Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 37 Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Húfa fyrir veturinn Þaö eru sjálfsagt ekki allir búnir aö koma sér upp góöri húfu fyrir veturinn. í staöinn fyrir hinar hefðbundnu prjónahúfur er hér birt mynd af saumaöri húfu, ásamt smá leiðbeiningum. Sniöiö samanstendur af kringlóttu stykki og ööru löngu, ásamt stykkjum til aö hlífa eyrunum og binda húfuna undir kverk. Kringlótta stykkið er 20 sm. í ummál og lengjan 65 sm. löng og 16 sm. breið. Byrjaö er á aö sauma lengjuna saman og kollurinn síöan saumaöur viö á röngunni. Hliöarstykkin eru höfö 12 sm. breiö og þaö löng aö hnýta megl þau saman. Ef húfan er fóöruö er fallegt aö velja einhvern lit, sem fer vel viö húfulitinn, þaö sæist þá á lausu endunum þegar bundið er. Sjálfsagt er aö hafa húfuna úr góöu ullarefni, þaö er ef til vill eitthvað nothæft til í húsinu, ónotuö flík ef ekki vill betur til. Ef notaö er prjónles þarf ef til vill aó setja stíft efni í kollinn, svo hann beri sig betur. Aö sjálfsögöu þarf aö bera stykkin við höfuðstærö, þar getur veriö mismunur eins og allir vita, og betra aó gera þaö áöur en saumað er og gengiö frá. V*nuu\ :/ W V; / Jt\ m 'yF=^' 4>\_ j _ ■; yy t ^ V* Fatnaður Willi Smith, Willi Wear. Sýnishorn af því sem viöskiptavinum var boöiö upp á fyrir veturinn. Willi Smith, bandarískur fatahönnuður Þaö er algengara aö hafa orö á þekktum evrópskum hönnuö- um, ekki síst frönskum, heldur en bandarískum. Þarlendir tísku- hönnuöir eru þó margir og vel- þekktir. Einn þeirra, sem vakiö hefur athygli síöustu árin, er Willi Smith, og hefur hann aðallega þarfir yngri kvenna í huga, þegar hann er aö hanna fatnaö sinn. Sagt er, aö hann feröist víöa um Bandaríkin, til aö kynna sér frá fyrstu hendi, hvaö það er, sem konur vilja á hverjum tíma. Hann kveóst hafa komist aö því, aö konur hafi alltaf minni og minni tíma til aö leita sér aó heppi- legum flíkum og haldi sig gjarnan viö ákveðinn hönnuö, ef þær hafa verið svo heppnar aö finna sniö, sem þeim likar. Ennfremur telur hann, aö fleiri og fleiri konur kjósi föt, sem þjónaö geta mörg- um hlutverkum, ef svo má aö oröi komast, þ.e. flíkur sem geta gengið viö ýmis tækifæri. Á meöfylgjandi myndum sjást nokkrar teikninga Willi Smith og má greinilega sjá, aö tekiö er mið af því sjónarmiði aö hægt sé aö víxla flíkunum, blússurnar geta gengiö viö pils og buxur o.s.frv. Meö þessum teikningum fylgdi sú umsögn hönnuöar, aö þessi fatnaóur væri til uppfyllingar hjá þeim konum, sem ættu sígildar peysur og jakka, sem væri svo hægt aö nota meö þessu. Fatnaöur Willi Smith eða „Willi Wear“, eins og vörumerkiö heitir, er fáanlegur í verslunum um öll Bandaríkin og hver veit nema þau eigi eftir aö veröa fáanleg hér. Vesti og legg- hlífar í sama lit Margar ungar stúlkur eru mjög iðnar við að prjóna, það er líka til mikið af fallegu garni í verslunum, hér í höfuöborginni aö minnsta kosti. Því miður er ekki hægt að birta uppskriftir af flíkunum með, en garniö, sem þetta er prjónað úr, er mohair, grófasta gerðin. Vestin eru auöveld viðfangs, litir eru (standandi stúlkur) hárautt til vinstri og blátt til hægri, fremst fallegur gulur litur. Rauöa vestið er meö því, sem kallað er tvöfalt perlu- prjón, það bláa með sléttprjóni og það gula með venju- legu perluprjóni. Legghlífarnar eru með venjulegu sniði, þ.e. slétt og brugöiö til skiptis og er haft þröngt stroff neðst við ökklann. Kotasæla W a dagskrá Ekki eru allir jafn hrifnir af kotasælu, þykir hún bragölitil, en úr því má bæta meö ýmsu móti t.d. meö ávöxtum, berjum eða bragöefnum. Nú er komin á markaö kotasæla meö anan- askurli, hún er aöeins dýrari en sú venjulega (kr. 20,85) en í þeirri öskju, sem keypt var á þessu heimili, var ananas lítt merkjanlegur, hvort tilviljun hefur ráðiö því, eöa sparnaöur framleiöenda, skal ósagt látiö. Kotasæla er ekki ódýr matur, því miöur, og trúlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áöur en keypt er mikiö magn og þá til aö gera tilraunir meö. Kota- sæla er mettandi, hitaeininga- snauö, fitusnauö en rík af eggjahvítu. Klattar úr kotasælu. Klattar úr kotasælu 150 gr. kotasaela, 1 egg, 1 rifið epli, 2 matsk. þurrmjólkurduft, örlitiö af sykri, möndludropar. Öllu blandaö saman, deigiö sett með skeiö á pönnu, steikt beggja megin og látið kólna undir hjálmi svo mýkt haldist. Reynt að hafa klattana jafn stóra því tveir og tveir eru lagö- ir saman og kotasæla sett á milli, sykri stráö á ef vill. Epli og kotasæla á brauö. Epli og kotasæla á brauð Á hverja brauösneiö (gróft brauö) eru settar tvær epla- sneiöar, kanil stráö yfir, þá sett kotasæla og ostsneiö efst. Bakaö í ofni þar til osturinn bráönar. Appelsínusalat meö kotasælu Appelsínur skornar í þunnar sneiöar, lagöar í skál, sykri stráö yfir og efst eru settar nokkrar matskeiöar af kota- sælu. Haft meö kjöti eða fiski. Kotasælusalat 2 selleristiikar, 1 epli. 300 gr. kotasæla, 4 matsk. rjómi eöa hrein jógúrt, persille. Grænmeti og ávöxtur skoriö í smábita og blandaö saman við kotasælu, bragöbætt meö salati ef þurfa þykir. Salatið gott með skinku og kjúklingi en einnig sem sjálfstæöur réttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.