Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
15
Þetta landslag á Orkneyjum minnir um margt á ísland.
é y*''gKjlfc H JujfÉOkitA '
iwm 1 * **
mm% -ffW ■ "H, Sv \
Hjaltlandseyjar
- Orkneyjar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Er undirritaður lagði leið sína í
Norræna húsið á dögunum til
skoðunar sýningarinnar „Hjalt-
landseyjar — Orkneyjar" áleit
hann, að um væri að ræða eitt
þurrt skólabókardæmi um þessa
sögufræðilegu staði. Satt að segja
hafa þannig sýningar verið full
algengar á undanförnum árum,
hlutu í fyrstu mjög mikla aðsókn
en hún hefur farið minnkandi
með nær hverri sýningu. Duga þá
ekki stór orð um sýningarnar né
viðamiklar opnunarathafnir —
því að sýningarnar sjálfar verða
að standa undir sér.
Umrædd sýning kom mér þó
mjög á óvart því að hún er byggð
upp á mjög vel gerðum ljósmynd-
um — á tíðum listavel teknum —
sem bregða upp ýmsum hughrif-
um og stemmningum hjá þeim er
skoða, — og sem þessi eyríki eru
svo auðug af. Hér er sem sagt
ekki á ferðinni almenn kynn-
ingarsýning heldur sýning í há-
um gæðaflokki um listrænan
búning, — á stundum finnst
áhorfandanum hann frekar vera
staddur á sýningu á listrænum
ljósmyndum en beinni kynn-
ingarsýningu, — og víst er að
þetta er engin venjuleg þjóð-
háttasýning.
Mér þykir sem láðst hafi að
kynna hið rétta andlit sýningar-
innar á myndarlegan hátt því að
ef menn vissu hve magnaðar
margar ljósmyndirnar eru þá
væri aðsóknin ólíkt meiri. Það
hefur nefnilega skeð, að þessi
sýning hefur fengið fáheyrt
dræmar undirtektir almennings.
í gestabók getur t.d. að líta eina
síðu er segir frá aðsókn á heilum
átta dögum og má mikið vera ef
hér er ekki um íslandsmet að
ræða um aðsókn á jafn ágæta
sýningu og hér um ræðir. Sýn-
ingarskráin er svo sem farið er að
tíðkast um svipaðar sýningar í
dagblaðsformi og hefur að geyma
miklar upplýsingar um eyjarnar;
sögu þeirra, atvinnu- og mannlíf.
Skyldu margir vita, að Hjalt-
landseyjar samanstanda af
hundrað eyjum auk fjölmargra
smáhólma, en að aðeins sextán
þeirra eru byggðar er svo er kom-
Mannshöfuð frá víkingaöld frá Jarlshof á Hjaltlandseyjum.
ið. Orkneyjar eru hins vegar 60
talsins og eru tuttugu þeirra
byggðar.
Margir munu hins vegar hafa
upplifað hve yndislegt er að
fljúga yfir eyjarnar á leið utan,
friðsældin fyrir neðan virkar á þá
er skoða svo undursamlega af-
skekkt.
Hitt vitum við gjörla, að eyj-
arnar tengdust sögu Noregs og
íslands um aldaraðir, voru full-
byggðar kringum árið 800, Fær-
eyjar byggðust næst og síðan ís-
land — menn voru einfaldlega að
leita að meira landrými og forð-
ast ánauð höfðingja.
Fari maður út í aldursgrein-
ingu má geta þess að Hjaltlands-
eyjar standa á einhverjum elstu
frumfjöllum er þekkjast í heim-
inum og munu hafa myndast
fyrir 2000 milljónum ára.
Orkneyjar eru öllu yngri eða að-
eins 300 ára gamlar en ísland
klára ungalambið með sín 16
milljón aldursár.
Allan þennan fróðleik og margt
fleira má lesa i áðurnefndu blaði
sem sýningargestir eru hvattir til
að festa sér — enginn sér eftir
því.
Það sem máli skiptir er að
vekja athygli á þessari ágætu
sýningu og hvetja sem flesta til
að skoða hana fyrir sunnudags-
kvöld er henni lýkur.
Um ljósmyndirnar sjálfar væri
hægt að rita langt mál en þær
munu allar vera eftir Sören Hall-
gren og eru honum til mikils
sóma. — Og nú er að drífa sig í
kjallarasali Norræna hússins.
Adam og Eva í Salinas
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
John Steinbeck:
AUSTAN EDEN II.
Sverrir Haraldsson þýddi oe stytti
lítillega.
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1983.
í Austan Eden er eins og bók-
arheitið gefur til kynna fullt af
biblíulegum skírskotunum og
hliðstæðum. Í síðara bindi skáld-
sögunnar leika þeir Cal og Aron
hlutverk Kains og Abeis. Cal verð-
ur óbeint valdur að dauða Arons
með þvf að gera honum ljóst að
hin látna móðir hans er engin
önnur en mellumamman Kate og
svipta hann þar með þeirri blekk-
ingu sem faðir hans hefur innrætt
honum. Aron lætur skrá sig til
herþjónustu og fellur á vígvöllum
Evrópu. Cal nær meira að segja
stúlkunni hans Arons frá honum,
hið illa sigrar hið góða. Allt
sprettur þetta af mannlegum
átökum, þeirri kröfu bældra hvata
að fá að njóta sín hvort sem er til
góðs eða ills. Sagan endurtekur sig
að nokkru leyti hjá Trask-fjöl-
skyldunni. Önnur merk fjölskylda,
Hamilton, verður einnig ógæfunni
að bráð.
Eftir dauða Arons ræðir Cal við
Öbru, stúlkuna í lífi þeirra beggja:
„Ég verð að flýja undan augum
föður míns. Ég sé þau alltaf fyrir
mér. Ég sé þau jafnvel með lokuð-
um augum. Ég mun alltaf sjá þau.
Faðir minn deyr innan skamms,
en augu hans munu halda áfram
að stara á mig og segja mér að ég
hafi drepið bróður minn.“
„Þú gerðir það ekki.“
„Jú, ég drap hann. Og augu föð-
ur míns segja að ég hafi gert það.“
Bókinni lýkur þó í anda kristi-
legs umburðarlyndis. Og það er
mótsagnakennt að það er maður
annarrar menningar, hinn trúi
Kínverji Lee, sem fær Adam til að
fyrirgefa syni sínum. En það er
einkenni Austan Eden að jafnvel
hinir verstu, samanber glæpa-
kvendið Kate, eiga sína mannlegu
þætti og verða að horfast i augu
við hinar illu gjörðir að leiðarlok-
um. Eftir dóm Arons yfir henni á
hún sér enga aðra leið en sjálfs-
morð og velur það til að halda
reisn sinni.
Austan Eden er viðamikil og
margbrotin saga frá bernsku-
stöðvum Steinbecks, Salinas.
John Steinbeck
Hann var reyndar Kaliforníubúi
allt sitt líf, trúr uppruna sínum og
því fólki sem mótaði hann. Það má
til sanns vegar færa að Austan
Eden kemst ekki í hálfkvisti við
Þrúgur reiðinnar (1939), höfuð-
verk Steinbecks. Það sem gerir
Austan Eden veigaminni skáld-
sögu er viss tilfinningasemi og
nokkuð reyfaralegur söguþráður á
köflum. Ýmiskonar fróðleikur um
landnema i Salinasdal er á köflum
fyrirferðarmikill og dregur úr
áhrifum heildarmyndarinnar. En
sagan er lifandi og skemmtileg af-
lestrar, stundum safamikil í lýs-
ingum sínum. Fáir hafa líka meiri
skilning á mannlegum brestum en
Steinbeck og hann kann að gæða
frásagnir af þeim skáldlegu lífi og
skipa þeim í rétt samhengi.
Eins og margar aðrar þýðingar
orkar þýðing Sverris Haraldsson-
ar á Austan Eden oft tvímælis, en
er langt frá því að vera misheppn-
uð. Hún er á köflum einkar læsileg
og vel orðuð. Þýðing seinna bindis
er vandaðri að mínu mati og bókin
betur prófarkalesin.