Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 4
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Lifa fflar fjölskyldulífi? SVO SEGIR A.M.K. CYNTHIA MOSS SEM HEFUR RANNSAKAÐ ATFERLI FILANNA f RÚMAN ÁRATUG > Iregn- bogans litum sjálfu sér einn mikilvægasti boö- skapur hennar: húsgögn eru nú neysluvara eins og hver önnur. Meö fjöldaframleiðslu og tækni, lægra verði, auknum fjárráöum, frítíma og hreyfanleika fólks, breyttum lifnaöarháttum og viö- horfi, — allt þetta hefur stuölaö aö því m.a. aö innanstokksmunir svo sem stólar, skápar, lampar, hillur og rúm eru nú framleiddir, seldir og keyptir eins og aörir hlutir til þess aö nota um tíma, breyta síð- an eöa láta víkja fyrir öörum nýjum hlutum, svipað og þegar viö kaup- um kápu eða stígvél. Nýr litur — Nýtt samhengi Litadýrð, eiginlega öll blæbrigöi regnbogans, einkenndu þessa sýningu ööru fremur, litir á áklæð- um, boröum, skápum, huröum, á viöi, á járni, á harðplasti, margs konar munstur og litasamsetning- ar á einum og sama hlutnum oft og tíðum. Sum fyrirtæki kynntu fram- leiðslu sína eingöngu meö nýjum efnum og nýjum litum á eldri gerð- um húsgagna, oft meö undraverö- um áhrifum, hlutirnir fá annan kar- akter og allt annaö samhengi. Poltrona Frau, eitt þessara fyrir- tækja, kynnti „nýja“ seríu í anda gömlu ráösettu „sjeffa“-stólanna, en hjálpi oss allir heilagir, í rauö- um, fjólubláum, sægrænum, skærgulum og fleiri litum. Árang- urinn bingó! Hreyfanleg kerfi og samstæður sem má breyta, bæta og aölaga 17. „Mstti ég fó frið augnabiik," gœti verið heiti þessa gula tjaldrúms. Fyrirtækið Sormani og hönnuöur Joe Colombo. 18. Þessi svefnsófi fró Linea Italia, eftir Fevaretto, er látlaus, auðveldur í notkun og með öllu tilheyrandi, borð- um, dínu, kodda og sæng og áklæði sem má fjarlægja til hreinsunar. 19. „Ottomana" heitir þessi sófi fram- leiddur af B&B Italia. Hönnuðurinn Erzo Mari segir að í design séu oft augnablik spennings og taugaæs- ings en einnig tímabil dýpri hugleið- inga þegar þú lítur á hlutina úr vissri fjarlægð og spyrð til hvers þetta sé nú allt saman. Þá reynir maður að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum og tilbúningnum. Sófinn er úr póliúr- etín-plasti ásamt sérstökum trefja- efnum sem hefur verið úðað innan á mótin áður en pressaö er. Þannig er sófinn sterkari og lítur líka betur út meöan púðar og áklæði eru í þvotti. 20. „Torso“ fyrirtækisins Cassina er dæmi um mublu sem hefur ákveöinn karakter sjálf, er ekki hlutlaus til að falla inní. Mikil áhersla er lögð á form og sérkennilegt landslag forma sem skapast þegar nokkrum slíkum er raðað saman í herbergi. Þessir stólar sem lokka mann til að setjast hafa heillað fjölda kaupenda. Hönnuður er Paolo Deganello. 21. Mario Bellini, hönnuöur sófans „Victoria", sagöi þessa mublu hann- aða til að falla inní, verða eins og sjálfsagður, ósýnilegur hluti um- hverfisins. En í rauninni er sófinn ógleymanlegur í einfaldleika sínum, látleysi og vönduðum frágangi. Framleiöandi Cassina. 22. „Airone“ er hluti af seríu, kaffi- borði, hægindastól og tveggja sæta sófa úr stálvírneti sem mynda sæti, bak og arma. Fæst í rauðu og bláu. Hönnuður er Mario Cristiani en fram- leiðandí Evoluzione. 23. Poltrona Frau kynnti „nýja“ seríu í gömlum stíl. Leðuráklæöið er nú í öllu Itflegri litum en samsvarar ímynd þessara rótgrónu gömlu mubla í huga manns. 24. Mjög einfaldur sófi „lce cream“ frá Uvet er kynntur sem ódýr, hag- kvæm lausn á tímum örra breytinga og hreyfanleíka fólks. Hönnuður er Studio P. Passerini. 25. Þessi krómuðu málmsæti eru fal- leg hvar sem á er litið — á torgum, í görðum, sölum eða göngum. Fram- leiðandi er Bieffplast, hönnuður Kinsman. 26. Einföld sígild Ijós úr lökkuðum málmi, eftir Straffi — fyrirtækið heitir Cil di Mario Vecchiarelli. Ljósin fást í ýmsum litum. 27. „Margherita“ eftir bræðurna Gigi og Pepe Tanzi er framleiddur af Biesse. Hann er úr póliúretín-plast- „bodíi“ sem situr á emeleruðum málmramma, yfirklæddur með sér- staklega hönnuðum púðum ásamt lausu þvottaekta áklæði sem má fjar- lægja með einfaldri rennilásaaðferð. Cynthia Moss heitir kona nokk- ur, en hún hefur varið rúmum ára- tug ævi sinnar í að rannsaka at- ferli fíla í Kenya. Og viti menn, fíl- arnír virðast lifa nokkuð reglulegu fjölskyldu- og félagslífi. „Þetta tímabil hefur verið á við að lesa spennandi fjölskyldu- eða ættar- bók“ segir Moss í samtali við blaðamann International Herald Tribune. „Sagan er svo spenn- andi, að þú getur ekki hugsað þér að láta hana frá þér, og vilt fyrir alla muni ekki láta hana enda.“ Þetta er reyndar ein af ástæðum þess að Moss, sem í dag er 43 ára gömul, ætlar að halda rannsókn- um sínum áfram. „Ég er rétt byrj- uö á þessu, og get a.m.k. haldið áfram í 20 ár til viðbótar.“ Moss var nemandi í heimspeki og skrifaöi jöfnum höndum tíma- ritsgreinar, aöallega um leiklist og trúmál, er hún ákvað aö fara í sumarfrí til Afríku. Þar hitti hún Douglas-Hamilton, sem vann í Lake Manyara National Park í Tanzaníu. Hamilton notaöist viö eigin aðferö til aö greina fílana aö, án þess aö þyrfti aö merkja þá. Hann tók myndir af öllum fílunum sem hann sá, og gat fljótlega greint einstakl- ingseinkenni, svo sem mismunandi útlit á tönnum og eyrum. Moss var aöstoöarmaöur Hamiltons í níu mánuði, en fór þá til Nairobi til að skrifa niöur það sem fyrir augu og eyru haföi borið. Árið 1975 kom út bók hennar, „Portraits in the Wild“, gefin út hjá University of Chicago Press, en bókin var endurútgefin í fyrra. „Draumur minn var aö gera mín- ar eigin athuganir á fílunum, en ég haföi ekki á neinu aö byggja nema vinnu minni með Douglas-Hamilt- on,“ heldur Moss áfram. En lukku- hjóliö snerist henni í hag, og frá 1972 hafa rannsóknir hennar veriö fjármagnaöar úr ýmsum sjóöum. En hvað hafa rannsóknir hennar leitt í Ijós? Moss hefur notaö svipaö greiningarkerfi og leiðbeinandi hennar, fílarannsakandinn lain Douglas-Hamilton, og meö því móti hefur hún getað greint hina 600 fíla í sundur sem búa í Amboseli Nat- ional Park, og þar í kring. Hún hefur fylgst sérstaklega meö nokkrum fjölskyldueiningum. Líkt og þeir sem rannsakað hafa atferli fíla í Asíu og Afríku, hefur Moss komist aö raun um aö grunneining fílasam- félagsins er fjölskyldukjarni þar sem fílamamman er í öndvegi. Hver eining getur verið u.þ.b. 10 fílar, ættmóöirin, dætur hennar og barnabörn. Fjölskyldueiningin borðar saman, sefur í hóp, og skiptast á mismunandi hljóöum, heilsast og sjá sameiginlega um litlu afkvæmin. Fílabörnin læra hvernig þau eiga aö haga sér meö því að fylgjast meö hegðun hinna eldri, hvaö þeir eiga aö óttast, hvaó þeir eiga að boröa, og hvar þeir eiga að finna mat, vatn til aö drekka og baöa sig úr. Moss heldur því jafnvel fram aö fílarnir læri aö leita skjóls í þjóðgörðum til aö varast veiöiþjófa, þvi þeir viröast vita nákvæmlega hvar mörk þjóögarö- anna eru. Þeir viröast jafnvel vita eftir hverju veiðimennirnir sækjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.