Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Helgarmaturinn Vermouth-kótilettur. 1 kg. kótilettur, salt, pipar, rifinn ostur, 'A bolli smjör eöa smjörlíki, 2 stórir laukar, 4—5 gulrætur, 1 bolli sveppir, 3 súputeningar, 1V4 bolli sjóðandi vatn, 'A bolli vermouth eða hvítvín. Kótiletturnar kryddaöar maö salti og pipar, rifnum osti stráö yfir og brúnaöar í helmingnum af smjörinu. Kótiletturnar settar í pott, smjöri bætti í og niöur- sneiddur laukur, gulrætur og sveppir sett út á og soöið saman smástund. Súputeningarnir leystir upp í sjóandi vatninu, víni bætt saman viö og hellt yfir kjöt- iö. Rétturinn er síöan settur í ofn- fasta skál og bakaöur í ofni í ca. 1 klst. Þetta er því handhægur réttur til að hafa þegar von er á gestum, hægt er aö hafa hann alveg tilbúinn, jafnvel daginn áö- ur, og ekkert eftir nema aö stinga honum i ofninn. Meö er hægt aö bera hrís- grjón, kartöflustöppu eöa bakaö- ar kartöflur. Franskur hænsa- kjötsréttur. 1 unghæna, 1 stór laukur, 1—2 gulrætur, salt, nokkur heil piparkorn, V/í—2 dl. vatn og súputeningar, 2 dl. hvítvín ef vill. Hænan soöinn með súputen- ingunum á venjulegan hátt, salt- aö, lauki, gulrótum, piparkornum og hvítvíni bætt í. Þegar kjötiö er soöiö er þaö tekiö sundur í stykki og lagt á djúpt fat eöa í skál, soðiö er síö- an síað og hellt yfir svo þaö hylji kjötiö. Geymt á köldum staö til næsta dags. Þegar bera á matinn fram eru Tosca-perur. stykkin tekin uþþ og lögö á sal- atblöö, skreytt meö tómötum og sveppum. Majones-sósa borin meö ásamt góöu brauöi. Majones hrært með salti, pip- ar, ediki og dálitlum rjóma eöa majones og sýröur rjómi til helm- inga, bragöbætt meö dálitlu sinnepi. Eins og sjá má af uppskriftinni er hægt aö útbúa þennan rétt nær alveg daginn áöur en á aö neyta hans. Perur í eftirrétt I aö minnsta kosti einni stór- verslun hér í borg hafa sést þerur á tilboösveröi. Vonandi er þaö víöar. En nýjar perur eru Ijómandi góöar meö allskynd ostum og einnig er auövitaö hægt aö hafa þær i eftirrétt. Tosca-perur. Ef perurnar eru haröar þarf aöeins aö láta koma upp á þeim suöu. Peruhelmingar, án hýöis, settir í ofnfasta skál og ofan á er sett Tosca-blandan: Saman er sett í pott: 1 dl. saxaðar hnetur, 50 gr. smjör eða smjörlíki, 1 dl. sykur, 1 matsk. hveiti, 1 matsk. mjólk. Suöan látin koma upp, hrært vel í á meðan. Þetta er síðan sett yfir perurnar í skálinni, haft í 225°C heitum ofni í 15—20 mín. Perurnar eiga aö vera mjúkar, án þess aö losna í sundur og brúnn litur aö koma a hnetublönduna. is eöa þeyttur rjómi boriö meö. Italska tískuhúsið „Fendi“. Framleiddu „Vulc- ano“ model og kenndu viö ísland Fendi tíska er víst mjög vel þekkt viöa um heim. Ekki er vitaö um nein tengsl fyrirtæk- isins viö ísland, en eitt af módelunum þeirra var þó kallaö „Vulcano" vegna þess aö áferöin á ermunum minnti á ósléttar hraunbreiður ís- lands. Því miöur fylgdi ekki mynd meö, af þessu „vulcano“-modeli þeirra, en samkvæmt lýsingu er um aö ræöa taftblússu, meö stórum efnis- miklum ermum, og er efniö í ermunum fest sam- an óreglulega, í höndunum, þar af leiðir áferöin, sem áður er á minnst. Tískuhúsið „Fendi“ tók til starfa fyrir um fimmtíu árum síöan í Róm. Stofnendur voru hjónin Adela og Edoardo Fendi og í upphafi var þetta smátt í sniöum, aðeins lítiö saumaverk- stæöi. Þegar dætur þeirra hjóna komust á unglings- ár tóku þær aö vinna við fyrirtækið samhliða náminu og nú er þetta sannkallaö fjölskyldu- fyrirtæki, þar sem vinna Fendi systurnar, fimm aö tölu, eiginmenn þriggja þeirra og börn. Ættmóðirin, og stofnandi fyrirtækisins, Adela, lést áriö 1978, og síöan hefur ein systranna, Carla, haft yfirumsjón meö fyrirtækinu. Hinar fjórar hafa einnig mikilvægum hlutverkum aö gegna, Paola hefur umsjón meö loöskinna- framleiöslunni, Anna meö leöurvörum, Franca sér um rekstur verslunarinnar á Via Borgongn- ona í Róm, og Alda, sú yngsta þeirra, sér um Fendi-systurnar á gangi í Róm. jtalska tískuhúsiö „Fendi“ sýningarsali á sama staö. Anna er ekkja en tvær dætur hennar vinna við fyrirtækiö. Tvö börn Paola og eiginmaöur eru einnig stafandi viö fjölskyldufyrirtækiö, svo og eiginmenn þeirra Carla og Franca. Fyrirtækiö rekur 144 sölubúöir víösvegar um heiminn og vörurnar þykja mjög eftirsóknar- veröar sakir vandaðs handbragðs og fagurrar hönnunar. Aöalhönnuöur þeirra, síöan áriö 1965, hefur veriö Karl Lagerfeld og Roberto Masci hefur séö um loöfatnaðinn. •p Njótið kvöldsins í Nausti Forréttur: Gratíneraðir blandaðir sjávarréttir með ristuðu brauði og sítrónu. — oOo — Aðalréttir: Ofnsteikt Peking-ðnd með Parísarkartöflum, frönskum ertum og appelsínusósu. — eða — Rauðvínsgljáður Hamborgarhryggur með rósakáli, ristuðum ananas og rauðvínssósu. — oOo — Eftirréttur: Vanilluís með jarðarberjum og þeyttum rjóma. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson leika Ijúfa tónlist fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 17759. 3E 3C Kvöldverður Reyktur lax meö eggjahræru og ristuðu brauöi. — oOo — Sítrónukryddaður lambahryggur meö ostbökuöum kartöflum og rauðvínssósu. — oOo — Pönnusteiktur skötuselur með ristuðum rækjum soðnum jarðeplum og hvítvínssósu. — oOo — Appelsínuönd með gratíneruðu blómkáli Parísar- kartöflum og appelsínusósu. — oOo — Mokkaís með heimalagaðri karamellusósu. Jón Möller leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti. SSN SkólavörAustíg 12, sími 10848

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.