Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 21. ágúst 1965 Franskur belgur yfir Reykjavík KJ—Reykjavik, föstudag. Það voru vist margir sem brutu heílann um „stjörnuna“ sem sást í SV frá Reykjavík og ná- grenni í kvöld, og eflaust hefur hún sézt víðar að. Veðurstofan hafði víst fengið nokkrar upp- hringinganir varðandi þessa ,,stjömu“, því þegar hringt var héðan frá Tímanum og þeir spurð ir um hvort þeir væru ekkí stjörnufróðir menn þar á Veður 50 pör af nælon- sokkom í kvöld stofunni var um hæl svarað og líka vindbelgjafróðir. ,,Stjaman“ sem svo margir sáu og brutu heilann um var sem sé franskur veðurathugunarbelgur í á að giska 16 kílómetra hæð 22 mílur SV tfrá Keflavíkurflugvelli. Glóði hann þama eins og stjarna, svo von var að mörgum yrði það á á í fyrstu að halda að hér væri á ferðinni stjarna. Hjón slasast á Vopnafjarðarvegi SÁRALÍTIL SÍLDVEIÐI MB-Reykjavík, föstudag. Síldveiðin er enn sáraMtil en veður á miðunum hér við land er nú orðið gott. Frá því klukkan 7 á fimmtudagsmorgun til klukk- an 7 í morgun fengu 19 skip 6.900 mál og tunnur við Jan May- en og í Reyðarfjarðardýpi. Öll veiðiskipin, sem em hér við land, era nú í Reyðarfjarðardýpinu, en við Jan Mayen era allmöng skip. Skipin, sem voru við Bjamarey, eru á heimleið, eins og áður hef- ur verið sagt frá, og halda þau ýmist til Jan Mayen eða á miðin út af Austfjörðum. í dag hefur sama og engin veiði verið, síldar- ieitinni á Dalatanga var kunnugt um að fjögur skip hefðu fengið einhvem afla, en vissi ekki hve mikill hann var. Eins og fyrr seg- ir var þá gott veður út af Aust- fjörðum, þar sem skipin vora, en eitthvað mun hafa verið farið að kalda nyrðra. TK—Reykjavík, föstudag. f þætti Tage Ammendrups „Á sumarkvöldi“ í útvarpinu annað kvöld, laugardagskvöld, verður nýr liður: Spurningaþáttur. Sex spurningar verða lagðar fyrir út- varpshlustendur úr bókmenntum, tónlist, sögu o.s.frv. Sá, sem fyrst ur verður að hringja rétta svar- ið fær í verðlaun 50 pör af nælon sokkum frá Evu á Akranesi. EIMSKIP Framhald af 2. síðu hleðslu, beint til ákvörðunarstað- ar. í stórum dráttum er fyrirhugað að haga flutningum svo sem hér segir: Bretland: „Mánafoss" lestar í Hull á þriggja vikna fresti til „aðalhafna" á íslandi, án um- hleðslu. Skip frá Leith og London lesta aðeins til Reykjavíkur. Inn- flytjendur þurfa því að beina vör- um frá Bretlandi, sem flytja á til hafna á ströndinni um Hull, þar sem vörur frá Leith og London verða aðeins teknar á farmskír- teini til Reykjavíkur. Antwerpen: „Mánafoss" lestar á þessari höfn á þriggja vikna fresti til „aðalhafna" á fslandi. Hamborg og Rotterdam: „Fjall- foss lestar í Hamborg og Rotter- dam á þriggja vikna fresti til „að- alhafna". Eystrasaltshafnir, Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Kristiansand: „Skógafoss" og/eða annað skip lestar á „aðalhafnir" með u. þ. b. fimm vikna millibili. New York: Fyrst um sinn mun vörum frá Ameríku alla jafna umhlaðið í Reykjavík, en þrátt fyrir það gildir sama fyrirkomu- lag að því er snertir flutnings- gjöld til „aðalhafna" annars vegar og aukahafna hins vegar, eins og frá Evrópu. Frá byrjun október mun þó „Tungufoss“ lesta vörur í New York til aðalhafna með u. þ. b. fimm—sex vikna millibili. Innflytjendur úti á landi, sem kynnu að óska eftir að fá vörur fluttar til landsins með þeim skip um, sem eingöngu losa í Reykja- vík, eiga þess kost að fá vörurnar fluttar áfram á toll-umhleðslu- bréfi, og greiða þeir þá auk flutn ingsgjaldsins uppskipun og vöru- gjald í Reykjavík, svo og útskipun og strandferðaflutningsgjald, ef varan fer áfram með skipi, eða flutningsgjald með bifreið, ef var- an fer þannig áfram. Eftir hinu breytta fyrirkomuv lagi verða skipsferðir, „Fjallfoss" og „Mánafoss" frá meginlandi Evrópu og Bretlandi á 3ja vikna fresti til „aðalhafna" á fslandi og aukahafna samkvæmt sérstöku samkomulagi hverju sinni, þannig að vörar frá þessum löndum verða komnar til ákvörðunarhafnar 10— 14 dögum eftir að skipin láta úr höfnum erlendis. GÓ—-Akureyri, föstudag. Klukkan hálf eitt í dag varð bifreiðaárekstur á Vopnafjarðar vegi, rúmlega 6 kílómetra frá vegamótum Austurlandsvegar. Bíll frá Akureyri og bíll frá Ólafsfirði rákust á með þeim afleiðingum, að hjónín HaRdóí Kristinsson og Hulda Iíelgadóttir, sem voru í Ólafsfjarðarbílnum slösuðust nokkuð. Tryggvi Helga son sótti þau á sjúkraflugvél á flugvöllinn við Jökulsárbrú og voru þau flutt í sjúkrahúsið á Akureyri. Kvenfélagasamband stofnað á Snæfellsnesi Stofnfundúr Kvenfélágasam- bands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu var haldinn í Grundar- firði 18. júlí. í kvenfélagasam- bandinu eru öll kvenfélög í sýsl unni, 11 að tölu. Aðalmarkmið sambandsins er að vinna að auknu samstarfi kvenna innan sýslunnar og stuðla með því að framförum í félags- og menningarmálum. Stjórn sambandsins skipa: Rósa Björk þorbjarnardóttir, Söðulsholti, formaður, Áslaug Sigurðardóttir, Grundarfirði, rit ari, Björg Finnbogadóttir, Ólafs vík, gjaldkeri Varastjórn skipa: Ingveldur Sigurðardóttir, Stykkishólmi, Jó hanna Vigfúsdóttir, Hellissandi, Kristjana Hannesdóttir, Stykkis- hólmi. VÍSITALAN 172 STIG EJ—Reykjavík. föstudag. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun ágúst 1965, og reyndíst hún vera 172 stig eða einu stigi hærri en í júlíbyrjun s. I. Vísitala vöru og þjónustu var aftur á móti 196 stig 1. ágúst, en var 194 stig 1. júlí, og lvefur því hækk að um tvö stig. Kauplagsnefnd hefur einnig reiknað kaupgrelðsluvísitölu eftir vísitölu framfærslukóstnaðar í ágústbyrjun 1965, og reyndist hún vera 171 stig. Samkvæmt lögum á að greiða verðlagsuppbót, sem svarar 0,61% af launum og öðrum vísitölubundnum greiðslum fyrir hvert stig, sem kaupgreiðsluvísi tala hvers þriggja mánaða tíma bils er hærrí en vísitala 163 stig. Samkvæmt því skal á tímabibnu 1. september til 30. nóvember 1965 greiða 4.88% verðlagsupp bót á laun og aðrar vísitölubundn ar greiðslur. Verðlagsuppbótin miðast að sjálfsögðu við grunn laun og aðrar grunngreiðslur. 4 slasast í Reykjavík KJ-Reykjavík, föstudag. í dag slösuðust fjórir í umferð- arslysum í Reykjavík, en enginn mun þó hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Þrír slösuðust er Skodabíll valt á SV-enda Sólarlagsbrautar, en beygja er þar á götunni. Stakkst bíllinn fram af allháum kanti og lenti á hvolfi. Þrír farþegar vora í bílnum auk réttindalauss öku- manns. Tvær stúlkur, sem sátu í aftursæti bílsins, slösuðust, auk ökumannsins, er hlaut meiðsli á höfði. Eigandi og umráðamaður bílsins sat við hlið ökumannsins, og er hann aðeins sextán ára gam all, en samt bíleigandi. Hitt umferðarslysið varð á Hofs j vallagötu rétt við Nesveg, er fimm ára drengur hljóp út á gang brautina í veg fyrir bíl, sem kom á 50—60 km. hraða eftir götunni. Slapp drengurinn furðanlega lítið slasaður, eða með skurð á hendi eftir aðra framlukt bílsins, sem brotnaði. AREKSTUR A AKUREYRI ! ÁK-Akureyri, föstudag. — Harður | bifreiðaárekstur varð á horni ! Strandgötu og Geislagötu um sjö- ! ieytið í kvöld. Volkswagen-bifreið, ;sem kom austur Strandgötu og 14 i manna trukkur, sem kom Geisla- j götuna, rákust á. Er minni bíll- ! inn talinn ónýtur. Meiðsli á mönn ! um voru smávægileg, jNemendamót Sam- | vinnuskólans |28< - 29. ágúst j F,J—Reykjavík, föstudag. Nemendamót Nemendasam- bands Samvinnuskólans verður haldið að Bifröst helgina 28. — I 29. ágúst n. k. Ekið verður frá BSÍ kl. 1.30 á laugardag og komið að Bifröst um kl. 5.30. Þá um kvöldið verð ur haldin kvöldvaka, en að henni lokinni dansleikur og leika hinir vinsælu Straumar úr Borgarnesi. Á sunnudaginn verður aðalfu.nd ur NSS haldinn og síðan mun Jóhannes skáld úr Kötlum flytja erindi, sem hann nefnir ,,SkáId ið og maðurinn“. Mótinu líkur Þá um daginn. Þátttaka tilkynnist til Ólafs- Ottóssonar c. o Samvinnubankinn, Andresar Bergmann c/o Völund ur eða Jóhanns Ólafssonar c/o Skipadeild SÍS- Þeir munu auk þess veila allar upplýsingar um mótið. Sæmilegt veður var á síldar- miðunum s.l. sólarhring. Lítils háttar veiði var á tveimur veiði- svæðum, við Jan Mayen og í Reyð arfjarðardýpi. Samtals 19 skip með 6.900 mál og tunnur. Raufarihöfn: Víðir II GK 450 mál, Dagfari ÞH 500, Framnes IS 800, Ól. Friðbertsson IS 200, Keflvíkingur KE 150, Ól. Magnús son EA 400. Dalatangi: Margrét SI 800 tn. Amar RE 500, Engey RE 500, Sólfari AK 100, Sæúlfur BA 400, Helga RE 100, Gunnar SU 100, Reykjanes GK 350, Ásbjörn RE 300, Rifsnes RE 100, Ingiber Ólafs son II GK 400, Hrafn Sveinbjarn arson III GK 650 og Oddgeir ÞH 100 mál. MOSKÓVITS Framhald af 2. síðu samhæfðir. Bökin má leggja niður í þessari nýju gerð, eins og þeim eldri, svo hægt er að sofa í bílnum. Bíllinn er rúm- góður að innan, og sama er að segja um farangursgeymsl una. Hægt er að fá þennan nýja Moskvitch af ,,statíon“ gerð, og veitir umboðið, Bif- reiðar og landbúnaðarvélar allar upplýsingar um báðar gerðimar. Myndin hér að ofan var tekin af einum sýningar bílnum að Suðurlandsbraut 14. FLUGDAGUR Framhald af 16. síðu. landhelgisgæzlunnar sýnir flug- hæfni og JEC-121 gerir lágt aðflug. Þá mun D.H. Heron vél Flugsýnar sýna lágt aðflug og Sverrir Jóns son flugstjóri mun jafnframt fljúga vélinni yfir vöUinn á aðeins tveim hreyflum. Þá verður að venju björgunarsýning og eínnig listflug á vélflugu og svifflugu. Að flugsýningunni lokinni, eða um kl. 4.30 fer fram á Valsvellin um knattspyrnuleikur milli starfs manna Loftleiða og Flugfélags ís lands. Dómari verður Haukur Óskarsson en línuverðir Albert Guðmundsson og Valur Benedíkts son. Keppt verður í fyrsta sinn um Flugvirkjabikarinn, sem Flug virkjafélag íslands gefur.-Til þess að vinna bikar þennan til eignar, þarf að vinna hann annað hvort þrisvar í röð eða fimm sinnum al’-s. Um kvöldið verður síðan skemmtun í Súlnasal Hótel Sögu, og verður flugvirkjabikarinn þar afhentur. Dansað verður til kl. 1 eftir miðnætti. Merki dagsins verður selt og gildir það sem aðgöngumiði á flugsýninguna. Kostar það 25 kr. fyrir fullorðna og 10 kr. fyrir börn. Sölubörn fá venjideg sölu laun, og Þau 20 börn, sem flest merki selja, fá að auki ókeypis hringflug á eftir. Flugbjörgunar sveitin mun sjá um merkjasöluna og einnig sér hún um veitingar úti á flugvelli. HÉRAÐSMÓT Framhald af 16. síðu þingismennirnir Björn Pálsson og Ólafur Jóhannesson, varaform. Framsóknarfl. Til skemtunar verður „Ónefnda tríóið", þ.e. Áshildur Emilsdóttir Björg Ingadóttir og Jón Sigurðs son. Þá syngja þeir Jóhann Kon ráðsson og Kristinn Þorsteinsson með undirleik Áskells Jónssonar. Hinir vinsælu Gautar leika og syngja fyrir dansi. VILJA 23% Framhald af bls. 1 smásöluálagningu á smjöri, sem mun vera 12,2%. Álagning á 45% brauðosta selda í heilum eða hálf- um stykkjum er álagningin 6,6% en 5,3% á 30% osta. Séu. fyrr- nefndir ostar seldir í smástykkj- um, sem vigtuð era og innpökkuð í verzlununum er álagningin hins vegar 27,9% á 45% ost. Áttatju prósent allra vara, sem seldar eru í matvöruverzlunum eru háðar verðlagsákvæðum. Sæl- gæti má selja með 50% álagningu, en það sögðu kaupmenn, að varla væri hægt að reikna með í þess- um útreikningum, þar sem mjög lítið er nú selt af sælgæti tiltölu- lega í matvöruverzlunum síðan söluturnar urðu jafn algengir og nú er hér í borginni og annars staðar. Sem dæmi um álagningu á matvöram, sem ekki heyra und ir verðlagsnefnd - landbúnaðaraf- urða heldur verðlagsstjóra, nefndu kaupmenn smjörlíki 14,5%, kaffi 18%, kornvörur, hveiti og sykur og þess konar 27%, tóbak 20% og pakka- og dósamatur 35%. Aðspurðir sögðu kaupmenn, að þau 20% vara, sem ekki heyra undir verðlagsákvæði gætu ekki borið mismuninn á hinni lágu smá söluálagningu, sem er nú á land- búnaðarvörum og mörgum öðrum vörutegundum og þeirrar álagn- ingar, sem þeir telja sig þurfa að fá til þess að geta staðið undir dreifingarkostnaðinum í verzlun- um sínum. Nýtt grænmeti, nýir og niðursoðnir ávextir og kex og brauðvörur, eru ekki háðar verð- lagsákvæðum, og ekki sögðust þeir vita um verzlanir, þar sem þessar vörategundir væra seldar með meira en 36—40% álagningu Þá sögðu fulltrúar KÍ, að me9 kjaradómi verzlunarmanna, sert» tók gildi frá og með 1. okt. 1963, hækkuðu allir taxtar verzlunaiv manna um tæplega 50%, síðan hafa átt sér stað launahækkanir, sem nema um það bil 17,2%. Auk þess hefur allur reksturskostnaður verzlana hækkað verulega að und anförnu. Á sama tíma hefur álagn ing á landbúnaðarvörum staðið í stað. Stjórn KÍ hefur samþykkt að beina þeim tiimælum til hæst- virtrar ríkisstjórnar íslands, að hún beiti sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að samtökum dreifingaraðila verði gefinn kostur á að fá fulltrúa í verðlagsnefndir og taka þannig þátt í störfum þeirra. HEITT VATN Framhald af bls. 1 ingur sagði blaðinu í dag, að gosið úr hinni nýju holu væri ekki kraftmikið, en gufan væri allheit, svipuð og í Hveragerði, en Hveragerði er sem kunnugt er á Hengilssvæðinu. Væri ekk ert unnt að segja til um áfram- haldið út frá þessari holu, en nú yrði byrjað að bora nýja holu, örskammt frá þessari. Fyrir nokkrum árum voru boraðar grunnar holur á Nesja völlum, og fékkst úr þeim nokk ur gufa, en þær holur tæmdust og kemur nú engin gufa úr þeim. FRÉTTABRÉF Framhald af 12. síðu Helzta úrræði okkar hér er að laita á fjærliggjandi slóðir til fjáröflunar til lífsviðurværis heim ílinu. Við viljum ógjarnan skilja við hús okkar og aðrar eignir til að setjast að á Reykjanesinu eða Austfjörðum, sem virðast nú vera einu staðirnir á landinu, sem ríkis stjórnin veit af og víll gera eitt- hvað fyrir. Höfðakaupstað Páll Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.