Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 2
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984
1. Skápa- og litasystemið „Scala real“
eftir bræðurna Tanzi hefur ótöluleg til-
brígói eins og myndin sýnir. Fyrirtsskið
er Mark.
2. Memphis, fyrirtnki sem lesendur
Morgunblaðsins eiga m.a. eftir að
kynnast nánar, hefur að baki sár hóp
hönnuða frá ýmsum löndum. Þessi
stóll, „Bel Air“ eftir Peter Shire, hefur
þegar náð mikilli fraegð. Peter Shire ku
drekka mikið af te eins og aðrir landar
hans og elska tepotta, — kannski
kemur það fram í hönnuninni.
3. -4. „Lampone" heitir borðið, hannað
af Sottsass og Co., framleiöandi Casa
Nova. Borðplatan er úr harðviði en eftir
mikla vinnu og tilraunir varð niður-
staðan sú að fæturnir yrðu svartmálað-
ar járnsúlur.
„Ribes og Mirtillo" eru tveir hæginda-
stólar hannaðir af Sottsass til að nota
með borðinu „Lampone". Þeir hafa
málaðan járnramma með mjúkum sæt-
um og örmum. Framleiðandi Casa
Nova.
5. Það vakti athygli að Castelli, þetta
sterka fyrirtæki, kynnti aðeins einn
hlut á þessari „Fieru“, hægindastólinn
„Penelope", hannaður af Charles Pol-
lock. Hann er ekki pressaður út heldur
ofinn úr stálvír, og dregur nafn sitt af
grisku vefkonunni, frægastri allra vef-
ara. Hann er allur úr stáli nema plast
þar sem handleggir hvíla, á baki og á
sæti.
6. Kartekk-fyrirtækið sárhæfir sig í
plastvörum og notar gjarnan þróuð-
ustu aðferðir. Hár eru tvö borö hönnuð
af Önnu Castelli Ferrieri, sem má taka
í sundur eða setja saman á örfáum
mínútum án skrúfa eða annarra
málmhluta. Plata ferfætta borðsins er
unnin með sárstakri plastþrykksaö-
ferð, í fyrsta skipti sem slíkt 80x80
stykki er mótað í heilu lagi: boröin eru
látt en það sterk að fullvaxin mann-
eskja getur staöið uppá því miöju.
Hönnunin er einföld en litirnir djarfir
og nútímalegir, tjá mismun í efni, s.s.
polyuretín í borðplötu, polypropylen í
fótum.
7. Þekkta fyrirtækið Knoll International
Italia kynnti m.a. stóla og sófa sem
þeir kalla Eastside og Westside Col-
lection eftir Sottsass og Co. Eastside
Collection hámóderne stóll og sófi
sem hefur yfir sár klassíska ró en fjör
og karakter sem gleymist ekki auð-
veldlega.
8. Westside Collection: Þessir kúnst-
ugu stólar hafa skemmtilega sterka
persónuleika, eiginlega eins og elsku-
legar frænkur sem bjóða manni ekki
aöeins sæti heldur labba líka á móti
manni til að heilsa.
9. „Erianto“-hillukerfi má raða upp lá-
rátt eða lóðrátt og gæti leyst margs
konar vanda á heimili eöa skrifstofu,
fæst í eikarspón og með hvít- eða
svartlakkaðri áferð. Hönnuður Annig
Sarian, framleiðandi Tisettanta.
10. Aðalsmerki „Crossings" eftir Sott-
sass og Co. er áferðin og efnismeð-
ferð. Krómaður sívalur stálkantur ligg-
ur meðfram borðkantinum án þess að
styðja við hann — þaö lítur fyrst og
fremst vel út — en stálfæturnir eru
málaðir með epoxy-málingu. Framleið-
andi er Bieffeplast.
11. „Creek“ á heima hvar sem er, inni
eða úti. Hann er úr stálramma en
málmsætin og bakiö eru „afrúnnuð" til
þægindaauka. Framleiðandi Bieffe-
plast, hönnuöur Sottsass og Co.
„Lodge" er úr ferhyrndum álprófílum,
málaöur með epoxylakki, sæti, bak og
armar bólstraðir. Framleiðandi er
Bieffeplast, hönnuður Sottsass og Co.
12. Borðið „Attic“ einnig eftir Sottsass
og Co. hefur að meginuppistööu fer-
hyrnda stálprófíla sem minna á skýja-
kljúfa, byggðir i kross, þannig skapast
straumlínulag. Botn og borðplata eru
úr marmara. Framleiðandi Bieffeplast.
13. „Taxi“ er fyrst og fremst sófi sem
getur verið það sem maður „fílar“ þá
og þá stundina, það má sitja í honum,
leika sár í honum, halla sár, sofa í hon-
um. Hann er hvorki of harður ná of
mjúkur, efni og frágangur er mjög
vandaö og allt gegnumunnið. Hönnuð-
ur er Decurso í samvinnu við eitt
þekktasta fyrirtæki ítala, BBB Bona-
cina.
14. BAB Italia kynntu sína útgáfu af
nýjum einföldum svefnsófa, „Pigro“,
sem notar hjólaútbúnað til að auðvelda
breytt fyrirkomulag. Hönnuðir Carlo
Bimbi og Nilo Gioacchini.
15. Hönnuður „Sebastopol" er Michele
De Lucche, ein enn úr Memphis-hópi.
Hún hafði upprunalega í huga tusk-
anskar kirkjur og grjótmynstur á
veggjunum. Boröið er sterkt og varö á
lokastigi samsett úr þremur tegundum
af marmara.
16. Þessir dekkstólar bera með sár svo
ákveðna persónu að þeir eru jafnlif-
andi hvort sem situr í þeim manneskja
eða þeir eru tómir. Þeir eru úr nælon-
segli á málmramma. Hönnuöur er
Toffoloni ásamt fyrirtækinu Malobbia.