Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Bæjarútgerð
Reykjavíkur
Tapið á Bæjarútgerð
Reykjavíkur er orðið
svo gífurlegt, að borgar-
stjóra og borgarstjórn
Reykjavíkur ber skylda til
að gera þær ráðstafanir,
sem unnt er til þess að
koma rekstri fyrirtækisins
á skynsamlegri grundvöll.
Skattgreiðendur í Reykja-
vík eiga kröfu til þess, að
slíkar ráðstafanir verði
gerðar vegna þess að seilst
verður ofan í vasa þeirra að
lokum til að greiða þetta
mikla tap.
í samræmi við þessi sjón-
armið var ráðgjafafyrir-
tæki fengið til þess að gera
úttekt á stöðu og rekstri
fyrirtækisins fyrr á þessu
ári og á grundvelli niður-
stöðu ráðgjafaaðilans er nú
verið að gera þær breyting-
ar á yfirstjórn Bæjarút-
gerðarinnar, sem taldar eru
forsendur frekari átaka til
þess að koma rekstri fyrir-
tækisins á viðunandi
grundvöll.
Annar af fráfarandi for-
stjórum Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, Björgvin Guð-
mundsson, hefur haldið því
fram, að þessar breytingar
séu ekkert annað en pólitísk
hefndarráðstöfun gegn sér
þar sem hann hafi verið
einn af oddvitum vinstri
meirihlutans í borginni á
síðasta kjörtímabili. Þetta
er auðvitað fráleit fullyrð-
ing. Að auki er vígstaða
Björgvins Guðmundssonar
veik til þess að bera fram
slíkar ásakanir, þegar haft
er í huga, hvernig ráðningu
hans sjálfs var háttað til
Bæjarútgerðarinnar á sín-
um tíma. Þá var a.m.k.
hægt að færa rök fyrir því,
að um pólitíska misnotkun
hafi verið að ræða.
Bæjarútgerð Reykjavíkur
hefur lengi verið rekin með
tapi, sem greitt hefur verið
úr borgarsjóði. Þetta tap
hefur verið misjafnlega
mikið. Nú keyrir úr hófi
fram. Að sjálfsögðu verður
að leggja sama mælikvarða
á rekstur þessa fyrirtækis
og annarra, þótt það sé í
opinberri eigu. Talnaleikir
duga ekki til þess að fela þá
augljósu staðreynd, að
tapreksturinn er orðinn svo
mikill, að óhjákvæmilegt er
að gera þær ráðstafanir,
sem duga til þess að koma
rekstri fyrirtækisins á við-
unandi grundvöll. Bæjarút-
gerðin hefur haft mikil-
vægu hlutverki að gegna í
atvinnulífi Reykvíkinga.
Hún var stofnsett af meiri-
hluta sjálfstæðismanna á
sínum tíma og var þá til
marks um að sjálfstæðis-
menn viðurkenndu augljós-
ar staðreyndir í atvinnulífi
höfuðborgarinnar, þótt
opinber rekstur hafi alltaf
verið þyrnir í augum Sjálf-
stæðisflokksins.
Margt hefur breytzt frá
því að Bæjarútgerðin var
stofnuð. Þær kröfur, sem
gerðar eru til stjórnenda
fyrirtækja eru meiri en áð-
ur. Þeir verða að sýna
árangur í verki. Á
undanförnum árum hefur
komið fram á sjónarsviðið í
íslenzku atvinnulífi ný
kynslóð, sem hefur afiað
sér sérmenntunar í stjórn
fyrirtækja. Þetta unga fólk
á ekki endilega hlut í við-
komandi fyrirtækjum en
metnaður þess í starfi að
sýna árangur er bersýni-
lega mikill. Nú hafa útgerð-
arráð og borgarráð lagt til
við borgarstjórn Reykjavík-
ur að ráða fulltrúa þessarar
kynslóðar til þess að takast
á við vandamál Bæjarút-
gerðarinnar. Það verður
fróðlegt að fylgjast með
því, hvernig til tekst.
Um þessar mundir er
sala ríkisfyrirtækja mjög á
dagskrá. Þeim hugmyndum
hefur verið tekið vel af öll-
um almenningi. Forsenda
þess, að hún geti orðið að
veruleika er sú, að það sé
ekki síður hagkvæmt fyrir
fólk að spara með því að
kaupa hlutabréf í atvinnu-
fyrirtækjum heldur en að
leggja fé í banka. Verði
slíkar breytingar gerðar á
skattalögum nú er spurn-
ing, hvort gera á Bæjarút-
gerð Reykjavíkur að raun-
verulegu almenningshluta-
félagi, með því annað hvort
að bjóða hlutabréf í henni
til sölu á opnum markaði
eða einfaldlega afhenda
hverjum skattgreiðanda í
Reykjavík hlut hans í Bæj-
arútgerðinni í formi hlut-
abréfs. Slíkar hugmyndir
hljóta að koma til umhugs-
unar hjá borgarstjórn
Reykjavíkur.
Þjóðhagsáætlun 1984:
Samdráttur þjóðarframleiðsl
„Atvinnuástand helzt þolanlegt ef ekki
koma til óvæntar truflanir..
Meginniðurstaða þjóðhagsáætlunar fyrir árið 1984, sem forsætisráðherra lagði
fram á Alþingi í gær, er að þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur rýrni enn, þriðja
árið í röð, og verði 2,5% minni 1984 en 1983. Spáð er auknum vaxtagreiðslum til
útlanda, sem skerði þjóðarframleiðslu. Landsframleiðsla, og þar með umsvif í
landinu, verða 1,5% minni 1984 en í ár, sem þýðir að nokkuð dregur úr
eftirspurn á vinnumarkaði. Atvinnuástand helzt þó þolanlegt við þau heildarskil-
yrði, sem spáin er byggð á, „ef ekki kemur til nein óvænt truflun í atvinnustarf-
semi í landinu". Viðunandi jafnvægi er spáð í viðskiptum við önnur lönd.
Spáð er 4% minnkun einkaneyzlu
á næsta ári, til viðbótar 9% sam-
drætti í ár. Þetta felur í sér 5—6%
minni kaupmátt að meðaltali 1984
en 1983. Þá er gert ráð fyrir 3%
samdrætti í samneyzluútgjöldum
ríkisins, en 2% í heildarsamneyzlu.
Horfur eru taldar á 5,5% samdrætti
heildarfjárfestingar; íbúðabygg-
ingar verði svipaðar og í ár, en
opinberar framkvæmdir 8—9%
minni. Áherzla er lögð á það að
halda fjárfestingu og samneyzlu
niðri til að þrengja ekki um of að
einkaneyzlu.
Helztu efnispunktar, sem tiund-
aðir eru um horfur 1984, eru þessir:
• 1) Gert er ráð fyrir 3% aukningu
útflutningsframleiðslu 1984, frá því
spáð er um árið 1983. Er þá reiknað
með svipuðum botnfiskafla 1984 og í
ár (300 til 320 þús. tonn af þorskafla
og svipað af öðrum botnlægum teg-
undum) og 400 þúsund tonna loðnu-
afla.
• 2) Kaupmáttur ráðstöfunartekna
í heild verður svipaður á næsta ári
og á síðustu mánuðum þessa árs, en
um 5—6% lakari en að meðaltali
1983.
• 3) Viðskipthalli 1984 minnkar
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu úr
2,2% 1983 í 0,2% 1984.
• 4) Ef ráðgerður samdráttur í
einka- og samneyzlu, sem og fjár-
festingu, fer eftir spá, dragast þjóð-
arútgjöld á árinu 1984 saman um
4%.
• 5) Þjóðarframleiðsla og þjóðar-
tekjur dragast saman um 3,5% milli
áranna 1983 og 1984. Þjóðarfram-
leiðsla rýrnaði um 10% á hvern
vinnandi mann árin 1982 og 1983.
Spár OECD standa til nokkurrar
hækkunar á heimsverði matvæla,
en aukið framboð á freðfiskmarkaði
í Bandaríkjunum verkar í gagn-
stæða átt.
• 6) Eitthvað dregur úr eftirspurn
á vinnumarkaði. Ástand á vinnu-
markaði verður þó „þolanlegt við
þessi heildarskilyrði, ef ekki kemur
til nein óvænt truflun í atvinnu-
starfsemi".
Gert er ráð fyrir 800—900 m.kr.
Einkaneysla ................
Sarnncysla..................
Fjármunamyndun .............
Birgðabreytingar)...........
Þjóðarútgjöld ..............
Utflutningur vöru og þjónustu
Innflutningur vöru og þjónustu
Viðskiptajöfnuður ..........
Verg þjóðarframleiðsla......
Verg landsframleiðsla ......
ViðskiptakjaraáhriF)........
Vergar þjóðartekjur ........
1) Magnbreytingar i spá fyrir ái
þjóðhagsáætlun 1984 við fast ve
2) Hlutfallstölur um birgðabreytir
þjóðarframleiðslu fyrra árs.
3) Hlutfall af þjóðarframieiðslu fyi
rekstrarhalla og 1000—1100 m.kr.
greiðsluhalla ríkissjóðs 1983.
Stefnt er að áframhaldandi stöð-
ugleika í gengismálum, lækkun
vaxta til samræmis við hjöðnun
verðbólgu, aðhaldi í peningamálum
Sverrir Hermannsson vegna yfirlýsinga forráðamanna SH og SÍ
Birgðir frystes físl
ríkjumim tvöfalda
— samkvæmt nýjum skýrslum sem ég hef séð
„ÉG DREG EKKERT í land með þessi orð mín. Ég skil ekki að þeir skuli vakna
með þessu írafári. Þeir hrökkva greinilega upp með andfælum og þetta eru
ekkert nema upphrópanir um það að það séu svigurmæli höfð í þeirra garð. En
þeir ættu þá að hrekja þessi svigurmæli með rökum. Ég hef ekki orðið var við
þau,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði hann álits á
viðbrögðum forustumanna Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og sjávarafurða-
deildar SÍS sem birtust í Mbl. í gær. Tilefni þeirra voru ummæli ráðherrans á
fundi í Hafnarfirði sl. fimmtudag, sem sagt var frá í Mbl. sl. sunnudag. Þar
sagði hann m.a. að fyrirtækin væru „frosin föst í starfsemi sinni“ og að þau
hefðu ekkert aðhafst til þess að afla nýrra markaða.
Sverrir var spurður nánar út í
ummæli sín á fundinum þess efnis
að samkvæmt nýjum skýrslum væri
birgðasöfnun þessara fyrirtækja á
freðfiski í Bandaríkjunum „alveg
gífurleg", eins og hann orðaði það.
Hann svaraði: „Ég get ekki sagt
annað en það, að samkvæmt nýjum
skýrslum sem ég hef séð hafa birgð-
ir frysts fisks tvöfaldast frá sama
tíma 1 fyrra.“
Varðandi viðbrögð talsmanna
fyrirtækjanna sagði Sverrir enn-
fremur: „Ég á eftir að fá útlistun á
því hvaða afrek þeir hafa unnið á
þessu mikilvæga sviði núna hin síð-
ari ár. Ég hef margsinnis sagt og
tekið fram að það voru afreksverk
unnin hér fyrir mörgum árum. Ætli
það séu ekki ein 30 ár síðan Jón
Gunnarsson hóf þessa stórmerki-
legu starfsemi sína um sölu á þess-
Loftmengun f kerskálum ÍSAL:
Starfsmenn sendu heilbrigðis-
yfirvöldum undirskriftalista
— „Þeirra sem vit hafa á að dæma um,“ segir
Sverrir Hermannsson eftir heimsókn í álverið
„ÉG SPURÐIST fyrir um þetta og þad
var fullyrt að farið væri aö fullu eftir
settum lögum og reglum. Þá virðist Ijóst
að þarna er gífurlega mikil breyting á
orðin og þessi hreinsunartæki eru engin
smásmíði. Ég get þó ekkert fullyrt um
hvort vinnustaöurinn er heilsuspillandi
eða ekki, það verða þeir sem vit hafa á
að dæma um,“ sagði Sverrir Hermanns-
son iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði
hann hver niðurstaða heimsóknar hans í
álverið í Straumsvík sl. föstudag hefði
verið, en á fundi ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði sl. fimmtudags-
kvöld var Sverrir hvattur til að heim-
sækja álverið. Ræðumaður, sem er
starfsmaður ÍSAL, sagði mengun þar
innandyra aldrei hafa verið meiri en nú
og að iönaðarráöherra ætti fullt erindi,
þó ekki væri nema til að kynnast meng-
uninni af eigin raun.
Mbl. ræddi einnig við Hallgrím
Pétursson formann Verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarfirði. Hann
sagði að vegna mengunarinnar hefði
félagið nýverið sent Vinnueftirliti
ríkisins, heilbrigðiseftirlitinu, land-
lækni og fleirum bréf með undir-
skriftalistum starfsmanna álversins.
Þar hefði verið skorað á viðkomandi
aðila að gengist yrði fyrir ítarlegri
könnun á mengun andrúmslofts
starfsmanna í kerskálunum. Hall-
grímur sagði síðan: „Mönnum óaði
ástandið þarna því gerðar hafa verií
miklar breytingar og menn bjuggust
við miklum bótum. Lokunin á kerun-
um virtist ekki skila því sem hún átti
að skila. Það getur vel verið að
ástandið verði betra þegar allt ei
komið heim og saman, en ástandið
hefur verið mjög slæmt — og þetta
eru að mínu mati réttmætar um-
kvartanir."
Hallgrímur sagðist í lokin fagna
því að sú umfangsmikla rannsókn,
sem sagt var frá í Mbl. í gær, á meng-
un innandyra, ætti að fara fram.