Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 1

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 17. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 Prentsmiöja Morgunblaðsins Danmörk: Stjórnin komin með meirihluta á þingi? Við endurtalningu misstu jafnaðarmenn þingmann til Venstre Ali el Husseini, shíti, sem menntaður er við banda- ríska háskólann í Beirut, vottar hér Ann Kerb, ekkju Malcolm Kerrs, rektors skólans, virðingu sína. Tveir menn myrtu Kerr sl. miðvikudag og hafa samtök, sem kalla sig „Heilagt stríð", lýst víginu á hendur sér. Ef gert er ráð fyrir, að báðir Færeyingarnir og annar græn- lenski fulltrúinn styðji stjórnina eða verji hana falli, hefur stjórn Poul Schluters með stuðningi Rót- tæka vinstriflokksins þann lág- marksmeirihluta, sem nauðsyn- legur er á danska þinginu, eða 90 menn. Schlúter vildi ekkert annað um tíðindin segja en að þessi staða, sem nú væri komin upp, væri nokkurs konar „öryggisnet" fyrir stjórnina. Boðað var til kosninga í Dan- mörku vegna þess, að fjárlaga- frumvarpið var fellt en nú eru horfur á, að það nái fram að ganga óbreytt. Stjórnin mun því geta fylgt fram stefnu í öðrum málum en varnarmálum þar sem Róttæki vinstriflokkurinn er andvígur eldflaugaáætlun NATO. Jafnaðarmenn geta enn farið fram á allsherjar endurtalningu atkvæða og verður það ekki ljóst fyrr en þing kemur saman á þriðjudag. Kosningar eru ekki endanlega útkljáðar fyrr en þingið hefur lagt blessun sína yfir þær. Líbanon: Sjálfemorðsárásir á bandarísk skip? Tel Atít, Beirút, 20. janúar. AP. BANDARÍKJAMENN óttast, að sjálfsmorðsflugmenn reyni að steypa flugvélum sínum á bandari.sk her- skip undan strönd Líbanons og hafa því góðar gætur á öllum flugvélum í grennd við þau. Drúsar skutu í dag á stöðvar líbanska hersins og rigndi fallbyssukúlum og eldflaugum yfir Austur-Beirút. Sex bandarískar herþotur fylgj- Svipmynd frá öryggismálaráðstefnunni í Stokkhólmi. Efst fyrir miðri mynd er Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, en fyrir miðju neðst er George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. ast stöðugt með allri flugumferð nálægt bandarísku herskipunum við Líbanonsströnd vegna þess, að Bandaríkjamenn telja sig hafa ástæðu til að óttast, að sjálfs- morðsflugmenn reyni að steypa vélum fullum af sprengiefni á her- skipin. Var sagt frá þessu í ísra- elska sjónvarpinu í dag. Líklegast er, að hugsanlegir sjálfsmorðs- flugmenn reyni að fljúga í „rat- sjárskugga" farþegaflugvélar til að komast sem næst herskipunum óséðir. Varnarmálaráðherra Sýr- lands, Mustafa Tlass, sagði nýlega í viðtali, að sýrlenskir flugmenn eða aðrir kynnu að grípa til þessa ráðs til að refsa Bandaríkja- mönnum fyrir afskiptin af mál- efnum Líbana. Drúsar, sem Sýrlendingar styðja, héldu í dag uppi ákafri skothríð á stöðvar líbanska stjornarhersins og rigndi fallbyssukúlum og eldflaugum yfir Austur-Beirút þar sem kristnir menn búa. Líbanski herinn svar- aði skothríðinni. Lítið miðar í rannsókninni á morði rektors bandaríska háskólans i Beirút, Malcolm H. Kerr. Vitni hafa getað gefið nokkuð góða lýsingu á öðrum morðingjanna en ekki er enn vitað hverjir þeir eru. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, ítrekaði í dag and- stöðu sína við þjóðstjórn undir forsæti Gemayels, forseta. Kaupmannahofn, 20. janúar. Frá Ib. Björnbak, fréttariUra Mbl. DANSKA ríkisstjórnin er e.Lv. komin með þann lágmarksmeirihluta, sem þarf til að koma málum fram á þingi. í dag kom í Ijós við endurtalningu atkvæða, að jafnaðarmenn höfðu fengið einum manni meira en þeim bar og flyst þingsætið yfír til Venstre, eins stjórnarflokkanna. Það voru tæknileg mistök, sem | fyrr en í dag. Vegna þessa missa ollu því að jafnaðarmönnum voru reiknuð 100 fleiri atkvæði en þeim bar, og varð þetta ekki fullljóst jafnaðarmenn einn þingmann, hafa nú 56 en ekki 57, og Venstre fær einn í viðbót, hefur nú 22. Egyptar vilja ræða um aðild ('asablanca, 20. janúar AP. RÍKISSTJÓRN Mubaraks, Egypta- landsforseta, kvaðst í dag reiðubúin að veita viðtöku sendinefnd frá Samtökum múhameðstrúarríkja til að ræða þau skilyrði, sem sett eru fyrir aðild Egypta að þeim. Umræður á fundi Samtaka ríkja múhameðstrúarmanna snerust nær eingöngu um endurnýjaða að- ild Egypta að samtökunum og tók- ust þar á fulltrúar hófsamra ríkis- stjórna, sem voru hlynntir sáttum við Egypta, og herskárra, sem beittu sér gegn henni. Voru það einkum Sýrlendingar og Líbýu- menn, sem börðust gegn aðild Egypta, og vildu að þeirri hefð yrði haldið, að einróma samþykki þyrfti til. Hassan II, Marokkókon- ungur, brá þá á það óvenjulega ráð að bera aðildina undir atkvæði og voru þá 32 ríki hlynnt henni, sjö á móti og þrjú sátu hjá. Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, greiddi atkvæði með aðild Egypta. Egypska ríkisstjórnin kvaðst í dag vera reiðubúin til að taka á móti sendinefnd frá samtökunum og er búist við að nefndin fari strax til Kairó. Egyptar voru reknir úr Samtökum ríkja mú- hameðstrúarmanna árið 1980 eftir friðarsamningana við Israela. Leigjendur séu allsberir Houston, Teiu, 20. janúar. AP. LEIGJENDUM í 278 fbúða blokk í Houston í Texas hefur verið gert aö taka erfiða ákvörðun fyrir 1. mars nk. Annaöhvort verða þeir að ganga um naktir eða hypja sig út úr húsnæðinu. Ibúarnir verða að ganga um allsberir á ákveðnum stöðum í blokkinni. Til dæmis má enginn nota sundlaugina, gufubaðið og heitu pottana nema hann sé alls- nakinn og það sama gildir um félagsmiðstöðina. Astæðan fyrir þessum skilmál- um er sú, að leigumarkaðurinn í Houston er eitthvað hálflélegur nú um stundir og eigendur blokk- arinnar gera sér vonir um, að hún verði eftirsótt af strípaling- um. „Þeir sögðu okkur, að ef við vildum ná í póstinn, þá yrðum við að vera allsber og það sama gild- ir um sundlaugina," sagði einn leigjendanna, sem fyrir eru, en þeir eru að sjálfsögðu ævareiðir yfir afstöðu eigendanna. Stórveldin hafi nánara samband Stokkhólmi, 20. janúar. AP. ÖRYGGISMÁLARÁÐSTEFNUNNI í Stokkhólmi var fram haldið í dag og flutti utanríkisráðherra Rúmena ræðu og lagði fram ítarlegar tillögur um öryggis- og afvopnunarmál í Evrópu. Utanríkisráðherra Breta tók einnig til máls og skoraði á Sovétmenn að snúa aftur að samningaborðinu í Genf. Stefan A. Andrei, utanríkis ráðherra Rúmena, flutti mjög yf- irgripsmikla ræðu og voru tillögur stjórnar hans í 15 liðum. Sumar eru sóttar beint í tillögugerð Bandaríkjastjórnar, aðrar til Sov- étmanna og enn aðrar frá Rúmen- um komnar. M.a. er lagt til, að stórveldin hafi með sér náið sam- band svo að unnt verði að koma í veg fyrir stríð af slysni og einnig, að komið verði á kjarnorkuvopna- lausum svæðum í Evrópu. Rúmen- ar eru sjálfstæðari í utanríkis- stefnu sinni en önnur kommún- istaríki og þykja tillögur utanríkisráðherra þeirra um margt athyglisverðar. Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, flutti í dag ræðu og hvatti Sovétmenn til að taka aftur upp samninga í Genf um kjarn- orkuvopn. „Það er óhugsandi, að engar viðræður verði um kjarn- orkuvopn um ófyrirsjáanlegan tíma,“ sagði Howe. Sovétmenn slitu samningunum þegar NATO- ríkin tóku að setja upp varnar- flaugar í Vestur-Evrópu í desem- ber sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.