Morgunblaðið - 19.08.1983, Page 10
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
SÝNINGAR
Kjarvalssýningin
framlengd
Um helgina lýkur sýningunni á
nýjum listaverkum í eigu Reykja-
víkurborgar í vestursal Kjarvals-
staöa. Sýningin á málverkum Kjar-
vals frá Þingvöllum í Kjarvalssal
veröur hins vegar opin ögn lengur,
eöa fram í miðjan september. Sú
sýning hefur vakiö mikla athygli og
veriö mjög vel sótt, enda getur þar
aö líta ýmsa þá helstu dýrgripi sem
Kjarval lét eftir sig.
Sýningar eru opnar daglega frá
kl. 14.00—22.00.
Yfirlitssýning í
Ásmundarsafni
Síöastliðna mánuöi hefur staöiö
yfir í Ásmundarsafni viö Sigtún yf-
irlitssýning á höggmyndum eftir
Ásmund Sveinsson myndhöggv-
ara. En eins og kunnugt er ánafn-
aöi listamaöurinn Reykjavíkurborg
safn sitt og fjölda stórfenglegra
listaverka eftir sinn dag.
Sýningunni lýkur 31. ágúst
næstkomandi og er því hver og
einn aö veröa síöastur til aö skoöa
jjetta merkilega yfirlit yfir listferil
Ásmundar, sem er einnig gjöf lista-
mannsins til Reykvíkinga.
Ásmundarsafn er opiö daglega
nema mánudaga frá kl. 14—17.
Safniö veröur lokaö í septem-
ber, en þá veröur unniö aö upp-
setningu á nýrri sýningu á verkum
eftir Ásmund. Áætlaö er aö sú sýn-
ing opni 1. október.
Sýningu Valtýs
framlengt
Sýningu myndlistarmannsins
Valtýs Péturssonar í Þrastarlundi í
Grímsnesi hefur nú verið framlengt
til sunnudags. Á sýningunni, sem
er sölusýning, eru tuttugu verk
unnin úr olíulitum. Sýningin er tí-
unda einkasýning Valtýs og er hún
opin frá kl. 09.00—23.00.
FERÐALÖG
Feröir á
vegum Úti-
vistar
Kl. 20 í kvöld veröa farnar þrjár
helgarferöir á vegum Útivistar: 1.
Lagagígar, 2. Hólmsárbotnar —
Strútslaug — Emstrur og Þórs-
mörk. Gist í nýja Útivistarskálan-
um á Goöalandi.
Á sunnudaginn veröa eftirfar-
andi dagsferðir: Kl. 8.00 Þórs-
mörk. Stansaö góöa stund í Mörk-
inni. Kl. 9.00 Línuvegurinn. Ekiö
um nýja öræfaleiö, sem liggur af
Kaldadalsvegi noröan Skjaldbreið-
ar og Hlööufells aö Gullfossi. Kl.
13.00 Hverakjálki — Grændalur.
Létt ganga um litríkt svæöi austan
viö Hengilinn.
Ferðafélag
íslands
Á vegum Feröafélags Islands
laugardaginn 20. ágúst kl. 09.00
veröur farin ökuferö um Þingvelli,
Uxahryggi, Línuveginn aö Gullfossi
og þaðan til Reykjavíkur. Sunnu-
daginn 21. ágúst kl. 08.00 veröur
gengiö á Kaldbaksfjall og í Hruna-
krók, en fyrst er ekiö aö bænum
Kaldbak í Hrunamannahreppi. Kl.
13.00 á sunnudaginn verður
gönguferð aö Djúpavatni og Vig-
dísarvöllum í Reykjanesfólkvangi
og er þaö létt ganga. Farþegar
mæta á Umferöarmiöstöðina og
kaupa farmiöa viö bílinn.
NVSV:
Lágplöntur í
nágrenni
Reykjavíkur
Sjöunda laugardagsferö Nátt-
úruverndarfélags Suövesturlands
veröur farin til kynningar á grasa-
fræöisal fyrirhugaös Náttúrugripa-
safns íslands. Skoöaöar veröa
svokallaöar lágplöntur, þ.e. svepp-
ir, fléttur og mosar. Þessum lífver-
um hefur almenningur lítlnn gaum
gefiö, enda hefur veriö erfitt aö
afla fróöleiks um þær vegna þess
Una Elefsen, sópransöngkona. Agnss Lðvs, pfanólsikari.
Tónleikaferð um Norðurland
Sópransöngkonan Una Elefsen og Agnes Löve, píanóleikari, fara
um helgina í tónleikaferö um Noröurland. Halda þær tónleika á
Siglufiröi á morgun, laugardag, kl. 17.00 í kirkjunni, en á Ólafsfiröi
veröa þær meö tónleika í félagsheimilinu á sunnudag kl. 17. Mánu-
daginn 29. ágúst halda þær síöan tónleika í tónlistarskólanum á
Akureyri kl. 20.30.
Auk ferðarinnar um Noröurland er fyrirhuguö ferö um Austurland
seinna í sumar.
Hallgrímskirkjumynd unnln úr sldspýtum.
Eden:
Steina- og eldspýtnaverk
í Listamannaskálanum
Nú stendur yfir í Listamannaskálanum í Eden í Hverageröi sýning
Ragnheiöar Skarphéðinsdóttur frá Grundarfiröi.
A sýningunni eru 37 myndir unnar úr litríkum steinum úr íslenskri
náttúru, en einnig eru á sýningunni myndir geröar úr eldspýtum.
Sýningin, sem er sölusýning, er önnur einkasýning Ragnheiöar og
stendur hún til 29. ágúst.
Light Nights í
Tjarnarbíói
Feröaleikhúsiö er nú í fullum
gangi meö Light Nights-sýningar
sínar og eru sýningarkvöld fjögur í
viku, þaö er á fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöldum. Hefjast sýningarnar
kl. 21.00. Light Nights-sýningarnar
eru færöar upp til fróðleiks ensku-
mælandi feröamönnum. Efniö er
íslenskt, en flutt á ensku, aö und-
anskildum þjóölagatextum og
kveönum lausavísum. Á milli atriöa
eru sýndar skyggnur af verkum
þekktra listamanna og jafnframt
eru fluttar upptökur af íslenskri
tónlist.
Allt talaö efnl er flutt af Krlstínu
G. Magnús leikkonu.
að viö eigum ekki fullkomlö
náttúrugripasafn.
Leiösögumaður veröur Höröur
Kristinsson grasafræöingur. Ferö-
in veröur farin kl. 1.30 frá Norræna
húsinu. Verö 150 kr., frítt fyrir
börn.
LEIKSÝNINGAR
íslenska óperan:
Síöustu sýn-
ingar á
sumarvöku
Síöasta sýningarhelgi á sumar-
vökum Islensku óperunnar er nú
um helgina. Kór íslensku óper-
unnar syngur íslensk þjóölög undir
stjórn Garðars Cortes. Tveir ein-
söngvarar koma fram og syngja
nokkur lög eftir íslenska höfunda,
þau Kristinn Sigmundsson og
Signý Sæmundsdóttir.
i hléi er myndlistarsýning á efstu
hæö opin. Landslagsmyndir eftir
þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns-
son og Jóhannes Kjarval. Á stiga-
göngum er vefnaöur eftir Vigdísi
Kristjánsdóttur. Á efstu hæö er
einnig sala á kaffi og rjómapönnu-
kökum í hléi.
Eldeyjan, kvikmyndin „Days of
Destruction", sem Kvik hf. gerði
áriö 1973 um Heimaeyjargosið.
Auk þessarar kvöldvöku eru
kvikmyndir á föstudögum og laug-
ardögum kl. 18 og sunnudaga kl.
21. Auk myndarinnar frá Heima-
eyjargosinu eru sýndar kvik-
myndirnar „Three Faces of lce-
land“ eftir Magnús Magnússon, frá
árinu 1974 og „From the lce Cold
Deep“, gerö áriö 1981 af Lifandi
myndum hf.
„Blumen“ í
Ásmundarsal
Gríski listamaöurinn Michou
sýnir um helgina tvo „performanc-
es“ svokallaöa, þ.e. gjörninga með
blómum. Veröa sýningarnar á
morgun og sunnudag kl. 17.00.
Honum til aöstoöar er Pétur Ein-
arsson.
Stúctentateikhúsið:
Þrjár sýningar
á Elskendunum
um helgina
Stúdentaleikhúsiö sýnir nú leik-
rit Jean Tardieu „Elskendurnir í
Metró“ í þýöingu Böðvars Guö-
mundssonar. Leikritiö gerist á
neöanjaröarlestarstöö og i lestar-
vagni. Dregur höfundur upp ýkta
mynd af þeim persónum sem þar
mætast. Og í miöju mannhafinu
kljást svo elskendurnir.
Leikendur eru 18, en alls standa
um 40 manns aö sýningunni. Leik-
stjóri er Andrés Sigurvinsson, Karl
Aspelund geröi leikmynd og bún-
inga. Leikhljóö og tónlist samdi
Kjartan Ólafsson, en þeir Lárus
Björnsson og Egill Arnarson önn-
uöust lýsingu.
Þrjár sýningar veröa á Elskend-
unum um helgina, í kvöld, á morg-
un, laugardag, og á sunnudags-
kvöld. Hefjast þær allar kl. 20.30.
sýnir í Djúpinu
í Djúpinu stendur yfir sýning Jóns Þórs Gíslasonar á 17 olíumál-
verkum sem öll eru unninn á þessu sumri. Þetta er fyrsta einkasýn-
ing Jóns Þórs, en hann hefur áöur tekiö þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 11—23.30 og er sölusýning.
Henni lýkur þann 4. september.