Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 49 Ráðstefna um launamál kvenna: Samþykkir að efna til þverpólitísks samstarfs um launamál kvenna á vinnumarkaðnum heimsþinginu um atómvopn og af- vopnun benti norski biskupinn Per Lönning ítrekað á að engin ástæða væri til að einangra þetta tal við atómvopnin ein, því ljóst væri að önnur gjöreyðingarvopn, svo sem sýkla-, geisla- og önnur slík drápstæki, væru engu betri. Þetta tal var kæft í ákafa tali annarra, sem allt að því afhjúpuðu sig þannig: ‘Skilurðu ekki maður, það eru þær meðaldrægu sem við viljum ekki fá í Evrópu vestan- verða nú í haust. Það er málið.’ Auðvitað var þetta ekki sagt svo berum orðum, en skildist vel samt. Þingið samþykkti svo sína at- óm-ályktun. Það gladdi mig hve biskup okkar kom öllum á óvart, þegar hann — nýkominn heim af friðar- þingi í Uppsölum — svaraði spurningu fréttamanns útvarps- ins, hvernig það ætti að geta tekist að fá risaveldin til að leggja til hliðar atómsprengjurnar á allra næstu árum. „Við megum ekki gleyma Heilögum anda," sagði biskup, hann getur öllu til vegar komið. Og víst er um það, fengi hann að ráða, gæti hann gjöreytt gjöreyð- ingarvopnabúrunum. En Guð og hans góði andi hefur gefið okkur mönnum frjálsan vilja til að velja hið góða eða hið vonda. Og þessi risa-öfl takast á í heimi hér nú sem aldrei fyrr. Okkur — hinum kristnu — ber að leggjast á sveif með afli hins góða, svo að það fái sigrað. Hvernig má það verða? Jú, með því að gera alla menn að sönnum Jesú lærisveinum, sem þekkja leyndardóminn í orðum Ritningarinnar: „Ef vér játum syndir vorar þá er hann trúr og réttiátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti." (Jóh. 1:9) Ef vér ját- um ... kapítalistar og kommúnist- ar og aðrir syndugir menn ... Það er málið. Þetta er lausnin, sem fólgin er í nafni Jesú. Hún stendur til boða, því enn er ‘dagur’ — enn er tími fyrirgefningarinnar ekki liðinn. Við erum frjálsir menn og höf- um frjálst val. ‘Veljið í dag, hverj- um þér viljið þjóna ... ’ Þetta er kristinn dómur, en hann er ekki blauður, þvert á móti. Atriði vil ég nefna í þessu at- óm-tali, sem vert er að hugleiða: Segjum að undrið gerðist, að valdsmennirnir A&R yrðu ein- huga um að hverfa frá þessu at- óm-æði, hætta framleiðslunni og losa sig við ‘lagerinn’. Hvernig ætti að eyða honum með tryggi- legum hætti? Það er víst ekkert einfalt mál eða kann einhver á það? Risaveldin gætu hætt og jafnvel stórveldin líka. En hvað með ‘smákóngana’ sem ráða yfir olíuauði og hafa gert nær allt falt í heimi hér með svartagulli sínu. Hver tryggir það að einhverjir Amin-ar eða geðsjúkir Gaddafi-ar komist ekki yfir ‘par stykki’ af þessum áhrifamiklu ‘hólkum’? Hver færi þá með völd í heimi hér? Ekki gufar þekkingin um at- ómið og möguleika þess upp úr mannheimi — eða hvað? Spurning vaknar um það, hvort þessi óeyðanlega þekking og gripir hennar sé ekki fullt eins vel komin í jafnvægisbúrum risanna eins og hjá einhverjum smáskrítnum ætt- arhöfðingjum. Víst erum við kom- in með Móður Jörð í ógöngur. En, ef ekki væri lengur um að velja nema tvo vonda kosti, þá kysi ég sjálfur fremur að farast fyrir leiftur- sprengju, hvaða nafni sem hún nefndist, heldur en kafna í ófrelsi guðlauss stjórnkerfis. En — „í þínu ljósi, ó Guð, sjáum vér Ljós,“ þ.e. Ljós heimsins: JES- ÚS. Og þar er ekki í kot vísað. Tökum boði hans. ‘Kost þann hinn besta kjós: Guðs Orð fær sýnt og sannað, hvað sé þér leyft eða bannað, það skai þitt leiðarljós’ (Ps. 7:3). Læt hér staðar numið að sinni. Hefi uppgötvað að jafnvel hið stóra Mbl. á í vandræðum með langt mál. Enn er ósagt frá nokkrum málum hins mikla Alkirkjuþings, sem erindi eiga í samfélag okkar einmitt nú. Ef ‘heitt haust’ (það er ekki friðsamleg- ur tónninn í ‘veðurspámönnum frið- arins’) á að koma eftir kalt sumar, gott og vel, þá er eins gott að vera viðbúinn öllu — og til í allt, eins og sumir hressir hafa orðað það. (1. Pét. 3:1) f hinni gömlu (1841) Viðeyjar- biblíu ömmu minnar les ég í Jer. 6:15: „Þeir lækna sár míns fólks með hægu móti (gjöra lítið úr þeim), segjandi: friður, friður! og þó er einginn friður.“ (Þetta er nokkuð breytt í nýrri þýðingum.) í friðar- umræðunni á heimsþinginu var vakin sérstök athygli á þessum orðum. Ástæða þótti til. 10. sept. 1983 RÁÐSTEFNA Sambands Alþýðu- flokkskvenna um launamál kvenna á vinnumarkaöinum var haldin í Fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi laug- ardaginn 24. september sl. Stóð ráð- stefnan frá kl. 9.00 til kl. 17.00. Ellefu erindi voru flutt og pall- borðsumræður voru eftir hádegi, HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavík- ur 1983 hófst sl. sunnudag, og var teflt í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 44—46. í aðalkeppninni verður þátttak- endum skipt í flokka með hliðsjón af Eló-skákstigum, sem Skáksam- bandið lét reikna í júlí sl. Tefldar verða ellefu umferðir í öilum flokkum. í efri flokkunum verða tólf keppendur, sem tefla einfalda umferð allir við alla, en í neðsta flokki verður teflt eftir Monrad- kerfi. Umferðir verða þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli. Keppni í flokki 14 ára og yngri á haustmótinu hefst á laugardag, 1. október. Tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 40 mínútur á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Haustmótið er jafnframt meist- aramót Taflfélags Reykjavíkur og hlýtur sigurvegari í efsta flokki titilinn „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1983". Björn Þor- steinsson hefur oftast orðið skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur, alls fimm sinnum, en Gunnar auk fyrirspurna utan úr sal, segir í fréttatilkynningu frá Sambandi Alþýðuflokkskvenna. Þátt í ráð- stefnunni tóku 170 manns, úr öll- um stjórnmálaflokkum, auk full- trúa fjölmargra launþegasam- taka. Ráðstefnan samþykkti eftir- farandi ályktun: Ráðstefna Sambands Alþýðu- Gunnarsson hefur fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykja- víkur er Karl Þorsteins. flokkskvenna, haldin 24. septem- ber 1983, fordæmir harðlega það launamisrétti sem ríkir á vinnu- markaðinum. Ráðstefnan samþykkir að efna til þverpólitísks samstarfs um launamál kvenna á vinnumarkað- inum. Samþykkir ráðstefnan að boðað verði til fundar kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum, þar sem leitað verður samstöðu kvenna í launþegahreyfingunni og öðrum áhugaaðilum um launa- jafnrétti kynjanna, sem skipuleggi síðan aðgerðir sem leiði til úrbóta og uppræti launamisréttið. Undir þessa ályktun rituðu: Jó- hanna Sigurðardóttir, Björg Ein- arsdóttir, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Guðrún Ágústsdótt- ir, Gerður Steinþórsdóttir, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Ragna Bergmann og Jóhanna Friðriks- dóttir. Þessar stöllur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins og söfnuðu 160 krónum. Þær heita Sigurgyða Þrastardóttir, Agnes Erna Stefánsdóttir og íris Stefánsdóttir. Haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur Eldavélar prosent afsláttur Magninnkaup hátt á annað hundrað eldavéla frá Electrolux gera okkur kleift að bjóða nýjar og fullkomnar heimiliseldavélar með 30% afslætti. Dæmi: Eldavél með klukkuborði, kjöthita- mæli, fjórum suðuhellum (2 hraðsuðu), ofni með barnalæsingu, grilli og grillmótor, hitahólfi og stillanlegum sökkli. Stadgreiðsluverð: kr. 14.280.- Eldavél með blástursofni: Staðgreiðsluverð: kr. 15.190.- Eldavél með rafeindastýrðu klukku- borði: Staðgreiðsluverð: kr. 16.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.