Morgunblaðið - 20.01.1984, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 49 fclk í fréttum Jackie Collins með Joan, stóru systur sinni. Konurnar í Hollywood bannfæra bók + Rithöfundurinn Jackie Coll- ins, litla systir leikkonunnar Jo- an Collíns, er kona, sem veit hvað hún vill. Hún er forrík, rík- ari en Joan, 09 frœg fyrir krass- andi bækur með beroröum lýs- ingum. Hún hefur auk þess skrifað fleiri handrit að annars og þriöja flokks kvikmyndum en nokkur önnur kona og fékk meira að segja komið systur sinni í tvær þeirra. Jackie hefur nú nýlega gefiö út bók, sem heitir „Hollywood-eig- inkonurnar" og þar er nú aldeilis ekki verið aö skafa utan af hlut- unum. Þar segir hún frá konun- um, sem eru ekki neitt nema fyrir þaö eitt, aö mennirnir þeirra eru frægir. Þegar þeir veröa svo leiö- ir á þeim og fá sér nýja þá enda þær sem taugasjúklingar eöa alkóhólistar. „Eg hitti þessar konur dag- lega. Þaö eina, sem þær hugsa um, er aö fá sína árlegu andlits- lyftingu, sinn daglega skammt af martini og eins mikla peninga og þær geta frá manninum sínum,“ segir Jackie. Fínu frúrnar í Hollywood eru aö sjálfsögöu ekki allt of hrifnar af bókinni og þess vegna hefur þeim tekist aö fá flest kvenfélög í borginni til aö lýsa bókina í bann. „Þaö er alveg stórkostlegt,“ segir Jackie. „Ég vissi ekki einu sinni aö þau væru til.“ Jackie segist hafa skrifaö bækur frá 17 ára aldri en hún er nú 42 ára, átta árum yngri en Joan. Hún á þrjú hálfuppkomin börn og vinnur viö skriftirnar heima í átta tíma á dag. Eigin- maður hennar heitir Oscar Lehr- man og er næturklúbbaeigandi. „Lucy“ ad skilja + Stormasömu hjónabandi þeirra Charlene Tilton, Lucy í Dallas, og kúrekasöngvarans Johnny Lee er nú lokiö. Charlene hefur formlega farið fram á skilnað fyrir rétti í Los Angeles og segir ástæöuna vera „langvar- andi ósamkomulag“. Charlene mun fá dótturina Cherish en Johnny fær hins vegar að hafa hana hjá sér ööru hverju enda segjast þau hjónin skilja sem vinir. + Louise Humperdinck, dóttir söngvarans Engelbert Humper- dinck, vill gjarnan sýna og sanna aö hún sé ekki bara pabbastelpa. Hún hefur leikiö í mörgum sjón- varpsmyndum og í næsta mánuöi byrjar hún að leika í nýjum sjón- varpsmyndaflokki vestra, sem á aö sýna vikulega í 76 vikur. COSPER Er eitthvað eftir af karamellubúðingnum, ég gleymdi að kaupa kítti. Þaö er bóndadagur í dag (og þorrinn byrjaður) Þorramatarbakkar: Hrútspungar hákarl lundabaggi bringukollar sviðasulta hvalur hangikjöt blóómör lifrarpylsa harófiskur rúgbrauö smjör Soönir sviöakjammar og rófustappa Helgarrétturinn 'Kryddleginn íambahryggur Kr. 160,— pr. kg Kynning á ORA vörum Athugið verslunartíma á laugardögum: Ármúla 1A kl. 10—14 Eiðistorgi 11 kl. 10—16 Opið til kl. 21:00 vrsA VörumarkaDurinn tif. J Meira fyrir minna ÁRMÚLA 1a EOSTORG111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.