Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 5
eins einn af mörgum mælikvörð-
um á eyðslu þjóðarinnar. Aðrir
mælikvarðar eru líka til, en það
sem höfuðmáli skiptir er að þjóð-
arútgjöldin hafa verið hærri en
þjóðartekjurnar á mörgum undan-
förnum árum. Það sem ber efna-
hagsástandinu og umframeyðsl-
unni órækast vitni eru verðbólgan
og skuldasöfnunin erlendis. Það
eru stærstu vandamálin. Þau
verður að leysa. Nú er áætlað að
erlendar skuldir muni nema 60%
af þjóðarframleiðslunni í árslok.
Um fjórðungur útflutningstekn-
anna mun þá fara til þess að
greiða afborganir og vexti af er-
lendum lánum og annar fjórðung-
ur fer til þess að halda sjálfum
útflutningsatvinnuvegunum gang-
andi. Um helmingur útflutnings-
teknanna er nýtanlegur. Þessum
nýtanlegu útflutningstekjum höf-
um við úr að spila til þess að
standa undir öllum neysluinn-
flutningi okkar og innflutningi á
aðföngum og fjárfestingarvörum
fyrir heimamarkaðsgreinarnar.
Ef við höldum skuldasöfnuninni
áfram, þá lækka nýtanlegu út-
flutningstekjurnar aftur á næsta
ári og ef við breytum ekki heldur
þá um stefnu, lækka nýtanlegu út-
flutningstekjurnar enn frekar. Þá
verðum við komin svo langt í
skuldahringiðunni að pólsku
ástandi verður tæpast afstýrt. í
pólska ástandinu eru nýtanlegar
útflutningstekjur engar og þá höf-
um við ekki gjaldeyri til þess að
halda útflutningsatvinnuvegunum
sjálfum gangandi.
Verðbólgan er alvarleg, en þó er
sá munurinn á henni og skulda-
söfnuninni erlendis, að verðbólgan
er innanríkismál meðan lána-
drottnar þjóðarinnar eru erlendir
og þá herra skiptir ekki miklu
hvort verkalýðshreyfingin notar
sjúkrasjóðina til þess að byggja
skrifstofuhallir eða hvort atvinnu-
leysið hér er 10% eða 1%.
Efnahagsaðgerðirnar í maí voru
fyrsta alvarlega tilraunin í mörg
ár til þess að bjarga þjóðinni frá
pólsku ástandi og kveða verðbólg-
una í kútinn. Með aðgerðunum var
komið í veg fyrir atvinnubrest og
hrun þjóðartekna. En það er eftir
að st.íga næsta skref með halla-
lausum ríkisbúskap og jafnvægi í
utanríkisviðskiptum. Verði halli á
ríkisbúskapnum eða á viðskiptun-
um við útlönd á næsta ári, mun
sækja í sama farið og hvorki verð-
bólgan né skuldasöfnunin verða
hamin.
Um þetta snýst hin raunveru-
lega stjórnmálabarátta núna.
Spurningin er hvort stjórnmála-
mennirnir séu tilbúnir til þess að
taka sjálfum sér sama tak og þeir
tóku öðrum í lok maí. Það er ekki
verið að deila um mælikvarða og
skilgreiningar. Það verður dýr-
keypt fyrir þjóðina ef stjórnmála-
mennirnir guggna. Þeir, sem á
annað borð hafa hugsað sér að búa
á þessu landi og lifa af því sem það
gefur en ekki erlendum lánum,
ættu að einbeita sér að því að
brýna stjórnmálamennina til þess
að láta ekki staðar numið við maí-
aðgerðirnar, heldur að eggja þá til
þess að skera niður ríkisútgjöldin
og svæla út viðskiptahallann. Þá
fyrst getur fólk vænst þess að
fórnirnar hafi ekki verið færðar
til einskis og að þrátt fyrir allt sé
framtíð á íslandi.
Dr. Vilhjálmur Egilsson er hag-
frædingur Vinnuveitendasambands
íslands.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
45
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Bond-dagskrá Stúdenta-
leikhússins.
Leikstjóri og þýðandi: Hávar Sig-
urjónsson.
Lýsing: Ágúst Pétursson.
Sviðsmynd og búningar: Haraldur
Jónsson.
Tónlist og flutningur:
Einar Melax.
Ljóðaþýðingar: Árni Ibsen.
Ég man að ég hljóp eitt sinn í
gegnum eitt verka breska leik-
ritaskáldsins Edward Bond.
Leiðsögumaður var afar fróður
leikhúsmaður ættaður af svipuð-
um slóðum og Bond og leikritið
Rissmynd af leiksviðinu.
Þegar tíminn skreppur í hnút
fjallaði um eitt þekktasta verk
breskra leikbókmennta Lé kóng
enda hét verkið Lér eða Lear.
Samt fannst mér þetta verk ekki
breskt fyrir fimm aura heldur
því fornlegra og frumstæðara
sem leið á greininguna — raunar
eins og maður hefði dottið ofaní
forsögulega veröld þar sem þjóð-
erni þekktist ekki en þrifust
blóðþyrstar skuggaverur. Mér
fannst gæta þessa andrúms í því
verki sem fyrst varð fyrir á
Bond-hátíð Stúdentaleikhússins
síðastliðið laugardagskveld. Að
vísu er þetta verk sem nefnist á
dagskránni Hafið gætt léttleika
og smáfyndið en hinn forni seið-
ur hvergi fjarri.
Raunar fannst mér að hér
væri að finna þverbrest í
verkinu, að hinn rammi seiður
ætti ekki samleið með léttleikan-
um og kímninni. Að sú skop-
mynd sem dregin var upp af til-
raunum frú Rafi til að koma á
svið Orfeusi og Evridís hafi á
einhvern máta kollsiglt þeim
sorgaratburði sem er í baksýn. I
það minnsta gekk ekki vel að ná
fram kjarna verksins á sviði
Stúdentaleikhússins, þrátt fyrir
stórfína frammistöðu leikar-
anna. Kómíkin og tregedían
lifðu sínu sjálfstæða lífi og fóru í
sitt hvora áttina. í stað þess að
leikritinu er ætlað að lýsa af
hinu þrönga leiksviði þorpsins
yfir breskt stéttasamfélag —
lýsti það inní heim fáránleikans
þar sem orð og æði skortir alla
rökræna viðmiðun.
Síðara verkið á Bond-dagskrá
Stúdentaleikhússins náði hins
vegar að snúast um eigin kjarna
og miðla grundvallarhugmynd-
inni tærri og ómengaðri til
áhorfandans. Samt var í Píslar-
göngunni leitað mjög í smiðju
fáránleikaleikhússins; en það
sem gerði útslagið var að hinni
fornlegu sammennsku heims-
mynd sem áður var getið — var
hér fundinn staður við hæfi mitt
í ógn kjarnorkusprengjunnar en
Bond skrifaði víst þetta verk eft-
ir pöntun frá friðarhreyfing-
unni. Samt var þetta verk af-
skaplega breskt, Beta drottning í
öllu sínu veldi gerð að nánast
ólýsanlega kostulegri grínfígúru
sem blaðrar líkt og upptrekkt
dúkka einhverja vitleysu sem í
snilldarþýðingu Hávars Sigur-
jónssonar hljómar álíka sann-
færandi og kokteilkliður fína
fólksins. Ekki skemmir að í hlut-
verki Betu er Sólveig Halldórs-
dóttir sem hefur akkúrat pass-
legt sköpulag.
Annars gæti ég haldið áfram
að lýsa með orðagjálfri uppsetn-
ingu Píslargöngunnar. Eg er
hræddur um að sá „kokteilklið-
ur“ snerti lítt lesandann sem er
ef til vill löngu hættur að sjá í
gegnum þann sykraða hjúp sem
umlykur listframleiðslu lands-
manna. Ég veit ekki hvernig ég á
að fara að því að vekja þig af
drómanum, kæri lesandi, og
benda á að Píslargangan er ganga
til sigurs á íslensku leiksviði. Ég
ætla ekki að grípa ofan í hátt-
stemmda lýsingarorðaforðann
og kveða upp þann dóm að leik-
stjórn og þýðing Hávars Sigur-
jónssonar hafi verið „frábær"
eða frammistaða leikaranna með
„ágætum" svo og búningar og
leikhljóð. Séu lýsingarorð í há-
stigi ofnotuð missa þau lit og
safinn lekur úr þeim eins og ald-
inni piparkerlingu.
Píslargangan í Stúdentaleik-
húsinu er raunar handan slíkra
orða því hún tekur ekki nema
andartak þótt hægt sé að mæla
hana í mínútum. Og hvernig er
hægt að lýsa slíkum tíma? Við
getum jú fálmað aftur til af-
stæðiskenningar Einsteins
gamla en ekki er leikhúsgagn-
rýnanda ætlað að lýsa sýningum
með stærðfræðiformúlum. Sumu
verður alls ekki lýst með orðum:
Nývöknuðu barni, legsteini við
birtuskil, væng fugls þá hann
snertir vatnsborð. Dauða leik-
húsið hefir vaknað til lífs undan
sprota Hávars Sigurjónssonar.
Nú mega hinir fara að vara sig í
gröfum sinum. Fer kaldur
straumur niður bakið? Það var
nú ekki ætlunin að segja hér
draugasögu heldur lýsa persónu-
legri upplifun af starfi áhuga-
leikara með stúdentspróf.
Óhugnaðurinn í frásögninni er
ættaður frá Edward Bond.
WIKA
Allar stæröir og gerðir
SöyoUðKUigjtöir
Vesturgötu 16, sími 13280
Sýnum nýja kynslóð af vinsælasta bíl veraldar.
-----TOYOTA----
COROLLA
Corolla árgerð 1984
— mest seldi bíll í heimi...
— Nú með framhjóladrifi
og breiðari á milli hjóla.
Frábær bensínnýting, 4ra og 5 dyra.
En stærstu nýjungarnareru samt
inni í bílnum. — Þar er hann
þægilegri, öruggari
og meira rými fyrir farþega
— jafnvel þá leggjalöngu.
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOOIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÖPAVOGI
SÍMI44144