Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 1
fllJfoÉog í Tímanum kemör dagiega fyrir augu í 80—100 þúsund lesenda. I *______________________________ Gerizt áskrifendur að Tímanum Hringið í sima 12323. Heitt vatn fyrir Reykja- víkurborg! MB-Reykjavík, föstudag. Eins og áður hefur verið sagt frá í Tímanum eru nú hafnar tilraunaboranir á Nesjavöllum í Grafningi en Reykjavíkurborg hefur keypt þá jörð vegna jarð- hitahlunninda og mun ætl unin að fá þar heitt vatn í framtíðinni til eflingar Hitaveitu Reykjavíkur. Fyrsta borholan á Nesja- völlum gaus dag. Fyrirsjáanlegt er talið, að auka þurfi mjög á næstunni við heita vatnið fyrir Reykja- vik og vegna þess eru nú hafn- ar boranir á Nesjavöllum, en sú jörð Iiggur norðaustan und ir Heniglinum og á jarðhita- svæði hans. í dag kom gufugos úr fyrstu holunni, sem er að- eins 137 metra djúp. feletfur Jónsson verkfræð- Framhald á bls 14 Gufugos úr fyrstu borholunni, sem boruS hefur veriS á Nesja- völlum aS þessu sinni. Þetta er IftiS gos, en gufan allhelt. Von andl finnst nægilegt heltt vatn á Nesjavöllum til þess aS unnt verSI aS nýta þaS fyrlr Hita. veitu Reykjavíkur. Tímam. Þ.H. KAUPMENN VILJA FA 23% HÆRRIÁLAGN- INGU Á KARTÖFLUM FB-Reykjavík, föstudag. Neytendum til mikilla óþæginda hafa ekki verið seldar kartöflur í matvöruverzlunum að undanförnu, og virðist ekkert útlit vera fyrir að þær verði seldar þar í náinni framtíð. Á fundi, sem fulltrúar Kaupmannasamtaka íslands héldu með blaðamönnum í dag, sögðu þeir, að sala á kartöflum yrði ekki tekin upp aftur fyrr en leyfð hefði verið hærri smásöluálagning en nú er leyfð, samkvæmt ákvörðun sex- mannanefndarinnar svoköUuðu, sem ákveður verð á landbúnaðar- afurðum. Núverandi álagning er um 11%, en kaupmenn telja, að til þess að hægt sé að standa und- ir dreifingarkostnaði matvara þurfi meðal álagningin að vera um 34%. Kaupmenn skýrðu blaðamönn- um svo frá, að 10. þessa mánaðar hefði stjórn KÍ farið fram á það við verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða, að fá viðræðufund með nefndinni til þess að ræða um verðlagningu landbúnaðarvara og kynna nefndinni helztu sjónarmið helztu smásöludreifingaraðila. Á fundi nefndarinnar var málaleitun- inni synjað. Samkvæmt upplýsingum kaup- manna í dag er meðalverzlunar- kostnaður í matvöruverzlun frá 22% til 25%, en það jafngildir að meðalálagning á innkaupsverð sé ca. 34%. Heimiluð álagning á land búnaðarvörur er öll fyrir neðan þetta og tóku kaupmenn sem dæmi Framhald á 14. síðu r mAlaferli HAND- RITAMALINÖ HAFIN ÍSL. SKIP BREZKRI LANDHELGI TK-Reykjavík, föstudag. Málgagn brezkra togara- eigenda „Fishing News“ skýrir frá því 6. ágúst, að brezkir sjómenn hafi orðið mjög argir vegna síldveiða íslenzkra skipa innan 12 mílna fiskveiðimarkanna við Shetlandseyjar! Skýrir blað ið frá því, að 4 skozk síld- veiðiskip hafi kært í gegn- um talstöð veiðar íslenzks síldveiðiskips innan 12 mílna markanna. Beitiskip- ið Norna hefði verið beðið um að taka hið íslenzka skip en af einhverjum ástæðum hefði ekki af því orðið. — Þykir ýmsum týra og sem endaskipti hafi orðið á hlut unum, þegar Bretar eru farnir að kvarta undan veið um íslenzkra skipa innan 12 mílna fiskveiðimark- anna við Bretland! Aðils, Kaupmannahöfn, föstudag. Réttarhöld vegna handritamálsins hófust í Eystra landsrétti í Kaup mannahöfn kl. 9.30 í morgun. G. L. Christrup, hæstarréttarlögmaður, sem flytur málið fyir hönd stjórnar Árnasafns lagði fram stofnu í málinu gegn Menntamálaráðuneytinu, þar sem þess er krafizt, að ráðuneytið viðurkenni, að lögin um afhendingu handritanna séu ólögleg. Christrup, hæstaréttarlögmaður, byggir stefnuna á því, að lögin séu ómerk, þar eð um sé að ræða nauðungarafhendingu handrita og eigna einkastofnunar, án þess að skilyrðum stjórnarskrárinnar fyr- ir slíkri skerðingu eignaréttarins sé fullnægt. Christrup leggur áherzlu á, að sú sundurlimun safnsins, sem gert er ráð fyrir í lögunum, sé búin til í þeim til- gangi að mynda réttarlegan grund völl afhendingarinnar. f stefnunni ægir, að raunverulegar aðstæður en ekki tilbúnar skipti einar máli. Raldið er fram, að gjöf Árna Magnússonar (Árnasafn) sé sjálfs eignarstofnun, sem njóti venju- legrar réttarverndar gegn ásókn í lausafé og aðrar eignir hennar. Framkvæmd laganna þýði það, að safnið sé neytt til þess að láta af hendi fé og aðrar eignir. Paul Schmidt, hæstaréttarlög- maður, lagði fram varnarskjal ráðuneytisins, þar sem farið er fram á sýknu. Segir þar meðal annars, að Ámasafn sé opinber stofnun og undir stjórn hins opin bera. Hin umræddu skjöl og hand- rit hafi á sínum tíma verið afhent Hafnarháskóla af Árna Magnús- syni og konu hans. Safnið sé tengt Hafnarháskóla, sem er ekki skilinn frá ríkinu sem réttaraðili og sé því Árnasafn í mörgu frá- brugðið sem stofnun einkastofnun um. Þá megi einnig benda á, að safnið (stofnunin) eigi ekki neinn einkarétt á notkun og rannsókn handritanna og engan lagalegan rétt á umráðum yfir þeim. Sama máli gegni um fjármuni safns- ins, og ekki sé hægt að nota þá til þess að greiða skuldir þess né Hafnarháskóla. Skipting safnsins í tvo hluta, og flutningur annars hlutans til íslands, heyrir ekki undir 73. grein stjórnarskrárinn- ar um værndun eignaréttarins, og er því ekki um að ræða afsal sam kvæmt ákvæðum. stjórnarskrár- innar. Rétturinn yfir eignum safnsins er réttur óákveðins hóps manna til rannsóknar á handrit- unum og njóti þeir fjárhagsstuðn- ings af fé safnsins til þess. Sam- kvæmt lögunum verður engin breyting á því. Enda þótt skipt- ing og brottflutningur hluta safns- ins kunni að heyra undir eignarnámslögin, breytir það engu um lagagildi hinna samþykktu iaga. Ekki er heldur hægt að vé- fengja gildi þeirra með því að höfða til þess, að almannaheill krefjist þeirra ekki og safnið hafi ekki orðið fyrir tjóni, sem bætt verði með skaðabótum. Réttarhöldin í dag stóðu aðeins í tvær mínútur og kom það við- stöddum blaðamönnum mjög á óvart. Einn áheyrandi var við- staddur, Viggo Starcke, fyrrver- andi ráðherra, auk blaðamanna. Næst verður málið tekið fyrir 17. september og er búizt við, að upp úr því komist skriður á mál- ið og verði það jafnvel afgreitt úr Eystra landsrétti fyrir nýár. SKOTIÐ A SUNNUDAG MB—Reykjavík, föstudag. Ákveðið hefur nú verið að frönsku vísindamennirnir á Skóga sandi skjóti fyrri eldflaug sinni á sunnudagskvöld, en ekki á mánu dagskvöld, eins og áður hafði ver ið ákveðið. Mun eldflauginní verða skotið upp úr klukkan 23 á sunnudag. Víðtækar varúðar- ráðstafanir verða gerðar eins og fyrr hefur verið frá skýrt, bæði í lofti, á landi og sjó. Flugvélar munu fljúga yfir hættusvæðið, áð ur en skotið ríður af og varðskip verður á hafinu suður undan til þess að fylgjast með sklpaferð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.