Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
Hér tekur Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar (t.h.) við gjöHnni úr hendi Vilhjálms
Lúðvíkssonar, formanns Iðnrekstrarsjóðs.
Iðnrekstrarsjóður:
Tíu ára afmæiis minnst með
gjöf til Iðntæknistofnunar
Vilhjálmur Lúðviksson, formað-
ur Iðnrekstrarsjóðs, afhenti í gær
Iðntæknistofnun að gjöf fullkom-
inn sýningarútbúnað ásamt til-
heyrandi hljómtækjum til notkun-
ar við fræðslu- og uppbyggingar-
starf. Iðnrekstrarsjóður á tíu ára
afmæli á þessu ári og ákvað stjórn
sjóðsins að minnast afmælisins
með því að færa Iðntæknistofnun
þessa gjöf.
Iðnrekstrarsjóður var stofnað-
ur þann 30. apríl 1973 til að
starfa að auknum útflutningi
iðnvarnings, breyttu skipulagi
og aukinni framleiðslu á íslensk-
um iðnaði. Nam stofnfé sjóðsins
kr. 50 milljónum, sem var geng-
ishagnaður af útflutningi og
framlag ríkissjóðs það ár. Fyrsta
starfsár sjóðsins námu útborguð
lán kr. 10 milljónum samkvæmt
föstu verðlagi árið 1982, en á
þessu ári eru áætlaðar útborgan-
ir kr. 26,1 milljón og hefur fjöldi
afgreiddra umsókna aukist að
meðaltali frá árinu 1974 til árs-
ins 1982 úr 50 í 110. Á þessu ári
hafa borist 128 umsóknir um lán
og styrki til sjóðsins.
Á fyrri árum var það helsta
verkefni sjóðsins að styðja
markaðsöflun erlendis, en á und-
anförnum árum hefur sjóðurinn
aukið stuðning sinn við iðnfyr-
irtæki til að styrkja samkeppn-
ishæfni þeirra á innlendum og
erlendum markaði. Þá hefur,
fyrir tilstilli iðnrekstrarsjóðs,
aukist þáttur fyrirtækja í rann-
sóknum og þróunarstarfsemi í
þágu íslensks iðnaðar.
Formaður sjóðsins er Vil-
hjálmur Lúðvíksson, en auk
hans eiga þar sæti Þorvarður Al-
fonsson, Snorri Jónsson, Þórar-
inn Gunnarsson, Þorleifur
Jónsson, Guðmundur Þ. Jónsson,
Geir Magnússon og Hulda Krist-
insdóttir, sem er framkvæmda-
stjóri sjóðsins.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ
Viðræður um
nýjar leiðir er
meginmálið
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands tslands ítrekaði á fundi
sínum í gærdag boð sitt til verkalýðshreyfingar frá því í september sl. um
viðræður aðila um eflingu íslenzks atvinnulífs, að sögn Magnúsar Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins.
„Framkvæmdastjórnin bendir
á, að eina raunhæfa leiðin til
lausnar á þeim vanda, sem við er
að glíma, séu viðræður milli þess-
ara aðila. Um það eru menn sam-
mála,“ sagði Magnús ennfremur.
„Hvað varðar spurninguna um
skammtímasamninga í kjölfar
samþykkta á þingi Verkamanna-
sambandsins, þá er það skoðun
okkar, að slíkir samningar séu
ekki skynsamlegir. Við teljum
hins vegar rétt að fara út í viðræð-
ur um þessi atriði og fleiri, sem
myndu leiða til heildarkjarasamn-
inga eins fljótt og auðið er. Þeir
myndu síðan væntanlega taka
gildi, þegar lögunum léttir," sagði
Magnús.
„Eg tei reyndar frumforsenduna
fyrir því, að hægt sé að ræða um
heildarkjarasamninga, vera þá, að
aðilar séu búnir að ræða saman á
breiðum grundvelli um stöðuna í
þjóðfélaginu og stefnumörkun um
uppbyggingu atvinnulífsins. „Við
viljum ákveða og setja sameigin-
legt markmið með verkalýðshreyf-
Afmæli
MAGNÚS Jochumsson rennismið-
ur, Klettahlíð 12 í Hveragerði, er
sjötugur í dag, 19. október. Hann
og kona hans, Júlía Jónsdóttir,
ætla að taka á móti gestum á
heimili sínu í dag. Afmæliskveðja
til Magnúsar verður birt í blaðinu
á morgun, fimmtudag.
íngunni um uppbyggingu íslenzks
atvinnulífs og ná samkomulagi um
hvernig við getum skipt birgðun-
um af skilningi og réttsýni," sagði
Magnús.
„Baráttan á næstu mánuðum
mun óhjákvæmilega miða að því
að koma í veg fyrir atvinnuleysi í
landinu, aukna verðbólgu og
aukna skuldasöfnun erlendis. Það
er því nauðsynlegt, að aðilar
vinnumarkaðarins geti í samein-
ingu veitt ríkisstjórninni nauð-
synlegt aðhald til að ná þeim
markmiðum, sem þeir setja sér,“
sagði Magnús.
„Einhliða aðgerðir til handa
hinum lægst launuðu hafa alla tíð
farið út í allt launakerfið og
sprengt þannig greiðslugetu at-
vinnuveganna. Það hefur síðan
leitt af sér stóraukna verðbólgu,
sem síðan hefur komið niður á
þeim sem sízt skyldi, þeim lægst
launuðu. það er því nauðsynlegt að
finna einhverjar nýjar leiðir í því
sambandi," sagði Magnús að-
spurður um þá kröfu Verka-
mannasambandsins, að lægstu
laun í landinu skuli ekki vera
lægri en 15.000 krónur miðað við
núverandi verðlag, en vinnuveit-
endur meta þá kröfu upp á 37%.
„Meginmálið er hins vegar, að að-
ilar hefji sameiginlegar viðræður
um nýjar leiðir út úr þeim vanda,
sem við er að glíma í íslenzku
efnahagslífi í dag,“ sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
VSÍ að síðustu.
Höfn í Hornafirði:
Búið að dæla lýsinu
upp úr höfninni
Reyndist vera 14 tonn
BÚIÐ er að dæla lýsi því sem rann
úr flutningaskipinu Þyrli í höfnina á
Höfn í Hornafirði eftir að skipið
rakst utan í svokallaða Hlein, sem
er við innsiglinguna í Hornafirði. 14
tonn af lýsi reyndust hafa lekið úr
tönkum skipsins og tókst að forða
því að mengun hlytist af.
Óhappið varð síðastliðið
fimmtudagskvöld og hefur síðan
verið unnið að því að hefta út-
breiðslu lýsisbrákarinnar og ná
henni upp. Að sögn Friðjóns Guð-
röðarsonar, sýslumanns á Höfn,
tókst að ná öllu lýsinu upp í
gærkvöldi án þess að mengun yrði.
Sagði hann að 50—60 tonnum af
sjóblönduðu lýsi hefði verið dælt
upp. Nú væri búið að skilja sjóinn
frá og hefði lýsið reynst vera 14
tonn. Sagði hann að ekki hefði
orðið skaði af völdum lýsisins og
betur tekist til en á horfðist vegna
þess að síðan óhappið varð, hefði
verið stöðug norðanátt sem haldið
hefði lýsisbrákinni inni í litlum
víkum í höfninni auk þess sem
flotgirðingarnar hefðu verið not-
aðar til að halda henni í skefjum.
Sagði Friðjón að ekki hefði orð-
ið tjón á fuglalífi fjarðarins af
völdum lýsisins og lýsið aðeins á
mjög afmörkuðu svæði í fjörunni.
Sagði Friðjón að ef önnur átt hefði
verið, hefði lýsið verið illviðráð-
anlegt í höfninni og hætt hefði
verið við að það hefði farið í allar
fjörur í friðlandinu sem Ósland
heitir og er innan fjarðar í Horna-
firði og í varpeyjarnar.
Friðjón sagði að þetta sýndi að
nauðsynlegt væri að hafa fíotgirð-
ingar til taks á staðnum til að
grípa til þegar svona óhöpp yrðu
enda skiptu mínúturnar þá máli.
Lýsið er geymt í þró hjá Síldar-
verksmiðjunni á Höfn og sagði
Friðjón að það væri það óhreint að
vafasamt væri að borgaði að
hreinsa það og yrði því líklegast
brennt.
Tveir seldu
ytra í gær
TOGARINN Vigri seldi í Bremer-
haven í gær samtals 223,2 lestir og
fékk hann 5.604.300 krónur fyrir afl-
ann.
Samkvæmt því er meðalverðið
25,11 krónur á kílóið, en aflinn var
að meginstofni til karfi. Þá seldi
Freyja RE í Grimsby í gærmorgun
samtals 59,8 lestir. Fyrir þann
afla fengust 2.026.300 krónur og
samkvæmt því er meðalverð 33,88
krónur á kíló. Afli Freyju var
einkum ýsa og þorskur.
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar:
Frumvarp til laga í stað
lagabálka allt frá árinu 1275
KIRKJUÞINGI íslensku þjóðkirkjunnar var fram haldið í gær. Fjallað var
m.a. um frumvarp til laga sem kirkjulaganefnd hefur unnið að og lagði fyrir
þingið. Ef frumvarpið verður samþykkt falla úr gildi 33 lagabálkar og
réttarreglur, sumt allt frá árinu 1275. Verður frumvarpið lagt fyrir ýmsa
kirkjulega aðila áður en það fær afgreiðslu kirkjuþings til Alþingis.
Frumvarpið felur j sér mikla Þá voru í gær lögð fram drög að
„lagahreinsun" eins og segir í reglum um notkun safnaðarheim-
greinargerðinni, enda eru mörg
gildandi ákvæði til hálfgildings
vansa fyrir kirkjuna. Eru sum t.d.
byggð á konungsboðum og jafnvel
miðuð við lífsaðstæður á söguöld.
Frumvarpið fjallar fyrst og
fremst um presta og prófasta,
stöðu þeirra og starfskjör, en gert
er ráð fyrir bættri starfsaðstöðu
presta. Er m.a. lagt til að prófast-
ar í stærstu prófastsdæmunum fái
sérstaka skrifstofu ti! að sinna
störfum sínum.
ila. Einnig var til umræðu réttur
kirkjunnar á kirkjumunum og
myndverkum. Kom fram á þing-
inu að margir hafa góðar tekjur af
því að selja myndefni af kirkjum
og listaverkum í eigu kirkjunnar
án þess að kirkjan sjálf hafi nokk-
urn ávinning þar af. Einnig kom
fram að ýmsar ferðaskrifstofur
selja skoðunarferðir án þess að
taka nokkurn þátt í þeim kostnaði
sem af hlýst. Séra Jón Einarsson í
Saurbæ lagði til að gerð yrði lög-
fræðileg könnun á því hvernig
verja mætti rétt kirkjunnar í
þessum efnum.
Málefni aldraðra voru einnig til
umræðu. Margrét Jónsdóttir á
Löngumýri, sem stjórnar starfi
fyrir aldraða, lagði til að prentuð
yrði sálmabók með stóru letri
fyrir sjónskerta. Kom fram að
Biblíufélagið hefur ásamt Gísla
Sigurbergssyni lagt drög að slíkri
útgáfu, þó ekki hafi komið til
framkvæmda.
Að lokum var rætt um söfnun-
arsjóði, en fjölmargir sjóðir kirkj-
unnar eru „ávaxtaðir" með lögum
Söfnunarsjóðs íslands. Hefur það
stórlega rýrt fjármagn sjóðanna
og má sem dæmi taka gjöf sem
gefin var árið 1939 að upphæð kr.
1000. Aldrei hefur verið veitt úr
sjóðnum, heldur vöxtum verið
bætt við og er sjóðsupphæðin nú
kr. 400 en væri framreiknuð um
kr. 5000. Þetta kom fram í máli
séra Halldórs Gunnarssonar í
Holti, er hann bar fram tillögu um
að lögum um Söfnunarsjóð íslands
yrði breytt þannig að hægt væri
að ávaxta sjóði með frjálsum
hætti. 146 kirkjulegir sjóðir á veg-
um biskupsembættisins eru nú
bundnir í Söfnunarsióði íslands.
Kirkjuþinginu verður fram
haldið í dag og eru um tíu mál á
dagskrá. __