Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 11

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 11 Einsog mer synist • • Gísli J. Astþórsson Skrifað stendur Fimm dálka grein á þremur tímum Næstum allar bækur af bókmenntalegum toga eins- og það heitir víst segja okkur eitthvað um höfund sinn. Stundum verður hann raunar einsog opin bók. Hérumbil hver einasta miðlungsgrein í dagblaði lumar líka á marktækum upplýsingum um þann sem þar stýrir penna. Það er naumast til svo lítilfjörleg skrudda né svo ómerkilegur langhundur í blaði eða tímariti að hann sé ekki ef grannt er skoðað einskonar ljósrit af höfundinum sjálf- um, misjafnlega skýrt að vísu og misjafnlega að- gengilegt og þarmeð líka misjafnlega læsilegt einsog segir sig sjálft. Við getum kallað fyrir- bærið fingraför mannsins sem hann skildi eftir sig þegar hann vann verkið, ell- egar við getum látið það heita slóðina úr pennanum hans eða úr ritvélinni hans; og sporrækt jafnvel stund- um allar götur af hinni prentuðu síðu og inní innstu hugarskot höfundar. Sum- um mönnum tjóir semsagt ekki að sverja fyrir króann. Sumir menn skrifa með hjartanu og aðrir skrifa með höfðinu, og enn ein manngerðin er jafnóspör á aðdróttanir og stóryrði og vafasamar fullyrðingar einsog á orðin sjálf sem hún ryður á pappírinn; og þessi manngerð skrifar einatt með klaufunum er ég hræddur um. Mér er samt næst að halda að nálega allir ungir höfundar skrifi með hjart- anu. Það gæti stafað af því að hjartað er fullt en höfuð- ið tómt. Ég segi þetta samt allsekki af meinbægni. En mér er spurn: Hvernig geta kornungar manneskjur ver- ið fullar af árum, fullar af lífsreynslu? Mér finnst það enda ljót- ur verknaður þegar verk ungra höfunda eru húð- strýkt á torgum. Hvað ligg- ur á? Ögn meira umburðar- lyndi og ögn meira lang- lundargeð kæmi varla að sök. Það gekk hér um árið dálítið áleitið amerískt dægurlag sem hét: „Be care- ful, it’s my heart". Það er einmitt lóðið. Og hann sæk- ir stundum á mig þessi lag- stúfur þegar ég verð vitni að opinberum bókaflengingum. En þó aldrei fremur en þá unga fólkið sem ber frum- smíð sína útá þetta sama torg er leitt undir vöndinn. Sumir menn skrifa ekki með hjartanu og ekki með höfðinu og raunar ekki einu sinni með klaufunum að heldur: þeir skrifa með klónum. Það er einsog menn haldi stundum að það sé í stakasta lagi að vera kjaft- for ef maður sé það bara á prenti, í stakasta lagi að beita lyginni fyrir sig ef maður klíni bara á hana prentsvertu, í stakasta lagi að koma ódrengilega fram ef maður gæti þess einungis vandlega að skýla sér bak- við dulnefnið eða nafnleys- ið. Sumir menn hafa það raunar að atvinnu sem kunnugt er. Þá hefur það vakið furðu mína að sumt fólk virðist aldrei taka sér penna í hönd nema það sé í afleitu skapi. Það býsnast og fjasar. Þó hygg ég að mörgum sem nenna að lesa þetta ólund- arpex hljóti að fara líkt og undirrituðum og skemmta sér konunglega. Plastum- búðir eru allt í einu orðnar uppfinning satans, hýðis- laus hrísgrjón stærsta böl mannkynsins og holuræfill í gangstétt i austurbænum birtist manni ár eftir ár í bréfadálkum dagblaðanna sem einskonar skriðdreka- gildra. Sumt fólk tekur sér aldrei penna í hönd til þess að fagna því (svoað eitthvað sé tínt til) hvað þetta þjóðar- kríli okkar sé lánsamt þrátt fyrir allt, hvað landið okkar sé fagurt og stórbrotið jafn- vel í klakaböndum, hvað krakkarnir séu hraustir og tápmiklir, nú eða þá bara hvað stúlkurnar hér oní Austurstræti séu fjári hýr- ar og snaggaralegar þóað þær séu að vísu í svipinn í þybbnara lagi í vetrar- hamnum. Hjá sumu fólki grúfir ei- líf þoka og súld yfir skrif- borðinu. Nú er ég ekki að gera því skóna nema síður sé að menn eigi aldrei að derra sig ofurlítið og vera með meiningar, og að það sé ævinlega sjálfsagður hlutur að taka því með þögn og þol- inmæði sem manni mislík- ar; og að jafnvel plastum- búðir eða hýðislaus hrís- grjón geti ekki verið efni í dálitla krossferð í skamm- deginu, þóað aldrei væri nema til þess að létta undir með fólkinu á blöðunum sem þarf að fylla þau dag eftir niðdimman dag. En hversvegna þessi org og óhljóð? Hversvegna að láta einsog heimsendir sé í nánd? Ég man eina kvensu sem fékk mjólkurhyrnur á heilann (mjólkurumbúðir hafa einhverra hluta vegna löngum verið uppáhalds- mæða svona fólks) og sem veinaði í lokin á einu bréf- inu sínu sem komst á prent að hyrnurnar gætu barasta farið beinustu leið til helvít- is. En svonalagaðan gaura- gang af ekki stærra tilefni kalla ég að skjóta flugur með fallbyssum. Svo er sú manngerðin sem herjar á dagblöðin, sem er þvílík hamhleypa við rit- vélina að hún getur hespað af fimm dálka grein í dag- blað á þremur klukkutím- um sem ég er hérna. Sumir menn sem ég þekki mundu aftur á móti biðja um þrjá daga og mættu samt hafa sig alla við að skila ritsmíð- inni á réttum tíma. Hríð- skotabyssurnar njóta þess hinsvegar furðuoft að þær eru í rauninni alls ekki fær- Djúpúðug ásjóna ar um að skrifa. Þetta hljómar einsog öfugmæli, en menn af þessu tagi hafa einfaldlega ekki hugmynd um hvað það er ótrúlega mikill vandi að tjá sig skammlaust á rituðu máli. Og þar af leiðandi sullast þeir bara áfram einsog hverjar aðrar jarðýtur. Pilturinn eða stúlkan sem skrifar fyrstu smásöguna sína gerir það á tveimur þremur klukkutímum, blessuð sálin, einsog að drekka vatn; og það heitir að andinn komi yfir menn. Þetta er svo hlægilega auð- velt, fyrsta stórsnjalla smá- sagan. En því meira sem menn skrifa sem eru ekki algjörlega sljóir fyrir blæ- brigðum stíls og máls því þyngri verður róðurinn þó- að hörmulegt sé frá að segja. Þeir kreista kannski hálfa setningu undan nögl- unum, hálfa málsgrein þeg- ar best lætur, á meðan nýgræðingurinn afgreiðir tvær þrjár síður í sakleysi sínu. Ög lykillinn að leynd- armálinu felst ef til vill f orðum erlenda rithöfundar- ins sem ég kann að hafa vik- ið að áður af svipuðu tilefni en sem ég leyfi mér samt að vitna í aftur. Maðurinn lauk löngum pistli til kunningja síns með þessum orðum: „Þú fyrirgefur hvað bréfið er langt, en ég hafði ekki tíma til að hafa það stutt." Hví er ég nú að skrafa þetta um bækur og skríb- enta? Ætli ég sé ekki bara að reyna að skrifa úr mér jólin. íslenska bókavertíðin fer óneitanlega dáltið í taugarnar á mér. Það eru öll þessi læti, allar þessar stimpingar. Þegar apparat- ið er komið á fullt er einsog maður sé kominn í hring- leikahús. En ég er alveg að verða búinn: rétt eitt eða tvennt sem mér liggur á hjarta ennþá. Sumir verða fullir af al-^ vöru þegar þeir hefja rit- störfin, ábúðarmiklir, stekkur ekki bros, rétt eins- og hvasseygi örninn með þjóðarrembingslega fasið í prúðuleikurunum. Aðrir brosa í kampinn eða gerast jafnvel gáskafullir og óstýrilátir. Þeir fyrrnefndu njóta samt tíðast meiri virðingar en brosmildu koll- egarnir, einkanlega kannski vegna þess að það virðist vera orðin nokkuð gróin skoðun í þessu harðbýla landi okkar að mönnum geti alls ekki verið alvara nema þeir séu brúnaþungir. Sigurður Nordal segir í ritgerð um Guðmund Þor- láksson (Prentsmiðja ísa- foldar, 1960): „Það hefur bjargað mörgum heiðurs- manni frá háska að vera svo leiðinlegur, að jafnvel freistingarnar forðuðust hann eins og heitan eld.“ Sigurður á hér að vísu við brennivínið, en einhverra hluta vegna skaut þessari setningu uppí kollinn á mér þegar ég fór að hugsa um djúpúðugu ásjónurnar. Svo þarf auðvitað ekki að minna á það að nú er komin fram kæra á hendur háð- fuglinum Dave Allen, sem með sjónvarpsskopi sínu um geistlegu stéttina hefur „misboðið trúartilfinning- um“ kærandans, einsog sagði í frétt hér í blaðinu. Og loks má minna á les- endabréfin í dálkum Vel- vakanda síðustu vikurnar þarsem bókinni „Látum oss hlæja“, sem kom út í jóla- sirkusnum, er fundið það helst til foráttu að brandar- arnir, sem þar er að finna um presta og preláta, ógni þeim ógnþunga virðingar- svip sem bréfritarar virðast leggja til jafns við guð- ræknisvip og finnst augljós- lega ómissandi á hverjum sönnum klerki. En það finnst mér skrýtin guðspeki. Eiga prestarnir ekki ein- mitt að vera manneskju- legir? Opið kl. Opið kl. 10 10 16 Vörumarkaðurinnht. 1 EIÐISTORG111 14 Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA 1a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.