Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1965, Blaðsíða 5
FTMMTUDAGUR 12. ágúst 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusímt 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán innanlands — í lausasölu ka'. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Viimufriður“ Mbl. Þagar sigurvegarnir í lok seinustu heimsstyrjaldar hótu að ræða um skipan mála eftir styrjoldina, kom fijutt í ljós, að allir virtust þeir hjartanlega sammála um eitt. Það var að efla og treysta lýðræðisskipulagið. Þegar setzt var að samningaborðinu kom hins vegar 1 ljós, að þeir voru lítið sammála um, hvað væri lýðræði. Bandarikjamenn og Bretar töldu skipulag sitt vera hið rétta lýðræði. Rússar töldu hins vegar eins-tlokks-skipu- lag sitt vera hið rétta lýðræði. Þetta rifjast upp, þegar Mbl. heldur áfram að klifa á því dag eftir dag, að aldrei hafi ríkt meiri vinnufriður á íslandi en í forsætisráðherratíð Bjama Benediktssonar. Ef ekki á að halda því fram, að ritstjórar Mbl. fari með vísvitandi ósannindi, verður afstaða þeirra ekki skýrð öðru vísi en þannig, að þeir leggi allt aðra merkingu í orðið vinnufriður en hingað til hefur verið gert. Vinnu- frið hafa menn hingað til kallað það, þegar kaupsamn- ingar hafa gengið greiðlega og ekki hefur því komið til verkfalla. Mbl. virðist hins vegar kalla það vinnufrið, þegar kaupsamningar ganga erfiðlega og verkföll eru fleiri og meiri en nokkru sinni fyrr. Hér í blaðinu hefur það hvað eftir annað verið rakið, að fleiri stórverkföll hafa orðið í forsætisráðherratíð Bjama Benediktssonar en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Það hefur t.d. verið bent á allsherjar- verkfallið í desember 1963, sjómannaverkfallið síðast- liðinn vetur og síldveiðistöðvunina í sumar, að ógleymd- um skæruhemaði Dagsbrúnar. Mbl- reymr ekki neitt að hnekkja þessari upptalningu, heldur segir í Stak- steinum í gær að hún einmitt sanni að almennari vinnufriður hafi ekki verið hér á landi síðasta aldar- fjórðunginn heldur en nú síðustu ‘IVi árið.' Hér hafa menn því glögga skýringu á því„ hvað Mbl. kallar „vinnufrið“. Samkvæmt staðhæfingum þessum hefur „vinnufriður aldrei verið almennari'! en þegar verkföll hafa verið stærst og flest! Nú fara menn að skilja vegna hvers Bjarm Benedikts- son er mesti verkfallsráðherra íslendinga. Menn hafa hingað til álitið, að það stafaði af ráðaleysi og stefnu- leysi hans, en ekki ásetningi. Aðalmálgagn hans gefur annað til kynna. Mbl. telur það hinn rétta vinnufrið, að kaupdeilur og verkföll séu meiri en áður. Til þess að tryggja slíkan vinnufrið, er núverandi glundroðastefna, sem s'kerðir kaupmátt launþega annars vegar en þrengir hag atvinnuveganna hins vegar, hin æskilegasta stefna. Þjóðin mun vissulega fá að búa við hinn „Jangvarandi vinnufrið” Mbl, ef þessari stefnu verður fylgt áfram. 25 - 30% hækkun Hafa hinir norrænu sérfræðingar, sem hafa gert hina nýju kostnaðaráaetlun um Norræna húsið 1 Reykjavík, byggt það að einhverju eða öllu leyti á upplýsingum ráðunauta ríkisstjórnarinnar. að búast megi við 25—30% hækkun byggingarkostnaðar næstu þrjú missirin? Sé svo, hefur ríkisstjórnin bersýnilega einhverjar meiri- háttar efnahagsráðstafanir í undh-búningi. Ríkisstjórninni ber vissulega að upplýsa, bvort þessar ágizkanir eru byggðar á upplýsingum fra henni eða ráðunautum hennar. TÍMINN Sigurvin Einarsson aiþm; Þegar minnihlutinn sigrar Það er skoðun margra að | stjórnarandstæðingar á Alþingi ráði engu um afgreiðslu þing mála. Stjórnarflokkarnir felli eða svæfi allar tillögur þeirra. Þetta er vissulega misskilníng ur. Fjölmörg mál fá þá af- greiðslu á Alþingi, að þau eru samþykkt með samhljóða at- kvæðum bæði stjórnarsinna og stjómarandstæðinga. Hins veg ar eru þau mál, sem ágreining ur er um milli flokka. Þau eru jafnan samþykkt með atkvœð um stjómarsinna einna og eru þá engar tillögur stjórnarand stæðinga teknar til greina, hvorki stórar né smáar. Ágrein ingsmál, er stjórnarandstæðing ar flytja eru, nær undantekn ingarlaust, felld eða að þau eru svæfð í néfnd, sem stjórn arsinnum Þykir hagkvæmari að ferð til þess að fella mál. En ofar þessum venjuiegu vinnubrögðum á Alþingi er sú staðreynd, að ágreiningsmál, sem stjórnarflokkarnir hafa beitt sér gegn, hafa fengizt sam þykkt að lokum með þeirra eig in atkvæðum. Þetta á sér stað, fyrst og fremst, um mál, sem eru svo réttmæt og vinsæl, að stuðningsmenn stjórnarflokka heima í héruðum krefjast þess, að flokksfomsta þeirra breyti afstöðu sinni til málanna. Skulu hér nefnd dæmí. Vegamál Bílddælinga. Fyrir nokkrum ámm lögðu íbúar á Bíldudal mikla áherzlu á að fá Suðurfjarðaveg lengd an um nokkra km og Þar með tengdan við Vestfjarðaveg á Dynjandisheiði. Þingmenn Framsóknarfiokksins á Vest- fjörðum, ásamt Hannibal Valdi marssyni fluttu tillögu um fjár veitingu í veginn, samkv. ósk heimamanna, þíng eftir þing, en allar þær tiUögur felldu þingmenn stjórnarflokkanna. Þá tóku Bílddælingar sig tU og sendu Vestfjarðaþingmönn um bréf, þar sem þeir kröfðust þess að fá fjárveitingu í veg- inn, en buðust jafnframt til að gefa til vegarins myndar lega upphæð ef fjárveiting fenglst. Skrifuðu 127 Bilddæl ingar úr öllum flokkum undir þetta bréf. En ekki batnaði Eyjólfi að heldur, og enn felldu stjómarflokkamir til- lögu okkar þremenninga um fjárveitingu í veginn. En nú dró að kosningum og þing- menn stjórnarflokkanna fengu vitneskju um hvaða áhrif af- staða þeirra í þessu málí kynni að hafa á Bíldudal. Á framboðsfundi á Bíldudal næsta ár flutti svo frambjóð andi Sjálfstæðismanna héraðsbúum þau skilaboð frá ríkisstjórainni að þeir skyldu fá einnar millj. kr. lán I veg inn þegar í stað. Tilboðið var svo ítrekað á sjálfan kjördag inn. Svo var vegurinn lagður um sumarið. Þannig megnuðu fámennir þorpsbúar, með einbeittri sam stöðu sinni, að sigrast á margra ára andstöðu valdhafanna gegn hagsmunamáli héraðsbúa, og málinu varð borgið, þótt ekki væri í sölum AlÞingis Sigurvin Einarsson Menntaskóli á ísafirði. Á Alþingi 1948 fluttu þeir Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphaníasson frumvarp um menntaskóla á ísafirði en ekki fékk málið afgreiðslu á því þingi. 1959 náðist samstaða með öllum þáverandi þingmönnum Vestfjarða um frumvarp um menntaskóla á ísafirði. Var Véstfjarðaþingmönnum í neðri deild alþingis falið að flytja frumvarpið. Ekki átti málið meiri vinsældum að fagna hjá stjórnarflokkunum, en svo að þeir svæfðu Það í nefnd. Virtist að litlu gagni koma þótt stjórnarsinnar ‘væru með flutningsmenn. 1960 flytja sömu þingmenn frumvarpíð á ný og enn fékk það sömu meðferð að það var. svæft í nefnd. 1962 er frumvarpið enn flutt af sömu þingmönnum og enn er það svæft. 1963 flytja Vestfj.þingmenn frumvarpið í fjórða sinn. Nú skilar menntamálanefnd Neðri deildar áliti um málið í tvennu lagi. Meiri hlutínn þrír full- trúar stjórnarflokkanna vilja vísa málinu til ríkisstjórnarinn ar en minni hlutinn, tveir full trúar Framsóknarflokksins, vilja samÞykkja frumvarpíð. Málið hlaut svo enga af- greiðslu á þinginu og sofnaði einu sinni enn. Lokaþáttur þessa máls ger- ist svo á síðasta þingi, þegar Vestfj.þingmenn flytja mennta skólafrumvarpið í fimmta sinn. Horfurnar um samþykkt frum varpsins voru þó í upphafi ekki betri en áður, málið hið sama og fyrr og þingmenn hin ir sömu og árið áður, en Þá hefst ánægjulegur þáttur þessa máls. Heimamenn á ísafirði úr öllum flokkum tóku höndum saman og söfnuðu undírskrift um um alla Vestfirði undir á- skorun til Alþingis um að sam þykkja menntaskólafrumvarpið. Nokkru eftir áramót síðastl. vetur eru svo allir Vestfjarða þingmenn boðaðir til ísafjarð ar. Þar er þeim afhentur einn mikill skjalabunki. Er þar kom in áskorun Vestfirðinga til Alþingis um að samþykkja menntaskólafrumvarpið. Höfðu um 2000 Vestfirðingar undirrit að plaggið. En auk þessa ítrek uðu ísfirðingar alvöru sína í þessu máli með snjöllum ræð- um og voru þar allír í einum flokki. Þrátt fyrir þetta var enn nokkuð tvísýnt um afdrif máls ins á Alþingi. En svo fór þó, undir þinglok að rikisstjórnin flutti sjálf frumvarp um þrjá nýja menntaskóla í landinu. Skyldi einn Þeirra verða á ísafirði. Málið gekk hraðbyri gegnum þingið og frumv. sam- þykkt með samhljóða atkvæð um. Samtakamáttur heimamanna hafði hér unnið þann sigur í miklu menningarmáli Vest- fjarða, sem lengi mun verða minnisstæður. 3 Ríkislán til vega á Vestfjörðum Það er flestum kunnugt að Vestfirðír eru erfiðasta hérað landsins til vegagerðar og á- stand veganna þar verst á landinu. Af þessum ástæðum mun það vera að fjárveiting ar til nýbyggingar vega þar var, allt til 1964, nokkru meiri en til annarra landshluta eða um 19—20% af nýbyggingar- fénu. Augljóst var þó, að ekki yrði um meirfháttar umbætur á vega'kerfinu að ræða þótt Þetta hlutfall um fjárveitingar héldist. Var því ekki um annað að ræða en ríkislán til vega bóta. Á Alþingi 1959 fluttum við Hermann Jónasson og Páll Þorsteinsson frumvarp um lán til nýbyggingar þjóðvega á Vestfjörðum og Austurlandi, þíngmenn stjórnarflokkanna svæfðu málið í nefnd. Á því sama þingi felldu þing menn stjórnarflokkanna breyt. tillögu við fjárlögin frá Fram- sóknarmönnum sama efnis. 1960 fluttu sömu þingmenn samhljóða frumvarp. Aftur stöðvuðu þingmenn stjórnar- flokkanna málið í nefnd. 1961 fluttum við þrír enn frumvarp um lánsfé til Vest fjarða- og Austurlandsvega. Þá var ríkisstjórnin sjálf farin að taka lán til Keflavíkurvegar. Nú var málið ekki svæft í nefnd heldur var því vísað til ríkisstjórnarinnar, sem að sjálf sögðu kom í sama stað níður. 1962 fluttum við, hinir sömu, enn frumvarp sama efnis og aftur vísuðu Þingmenn stjóm arflokkanna því til ríkisstjórn arinnar. Á þessu sama þingi kom fram breyt. tiUaga við fjár lögin um 9,5 millj. kr. ríkislán til vegabóta á Vestfjörðum og Austurlandi. Flutningsmenn voru Hermann Jónasson, Hanni bal Valdimarsson, Sigurvin Einarsson, Páll Þorsteinsson, Halldór Ásgrímsson, Lúðvík Jósefsson og Eysteinn Jónsson. Þessa tillögu felldu þingmenn stjórnarflokkanna, allir sem einn. Á þinginu 1963. fluttum við Hermann Jónasson og Hannibal Valdimarsson tvær tillögur við fjárlög, um 10 millj. kr. lán til vega- bóta á Vestfjörðum og um 10 millj. kr. til þess að koma í veg fyrir fólksflótta og eyðingu byggða á Vest- fjörðum. Báðar þessar tillögur felldu Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.