Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 5

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 5 Arinbjörn seldi í Cuxhaven ARINBJÖRN RE seldi í gær 114,9 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 3.112.700 krónur, meðalverð 27,09. Fleiri skip seldu ekki í gær og er verðið nú heldur lægra en það varð hæst fyrr í vik- unni. o INNLENT 1929 i EGILL VILHJÁLMSSON HF. lanaa; Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í dag: Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigríð- ur Gröndal ljúka burtfararprófi Miðfjarðarskersviti: Óákveðið með endurbyggingu Sinfóníuhljómsveit íslands heldur aukatónleika í Há- skólabíói klukkan 14.00 í dag. Þær Sigríður Gröndal og Sigrún Eðvaldsdóttir koma fram með hljómsveitinni að þessu sinni og Ijúka með því lokaáfanga burtfararprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Á efnisskrá hljómleikanna er Sinfónía í D-dúr eftir J.C.Bach, Exultate jubilate, mótetta eftir Mozart, Skosk fantasía fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Bruch og Aka- demískur forleikur eftir Brahms. Verð aðgöngumiða að hljóm- leikunum er kr. 150. Borgarnesi, 20. janúar. VITINN á Miðfjarðarskeri í mynni Borgarfjarðar er eini vitinn sem brotnað hefur niður undan brimi að sögn Aðalsteins Júlíussonar, vita- og hafnarmálastjóra, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í dag hvarf Miðfjarðarskersviti í miklu brimi fyrr í mánuðinum. Aðalsteinn sagði aðspurður að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær Miðfjarð- arskersviti yrði endurbyggður. Málið yrði tekið fyrir á fundi í Vitanefnd eftir hálfan mánuð og myndi skýrast upp úr því. Sagði hann að vitinn hefði verið byggður árið 1939 og hefði hann verið um 6 metrar á hæð. Þá sagði Aðalsteinn að hlutverk vitans hefði fyrst og fremst verið við innsiglinguna til Borgarness, en einnig hefði hann verið notaður til siglinga í fjarð- armynninu. - HBj. Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigríður Gröndal Áárunum 19ó5til 1975varFIATíforystuíframleiösluálitl- um bílum til almenningsnota. FLATbílar hlutu titilinn ,,bíll ársinsíEvrópu'' þrisvar sinnum ásexárum. FIAT124 áriö 1967, FIAT 128 áriö 1970 og hinn margrómaöi og sívin- sœli FIAT127 hlaut þennan eftirsótta titil áriö 1972. Nú er FIAT aftur kominn í forystusœtiö meö framleiöslu FIAT UNO, sem kjörinn hefurveriö bíll ársins 1984. Óhemjufé, tíma og fyrirhöfn var eytt í undirbúning oghönnun áöur en framleiösla hófst á þessum frábœra bíl. FIAT verk- smiöjurnar lögöu 700 milljónir dollara íþetta verkefni og hafa augljóslega variö þvífé skynsamlega því útkoman, sjálfur UNO bíllinn, er einstaklega vel hannaöur og er af sérfræöingum talinn vera e.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur veriö smíöaöur (' þossibly the best small car ever made"). \ Þó lof og hrós hlaöist á UNO bjóöum viö hann enn á sama frábœra veröinu. UNO er dýr og vandaöur bíll en vegna hagstœörar gengis- þróunar undanfarnamánuöi kostarhann ekki fleiri krónur en raun ber vitni. FIAT UNO 45, 3 DYRA FIAT UNO 45, ES, 3 DYRA FIAT UNO 45, SUPER, 3 DYRA OPIÐ LAUGARDAG 10—17 SUNNUDAG 13—17 kr. 219.000.- kr. 238.000,- kr. 249.000.- Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 FIAT TEKUR FORYSTUNA FRÁBÆRT FIAT-UNO-VERÐ Þingeyri: Atvinna með lak- ara móti Þingeyri, 20. janúar. ATVINNA hefur verið með lakara móti hér síðan fyrir jól og kemur tvennt til. Sléttanes- ið þurfti að fara í ábyrgðar- skoðun og var frá veiðum frá 30. nóvember til 7. janúar. Tregur afli var hjá Framnes- inu en síðan vikustopp hjá því í janúar vegna bilunar, en skipin eru nú bæði á veiðum. Sléttanesið sem fór út að- faranótt sunnudags er komið með 54 tonn af þorski sam- kvæmt viðtali við Bjarna Einarsson útgerðarstjóra. Framnesið, sem fór út á laugardag er komið með 85 tonn, þar af 60 tonn af karfa, en það er væntanlegt inn með aflann á mánudaginn. Hulda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.