Morgunblaðið - 19.10.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
21
iu þriðja árið í röð
óðhagsspár 1983 og þjóðhagsáætlunar 1984.
Milljaröar króna
á vcrðlagi hvors árs
t'jóðhags-
Spá áa-tlun
1983 1984
34 240 41420
6 575 7 670
13 300 15 140
1 (K) 0
54 215 64 230
27 500 33 030
28 650 33 130
- I 150 - KMI
Magnhrcytingar
frá fyrra ári. %')
Þjóðhags-
Spá áictlun
1983 1984
- 9.0 - 4.0
0.0 - 2.0
- 10.0 - 5.5
- 3.3 - 0.2
- 10.9 - 4.3
7.8 3.5
- 6,2 - 0.3
53 065 64 130 - 5.5 - 2.4
56 425 68 230 - 4.3 -.1.7
1.6 0.0
- 3.9 - 2.4
rið 1983 cru miðaðar við fast vcrðlag ársins 1982 cn magnbrcytingar í
rðlag ársins 1983.
igar varða mismun brcytinganna milli ára og cru rciknaðar scnt hlutlöll af
ra árs.
(þ.e. að halda aukningu peninga-
magns og útlánum banka innan
eðlilegra marka), hófsemd í erlend-
um lántökum og verulegum sam-
drætti í ríkisútgjöldum.
Staða atvinnuvega verður áfram
erfið, ekki sízt sjávarútvegs, sem
m.a. á rætur í því „að afkastageta
flotans er mikiu meiri en samsvarar
aflabrögðum nú. Leitað er leiða til
lausnar á þeim vanda", segir i þjóð-
hagsáætlun.
ís í Banda-
st frá í fyrra
ari okkar aðalafurð á Bandaríkja-
markaði, en ég er hræddur um að
arftakarnir hafi ekki náð að feta í
hans fótspor. Og ég þykist geta full-
yrt, að stórmikilvægir markaðir
sem hefði verið ástæða til að vinna
mikið á hafa verið látnir lönd og
leið, eins og til að mynda Vestur-
Evrópu-markaðurinn. Ég er þá ekki
sérstaklega að tala um eylandið
England, þeir hafa hreyft sig þar.
Eg sagði í ræðu minni að þeir
myndu þá hrekja ummæii mín ef
þeir hefðu rök til, en enn sem komið
er verð ég lítt var við annað en þess-
ar upphrópanir. Ég krefst þess að
umræða verði um þessi mál og við
fáum skilgóðar skýringar á allri
stöðu mála og að við hefjum nýja
sókn því salan á fiskframleiðslunni
er okkar mikilvægasta verkefni. Við
þurfum að hefja nýja sókn, því
menn hafa sofið á verðinum.
Sverrir var í lokin spurður hvort
stjórnvöld hygðust hefja viðræður
við þessa aðila, og hvernig umræður
hann hefði í huga. „Ég hef engar
ráðagerðir um það nú. Ég ætla að
sjá hvernig umræðan snýst, í hvaða
farveg hún fellur og hvort hún verð-
ur ekki til góðs," sagði Sverrir Her-
mannsson að lokum.
Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason.
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra t.h. gengur með Ragnari Halldórssyni for-
stjóra ÍSAL í kerskála álversins f Straumsvík. Sverrir heimsótti álverið sl. föstudag,
daginn eftir.að starfsmaður ÍSAL hvatti hann á stjórnmálafundi í Hafnarfirði til að
koma í heimsókn, þó ekki væri nema til að kynnast menguninni af eigin raun.
1
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson lestuð áburði og grasfræi fyrir næsta flug. MorgunbUðið/ kee.
Áburðardreifing Landgræðslunnar:
Gekk illa í sumar vegna
óhagstæðs tíðarfars
ÁBURÐARDREIFING Landgræðslunnar gekk afar illa f sumar vegna óhagstæðs
tíðarfars, að sögn Stefáns H. Sigfússonar landgræðslufulltrúa. Sagði Stefán að
ekki hefðu verið flugskilyrði dag eftir dag og hefði tekið jafn langan tíma að
dreifa þeim áburði sem dreift var í sumar og tekið hefði að koma út helmingi
meira magi fyrir nokkrum árura.
Landgræðslan er með tvær flug-
vélar í áburðardreifingunni, TF-
NDK (Páll Sveinsson) og TF-TUN
sem er minni vél af Piper-gerð. Páll
Sveinsson dreifði 1.088 tonnum af
áburði og fræi á tímabilinu 13. júní
til 3. ágúst en minni vélin dreifði 461
tonni á tímabilinu 19. maí til 22. júlí.
Fyrir Blönduvirkjun var dreift 236
tonnum af áburði og fræi en um 40%
af áburðar- og frædreifingunni er á
friðuð landgræðslusvæði sem Land-
græðslan kostar að öllu leyti upp-
græðslu á, en um 60% er önnur upp-
græðsla sem í flestum tilvikum er
unnin í samvinnu við bændur og
sveitarfélög og er þá algengt að við-
komandi aðili greiði 50—100%
áburðarins en Landgræðslan leggur
ávallt flugið til.
Stefán sagði að áburðarmagnið
sem hægt væri að dreifa færi alltaf
minnkandi vegna þess að úr minni
peningum væri að spila en áður, auk
þess sem áburðurinn hefði hækkað
mikið í verði. Atvinnuflugmenn
flugu Páli Sveinssyni í sjálfboða-
vinnu í sumar eins og þeir hafa gert
síðan Landgræðslan eignaðist vélina
og tóku um 30 flugmenn þátt i starf-
inu í sumar.
Eggert Jónsson borgarhagfræðingur:
Atvinnuleysi á íslandi
mun aukast á næstu árum
— Hvort sem fjöldi starfa svarar til
fjölda fólks á vinnumarkaði eða ekki
ATVINNULEYSI hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum, hvort sem fjöldi
starfa á vinnumarkaðnum svarar til fjölda vinnufærra manna hverju sinni eða
ekki, kom meðal annars fram í erindi er Eggert Jónsson, borgarhagfræðingur,
flutti á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Borg-
arhagfræðingur kvaðst byggja þessa skoðun sína á því, að á næstunni muni afköst
vaxa hraðar en störfum fjölga hægar en ráð hafl verið fyrir gert, auk þess sem
atvinnulíflð verði fjölbreyttara og flóknara með þeim afleiðingum að fólk geti ekki
í jafn ríkum mæli og áður gengið í hvers annars störf.
Ræðu sína nefndi Eggert Jónsson
„Ný viðhorf í atvinnumálum á höf-
uðborgarsvæðinu", og sagði hann
reynslu sína í störfum fyrir atvinnu-
málanefnd Reykjavíkur síðan 1971
gera sér kleift að halda því fram að
ný viðhorf væru nú uppi í atvinnu-
málum. Ný og breytt viðhorf væru
að skapast á grundvelli nýrrar tækni
í grónum atvinnugreinum, aukinna
afkasta og tækifæra til nýsköpunar.
Eggert sagði, að vafalaust héldu
margir, að ekki væri mikið svigrúm
til breytinga, þegar illa árar eins og
nú, en staðreyndin væri þó sú að
þessu væri þveröfugt farið. Aldrei sé
að vænta meiri breytinga en þegar
illa ári, vegna þess að örugg lífsaf-
koma hvetji menn yfirleitt ekki til
að leita nýrra leiða til að bæta stöðu
sína. Þegar úr örygginu dragi, þá
þurfi menn á hinn bóginn á öllu sínu
að halda, öllu sínu frumkvæði til að
halda stöðu sinni og hreinlega til að
bjarga sér. Eggert sagði, að enginn
mætti skilja orð sín á þann veg að
hann væri að fagna slíku eða að
hvetja til þess að gripið yrði til
„frumskógarlögmála" í einni eða
annarri mynd, heldur væri það stað-
reynd, hvort sem mönnum líkaði
betur eða verr, að sú tækni, sem nú
er að ryðja sér til rúms í atvinnulíf-
inu með notkun hvers kyns rafeinda-
búnaðar til sjós og lands, yrði fyrr á
ferðinni en orðið hefði í góðu árferði.
Afköst muni því vaxa hraðar en
störfum fjölga hægar og atvinnulffið
verða flóknara með þeim afleiðing-
um að fólk muni eiga erfiðara og
erfiðara með að flytja sig milli
starfa, eftir því sem eftirspurn er í
einstökum atvinnugreinum frá ein-
um tíma til annars. Þetta muni leiða
til aukins atvinnuleysis á næstu ár-
um, án tillits til þess hvort fjöldi
starfandi fólks á vinnumarkaði svari
til lausra starfa. Þessi þróun sé þeg-
ar vel þekkt erlendis, og rétt sé að
vekja athygli á að atvinnuleysi í
nágrannalöndum okkar, svo sem
Þýskalandi, Bretlandi og á Norður-
löndum, sé yfirleitt meira en tölur
gefi til kynna.
Þróunin sé þegar komin hingað til
lands, því skráð atvinnuleysi sé
meira á þessu ári en verið hafi, eink-
um meðal verslunarfólks. Á sama
tíma fáist ekki fólk til fiskvinnslu,
en það sé eðlilegt, að fólk á miðjum
aldri eigi erfitt með að taka sig upp
eftir áratuga störf í verslunargrein-
um og fara í fiskverkun. Þetta sé
upphaf þróunar sem sé vel þekkt er-
lendis, og lítið sé unnt að gera til að
sporna við fótum, en vonandi sé að
atvinnuleysið bitni ekki ætíð á hin-
um sömu.
Verðtrygging eftir sem
áður bezta ávöxtunin
— segir Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans
„ÞAÐ ER MJÖ(i villandi að tala um að verðtryggðir innlánsreikningar séu
slæm ávöxtun. Hún verður eftir sem áður hagstæðasta ávoxtunin," sagði
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabanka íslands, í samtali við Morg-
unblaðið, er hann var inntur álits á þeim ummælum Tómasar Tómassonar,
sparisjóðsstjóra í Keflavík, að mistök hefðu átt sér stað við framkvæmd
vaxtalækkunar á dögunum og verðtrygging væri orðin versta ávöxtunarleið-
in.
„Ef málið er skoðað í heild sinni
kemur í ljós, að lánskjaravístala
hækkaði um 8,1% í ágúst, sem
jafngildir um 154,6% ávöxtun á
ársgrundvelli. Síðan minnkaði
verðbólgan verulega í september
og hækkun lánskjaravísitölu var
um 1,4%, sem jafngildir um 18,2%
ávöxtun á ársgrundvelli," sagði
Bjarni Bragi ennfremur.
„Hækkun lánskjaravísitölunnar
verður síðan væntanlega um 3,1%
í október, sem jafngildir um 44,3%
ávöxtun á ársgrundvelli, sem er
betri ávöxtun, en hún getur bezt
orðið á almennum innlánsreikn-
ingum. Þá bendir allt til þess, að
hækkun lánskjaravísitölunnar í
nóvember verði eitthvað liðlega
2,2%, sem jafngildir liðlega 30%
ávöxtun á ársgrundvelli," sagði
Bjarni Bragi.
Bjarni Bragi sagði að vextir á
almennum sparisjóðsbókum væru
35%, vextir á 3ja mánaða reikn-
ingum 40,4% og vextir á 12 mán-
aða reikningum 42,8%. „Síðan má
reikna með enn frekari lækkun
vaxta á næstunni í samræmi við
stefnu þá, að aðlaga vexti að lækk-
uðu verðbólgustigi," sagði Bjarni
Bragi Jónsson, hagfræðingur
Seðlabankans ennfremur.