Morgunblaðið - 19.08.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.08.1983, Qupperneq 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 Raunir föður vegna tískuglaðrar dóttur í aprílhefti bandariska tískublaösins „Vouge“ birt- ust myndir af all nýstárlegum klæðnaöi, sem mörgu venjulegu fólki fannst sem skopmynd af fatnaði, svo ekki sé meira sagt. Um þaö vitnuðu bréf sem útgefendum barst frá lesendum úr öllum áttum og birt voru í næsta blaði á eftir. Druslutíska, ræflatíska eöa hvað ætti helst aö kalla þetta fyrirbrigöi? En í júlíblaöi sama tímarits birtist bréf frá föður, sem segir farir sínar ekki sléttar og telur fjölskylduna hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni, sem rakiö er í smá- atriðum, vegna tilrauna heimasætunnar til aö líkjast fyrirmyndunum í blaðinu. Þaö sem fór í aö búa til klæönaöinn voru t.d. fjögur góö lök, sem lituð voru steingrá og síöan klippt á þau allskonar göt samkvæmt fyrirmyndinni og þykir mann- inum slæmt aö þurfa aö endurnýja þau. En þaö sem verra var, konan í næsta húsi fékk áfall þegra hún sá stúlkuna svona klædda í rökkrinu viö hús sitt, hélt þetta væri vera frá öörum hnetti, býst hann jafnvel viö málshöföun á hendur þeim. Til aö kóróna þetta allt saman réöst hundur nágranna hans á stúlkuna þegar hún gekk fram hjá á leið til mannfagnaöar um kvöldiö. Faöirinn telur sig bóta þurfi og er aö hugsa um aö senda tímaritinu sundurliðaðan reikning viö fyrsta tækifæri! Eitthvað í þessa átt hefur unga stúlkan, sem fjaðrafokinu olli, lit- ið út. Það er von að manninum hafi þótt nóg um. Rabarbaraterta Sumarkökur Margir eru þeir sem frysta rabarbara í pokum og taka fram þegar nota þarf, þessi kaka þarf því ekki að miöast við sumar- tíma eingöngu. Rabarbaraterta Hnoðað deig: 300 gr. hveiti 200 gr. smjörlíki 100 gr. flórsykur 2 eggjarauður Gerið ykkur dagamun og njótið kvöldsins í Nausti Kvöldverður Dinner 19. ágúst 1983. FORRÉTTUR: Gratíneraður hörpuskelfiskur með ristuðu brauði og sítrónu. AÐALRÉTTIR: Ofnsteikt Peking-önd. með rósakáli, Parisarkartöfl- um og appelsínusósu. — eða — Hvítlaukskryddtað lambalœri með bakaðri kartöfiu og rjómalagaðri piparsósu. EFTIRRÉTTUR: Blandaður ís með kirsuberjalíkjör og þeyttum rjóma. Hljómsveitin Haukar leikur fyrir dansi 60 ára afmælishátíð Sambandsiðnaðarms á Akurcyri laugardagmn 20. ágúst 1983 Hátíðarhöld á verksmiðjulóðinni, veitingar og skemmtiatriði í Félagsborg á vegum Iðnaðardeildar Sambandsins og Starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins. Dagskrá: Kl. 12.30-14.45 Kl. 15.30 Verksmiðjukynning fyrir almenning, þar sem ullar- iðnaður, skinnaiðnaður og fataiðnaður opna upp á gátt og sýna „hvernig farið er að þessu". Kl. 14.30 Veitingar bornar fram i Félagsborg. Tískusýningar með starfsfólk í aðalhlutverkinu og myndbandasýning um starfið í verksmiðjunum sem tekin var í þessum mánuði. Lúðrasveit Akureyrar leikur við Þorsteinsklett. Kl. 12.30 — 17.00 Kl. 15.00 Hátíðin sett: Júlíus Thorarensen form. Starfsmanna- félags verksmiðjanna. Hátíðarræða: Hjörtur Eiríksson, framkv.stj. Iðnaðar- deildar. Vígsla Þorsteinslundar og afhjúpun koparskjaldar þar, í vírðingarskyni við starfsfólk verksmiðjanna, fyrr og síðar. Kveðjur fluttar. Reiptog verkstjóra úr ullar- og skinnaiðnaði, en sig- urvegarar keppa síðan við félaga sína úr fataiðnaði. Þá má ekki gleyma keppni ráðamanna í ullar-, skinna-, fata og fjármáladeildum í því, hver teygir lopann lengsti! Um þessi atriði duga ekki fleiri orð. Sjón verður sögu ríkari. Börnin verða heiðursgestir á þessari hátíð. Áætlað er að loka götunni milli gömlu og nýju Sútunar og setja þar upp ýmis leiktæki. Trúðar bregða á leik jafnt á jörðu niðri, sem þökum uppi og 60 gasfylltum blöðr- um verður sleppt. í Félagsborg verða myndbandasýningar á ýmsu efni við smekk smáfólksins og veitingar við hæfi. Við heitum á starfsfólk verksmiðjanna, fjölskyldur þeirra, aðra Akureyringa og bændur og búalið úr nærsveitum að fjölmenna á þessa afmælishátíð iðn- aðarins okkar allra og gera þetta í leiðinni að veglegri fjölsky Iduhát íð. UNDIRBUNINGSNEFND STARFSMANNAFÉLAGS OGIÐNAÐARDEILDAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.