ég sé honum reið ' ur (eins og kemur fram í grein hans). Eg hef enga ástæðu til að ausa úr skálum „reiði“ minnar vegna þess, eins og Atli St. segir „að rosafréttirn ar voru ekkí slíkar rosafrétt- ir, að réttlætti hinar stóru fyrirsagnir", því það stendur áfram, að skipan Ríkharðs Jóns sonar sem landsliðsþjálfara, er frétt — og það er ekki minni frétt, að Ellert Schram skyldi segja af sér fyrirliðastöðu. En hitt þyklr ekki lengur frétt, að íþróttasíða Mbl. skuli hafa misst af frétt, svo er Atla St. fyrir að þakka. —alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.