Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 47 Finnlandsbréf frá Trausta Einarssyni Margur mæðist í „metro“ ið á útsjónarsemi og spar- semi þeirra sem nízku, en þetta tvennt, sparsemi og nizka, eru ólíkir hlutir. Ég er þess fullviss, að ef þessi eig- inleiki einkenndi ekki þjóð- ina, hefði þeim ekki tekizt svo vel að koma undir sig fótun- um eftir stríðið, þegar þeir stóðu frammi fyrir rústum einum saman — ekki ein- göngu í eiginlegri merkingu, heldur varð að byggja efna- hagslífið upp frá grunni — eins og raun varð á. Það tók mig þó nokkurn tíma að venj- ast þessum hugsunarhætti, en með árunum hef ég lært að meta hann. — Auðvitað finnast hinir mestu nirflar inn á milli, en þeir eru litnir hornauga eins og víðast ann- ars staðar. Eitt einkenni Þjóðverja kann ég ekki vel við: Mér finnst þeir ekki taka nógu mikið tillit til barna. Auðvitað elska þýzkir foreldrar börnin sín jafnmik- ið og foreldrar um allan heim, en börn fara oft í taug- arnar á fólki, einkum eldra fólki. Það er ætlazt til, að börn séu fullorðnir í vasaút- gáfu, og að þau hegði sér samkvæmt því. Ærslagangur og barnaleikir þykja bara óþarfa hávaði. Sem betur fer er þetta að breytast líka; for- eldrar yngstu kynslóðarinnar eru nú miklu frjálslyndari í uppeldinu en þeirra foreldrar voru, og unglingarnir eru frjálslegir og hispurslausir í framkomu. í sambandi við vinnumarkaðinn, þá tel ég mig nokkuð dóm- bæra á vinnustaði, þótt þeir séu að sjálfsögðu mismun- andi. í lok 7. áratugarins var ekkert vandamál að fá vinnu, svo að ég prófaði mig svolítið áfram, þar til ég fann starf fullkomlega við mitt hæfi, en ég hef nú unnið á sama stað í 11 ár. Þetta væri ekki mögu- legt núna, þar sem svo mikill hörgull er á atvinnu, að fólk þakkar sínum sæla, ef það er í fastri vinnu — sem er oft á tíðum mjög óöruggt, á tímum gjaldþrota og uppsagna. — Það er afar mismunandi, hvernig fyrirtæki eru rekin og hversu ströngum reglum starfsfólkið verður að lúta, en eitt eiga þó langflest fyrir- tæki sameiginlegt: Það er mikil áherzla lögð á ná- kvæmni og samvizkusemi, og að staðið sé við gefin loforð. Það er líka svo til óþekkt fyrirbrigði, að fólk sé að „skreppa frá“ í tíma og ótíma. Annars verð ég að segja, að ég hef aldrei mætt öðru en velvilja af hálfu yfir- manna minna, þótt and- rúmsloftið hafi sums staðar verið illþolanlegt. Stjórnend- ur fyrirtækisins, sem ég vinn hjá núna, eru lítið fyrir að setja starfsfólkinu strangar reglur. Samt hef ég aldrei orðið vör við, að neinn not- færði sér það frelsi, sem við njótum. Þar sem hver ber fulla ábyrgð á starfi sínu, er unnið mjög samvizkusam- lega, og ef eitthvað fer úr- skeiðis, er unnið sameigin- lega að leiðréttingu. Þrátt fyrir allt, gefast tækifæri til að rabba svolítið saman, án þess að nokkur amist við því. Þegar á allt er litið, get ég ekki sagt annað en að það er mjög gott að búa í Þýzkalandi. Auðvitað verður maður að leggja sitt af mörkum til að samlagast lífsháttum, en verður maður ekki alltaf að gera það, ef maður ætlar að búa í ókunnu landi? Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar reglulega í Morgunblaðið frá l’ýzkalandi. Hún starfar sem aó- stoðarsölustjóri hjá vcfnaðarvöru- rerksmiðju í horginni Iserlohn. Segja má að draumur hverrar borgar, sem telst ekki lengur til þorps eða bæjar, sé neðanjarðar- járnbraut, metrókerfi. En til þess að sjá drauminn rætast, þarf um- ferðarþunginn um götur og stræti að verða þvílíkur, að samgönguleið undir borginni (og yfir stræti) er það eina sem kemur til greina. Borgin þarf fyrst að breytast úr borg í stórborg. Það er franskur siður að nefna slíka braut metró (stytting úr chemin de fer métropolitain), en orðsifjafræðin segir það merkja járnbraut móðurborgar. Hvað um það. Stórborgin (metropolis) — móðurborg lands, þjóðar, eða hér- aðs — hefur ávallt sín einkenni, sjarm og óumflýjanleg takmörk. Og það hefur neðanjarðarjárn- brautin ekki síður, hvort heldur hún heitir U-Bahn, subway, underground, tunnelbana, metró. í New York-borg hendist lestin milli stöðva líkt og framvörður veggjakrots, en er margslungið leiktæki tölvutækni í Washington. Elstu stöðvar Parísar eru stefnu- markandi tákn um stílinn art nouveau — og þar á göngum lestarstöðva velur útlendingaeft- irlitið sér víða skot til að birtast mönnum óvænt. í Lundúnum eru gangarnir líkari olnbogabarni hreinsunardeildarinnar; lestin er skröltormur stórborgarinnar Madrid og líkust Jarðýtu á leik- velli í tunnelbana Stokkhólms. Og sem jarðsett tryggðartröll bylt- ingarinnar í Moskvu. En allt er það önnur saga en sú, sem hér stóð til að segja, en hún er af metró- framkvæmdum í Helsinki. Metró í Helsinki Álitið var um tíma að Helsinki gæti tekið þá stefnu, að sam- göngumál innan borgarinnar myndu innan fárra ára enda i óleysanlegum hnút. En ólíkt mörgum borgum jarðarinnar, þá var Helsinki ekki gripin því stór- mennskubrjálæði — megalómaníu — sem hrjáð hefur margan byggð- arkjarnann síðustu áratugi, stór- an og smáan, heldur stóð hún af sér allar spár og vonir um vöxt — hún náði ekki að breytast úr metrópólis í megalópólis. Þrátt fyrir allan kostnað og erf- iðleika, sem því voru fylgjandi, var hafist handa fyrir einum og hálfum áratug við að koma á sam- göngum neðanjarðar. E.t.v. til samræmis við aðrar móðurborgir. Og verkið gekk hægt. Jarðvegur- inn var aur, svo hann þurfti að frysta til að grafa fyrir göngum og stöðvum. Grafnir voru að meðal- tali tveir sentimetrar dag hvern. Ein lína — stórir vagnar Á meðan á verkinu stóð, kom í ljós að borgin þarf ekki á metró- kerfi að halda, og er því aðeins um eina línu að ræða. Upp á móti veg- ur kannski, að vagnarnir eru þeir allra breiðustu sem um getur í sögunni. Sú eina og sanna metró- lína var tekin í notkun í ágúst á sl. ári. En ekki eru allir jafn hressir með hana. Ævintýrið hefur kostað stjarnfræðilegar upphæðir á hvern íbúa borgarinnar, og eðli- lega eru þeir reiðir. íbúar í nán- asta umhverfi línunnar neyðast til að nota hana, því strætisvagnar sem áður óku þar um voru teknir úr umferð. Tæknigallar komu í ljós, og þurftu lestirnar að minnka hraða sinn um meir en helming frá því sem upprunalega stóð til. Og afleiðingin er sú, að það tekur lengri tíma en áður að komast leiðar sinnar. Mannerheimgata er Aðalstrætið þeirra f Helsinki. Erlendssyni á Æsustöðum og í Mjóadal. Verzlaði hreppstjórinn, hinn konunglegi embættismaður Guðmundur í Mjóadal, sýknt og heilagt við faktor Kristján úti á Króki og fór vel með þeim frænd- um. Páll fasteignasali í Kjöben er grand signor og er glæsilegri ásýndum en Errol heitinn Flynn, og var hann löngum talinn lang- glæsilegasti maður, sem uppi var á íslandi. Það snarleið yfir margar konur, sem sáu hann í Vetrargarð- inum í gamla daga. Páll veit hins vegar ekki af því, hve vel hann lítur út, og er þó maður að norðan. „Af hverju ferðu ekki til Holly- wood, frændi sæll,“ sagði undir- skráður eitt sinn við hann, þá þeir voru báðir yngri. Sir Páll gekk í public school (lærðan skóla) að hætti yfirstéttargaura en státar sig ekki af. Hann er prúðmenni, viðkvæmur í lund, bókmennta- maður og skáld, yrkir sonettur eins og Byron, en fer dult með. Hann er mágur Agnars heitins Kofoeds flugmálastjóra og sagði greinarhöfundur stundum frá því, hvernig Agnar fór að því að kenna honum harðar lífsreglur. Þetta sagði Páll í góðum hug, svo að frændi hans undirskráður gæti sjálfur dregið nokkurn lærdóm af. Ennfremur var sigtað á það að finna Herr Friðrik Thoranesen- Havsteen-Söebeck af AK, sem er grand signor eins og Páll Axelsson og aristokratískur og konserva- tívur úr hófi fram eins og „noble Dixieboy frá Alabama", enda hef- ur gamla Akureyri verið stundum nefnd „Dixie of the North". Fried- rich Thorarensen-Havsteen-Söe- beck býr í auðmannahverfinu Gentofte og glæsilega að sjálf- sögðu. I sendiráðinu mætti gott við- mót. Sendiráðið íslenzka í Kjöben hefur verið til húsa á sama stað síðan í sendiherratíð Sveins Björnssonar heitins sem seinna varð ríkisstjóri og síðar forseti vorrar þjóðar. Það náðist í Pál per telefonem, en Páll er varmur mað- ur og frændrækinn eins og flestir frændur vorir húnvetnskir, svo að ekki var hægt að spila inngöngu- versið í innreið inn í „borgina við Sundið“ heppilegar en með því að slá á þráðinn til hans Páls. Sögð almælt tíðindi, og ákveðið að hitt- ast seinna, því að Páll var upptek- inn vegna dóttur sinnar (einnar af fjórum) sem var að fara í ferðalag. Síra Ágúst á Mælifelli er prest- ur íslenzkra bæði í Kaupinhöfn og víðar á Norðurlöndum. Bjallað var til hans og fastmælum bundið að hitta hann klukkustund síðar. Nú var fengin sér hressing á Copen- hagen Corner — danskt hakkað buff, aðeins í rannsóknarskyni. Lífvörðurinn fékk sér fadöl, og honum fannst það gott, en undir- skráður fékk sér klaka með tveim sítrónusneiðum og kókdrukk eins og hann hafði lært í París í fyrra. Að nota sítrónur með kókakóla er eins og að yngja upp konu til ásta Sjálfsafneitunarmenn á alkóhól leita iðulega í blæbrigði í munaði sér til gleði. „Variatio delectat" — Tilbreytnin gleður, segir latneskui orðskviður. Þetta var rándýi máltíð og nú var tekinn taxi í Öst- er Voldagde 12 að húsi Jóns Sig- urðssonar — Islands kultur hus, þar sem nú er safnhús og félags- heimili íslendinga í Kjöben og þar að auki aðsetur þjónandi íslenzks prests, sem starfar á vegum sendi- ráðsins íslenzka. Prestur býr efst uppi. Það var góð tilfinning að ganga öll þessi þrep upp brattan stiga til heimkynna presthjóna. Frúin, Guðrún Lára, systurdóttir Gísla í Ási, hússtjórnarlærð donna, afar germönsk í útliti, glæsileg með magnaðan persónu- leik, tók á móti Bonanza-feðgum og í fjarska heyrðist ritvélarglam- ur. Frúin leiddi á hljóðið. Þarna sat síra Ágúst, sem kenndur er við Mælifell í Skagafirði (hann þjón- aði þar æði lengi við orðstír) — þar sat klerkurinn eins og gömul ljósmynd af prófasti á 19. öld — við appelsínugula rafmagnsritvél, fagurskeggjaður, fríður maður sýnum eins og hans fólk þykir og heilsaði hlýlega gömlum kunn- ingja að norðan. Hann var nem- andi í gamla MA, en því miður féll það ekki í hlut greinarhöfundar að kenna honum. Það hefði verið fróðlegt. Þau hjón settust að í húsi Jóns Sigurðssonar fyrir nokkrum mánuðum og það var eins og þau hefðu verið þar lengi. Það fylgir þessu fólki kraftur og reisn og myndarskapur. Ágúst er sérkenni- legur gáfumaður með gamaldags stíl, sem klæðir hann, og kemur fram í þvi, sem hann skrifar. Hann er andans maður og örnæm- ur á menn og málefni. Hins vegar var ekki rætt um trúmál vegna ágreinings í því efni, og þó er ekki að vita nema hægt hefði verið að mætast stundum á miðri leið. Heilsað var ennfremur upp á forstöðumann félagsheimilisins, hann Gulla af austfirzka Gutt- ormsklaninu, MA pródúkt, sem stundaði félagsfræðinám við Há- skólann í Aix í Suður-Frakklandi (reit meðal annars prófritgerð um elztu starfsgrein mannkynsins — vændi og vændiskonur). Gulli var samtíða karakternum honum Reyni, leikrýni og aðstoðarrit- stjóra kratablaðsins Alþýðu- mannsins á Akureyri. Reynir gekk undir nafninu Jean Paul Sartre norður á Ak. veturinn 1979, þegar Dyonysos var enn iðkaður með harla misjöfnum árangri og legið við lón hjá gestgjafa Bjarna Sig- tryggssyni, fyrrum tíðindamanni gamla Vísis og útvarpsmanns, bróður Sigtryggs fréttastjóra á Morning Post. Einnig var þarna Sverrir Hólmarsson, heyrari og lærifaðir við Menntaskólann við Sund, maðurinn hennar Guðrúnar Helga, þeirrar víkingskonu úr gaflarafirði, sem studdi heldur betur við bakið á greinarhöfundi, þegar allir aðrir í heiminum virt- ust bregðast gjörsamlega. Stund- um er eins og ævin endist ekki til að launa greiða. Síðan þetta gerð- ist, hefur jafnt og þétt verið beðið fyrir velgjörðarkonunni og von- andi með árangri. Svo má ekki gleyma skógræktarstjóra Sigurði Blöndal á Hallormsstað, gömlum skólabróður, manni með geðuga nærveru eins og sagt er á aust- firzku. Hann var á ferðalagi í Skandinavíu sennilega vegna skógræktar og í vísindalegum er- indagjörðum. Hann var ekki að koma frá Moskvu. Boðið í snæð- ing, náttverð. Á borðum danskar og islenzkar fiskibollur. Þær ís- lenzku báru af. Kátt yfir borðum. Svo var Jóns Sigurðssonar minja- safnið skoðað, sem er kapftuli út af fyrir sig og verður greint frá síðar í öðrum pistli. Síðan var félagsheimilið skoðað. Nokkrir íslenzkir stúdentar sátu þar. Þeir voru þöglir, en ekki óglaðir. Síra Ágúst er áreiðanlega tilvalinn sálusorgari fyrir þessa manngerð, leitandi unga íslenzka sál í framandlegu umhverfi. Svo var setið um hríð í stáss- stofu presthjónanna og skipzt á græskulausum gamanyrðum. Frú- in er ein þessara máttarstólpa ís- lenzkrar kvenþjóðar, sem gæti kynnt fósturlandsins freyju hve- nær sem er og hvar sem er án undirbúnings. Heimasæta, fimm- tán vetra, var þar og tánungur með kímnikennd. Hún er orgel- leikari hjá föður sínum á stund- um. Hálf klukkustund til miðnættis, en eftir þrjá stundarfjórðunga eða korter yfir miðnætti átti lyntovet til Flensborgar í Vestur-Þýzka- landi að leggja af stað frá Hoved- banegárden. Það átti að skipta um lest í Fredericia og bíða þar þrjár fjórar klukkustundir og gott betur eftir annarri lest til áningarstað- arins, þar sem dvalizt verður fjórar-sex vikur við alvarlega iðju og allt lagt í sölurnar. Komið var til Flensborgar hátt á ellefta tímanum að morgni þess fimmtánda. Þýzkur dugnaður, „Kraft und diciplin", blöstu alls staðar við, hvert sem augum litið var. Þaðan munu berast fleiri bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.