Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984
31
„FIERA DEL MOBILE“
í MILANÓ
I regnbogans
litum
Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt
segir fra húsgagnasýningu á Ítalíu, en
húsgögnin þar einkenndust af fjörugu
ímyndunarafli og mikilli litadýrð
„Triennale, Fiera del Mobile ltaliano“. Þessi nöfn
hljóma fagurlega og einkar rómantískt í eyrum Norður-
álfuhönnuöar. Landið þar sem hönnunin var fundin upp,
land Palladios, Verdis og Fellínis og litríka fólksins sem
er alltaf á kafi í aö gera heíl ósköp og viröist ekki hafa
ógurlega miklar áhyggjur af því hvernig á aö fara aö því
aö lifa lífínu. Aö koma til Mílano er eins og aö upplifa
sinfóníu alls þess sem maöur þekkir og hefur veriö sagt
aö væri ítalskt, arkitektúr, saga, kaþólska, tradition og
lifnaðarhættir fólksins en um leiö hávaöasamt ósam-
ræmi og ringulreið nútímaiönaöarborgar. Þarna ægir
saman sögulegum minjum í styttum og byggingarlist og
nútímaarkitektúr af ýmsum toga, verslanir bæöi form-
fastar og hátíölegar en líka fjörug Ijósa- og litadýrð
nútímans, matstaöir rólegir og afslappaöir en líflegir
vegna þess aö þeir eru á Ítalíu. Þaö er aldrei langt í
snakkbari og útikaffihús, þar sem fást samlokur, lang-
lokur, brauö og salöt og ávaxtasafar pressaöir á staön-
um, praktískt og hánútímalegt í anda Los Angeles-
heilsudýrkenda en vegna þess aö þetta er Ítalía eru
þessir staöir fagrir og tignarlegir, næstum því eins og
klassískar kapellur.
Það er heldur varla spurning aö kaffið er þarna betra
en annars staðar.
í leit að þróun,
nýjum hlutum
Þaö viröist ofureölilegt aö öll
Mílano sé upptekin viö aö halda
„mublufíeru", hvarvetna blasa viö
auglýsingaspjöld, sýningargluggar
ótrúlega margra húsgagnaversl-
ana, Ijósaverslana og annarra sem
hafa frammi viö nýjustu og vönd-
uöustu framleiöslu sína, uppstillt,
lýst og skreytt af smekkvisi og
glæsileik.
Fiera del Mobile, sýning hús-
gagna sem er árlegur atburöur í
Mílano, var á þessu hausti helguö
ítalskri framleiöslu. Á sama staö
var alþjóöleg sýning Ijósa og
lampa og húsgagna fyrir skrifstof-
ur.
Sýningarsvæöiö er eins og borg
í borginni, meö sínum eigin stræt-
um, húsum, trjám, styttum, skilt-
um, börum og aragrúa af fólki.
Húsgögnunum, Ijósunum og hlut-
unum, sem eru sýndir, er komiö
fyrir í ýmsum byggingum, en fyrir-
tækin eru um 2.600 talsins.
Þaö sýnist ekki ætla aö veröa
neitt áhlaupaverk aö skoöa allt og
reyna aö melta þaö sem fyrir augu
ber en meö aöstoö leiöbeininga og
nokkurra skyndikannana kemur
fljótlega í Ijós hvar helst er aö
vænta „alvöruhluta“ og hvar er
óhætt aö spara sporin. Maöur er
nú einu sinni kominn, fullur eftir-
væntingar, til þess aö sjá einhverja
þróun, kynnast hlutum sem segja
helst eitthvaó nýtt og spennandi,
— túlka nútímann.
Viö fyrstu kynni af þessari sýn-
ingu er ekki um þaö aö ræöa aö
bera saman viö fyrri reynslu en eft-
ir að hafa rýnt, strokiö, þreifaö á
hlutum, lesiö, rabbaö viö nokkra
sýnendur og gesti fer ýmislegt aö
skýrast, svo sem um þaö hvað
þessi sýning túlki, þýöingu svona
sýninga yfirleitt og um þaó hvaö
vaki fyrir aðilum sýningarinnar,
skoöun og túlkun manna á stööu
og framtíð húsgagnaiönaðarins á
Ítalíu, o.s.frv. Þaö fer ekkert á milli
mála aö „Fiera del Mobile" er fyrst
og fremst vörusýning, markaös-
torg húsgagna og innanstokks-
muna. Fjöldi sams konar hluta svo
sem svefnsófa, hillusamstæöa,
skápainnréttinga, vinnustóla, hæg-
indastóla, margbreytileiki og allur
mælikvaröi sýningarinnar er í
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Stúlkan til vinstri er klædd Ijósum kirtli úr baðmull meö víðum felling-
um. Dökkbrúnar leðurreimar á öxlunum. Til hægri: Blússa og stutt pils.
Belti úr leðri.
Vortískan á
«■"32,>
i, poW”'i;xSc
etrna
Frá Helgu Jónsdóttur, frétta-
ritara Mbl. í Burgos, Spáni.
Hve þokkafull er vortískan í ár
fyrir ungu stúlkurnar! Efnin
úr lérefti og baömull, mjúk
og þunn, næstum því gagnsæ!
Stuttbuxur, stutt pils og stuttir,
léttir kjólar ráöa ríkjum. Kjólarnir
Kjóll úr lérefti og polyester. Stór
ar fellingar og baksniö aö grísk
um sið.
Tíska
eru ermalausir meö teygjanlegu
mitti og mjög opnir; flegnir og hafa
bert bak. Þeir eru með stórum,
víðum fellingum bæöi á bakinu og
framan á. Efnaúrvalið er fjölbreytt:
silki, baðmull, léreft og leður. Allir
regnbogans litir eru í tísku svo og
hörundslitir, því þaó er líka mikið
um Ijósan blæ fyrír yfir flíkunum
eins og t.d. kremlitur. Og hiö sí-
gilda, glæsilega par, hvítur og
svartur, í sparifatnaöinum.
Kyrtlar í grísk-rómverskum stíl
meö spennum eöa skartgripum
sem halda uppi fellingunum á öxl-
unum. Stúlkurnar breytast í gyðjur
í þessum flíkum!
Baömullarefni eru notuö í blúss-
ur og skyrtur og sportjakka, sem
eru skreyttir meö böndum (snæri) í
baki og á hliöunum. Þaó er sjó-
mannastíll á þessu!
Legghlífar í skrautlegum litum
og stuttbuxur i hnefaleikastíl:
„Dancing“-æöiö í Ameríku og Evr-
ópu heldur líka innreiö sína á
Spáni. Skólafatnaöurinn úr
„Farne" er í hátísku. Gallabuxurnar
gleymast ekki. Þær eru alltaf jafn
vinsælar og í vor fylgja þeim treyj-
ur úr vichy eöa léttu flónelefni í
mjög líflegum litum. Opin, erma-
laus vesti meö snærum á hliöinni;
ná aöeins niöur fyrir mitti, strák-
arnir njóta sín jafnt og stelpurnar.
Bolir eru opnir í bakið, axlirnar
berar. Mittiö á kjólunum er ósýni-
legt eöa nær niöur að mjöömum,
síöbuxur er sýna öklana; sólin fær
aö gæla viö hörundiö allan daginn!
Sömuleiöis mun mikiö bera á
hnésíöum pilsum og víöum buxum
úr baðmull og öörum léttum efnum
í sterkum og skrautlegum litum.
Tískan fyrir konur á öllum aldri
er sérstaklega glæsileg, kvenleg,
veröur víst mörgum aö orði.
„Cherchez la femme" segja fransk-
Allur fatnaðurinn á þessum
myndum er frá vöruhúsum El
Corte Ingles.
ir tískuhönnuöir og spænskir
starfsbræöur þeirra taka undir
þaö; „En busca de la mujer“. Aöal-
litir í vor eru hvítur og svartur,
rauöur og gulur. Flíkurnar eru
þröngar í mittiö; vöxturinn á aö
koma í Ijós; magi, fótleggir og bak;
ekkert er huliö. Tískuhönnuöir hafa
sem sé hugsaö vel til þeirra er vilja
„sýna sig“; til þeirra ófeimnu. Bux-
urnar eru opnar svo sést í fótlegg-
ina. Kjólar eru í hávegum haföir
svo og buxnapils. Bakið á kjólun-
um er opiö meö þríhyrningssniöi
eins og Charleston-tískan var.
Mjög stuttir jakkar þannig aö mitt-
iö sést og löng brot í pilsunum.
Víðar fellingar framan á kjólum og
blússum og berar axlir. Viö hnésíö
þröng pils eru notuö mittisbelti
eóa þá aö blússurnar ná niöur aö
Rauður samfestingur úr baömull.
Takið eftir að buxurnar eru opnar
á hliðunum. Reimarnar á sandöl
unum eru úr leöri.
Spáni
Til vinstri: Blár og grænn æf-
ingagalli frá Adidas. Til hægri:
Sportjakki og buxur í brúnleitum
lit. Röndóttur bolur, gulur og
svartur, úr baömull.
mjöömum, sbr. Charleston-stílinn,
og þá einnig með mjög stuttum
pilsum, „mini“.
Léreft er mikiö notaö og skiptir
ekki máli um hvers konar flík er aö
ræða. Fatahönnuöir snúa aftur til
náttúrunnar hvaö efnisval snertir:
baömull, silki og léreft, sem er
drottning efnanna í vor. Hug-
myndina á Adolfo Domínguez sem
segir: „Brotiö/fellingin er fallegt".
Ahersla er lögö á aukahlutina:
slæöur, belti, hanska, hatta og
töskur. Skartgripir í laginu eins og
ávextir og í hörundslit eöa brún-
leitum litum fara sérstaklega vel
viö þennan glæsilega fatnaó. Hvítt
og svart ræöur ríkjum í fínni flík-
um; hvítar flónelullardragtir meö
þröngu pilsi og svartri blússu.
Hattur, hanskar, skór og taska ým-
ist svart eöa hvítt.
Spænskir karlmenn er vilja
klæöast samkvæmt nýjustu tísku
hafa úr stórkostlegu úrvali aö velja
eins og kvenfólkiö. Jakkaföt eóa
stakar buxur og jakkar í Ijósum iit-
um; hvítum, perlugráum, rjómalit,
brúnleitum, úr lérefti, baömull og
silki. Sportstíllinn er ætíö ríkjandi í
herrafatatískunni. í vor er sport-
fatnaöurinn í sterkum litum: gulur,
rauóur, grænn meö svörtu, app-
elsínugulur meö gráu. Sportjakkar
meö kraga utan yfir kragalausar
skyrtur eöa boti. Jakkar úr lérefti
eru ófóðraöir, frjálsir, óþvingaöir.
Buxur yfirleitt víöar aö ofan og
þrengjast aö neöan. Skyrturnar
eru víöar og kragalausar. Jakkarn-
ir hafa tvær tölur, breiöar axlir og
vitt baksnið.
Fatahönnuðir á Spáni eru sam-
mála því aö spænskir karlmenn
séu mjög íhaldssamir í klæða-
buröi. Mest er aö þeir þora ekki aö
klæöast eftir tískunni. Þeir ráö-
leggja þeim karlmönnum sem vilja
breyta til en „leggja ekki í þaö“ aö
byrja fyrst á aukatriöunum; nýtt
bindi eöa skór geta veriö góö byrj-
un. Mikilvægast er aö missa ekki
sjálfsöryggið og öölast smátt og
smátt sinn „stíP. Voriö er einmitt
tilvalinn árstími til þess aö láta til
skarar skríöa. Tískan er jafnt fyrir
karlmenn sem konur ...