Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 40
Bítlaædið^Vj HOLUWCODÍ If s § w MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Sjónvarpið: Sex leikir beint? Rjúpnaveiðin fór hægt af stað vegna veðurs Ljóamynd: Snorri Snorrason. Þessar pattaralegu rjúpur töldu hag sínum best borgið með því að halda sig sem næst mannabyggðum á laugardaginn, en þá hófst rjúpnaveiðin á þessu hausti. Rjúpurnar 16 sem á myndinni eru höfðu það náðugt við hesthúsin í Kópavogi á laugardaginn, á meðan rjúpnaskyttur örkuðu um fjöll og firnindi með misjöfnum árangri í norðangarranum um helgina. Almenn 3ja prósentustiga vaxtalækkun ákveðin nk. fóstudag: Vextir hafa lækkað um 10 prósentustig á mánuði BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur, að höfðu samráði við ríkisstjórn og bankaráð, ákveðið lækkun almennra innláns- og út- lánsvaxta frá og með 21. október nk. um 3 prósentustig að meðaltali. Vextir voru lækkaðir um 7 prósentustig 21. september sl. og hafa vextir af óverðtryggðum inn- og útlánum því verið iækkaðir um 10 prósentustig á einum mánuði. PÓSTUR OG sími hefur boðið Sjón- varpinu 35% afslátt af sex leikjum ensku knattspyrnunnar í beinni út- sendingu fram til 1. maí á næsta ári. Jafnframt hefur verið boðið að vilji Sjónvarpið sýna beint meira efni á þessum sama tíma, t.d. Eurovision- söngvakeppnina, verði veittur af því sami afsláttur. Þetta kom fram í samtali blm. Morgunblaðsins við Gústaf Arnar, yfirverkfræðing Pósts og síma. Fyrsti knattspyrnuleikurinn, sem Sjónvarpið sýndi beint um gervi- hnött, fékkst með 20% afslætti af gjaldskrá, af síðari leikjum hefur verið 10% afsláttur. Póstur og simi treystir sér til að veita þenn- an afslátt vegna þess að þessir knattspyrnuleikir verða sendir til Norðurlanda hvort eð er. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði blm. Morgunblaðsins, að fyrir síð- ustu leikina sem sýndir hafa verið, hafi Sjónvarpið borgað um 100 þúsund krónur. Pétur sagði, að Sjónvarpið myndi vafalaust sýna meira af sjónvarpsefni beint um gervihnött ef það væri ódýrara. Þannig borgaði Sjónvarpið t.d. um 300 þúsund krónur á mánuði fyrir daglegan 10 minútna „frétta- pakka" frá útlöndum í gegnum jarðstöðina Skyggni. Gústav Arnar sagði að af frétta- pakkanum fengi Sjónvarpið 42% afslátt frá gjaldskrá evrópskra sjónvarpsstöðva og að gjöld hér væru sambærileg við gjöld annars staðar. Hann gat þess, að Mikla norræna ritsímafélagið fengi eng- an hlut þessa gjalds, það rynni til Pósts og síma hér og þeirra aðila erlendis, sem tækju upp efnið og sendu það í gervihnöttinn. Stefnuræða forsætis- ráðherra í GÆRKVÖLDI fóru fram á Al- þingi umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Umræður þess- ar snerust fyrst og fremst um efnahagsmál. Stefnuræða Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra er birt í heild í Morgun- blaðinu í dag á bls. 26, 27 og 28. Þessi vaxtalækkun er fram- hald þeirrar stefnu að aðlaga vexti lækkandi verðbólgustigi í áföngum, að því er segir í frétt frá Seðlabankanum. Þar segir ennfremur, að flest bendi til þess, að verðlagsspár það sem eftir er ársins, muni í aðalatrið- um rætast, þannig að verðbólgu- hraðinn verði á síðustu mánuð- um ársins um eða innan við 30% miðað við heilt ár. „Hins vegar munu verðbreyt- ingar verða mjög mismunandi frá einum mánuði til annars. Til dæmis mun hækkun lánskjara- vísitölu, sem auglýst verður síð- ar í þessum mánuði, væntanlega verða„nokkru meiri en í síðast- liðnum mánuði," segir ennfrem- ur. Bjarni Bragi Jónsson, hag- fræðingur Seðlabankans, segir í samtali við Morgunblaðið, að hækkunin verði væntanlega í námunda við 3,1 %, sem jafngild- ir um 44,3% ávöxtun. Engin breyting verður gerð á vöxtum af endurkaupanlegum lánum út á afurðir fyrir innlend- an markað, að þessu sinni, þar sem að því er stefnt að jafna mun á vaxtakjörum þessara lána og annarra óverðtryggðra lána til atvinnurekstrar, en vextir af þessum afurðalánum eru nú 29%, en af gengisbundnum af- urðalánum eru reiknaðir 9Vi% vextir, eins og skýrt hefur verið frá. Eftir vaxtalækkunina á föstu- dag munu vextir af almennum sparisjóðsbókum verða 32%, en voru 35%. Vextir af 3ja mánaða uppsagnarreikningum verða 34%, en voru 37% fyrir hækkun. Ef um 12 mánaða uppsagnar- reikninga er að ræða verða vext- ir 36%, en voru 39%. Vextir af víxillánum verða 30,5%, en voru 33%. Vextir af skuldabréfalán- um verða 37%, en voru 40%. Eftir póstþjófnaðinn: Reglum verdi fylgt „REGLUNUM verður ekki breytt, en það er hins vegar verið að athuga þessi mál og það verður gengið eftir því að farið verði eftir þeim reglum sem í gildi eru um meðferð pósts og póstflutninga,“ sagði Rafn Júlíus- son, póstmálafulltrúi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður um hugsanlegar aðgerðir í kjölfar póstþjófnaðarins á dögunum. „Meðal þess sem við leggjum áherslu á,“ sagði Rafn, „er að póst- ur sé aldrei afhentur flytjanda fyrr en rétt áður en flytja á hann, og að jafnan sé kvittað fyrir mót- töku á pósti. Póstinn á að sjálf- sögðu undir öllum kringumstæð- um að geyma innanhúss, og við flutning eða tilfærslur á hann alltaf að vera í augsýn þeirra sem við póstinn eru að vinna." Lánsfjáráætlun: Dregið úr erlendum lán- tökum um nær 2 milljarða NIÐURSTÖÐUTALA lánsfjáráætlunar fyrir árið 1984 er tæpir 7 milljarð- ar króna, en lánsfjáráætlun verður lögð fyrir þingflokka í dag og stefnt að því að ganga frá henni í ríkisstjórn í fyrramálið, þannig að hún geti legið fyrir strax eftir helgi. Fjármálaráðherra mun samkvæmt heimildum Mbl. halda fjárlagaræðu sína á þriðjudag eða fimmtudag í næstu viku. Með lánsfjáráætluninni er dregið úr erlendura lántökum frá árinu í ár um sem svarar nær 2 milljörðum króna miðað við sama verðlag. Heildarskuldum þjóðarbúsins af þjóðarframleiðslu og næst það erlendis verður samkvæmt láns- markmið með því að taka ekki fjáráætlun haldið innan við 60% meira en 4,5 milljarða kr. í nýj- um erlendum lánum á næsta ári. Þess sem á vantar, eða um 2,5 milljarða kr., verður aflað með innlendum lánum hjá lífeyris- sjóðunum, skuldabréfasölu o.fl. Með lánsfjáráætluninni er verið að draga úr erlendum lántökum frá árinu í ár sem svarar nærri 2 milljörðum kr. miðað við sama verðlag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.