Morgunblaðið - 20.01.1984, Side 3

Morgunblaðið - 20.01.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 35 blööunum er niöurdrepandi, dauöi og morö, t.d. í músíkinni er mikiö um alls konar vandamál, menn reyna aö mála allt sem svartast. En þaö er viss bjartsýni fólgin í því aö vilja skera sig úr. Aö klæöa sig og klippa og vera eins og lifandi skúlptúr er tjáning, tilraun til þess aö ná sambandi og aö fá viöbrögö fólks, kannski til aö vekja til um- hugsunar. Þetta er eins í listinni, allt er fariö aö snúast svo mikið um augnablikiö og aö skipta stööugt um hugmyndir, t.d. gjörningar, málverk málaö á 10 mínútum — síöan búiö, augnablikiö ræöur. Áöur sátu gömlu meistararnir tím- unum saman, unnu verkin sín fagurlega og af vandvirkni fyrir framtíöina. Kannski hefur listin alltaf verið til fyrst og fremst fyrir sjálfa sig, en þannig er þaö áreiö- anlega í dag. Aöalatriöiö er aö þú sért aö skapa og tjá eitthvað, og ekki hvort þaö er gott fyrir ein- hverja aðra, heldur hvort þér líkar þaö sjálfum. París, London og Reykjavík eru ólíkar borgir en þessi tjáning er sú sama. Ég hef mikiö stundaö tónleika, var t.d. hjá „Creal Obscure", einni af betri „underground-grúppunum" hér, þeir auglýsa ekkert og spila í anda nýju rokkbylgjunnar fyrir sjálfa sig og liöiö sem vill hlusta. Munurinn á löndunum er aöallega hjá áheyr- endum. Hér eru menn hressir og taka ríkan þátt í öllu, hreyfa sig og eru miklu óhræddari viö aö tjá sig eölilega í dansi heldur en heima. I Bretlandi er miklu meira um of- beldi, þar eru svo augljós vanda- mál og átök algeng." Kallarðu þig pönkara? Ne- -i, ég er bara ég sjálfur og hef gaman af þessu öllu saman. Já nú er hann byrjaður blessaöur þorrinn eina feröina enn. Aö sjálfsögöu bjóöum viö okkar landsþekkta þorrabakka,^^p( sem flestir þekkja Nú bjóöum viö heimsendingarþjonustu Já viö sendum þorramatinn í heimahús. Tilvaliö í veizluna hvort sem hún er af stærri eöa smærri geröinni og hægt er aö fá matinn í trogunum okkar góöu. Veröiö er ótrúlega lágt þaö er aö segja 390 kr. sem er hlægilegt verö miöaö viö gæöi. Á bökkunum okkar eru allir vin- sælu þorraróttirnir s.s. hvalur, hákarl, hangikjöt, rófustappa, sviöasulta, haröfiskur, lundabaggar, bringukollar, hrútspungar o.fl. o.fl. Að sjálfsögðu 'verður þorramaturinn á boðstólum hjá okkur í Naustinu, og það er ekki amalegt umhverfi til að snæða öll herlegheitin í y Pantiö nú tímanlega í síma 17758

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.