Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 29 Aðför sjálfstæðismanna að fræðslustjóranum í Reykjavík - eftir Gerði Steinþórsdóttur Á síðasta fundi borgarstjórnar, 6. október, gerði ég að umræðuefni framkvæmd á „tilraunakennslu" 5 ára barna í Álftamýrarskóla sem ég taldi dæmigerða fyrir vinnu- brögð núverandi meirihluta. Á fundi fræðsluráðs tæpum hálfum mánuði áður hafði rri.a. komið fram að formleg heimild lá ekki fyrir frá menntamálaráðu- neyti en Ragnar Júlíusson, skóla- stjóri og fraéðsluráðsmaður, sagð- ist hafa munnlega heimild ráð- herra. í lok ræðu minnar í borgar- stjórn varpaði ég fram spurningu til Ragnars hvort hann hefði núna bréfið frá ráðuneytinu. Ragnar varði sig á stórmannlegan hátt. Hann hefði ekkert bréf fengið en það væri vanrækslu fræðslustjór- ans í Reykjavík að kenna. Van- rækslan átti að vera fólgin í því að hafa ekki fylgt eftir samþykkt um kennslu 5 ára barna þar sem ekki var eining um hana í fræðsluráði. Hér er um yfirvarp að ræða eins og sýnt verður fram á. Formaður fræðsluráðs, Markús Örn Antonsson, tók í sama streng og Ragnar og ásakaði Áslaugu Brynjólfsdóttur fræðslustjóra fyrir það að hafa ekki falið um- sjónarkennara forskóladeildar umsjón með kennslu 5 ára barna. Mér er spurn: Bar fræðslustjóra að gera það meðan engin formleg heimild var fengin fyrir rekstri deildarinnar? Hefði það ekki verið brot í starfi? Tvö ólík mál Nú hefur Markús örn Antons- son ritað grein í Morgunblaðið 13. október þar sem hann leggur út af hluta af svari Áslaugar Brynj- ólfsdóttur í Tímanum 8. okt. Til- efnið var tvö bréf sem hún skrifaði ráðuneytinu og Ragnar Júlíusson hampaði á fundi borgarstjórnar, annað um kennslu 5 ára barna, hitt um blindradeild. Markús telur að svar fræðslu- stjóra sýni að hún fylgi ekki eftir af fullum þunga samþykktum sjálfstæðismanna við ráðuneytið, nema fulltingi alls fræðsluráðs komi til. Reyndar segir Áslaug í viðtalinu — sem er ekki tekið upp UNDANFARIN ir hefur Bifreiðaeft- irlit ríkisins staðið fyrir námskeiðum í Ijósaskoðun bifreiða. Iðnskólinn í Reykjavík hefur einnig um árabil kennt nemum sín- um í verknámsdeild bifvélavirkja Ijósaskoðun. Hefur sú kennsla þró- í grein Markúsar — að hún hafi ítrekað gengið eftir samþykki menntamálaráðuneytis varðandi kennslu 5 ára barna. Staðreyndin er sú að hér er um tvö ólík mál að ræða og vinnuregla núverandi fræðslustjóra engan veginn ný af nálinni i fræðsluráði Reykjavíkur. Blindradeildin var þegar sam- þykkt í ráðuneytinu. Hér var ekki um nýjung að ræða, heldur leitað staðfestingar á flutningi milli skóla og greiðslu ráðuneytis vegna breytinga á húsnæði. Varðandi 5 ára deildina sendi fræðslustjóri tillöguna til ráðuneytisins tveimur dögum eftir samþykkt hennar i fræðsluráði, og má segja að fræðslustjóri hafi brugðist skjótt við. Almenn vinnuregla fræðslu- stjóra er að senda tillögur fræðsluráðs athugasemdalaust til ráðuneytisins, hvort sem þær eru samþykktar samhljóða eða ekki en fylgja þeim síðan eftir í ráðuneytinu. Vil ég taka sem dæmi samhljóða samþykkt í fræðsluráði um III. áfanga Hólabrekkuskóla. Þetta sama vinnulag hafði fyrrverandi fræðslustjóri, Kristján J. Gunn- arsson, þ.e. að senda tillögur fræðsluráðs hlutlaust til ráðu- neytisins, og var hann þó ekki sakaður um vanrækslu í starfi. Vil ég nefna bréf Kristjáns til menntamálaráðuneytis í sept. 1982 um aukið kennslumagn 6 ára barna. Núverandi og fyrrverandi fræðslustjórar hafa haft sama hátt á í samskiptum við ráðuneyt- ið. Nú loks hefur fengist formleg heimild ráðherra „að umrædd kennsla fari fram i tilraunaskyni skólaárið 1983—1984.“ Furðulegt má teljast hversu langan tima það tók hinn dugmikla fræðsluráðs- fulltrúa, Ragnar Júlíusson, að fá skriflegt svar eftir að munnleg heimild var fengin. Þegar haft er í huga að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft menntamálaráðherra í fjóra mánuði vekur tregða ráðu- neytisins þá hugsun að fleira komi til en „vanræksla fræðslustjóra". Getur verið að ráðuneytið hafi ef- ast um ágæti tilraunar sem engin tilraun er? Kjarni málsins er hins vegar sá að sjálfstæðismenn þola enga embættismenn í kringum sig nema þeir séu sjálfstæðismenn. ast þannig að Bifreiðaeftirlitið viður- kennir nú sveinspróf í bifvéiavirkjun sem rétt til Ijósaskoðunar. Að tilstuðlan Bílgreinasam- bandsins og Bifreiðaeftirlits ríkis- ins hafa námskeið í ljósaskoðun fyrir eldri bifvélavirkja og „Sjálfstæöismenn reka Reykjavíkurborg eins og einkafyrirtæki flokksins, en með meiri hörku en áður hefur tíðkast, eins og glögg- lega kemur fram þessa dagana í aðförinni að Áslaugu Brynjólfsdóttur og Björgvini Guð- mundssyni, forstjóra Bæjarútgerðarinnar.“ Þess vegna veitast þeir nú að Ás- laugu Brynjólfsdóttur með lág- kúrulegum hætti. Aldrei fyrr höfðu slík ummæli um embætt- ismann fallið í borgarstjórn. Hefði yfirstjórn verið breytt ... Markús Örn Antonsson telur bréfaskriftir fræðslustjóra og svör í Tímanum besta rökstuðninginn fyrir því að ráðherra staðfesti til- lögur um breytta yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík, en til- lögurnar lágu fyrir í marslok. Bæði Markús Örn og Ragnar Júlí- usson áttu þátt í mótun þeirra og mæltu síðan með þeim í fræðslu- ráði þegar umsagnar ráðsins var leitað! Borgarstjórn samþykkti síðan tillögurnar fyrir sitt leyti þrátt fyrir það að fyrir lá álit virtra lögfræðinga þess efnis að tillögurnar stæðust ekki að lögum. Meirihluti fræðsluráðs skaut sér á bak við þessar tillögur þegar ráðuneytið óskaði eftir umsögn um skipun Áslaugar Brynjólfs- dóttur í embætti fræðslustjóra. Bragi Jósepsson, sem átti aðild að mótun tillagnanna, viðurkenndi að þessi tvö mál væru aðgreind og lét bóka: „Ég tel að fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur gefi ekki tilefni til frestunar á skipun fræðslustjóra í embætti." Nú væri gaman að velta fyrir sér hvernig málið hefði verið af- bifreiðasmiði nú einnig verið flutt inn í Iðnskólann. Verða þau fram- vegis haldin á vegum skólans und- ir handleiðslu bifreiðaeftirlitsins. Fyrsta námskeið Iðnskólans af þessu tagi var haldið laugardag- inn 17. sept. 1983.(Fréttatilkynning.) Geróur Steinþórsdóttir greitt eftir hinu nýja skipulagi. Tillagan hefði komið fram í skóla- nefnd. Þar sem hún hefur kostnað í för með sér sem ríkið greiðir, hefði orðið að vísa henni til fræðsluráðs Reykjavíkurumdæm- is — sem í sitja sömu menn — og fræðslustjóra sem framkvæmda- stjóra þess. Breytingin hefði því ekki einfaldað málið eins og for- maður fræðsluráðs lætur í veðri vaka Dæmalaus undirbún- ingur við kennslu 5 ára barna Formaður fræðsluráðs ræðir í grein sinni um tilteknar aðgerðir „í skólamálum Reykvíkinga sem til nýjunga og framfara horfa" og hefur þá í huga 5 ára deildina I Álftamýrarskóla. Tillaga sjálfstæðismanna um þessa kennslu var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2 í fræðsluráði 28. mars, viku eftir að hún var lögð fram þar. í ljósi eftirleiksins hljómar tillagan eins og hver önn- ur skrýtla. Hún hefst svo: „Fræðsluráð samþykkir að á hausti komanda verði gerð tilraun með skólastarf 5 ára barna í a.m.k. einum af grunnskólum borgarinnar." Orðið tilraun hefur valdið margháttuðum misskiln- ingi. Á síðari stigum hefur for- maður fræðsluráðs talað um nýj- ung og nýbreytni, enda greiðir ráðuneytið almenna kennslu að fullu, en aðeins að hálfu sé um tilraun að ræða. Nýjung er ekki heldur rétt orð því að 5 ára deildir hafa verið starfræktar um árabil í tveimur skólum. Síðan kemur: „Skólatími þessara barna verði hinn sami og í deildum 6 ára barna. Jafnframt felur fræðsluráð nefnd þeirri er fjallað hefur um málefni forskólanema að gera starfsáætlun fyrir þennan hóp nemenda og leggja fyrir til sam- þykktar. Þá felur fræðsluráð skólastjóra Álftamýrarskóla — þar sem gert er ráð fyrir að til- raun þessi fari af stað — umsjón með henni af sinni hálfu.“ Raunin varð sú að nefndin kom aldrei saman og lýsti einn nefndarm- anna því yfir á fræðsluráðsfundi í sept. að hann hefði ekki haft hugmynd um þessa samþykkt. í bréfi úmsjónarkennara forskóla- deildar kemur fram að nota átti námsefni 6 ára deildar fyrir 5 ára börnin, en umsjónarkennarinn hafði neitað. Lokaorð tillögunnar Nemendur á fyrsta Ijósaskoóunarnimskeiði Iðnskólans ásamt kennara og fulltrúum Bifreiðaeftirlitsins, Bílgreina- sambandsins og Iðnskólans. Fyrsta Ijósaskoðunarnámskeið Iðnskólans eru: „Fræðsluráð samþykkir að óska heimildar borgar og ríkis til þessarar tilraunar og jafnframt að ríkið greiði kennslulaun með sama hætti og í deildum 6 ára barna.“ Tillagan hafði aðeins hlot- ið samþykki borgarstjórnar. Framkvæmd þessa máls er því öll með eindæmum. í bókun kennarafulltrúanna þriggja við afgreiðslu málsins í fræðsluráði segir m.a.: „Nefnd sem starfaði á vegum mennta- málaráðuneytisins að úttekt og tillögugerð varðandi forskólastarf hér á landi, komst að þeirri niður- stöðu að vandlega athuguðu máli, að eðlilegt væri að skilja milli grunnskóla og dagvista við 6 ára aldurinn." Undir þessi sjónarmið tóku stjórnir Fósturfélags íslands og Kennarasambands Islands í bréfi til borgarráðs. Athygli vekur að Markús greinir hvergi í grein sinni frá þessu áliti. Á fundi fræðsluráðs í september vísaði ég ásamt Elínu Ólafsdóttur kennarafulltrúa til 74. greinar laga um grunnskóla þar sem fjall- að er um forskóla: „Heimilt er sveitarfélögum að setja á stofn við grunnskóla og undir sömu stjórn forskóla fyrir 6 ára börn, eða 5 og 6 ára börn, enda samþykkir menntamálaráöuneytið starfsáætl- un, húsnæði og annan búnað skól- ans.“ Ragnar Júlíusson lét rita í fundargerð að bókunin bæri „vott um algjört þekkingarleysi"! Var þó aðeins vitnað í ákvæði laga. Ég lét það álit í ljós á borgar- stjórnarfundi að ég teldi fram- kvæmd við undirbúning kennslu 5 ára barna lýsandi dæmi um vinnu- brögð núverandi meirihuta sem hirti ekki um lög né reglur nema honum sýndist svo heldur böðlað- ist áfram í krafti meirihlutavalds. Sjálfstæðismenn reka Reykja- víkurborg eins og einkafyrirtæki flokksins, en með meiri hörku en áður hefur tíðkast, eins og glögg- lega kemur fram þessa dagana í aðförinni að Áslaugu Brynjólfy- dóttur og Björgvini Guðmunds- syni, forstjóra Bæjarútgerðarinn- ar. Gerður Steinþórsdóttir er borgar- fulltnii Framsóknarflokksins í Kejkjarík. Eigum á lager allt milliveggjaefni í húsið og klæðningar í loft og á útveggi. M4Tf VERKSMIÐJULAGER ÁRMÚLA 7 SÍMAR 31600-31700 OPIÐ TIL SJÖ í KVÖLD Vöromarkaðurinn M. EIÐISTORG111 mánudaga — þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.