Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. ágúst 1965 TIMINN 7 Kvöldsýning hjá Edinborgarkastala. Edinborgarhátíðin hefst á morgun Edinborgarhátíðin, stærsta al- þjóðlega listahátíð álfunnar, verð ur sett á morgun og stendur yfir næstu þrjár vikurnar, eða til 11. september, og verða þar á boð- stólum frá morgni til kvölds leik sýningar, tónleikar, óperusýning- ar, skemmtanir og myndlistar- og danssýningar með listamönnum frá mörgum löndum. Af leiksýningum má nefna Macbeth eftir Shakespeare, You never can tell eftir Bernard Shaw, The Amen Corner eftir ameríska negrarithöfundinn James Bald- win, The Man from Thermopylae eftir Ada Kay, og I due Gemelli Veneziani eftir .Goldoni, sem flutt verður á ítölsku. Óperurnar Don Giovanni og Cosi fan tutte eftir Mozart, Albert Herring eftir Benjamin Britten, La Pescatrici eftir Haydn, Intermezzo eftir Rich ard Strauss. Hljómsveitir koma frá Frakklandi, Þýzkalandi, Hol- landi, Ungverjalandi og Bretlandi. Af einleikurum má nefna Claudio Arrau píanóleikara frá Chile, og Ogdon frá Englandi, fiðluleikar ana Szymon Goldberg, Henryk Szeryng, og Wanda Wilkomirska, bassasöngvarann Hans Hotter, hljómsveitarstjórana Carlo Maria Guilini, Sir John Barbirolli, Pierre Boulez. Stærstu myndlist arsýningarnar verða á verkum franska málarans Corot og sögu- legir listmunir frá Rúmeníu. Af skemmtikröftum má t. d. nefna Marlene Dietrich. Og er þá margt ótalið. Hópferð fer héðan á mánudag til Edinborgar á vegum ferðaskrif stofunnar Sunnu, fararstjóri Gunn ar Eyjólfsson leikari. Lokað í dag vegna jarðarfarar Guðmundar Ásmundssonar, hæstarétfarlögmanns. Vinnuveitendasamband íslands. TIL SÖLU Reo-Studebaker (frá setuliðinu) með Henzel-dies- elvél og sturtur. Samskonai- bíll í varahluti getur fylgt. Til greina koma skipti á 6—7 t. vörubíl. Tilboð sendist afgreiðslu Tímans merkt „Reo- Studebaker“. LEIÐRETTING Undanfarið hafa birzt eftir mig nokkrar vísur í blaði yðar, en því miður er þar ekki alveg rétt með farið. Vil ég nú vinsamlega biðja yður að taka eftirfarandi leiðrétt ingar til greina. í blaðinu sunnudaginn 8. ágúst er vísa, sem á að vera þannig: Þegar glettin bölsins brek byrgja þétt að vonum, fótaléttan fák ég tek og fæ mér sprett á honum. í blaði sunnudaginn 15. ágúst á að vera svona: Á nú hjartað unaðshreim, ekki margt um tárin, gaf mér bjartan betri heim, blessaður svarti klárinn. Með vinsemd og virðingu, Björn S. Blöndal. VÍETNAM Framhald af 5. síðu anförnu eflzt alltof mikið til þess, að valdhafamir í Hanoi geti notfært sér mannafla á sama hátt og Kínverjar gerðu í Kóreu-styrjöldinni. 5. ÞÁTTTAKA KÍNVERJA Ef til þess kemur, að Kínverj ar taki að efla herstyrk í Norður-Víetnam, ykju Banda ríkjamenn efalaust loftárásir sínar í norðri og kynnu einnig að grípa til fleíri aðgerða, svo sem hernáms Hainan-eyjar, sem tilheyrir Kína. En vegna fjarlægðar er ósennilegt að Kínverjar geti hafið beina Þátt töku í aðgerðum í Víetnam nema með tímafrekum og aug ljósum undirbúningi. Ýmislegt bendir til, að bæði Víetcong og hersveitir Norður- Víetnama, sem taka þátt í bar dögum, þykist finna til auk ins og iUþolandi þunga í gagn aðgerðum. Svo er að sjá, sem skærulíðasveitum á ósasvæð inu hafi fyrir skömmu verið beitt til þess að draga banda riskar hersveitir burt frá mið hálendinu, og manntjón skæru liða er sagt hafa numið um þremur þúsundum í júlí. Tákn rænt er einnig, að Víet Cong háði um 80 orrustur í júní, en í júlí urðu þær ekki nema 46. Tæki hernaðarmáttur Viet Cong að réna að mun kynni til þess að koma, að valdamenn í Hanoi teldu sig tilneydda að grípa til örþrifaaðgerða- Að öðrum kosti yrðí stjómin í Norður-Víetnam ef til vill að játa, að árangur stefnu hennar væri þveröfugur við það, sem til var ætlazt. Hún hefði sennilega getað náð mjög hag stæðu samkomulagi fyrir einu ári. En nú er hvergi nærri öruggt, að sú yrði raunin. (Lausl. þýtt úr The Economist) GARÐAHREPPUR Gæzluvöllur í Silfurtúni tekur til starfa mánudag- inn 23. ágúst. Opið alla virka daga kl. 9—12 f.h. og 2—5 e.h. nema laugardaga 9—12. Sveitarstjórinn í Garðahreppi. Kennarastaða Kennara vantar að barna- og unglingaskóla Seyð- isfjarðar. — Handavinnukennsla stúlkna nauð- synleg. Fræðsluráð Seyðisf jarðar. Héraðslæknisembættið í Raufarhafnarhéraði er laust til umsóknar. — Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna og staðaruppbót samkvæmt 6. gr. læknaskipunar- laga nr- 43/1965. — Umsóknarfrestur til 20. september n.k. — Veitist frá 1. október n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 20. ágúst 1965. Héraðslæknisembættið í Kópaskershéraði er laust til umsóknar. — Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna og staðaruppbót samkvæmt 6. grein læknaskipunar- laga nr. 43/1965. — Umsóknarfrestur til 20. september n.k. — Veitist frá 1. október n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 20. ágúst 1965. Fulltrúastarf í skrifstofu Veðurstofu íslands er laust til umsókn- ar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Veðurstofu íslands í Sjómannaskólanum sem fyrst. Veðurstofa íslands. JÖRD Vil kaupa jörð. Þarf að hafa góð skilyrði til kart- öfluræktar. Einhver hlunnindi æskileg. Tilboð sendist blaðinu, merkt „Garðrækt“. Daglegar FERÐIR TIL GLASG0W <P FLUGFÉLAG KAPPREIÐAR HARÐAR Hestamannafélagið HÖRÐUR heldur hinar árlegu kappreiðar á skeiðvelli félagsins við Arnarhraun á Kjalarnesi sunnudaginn 22. ágúst kl. 14.30. Stórkostlegustu kappreiðar ársins og jafnframt þaer síðustu. Hestamenn og aðrir! Fjölmennið. að Arnarhrauni til að sjá fljótustu hesta landsins keppa í 400 metra hlaupinu. VERÐUR SETT ÍSLANDSMET? Aðgangseyrir kr. 50 fyrir fulorðna, kr. 25 fyrir börn, ókeypis fyrir börn tíu ára og yngri. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.