Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Við erum stödd í veitingasal á efstu
hæð í kommahúsinu svokallaða, sem
er nýtt hús á gatnamótum Hverfisgötu
og Snorrabrautar. Þarna á bráðlega
að fara fram rökræðueinvígi milli
tveggja JC félaga á fyrsta félagsfundi
JC Reykjavíká þessuári. Fjöldi manns
er mættur til að fylgjast með einvíginu,
fólk úr hinum ýmsu aðildarfélögum
svo og gestir, því einvígið sem ætlað
er að þjálfa einstaklinginn í mælsku
og rökræðu er eitt af vinsælli viðburð-
um í því fjölþætta félagsstarfi sem fer
fram hjá JC félögunum, en að þessu
sinni var það JC Reykjavík, sem stóð
ffyrir rökræðueinvíginu.
KAPPRÆÐUEINVÍGI JC
LEIKRÆN TJÁNING
ÁTTI DRJÚGAN ÞÁTT í RÆÐUMENNSKUNNI
Texti: Hildur Einarsdóttír
w
ður en einvígiö hefst ætlar
fólk aó næra sig. Þaö er því
búiö aö leggja á borö, sem
standa í löngum rööum út frá há-
boröi, þar sem fundarstjóri, um-
ræðustjóri, dómarar og tímaveröir
og aörir emþættismenn sitja. En
sitt til hvorrar handar viö háboröið
hefur veriö komiö fyrir púlti,
standa þau skáhallt á móti hvort
ööru. Þaðan munu ræöumenn
heyja “oröahríö" sína.
Eins og á öllum öörum fundum
JC Reykjavík eru í upphafi þessa
fundar skipaóir embættismenn,
þ.e. fundarstjóri, fundarritari og
gagnrýnandi, en sá síöastnefndi
lætur í Ijós kosti og ókosti fundar-
ins í lok hans. Þá er lesin fundar-
gerö síöasta fundar, skýrsla
nefnda og embættismanna og
skýrsla stjórnar. Á eftir eru svo
umræöur um skýrslur. Loks er lýst
eftir sakamáli, en þaö er venja á
hverjum félagsfundi aö einhver fé-
laganna komi á framfæri kvörtun
um eitt eöa annaö, sem fara mætti
betur í félagsstarfinu, ef ástæöa
þykir til slíks. Þá er dómari skipaö-
ur í málinu. Aö þessu sinni kom
fram athugasemd þar aó lútandi,
aö félagsíundur væri þetta kvöld
hjá tveim aðildarfélögum innan JC,
þ.e. JC Reykjavík og JC Vík, sem
eingöngu er skipað konum. Var
Sverrir Hermannsson iönaöarráö-
herra á fundi hjá þeim síöast-
nefndu. Ég ætla ekki aö greina frá
dómsúrslitum, en get sagt aö rétt-
lætiö sat í fyrirrúmi.
Þaö var ekki fyrr en öllum
formsatriöum fundarins haföi veriö
fullnægt, aó keppendur komu í
salinn. Þaö voru þeir Guömundur
Tómas Gíslason félagi í JCR, garö-
yrkjumaður aö atvinnu, og Konráö
Eyjólfsson JC Nes, sem starfar
sem járnabindingamaöur. Þeir
komu í fylgd hvatningarmanna
sinna, en þaö er venja aö þátttak-
endur hafi sér við hliö einhvern af
félögum sínum meöan á undirbún-
ingi stendur, en í pontu standa þeir
einir.
Þeir sem hafa rétt til þátttöku í
kappræöueinvíginu eru félagar,
sem hafa mikla reynslu i félags-
starfi JC, svo og ræöumennsku-
og leióbeinendastörfum. Skipaöir
eru tveir umsjónarmenn keppninn-
ar, tveir dómarar, en keppendum
eru gefin stig fyrir frammistööu
sína, og þau atriði sem þar koma
til álita eru: upphaf ræðunnar,
hvernig hún er uppbyggö og undir-
búin, ræðutækni, málflutningur og
rökfesta, svör viö rökum mótherj-
ans, málfar og endir ræöu. Endan-
legur sigurvegari í þessu rökræöu-
einvígi fær farandbikar í verölaun,
þar sem nafn hans er skráö.
Umræðuefniö aö þessu sinni
var: „Á aö fækka og stækka býli
iandsins?“ Konráö mælti meö um-
ræóuefninu en Guömundur Tómas
mælti fyrir óbreyttu ástandi.
„Ég vil bjóöa í salinn þá Guö-
mund Tómas Gíslason og Konráö
Eyjólfsson," sagði umræöustjórinn
um leiö og hann tilkynnti aö nú
væri einvígiö aö hefjast og menn
klöppuöu ákaft. Þaö var spenna í
loftinu. Fyrstur tók Eyjólfur til máls
og haföi hann 7—8 mínútur til aö
flytja framsöguerindi sitt.
„Umræöustjóri, virðulegu dóm-
arar, háttvirtur andmælandi, góöir
JC félagar og gestir,“ mælti hann
viröulega en hóf svo upp raust sína
og haföi yfir eftirfarandi spakmæli:
„Bóndi er bústólpi, bú er land-
stólpi, því skal hann virtur vel. Svo
heldur hann áfram: „Viö skulum
ekki lengur sitja aögeróalaus og
horfa á hundruö þeirra flosna upp
af jöröum sínum, og hrekjast til
starfa í borg og bæjum, sem þeir
hafa enga unun af. Því skulum viö
standa saman og ráöast aö undir-
rótum meinsins og lækna þau hol-
undarsár sem bændastéttin ber í
dag.“ Síðar í framsöguræöu sinni,
sagöi Konráö:
„Þaö kann aö hljóma undarlega,
aö helsta lækning stéttarinnar sé
falin í fækkun hennar, en þaö er
bláköld staðreynd. Ég er ekki aö
tala um fækkun þeirra bænda,
sem meö eljusemi hafa náö aö
hokra á smábýlum sínum, ég er aö
tala um tómstundabændurna, sem
vinna fulla vinnu annars staöar en
reka lágmarksbýli til aö fá niöur-
fellingu aöflutningsgjalda, skatta-
ívílnanir og aögang aó styrkjum og
rýra kvóta allra hinna. (Þessi orö
sagöi Konráö af miklum þunga.)
Ég er að tala um útgeröarbænd-
urna (og hann nánast hrópar
þetta), sem hafa tekiö upp þann
útgeröarstíl aö róa á sjóöina.
Þessum mönnum á aö fækka.
Þessir bændur eru bændum verst-
ir“ (og aftur brýndi hann röddina
svo um munaði). Þannig hljómaöi
upphafiö af framsöguerindi Kon-
ráös, en hvaö segir Guömundur
Tómas?
„Djúpir eru íslands álar, en þó
munu þeir væöir vera.“ byrjar
Guömundur, og til aö leggja
áherslu á orö sín skyggnir hann til
meö hendinni. Leikræn tjáning átti
drjúgan þátt í ræöuhöldum þeirra
félaga. Einnig lögðu þeir áherslu á
orö sín meö tilþrifamiklum handa-
hreyfingum. „Þannig hugsun hefur
brotist um í hugum fyrstu tilvon-
andi íbúa íslands. Meö þetta vega-
nesti og nokkra bjartsýni á aö
þetta mætti takast, lögöu þeir á
hafiö. Hvaö höföu þeir meö sér?
Jú, fjölskyldur sínar og fylgdarliö
og auðvitaö blessuö húsdýrin. Þeir
ætluöu sér aö halda áfram að lifa í
fyrirheitna landinu. Aö aflokinni
siglingu yfir íslands ála komu þeir
til landsins. Þá var tekiö til viö aö
helga sér land og velja staói til
búsetu. Strax var ráöist í að reisa
byggingar yfir fólk og skepnur.
Auðvitaö ætlaöi þetta hrausta fólk
aö dvelja á íslandi ævilangt, og þá
var um aö gera aö búa sem best í
haginn fyrir framtíöina. Mikil upp-
bygging fylgdi í kjölfariö og eftir
ekki langan tíma var svo komið aö
fólk undi hag sínum svo vel, aö
ekki kom til greina aö yfirgefa
landiö, samanber hin frægu orö
vinar okkar á Hlíöarenda, með leyfi
fundarstjóra: Mikiö djöfull er hlíðin
smart, ég fer ekki fet, tilvitnun lýk-
ur.“ Fólkiö í salnum skellir upp úr.
Seinna í framsöguræðu sinni segir
Guömundur Tómas:
„Áfram liöu árin og aldirn- >g
byggðirnar efldust smám Sc. ian.
Þó liföum við erfið ár og aldir undir
áþján erlends valds i ríkum mæli.
Þá gátum við Islendingar ekki um
frjálst höfuö strokiö. Okkur voru
settar svo þröngar skoröur, aö
eitthvaö hlaut undan aö láta. Og
þaö varö raunin. Eymdin hélt inn-
reiö sína og alls kyns óáran fylgdi í
kjölfarið. Landflótti í stórum stfl.
Þaö hlaut aö taka enda þetta
eymdarástand. Meö góðra manna