Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 1
Busavígsla 41 Bílar 42 Stúdentaleikhús 45 Bréf frá útiöndum 46/47 Myndlist 50/51 Siglingar 52/53 jrcgtnilitfoHfr Midvikudagur 28. september Hestar 55 Myndasögur 56 Fólk í fréttum 57 Dans/bíó/leikhús 58/59 Velvakandi 60/61 Fiskiðnaðarsýning 62 T oller ingar Tolleringar fóru fram við Menntaskólann í Heykjavík síö- astliðinn fimmtudag, og þessar skemmtilegu myndir voru tekn- ar við það tækifæri. Tolleringar eru gömul hefö við Menntaskól- ann en upphaf þeirra er nokkuð óljóst. Orðið „tollering" er komið úr latínu og merkir að lyfta upp, og hefur það nafn ávallt verið á þessari vígsluat- höfn og nýnemar teknir í tölu lærðra skóla nemenda með því að lyfta þeim upp í orðsins fyllstu merkingu. Fyrst er vitað um tolleringar á ár- unum 1890—1890, og hafa þær verið nokkuð árviss atburður frá upphafi. Þó hefur komið fyrir að þær hafi fallið niður, nemendur hafa stund- um amast við þeim vegna smávægi- legra óhappa sem einstaka sinnum urðu við framkvæmd tolleringanna og oftast þau að einhver kom óþægi- lega niður. Þá reyndu skólayfirvöld að taka þennan sið af er gagnfræða- 100 ára hefö við Mennta- skólann í Reykjavík deildin var felld niður við skólann, þar sem nýnemar urðu þá tveim eða þrem árum eldri og þyngra í þeim pundið eftir því. Þetta tókst þó aldr- ei. Stúlka kom í fyrsta sinn í skólann 1904 og er ekki vitað hvort hún var tolleruð eða ekki. En vitað er að það var lengi vel viðkvæmt mál að toll- era stúlkur, þar sem það þótti ekki beint viðeigandi. Því var þó ekki sleppt heldur gripið til þess ráðs að tollera þær lítilsháttar innandyra. En drengir voru tolleraðir úti á túni. Skiptar skoðanir eru um hvort vatnsaustur hafi komið við sögu tolleringa eður ei, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun vatn aðeins hafa komið óbeint við sögu, og þá þannig að er eltingarleikur fór fram við tolleringar, gat hann oft endað með því að menn féllu í læk- inn eða jafnvel Tjörnina. Hinsvegar var vatnspóstur á lóð skólans og kom það fyrir að menn voru póstað- ir, eins og það var kallað, af félögum sínum í refsingarskyni fyrir afglöp í skólalífi. En tollering hefur alltaf verið tollering.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.