Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. ágúst 1965 TÍMINN ! Hagfræði og tannlækningar Mönnum er í fersku minni, i þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti þjóð- inni þann boðskap, að lausn efnahagsvandans ætti, eins og tannviðgerðir, að vera í hönd um sérfræðinga. Báru þau orð hans keim af spakmælum eins fyrirrennara hans í forsætis- ráðherrastóli, sem fljótt urðu landsfleyg: „Kreppan er eins og vindarnir, — enginn veit, hvaðan þeir koma eða hvert þeir fara“ Bjarni taldi öruggara að styðja kenningu sína með til vitnun í hinn kunna brezka hagfræðing, J. M. Keynes, sem vel kann að hafa látið frá sér fara eitthvað í þessa átt, en þá auðvitað í gamni, því að hann gat verið maður hnytt- inn. T. d. er haft eftir honum, að hagfræðin ætti að hafa fræðiorð á latínu, svo að hún öðlaðist sömu tiltrú og læknis fræðin. Keynes var róttækur hag- fræðingur, sem vildi ríkisaf- skipti og sköttun gróða án misk unnar. Hann var kvæntur rúss neskri dansmær og fékk lávarðs nafnþót. Er ekki óskemmti- legt, hve Sjálfstæðismönnum er gjarnt að skírskota til vinstri sinnaðra hagfræðinga. M. a. brá Ólafur Björnsson, pró fessor, títt fyrir sig ungfrú Joan Robinson, háskólakenn- ara frá Cambridge og fram- herja í Verkamannaflokknum, er hann skrifaði sem mest um kaupgjaldsmál. Minnir þetta á Helga magra, sem þótti væn legra að treysta á Þór en Krist, þegar mikið var í húfi. Um samlíkingu Bjarna Bene diktssonar er Það annars að segja, að hún er meira en lítið hæpín. Hagfræði og tannlækn ingar eru ætíð óskyldar grein ar. Ef maður hefir skemmda tönn, á hann um tvennt að velja: að láta taka hana eða gera við, og er það auðvelt matsatriði. Vandkvæði á sviði efnahags eru ekki svona ein- föld. Orsakir til þeirra geta ver ið flóknar og margbreytilegar og aðferðir til lausnar, ekki síður. Mestu máli skiptir, að efnahagslegar ráðstafanir hitta þegna þjóðfélagsins misjafn- lega. Meira að segja „penna- strik“ eins og gengislækkun getur gert hóp manna að auð kýfingum, en annan að ör- eigum. Hagfræðingar eru engir hæstaréttardómarar í málefn um, sem varða afkomu fólks, enda eru skoðanir þeirra skipt ar. Að fela þeim í hendur ó- skorað vald um efnahagslegar aðgerðir er álíka viturlegt og að veita herforingjum heimild til þess að ákveða, hvort þjóð fer í stríð eða ekki. Með þessu er ekki reynt að gera lítið úr gildi hagfræðinn ar eða hagfræðinganna. Kunn áttu þeírra á samfélagið vissu lega að nýta, eins og aðra tæknilega kunnáttu, en þó að- eins innan sinna takmarka- Hlutverk hagfræðinga er í stórum dráttum þetta: 1. Að safna gögnum og gera hagskýrslur, 2. framkvæma hagfræðilega útreikninga, 3. semja tillögur um æskileg ar aðgerðir efnahagslegra ráð- stafana. 4. segja fyrir um hugsanleg- ar verkanir efnahagslegra ráð stafana. En lokaákvarðanir í atvinnu- og fjármálum eiga ætíð að vera í höndum kjörinna full- trúa þjóðarinnar. í lýðræðis- landi á þingmeirihluti og stjórn skilyrðislaust að ráða stefnunni, — standa með henni eða falla. En vilja hagfræðingarnir sjálfir almennt fá óskorað vald um efnahagslegar aðgerð ir? Því fer víðs fjarri. Mjög kunnur hagfræðingur vestan hafs hefir gengið svo langt að lýsa yfir: „Naumart er unnt að ímynda sér neití fráleitara en það, að hagfræðingum yrði leyft að not.a þjóð sem til- raunadýr fyrir kenningar sín ar og kreddur." Það er garnalkunn staðreynd, að sérfróoir menn hafa hneigð til sérvizku í sinni greín. Fyrir alllöngu kom hagfræðingur með þá skoðun, að afnema ætíi alla vexti af peningum, annar, að banna ætti með lög ura hvers konar auglýsingar. Báðir höfðu nokkuð til síns máls, en áhættusamt getur verið að gleypa við slíku án fyrirvara. Ýmis bellibrögð núverandi ríkisstjórnar að undirlagi mis- viturra hagfræðinga eru af svipuðum toga spunnin. Er þá komið að því að at- huga, hvað aðrir stjórnmála- menn en Bjarni Benediktsson hafa um málið að segja. Winston Churchill, hinn kunni stjórnmálaskörungur, mat mjög lærdóm og hæfileika sérfróðra, en hann réði þá gjarnan til starfa á öðrum svið um en þeirra eigin. Á 53. ráðstefnu Alþjóðasam bands þingmanna hélt Jens Otto Kragh, forsætisráðherra Dana, setningarræðu og varaði við því að sérfræðingar tækju við af kjörnum fulltrúum: „Þeim málum fer fjölgandí", sagði hann, „sem afgreidd eru af sérfræðingunum einum, og felst í þessu hætta fyrir þing ræði og lýðræði, sem byggist á því, að þjóðin ráði málum með kjörnum fulltrúum sín- um“. Virðist Kragh þanig ekki vera á þeirri skoðun, að lausn efnahagsvandans eigi, eins og tannviðgerðir, að vera í hönd um sérfræðinga. Hitt má raunar.skilja og e-t.v. fyrirgefa, að ríkisstjórn, sem ekkí er vandanum vaxin, vilji skella skuldinni á aðra. Þegar gerðar eru vafasamar og fyrir suma sársaukafullar efnahags- ráðstafanir, er þægilegt að geta ,notað hagfræðinga sem skálkaskjól. Kann sú hugmynd að hafa leynzt að baki hinni ísmeygilegu samlíkingu Bjarna Benediktssonar. Jón H, Þorbergsson Skálholtssöfnun Kxistur stofnaði kirkjuna til farsældar og blessunar öllu fólki. Til viðhalds og eflingar henni not ar Drottinn menn. — „Farlð og gerið allar þjóðir að lærisveinum" — Þeir menn sem Drottinn notar til þessa þurfa að vera starfhæfir. Það er sjálfsagt nú eins og á dög- um Krists að uppskeran er mikil og verkamennirnir fáir. Kirkja Krists á í látlausu stríði við fólkið að fá það til að lifa kristin dóm, það er Guði þóknanlegt enda menningin sjálf. Ef ekki er lifað samkvæmt kenningum Krists er fólkið í óþrotlegum örðugleikum og lífsflækjum, sem getur lokað íyrir því trúnni Guðs. Væri kirkja Krists allsráðandi í and- legu lífi fólksins, myndi hatur, hervæðing, stríð og allir þess fé- lagslegu erfiðleikar hverfa og verða ný jörð og nýr himinn. Af því að kirkja Krists er ráðstöf un Drottins eigum við, mannanna börn, engan veg færan okkur, fram hjá henni eða á hliðvi|i hana okkur til varanlegs lífs eðá þess sem Guði er þóknanlegt. Annað líf nær engum tilgangi. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup sagði í stólræðu 1. ág- síðastl.: „Gáðu að sjálfum þér og kenningunni;“ ,,Kenningin“ er ákveðin og skýr og lýsir upp hinn rétta lífsins veg fólks. Allar afskriftir manna — hvort leikir eru eða lærðir — á atriðum menningarinnar eru hættulegar allri siðmenningu fólks. Eg tel það afskríftir á kenn ingunni þá ekki er trúað Guð- dómleik sögunnar viðburða í sam bandi við líf Jesú Krists hér á jörð. Þessi afskrift skammsýnna manna, hefir valdið míklu tóm- læti fólks gagnvart kenningunni og kirkju Krists. Tómlætið um kirkjunnar mál er illgresi á trú- arakri fólks og kæfir þar hinn rétta gróður. Ekkert getur upp- rætt það illgresi, nema ástundun Guðs orðs í sannri trú. Gagnvart efasemdum segir Kristur: „Sá, sem ekki er með mér er á móti mér, Sá sem ekki samansafnar með mér, hann sundur dreifir.‘“ í útvarpsumræðum síðastl. vetur kom fram sá andi, að allir skyldu hafa frjálsar hendur í trúmálum, það væri einkamál hvers og einis. Segjum það. En þessir, sem svona hugsa, sjá það sjálfsagt ekki, að þeir ná engum æskileg- um árangri í lífi sínu utan kirkju Krists, aðeins innan hennar. „Án ■mín getið þér alls ekkert gert“. segir Kristur. Hér á landi er trú- frelsi. Það verður að tpljgst mikið, þegar trúyillingar m látn ir vera kennarar unglinga og barna. Allir kennarar ættu að ganga undir próf í kristnum fræð um og kristilegum hugsunarhætti til þess að geta orðið kennarar. Kirkja Krists gefpr ejr}cj verið ,,oss kristnum móðir*' þefna við hlýðum hennar kalli Hún getur ekki verið hlutlaus. — Svo er á- statt, hér á landi ng ?íða á öðrum stöðum, að vekja þaff ný|t og kröftugt líf í kirkju Krists, tií trúarlegs þroska fölks, svo að það hreyfist úr veraldgrhyggjunni inn á kirkjunnar svið otíætt er að sygja. að ísjenzjfy $$ðina sem lifir i miklu ’eraldargengi, vanti ejckert nema dag pema vakningu, i orðj Drottins, í kirkju Krists. þar sem víð eig- um öll að safnast saman. Það þarf að þagga niður i hvers konar | hávaða, sem yfirgnæfir kirkjunn- g ar rödd. hvers konar veraldlegum i hávaða. Vel ber að meta og virða | alla viðleitni til eflingar kirkju '1 Krists í landinu. Má þar til ný- < mæla telja kristilega æskulýðs- | starfsemi þjóðkirkjunnar. Á sú starfsemi skilið góðan stuðning frá fólkinu. Þá telst það til ný- , mæla að kirkjan hefur eignazt i Skálholt, þann fornhelga stað. 1 Biskup landsins, herra Sigurbjörn 1 Einarsson og margir fleiri sjá | þar möguleika til eflingar kirkju - Krists í landinu, og eru nú uppi margar ráðagerðir um framták til þeirra hluta þar á staðnum. Raðgerð er — meðal annars — stofnun kristilegs lýðháskóla til uppeldis prestaefnum og öðrum leiðtogum þjóðarinnar. Er þetta fþgur hugsjón, sem alþjóðar þörf Ifpllar á til framkvæmdar. Vel ipætti kirkjan búa sér þama að- §föðu til almennrar vakningar í landinu í orði Drottins. Þessa við jeitni ætti alþjqg að styðja með ráðum og dáð. Átíugamenn þessa máls hafa snúið sér til fólksins í landinu um að það láti eitthvað af mörkum í svonefnda Skálholts söfnun. Hér er um að ræða al- merkasta menningarmálallratíma Hér þarf mikils með og verðskuld ar líka mikið. Mikið hefur kirkj- an gert fyrir fólkið eða hvernig pjyndi líta út meðal fólksins væri Kristur ekki kominn? * i Eg, sem þessar iínur rita, leyfi mér að skora á alla í landinu, bæði karla og konur, og sem ein- hver fjárráð hafa. bregðist hér vel við. Þó að við bændur í land ! inu legðum eki fram nema sem ; svaraði einu lambsverði til jafn | aðar, yrði það töluvert samanlagt. | Styðjum öll Skálholtssöfnunina 1 4. ágúst 1965 | Jpp H. Þorbergsson. «■ Konur óskast Konur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans Upplýsingar gefur matráðskonan í sima 38160, milli kl. 13 og 16 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. _________3 Á VÍÐAVANGI Svona er nú Mbl. gott fréttablað Mbl. er mjög óspart á að hrósa sér af því, að það sé bezta og áreiðanlegasta frétta blað á íslandi um leið og Það ber öðrum íslenzkum blöðum á brýn, að þau séu óheíuarleg og léleg fréftablöð, enda hafi þau ekki eins góðan aðgang að fréttaheimildum og Mbl. T. d. Iiefur Mbl. gumað mjög af því að hafa aðgang að frétta útsendingum Associated Press, ,,AP—þjónustunni“. Þjóðvilj- inn Hefur stundað það undan farna daga að bh-ta frétta- skeyti AP frá Víetnam, sem ekki hafa birzt í Mbl. Þessu svarar Mbi. í gær með leiðara, sem heitir: „Þjónkun við al- heimskommúnismann" og seg ist leggja annað mat á fréttir en Þjóðviljinn. Þannig u.pp- lýsir Mbl. sjálft, að það er hættulega óáreiðanlegt frétta blað. Það stingur undir stól fréttum frá bandarískri frétta stofnun, ef fréttirnar koma hernaðarrekstri Bandaríkja- manna í Víetnam illa, vegna þess að Mbl. telur það þjónk un við alheimskommúnismann að birta slíkar fréttir. Þannig er Mbl. að verða bandarískara en bandarísk blöð, og Það um skör fram. Mbl hefur stund- um gengið svo langt að segja, að Mbl væri hliðstætt að frjálslyndi og N. V. Times. I því blaði er nefndum fréftum ekki stungið undir stól og þar er haldið uppi heilbrigðri gagn rýni á stefnuna í Víetnam. í Mbl. á íslandi „frjálslyndasta og bezta fréttablaði landsins," er hins vegar „þjónkun" banda rískra fréttamanna „við al- heimskommúnismann“ stungið undir stól og skrifaðir leiðarar um að herða verði liernaðarað gerðir í Vietnam nú megi Bandaríkin hvergi láta deig an síga fyrir kommúnismanum! NTB-frétt Einn af blaðamönnum Mbl. er fréttaritari NTB-fréttastof unnar á fslandi. Hann hefur sent fréttaskeyti til þessarar norsku fréttastoi'u um breyt ingar þær á ríkisstjórninnL sem ákveðnar hafa verið, þ. e. að Guðmundur f. Guðmunds son láti af embætti utanríkis ráðherra í september, við emb ætti hans taki Emil Jónsson og Eggert G. Þorsteinsson við cmbæti Emils. Tíminn skýrði frá því snemma í vor, að ákvcð ið hefði verið að Guðmundur tæki við sendiherraembættinu í Lundúnum í liaust og aftur nú fyrir nokkrum dögum, er ákveðið hafði verið að Eggert Þorsteinsson tæki við ráð- herraembætti. Þarna hafði Mbl. áreiðanlega betri aðgang að heimildum en Tíminn og blaðamaður MW.. fréttaritari NTB., veit að hér er ekki ver ið að fleipra með neitt. En Mbl. hentar ekki að birta slík ar fréttir. Á sama tíma birtir það svo langa frétt um það, að skipstjóri á Akranesi hafi dreg ið 10 punda lax 0g liaft frúna uppábúna með sér og í hinni sömu frétt eru lesendur -frædd ir á Því að fyrir mörgum ár- um hafi annar maður, þessum skipstjóra reyndar óskyldur, misst svinghjólið af bátsvél og sagt fátt í fimm kiukkustundir. Vonandi tekst þeim á Mbl. að koma svinghjólinu í samband Frambald á bls. 12 ■ ■■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.