Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 22
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 „ W\er\æ-r faefur&u kc-yrt um þaé,oj5 ]po!s þur-Pí aí> lesa fyrir ^joKpró-P - J " Fyrir alia muni taktu ’ann því það stendur enn sem sagt var forðum: Hláturinn lengir lífið. HÖGNI HREKKVfSI Tvær nýjar bækur — og lífið í alheimi Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „f tveimur bókum, sem út komu rétt fyrir jólin, er vikið að þeim fræðum, sem ég hef lengst gefið mig við um ævina (og ýmsir aðr- ir), en það er um samband lífsins við stjörnurnar. Við, sem þessi fræði stundum, segjum: „Úr því að líf er á einni stjörnu, hlýtur það einnig að vera á öðrum hnöttum. Það er óhugsandi að allur heimur sólna, jarðstjarna og vetrarbrauta hafi skapazt til þess að vera ein ördeyða." En þessa röksemda- færslu ætla ég nú ekki að rekja lengra, heldur eru það hinar nýút- komnu bækúr, sem til umræðu eru. En þær hafa báðar að geyma, hvor með sínum hætti, nokkurs- konar andmæli gegn áminnztum fræðum. Önnur bókin, Um heima og geima, er eftir þann ágæta mann Þór Jakobsson veðurfræðing, sem mjög hefur leitazt við að vekja og fræða almenna lesendur um vís- indi, með stuttum og læsilegum greinum. Hann segir m.a.: „Helgi Pjeturss hélt því fram af mikilli sannfæringu, að víða í al- heimi leyndust vitsmunaverur, og gætu þær haft áhrif á okkur mennina ... Skoðanir hans voru stórkostlegar tilgátur, sem ekki verður hægt að sannprófa í bráð.“ Þetta er nú ekki svo afleitt, en þó er við þetta að athuga, að verk dr. Helga er, í grundvallaratrið- um, alls ekki tilgátur, heldur að- ferðir. Tilgátur koma þar fyrir — á það dró þessi vísindamaður enga dul — en undirstöðurnar eru sannaðar, eins og stjórnarmaður í Sálarrannsóknafélagi íslands og áhugamaður um fyrirburðafræði mun naumast geta verið i vafa um. Væru þau fyrirbæri ósönn, þá væri allt starf SRFÍ, og fyrir- burðafræðinnar (parapsychology) Dr. Helgi Pjeturss: „... verk dr. Helga er, í grundvallaratridum, alls ekki getgátur, heldur aðferðir." yfirleitt, einskis virði frá upphafi. — Hver efar, að hlutir eins og hugsanaflutningur, fjarskyggni, samskynjun eigi sér stundum stað? Ég spurði einn af foringjum andmælanna gegn þessum hlutum hér á landi að því á málfundi, hvort afstaða hans byggðist á sannfæringu. „Ég útiloka ekki neitt," sagði hann. Það getur enginn vafi á því leik- ið, að kenning Helga Pjeturss er leið til að rannsaka slík fyrir- brigði sérstaklega, og hin ýmsu fyrirbæri trúarbragðasögu og líffræði almennt. Og er ekki rétt að rannsaka? Og Pétur Sigur- geirsson biskup hefur nýlega sagt: „Frjáls hugsun og einlæg leit að raunveruleikanum og hinum sönnu verðmætum er undirstaða alls velfarnaðar." Hin bókin, sem kemur við sögu, er eftir dr. Matthías Jónasson, fyrrum prófessor, og nefnist hún „Eðli drauma”. Ég minnist fyrst á lítið atriði. Dr. Matthías gerir þá athugasemd þar sem hann skrifar um Hermann Jónasson skóla- stjóra á Hólum, að „hvergi minn- ist hann á draumkenning dr. Helga Pjeturss" — í skrifum sín- um um Njáludrauminn og „Ketil úr Mörk“. En þetta er af misskiln- ingi sprottið hjá Matthíasi, því að „Draumar" Hermanns komu út 1912, en Helgi byrjaði ekki að skrifa samfellt um draumakenn- ingu sína fyrr en um mitt ár 1914. Það er líka misskilningur hjá M.J., að hugmynd Hermanns um sögu- mann í draumi, eigi eitthvað skylt við kenningu Helga Pjeturss um draumgjafa. Sú kenning er vís- indaleg, hvernig sem á hana er Iit- ið, en hugmyndin um „góðan vin í draumi" er reynsluhugmynd sem fylgt hefur mannkyninu um aldir. Hún er eitt af því sem skýra þarf, en er ekki skýring sjálf. Einnig vil ég benda á, að það er ekki allskostar rétt hjá dr. Matthíasi að „draumarnir skiptist í tvær gerólíkar tegundir sam- kvæmt uppruna sínum og eðli“ (hinir glöggu draumar og missýn- ingadraumar). Það er einmitt hið gagnstæða, að draumategundir þessar renna saman á takmörkum, eins og líka vænta mátti, eftir eðli skýringarinnar. Matthías Jónasson segir enn- fremur: „Við mat á skýringu dr. Helga ber að hafa það hugfast, að hún er aðeins þáttur í miklu víð- tækari heimsfræði hans um vits- munaverur ...“ í alheimi. Þetta er vissulega alveg rétt fram tekið hjá Matthíasi, og sýnir, að hann er að byrja að taka fyrstu skrefin á afar langri leið. Ég óska honum góðrar ferðar og heimkomu." Hvenær er ljósatími götuljósa? (.urthjorg Ólafía Gísladóllir skrif K,-vri WlvaVandi tilkynningar eru lesnar í útvarpi, þar sem bílstjórar eru hvattir til Sem dæmi vil ég nefna, að núna haust kom þvílík þoka, að menn Sjálfvirkir ljósnemar stýra götulýsingunni Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri, skrifar 4. janúar: „í dálkum „Velvakanda" nýlega er fyrirspurn frá Guðbjörgu Ólafíu Gísladóttur um ljósatíma götuljósa. Rafmagnsveita Reykja- víkur sér um götulýsingu og lætur í té eftirfarandi upplýsingar: „Mestum hluta götulýsingarinn- ar á orkuveitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur er stýrt með sjálfvirku fjarstýrikerfi frá ljós- nema í bækistöð Rafmagnsveit- unnar í Ármúla, en afganginum er stýrt með sjálfstæðum ljósnem- um. Ljósneminn skynjar dagsbirt- una og kveikir á götulýsingunni þegar birtan fer niður fyrir ákveð- in birtumörk, en slekkur aftur á henni þegar birtan fer yfir þessi mörk. Dagsbirtan er mjög háð árstíma og veðurfari, en þoka og skafrenn- ingur hafa fremur lítil áhrif á dagsbirtuna, þótt þau geti haft mikil áhrif á skyggnið. Rafmagnsveitan hefur orðið við ósk lögreglunnar um að kveikja á götulýsingunni utan venjulegs lýs- ingartíma, þegar veðurfar hefur gefið tilefni til.“ Virðingarfyllst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.