Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Þankar um frétta-
miðlun í síðdegisboði
— eftir dr. Odd
Guðjónsson
í síðustu viku fóru hér fram við-
ræður á vegum utanríkisráðuneyt-
isins við Færeyinga um fiskveiði-
réttindi, sem þeir hafa haft um
nokkurra ára skeið samkvæmt
sérstökum samningi milli landa
okkar. Samningi þessum, sem í
upphafi var gerður 1972, hefur nú
verið sagt upp með tilskildum
fyrirvara af okkar hálfu vegna
hruns þorskstofnsins hér við land.
Er þetta talið nokkurt áfall fyrir
efnahag Færeyinga.
Samningur þessi og þó öllu
fremur annar samningur, sem
gerður var við Belgíumenn nokkru
síðar í september 1972, eru báðir
mjög merkilegir í sambandi við
hafréttarsögu íslands. Má jafnvel
segja, að samningurinn við Belga
hafi á þeim tíma í vissu tilliti ver-
ið hinn merkasti áfangi í baráttu
okkar fyrir útfærslu fiskveiðilög-
sögu okkar.
Þessar viðræður í Reykjavik
hafa orðið til þess að leiða hug
minn að hafréttarmálum, eins og
þau horfðu við á þeim tíma þegar
ég starfaði sem sendiherra í
Moskva. Tengjast þau sérstöku at-
viki, sm ég minnist nú öðru frem-
ur í sambandi við frétt um gerð
samningsins við Belgíumenn í
september 1972. Það skal strax
tekið fram til að fyrirbyggja mis-
skilning, að við í sendiráðinu í
Moskva höfðum ekki öðrum frem-
ur haft afskipti af landhelgismál-
inu. Starf okkar beindist að jafn-
aði meira að viðskiptamálum al-
mennt. Hins vegar leiddi það af
sjálfu sér, að sendiráðið kom á
framfæri við stjórnvöld í Moskva,
Búdapest, Búkarest, Sofia og síðar
í Berlín, margvíslegum upplýsing-
um frá utanríkisráðuneytinu
heima, um kröfur okkar og mál-
flutning í sambandi við útfærslu
fiskveiðilögsögu landsins. Þá er
þess að geta, að um þetta leyti var
ísland mjög mikið í sviðsljósi
frétta erlendis. Mörgum lék hugur
á að frétta af deilu okkar við Breta
og þar sem um þetta leyti voru
hátt á annað hundrað erlend
sendiráð staðsett í borginni, og
samgangur sendiráðsfólks mikill,
gafst okkur næstum daglega tæki-
færi til að túlka málstað okkar,
koma á framfæri upplýsingum eða
leiðrétta missagnir, sem nóg var
af. Tækifæri til þessarar iðju
fékkst líka í ríkum mæli í hinum
tíðu síðdegisboðum diplómata —
cocktailboðunum margumtöluðu.
Margir telja þau af hinu illa —
fastan fylgifisk (kvilla?) stjórnar-
erindreka, órjúfanlega tengd
„hinu Ijúfa lífi“, sem sé hlutskipti
þessa fólks. Ekki skal ég leggja
dóm á þetta, en stundum hef ég
jafnvel freistast til að kalla þetta
fyrirbæri, cocktailpartíin, „tæki-
færi til fréttamiðlunar eða vett-
vang skoðanaskipta". En sleppum
þessu.
Atvik það sem er tilefni þessara
þanka átti sér stað í einu af þess-
um tíðu síðdegisboðum. Mér höfðu
borist fréttir um samninginn við
Belgíu skömmu áður en ég fór í
þetta boð, en er þangað kom sá ég
belgíska sendiherrann, hr. Jacqu-
es Deschamps, á tali við Gunnar
Jarring, sendiherra Svía, ásamt
fleiri aðilum. Báða þessa menn
þekkti ég vel. Sá fyrrnefndi var
nágranni minn, en við Gunnar
hafði ég ánægjulegt samstarf og
naut stundum ráða hans. Hann
var um þetta leyti oft fjarverandi
úr borginni vegna sáttasemjara-
starfs á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í deilu fsraelsmanna og
araba. Ég gekk þegar til belgíska
sendiherrans, sagði tíðindin og lét
í ljós ánægju yfir að með samn-
Dr. Oddur Guðjónsson
„ÞaA má vera okkur íslend-
ingum minnisstætt að við
þessar aðstæður braust
Belgía út úr EBE-blökkinni
og gekk til samninga við
okkur — eitt landa banda-
lagsins."
ingnum væri stigið þýðingarmikið
skref í átt að lausn á miklu og
viðkvæmu deilumáli. Ekki gat ég
merkt hvort sendiherrann vissi
um þetta áður, en honum og öðr-
um viðstöddum virtist þykja frétt-
in merkileg.
Er hér var komið og nokkrir
fleiri höfðu bæst í hópinn kom til
okkar breski sendiherrann, sir
John Killick, síðar fulltrúi lands
síns hjá EBE í Bruxelles, ef ég
man rétt. Að sjálfsögðu þekkt-
umst við, ræddum saman eins og
aðrir stjórnarerindrekar ef fund-
um okkar bar saman í samkvæm-
um sem þessu, þrátt fyrir ágrein-
ingsmál landa okkar.
Þegar sir John bar að, sneri
hann sér beint að mér og sagði í
hálfgerðum galsa: „don’t shoot,
don’t shoot" (ekki skjóta, ekki
skjóta). Ég taldi, að hann gæti
verið óhultur, enda væri hr. Jarr-
ing, sáttasemjari Sameinuðu þjóð-
anna hér á milli okkar, svona til
öryggis. Endurtók ég síðan frétt-
ina um samninginn við Belga og
lét þess getið, að Bretum væri
hollt að kynna sér efni hans.
í framhaldi af þessum orða-
skiptum varð einhver viðstaddra
til að láta í ljós þá von, að nefndur
samningur leiddi til þess að til
sátta drægi í deilu okkar við
Breta. Á því varð að vísu löng bið,
því er hér var komið var 50 mílna
lögsagan enn á dagskrá og langt
til þess að lausn væri í sjónmáli.
Én nú kann einhver að spyrja:
Af hverju var þessi samningur við
Belga í september 1972 að mínu
áliti svo þýðingarmikill? í sem
stystu máli er skýringin þessi.
Skömmu áður, í júlí 1972, hafði
ísland gert samning við EBE
(Efnahagsbandalag Evrópu) sem
fól í sér bætta aðstöðu í sambandi
við útflutning til landa bandalags-
ins. En í þessu samkomulagi
fylgdi böggull skammrifi —
þ.e.a.s., hin svo kallaða „bókun 6“.
Hún kvað á um, að þessi bætta
aðstaða sem við kepptum að, væri
bundin því skilyrði, að ákvæði
þessarar bókunar yrðu í reynd við-
urkennd á fslandi. Á það var
aldrei fallist. Stefnan var frá upp-
hafi afdráttarlaus og án afsláttar.
Málið var því enn í sjálfheldu.
Það má vera okkur fslendingum
minnisstætt, að við þessar aðstæð-
ur braust Belgía út úr EBE-
blökkinni og gekk til samninga við
okkur — eitt landa bandalagsins.
Að mfnu áliti er þessi samningur
því merkur áfangi.
Nú er það að sjálfsögðu bæði
rétt og skylt að geta þess, með vís-
an til þess sem sagt er um viðræð-
urnar hér í upphafi, að þegar í
ágústmánuði 1972 samdi fsland
við Færeyjar um undanþágu til
veiða hér við land. Þess ber þó að
geta, að Færeyjar höfðu þá engin
tengsl við EBÉ, en Danmörk sem
verðandi meðlimur bandalagsins
stóð þá sem slíkur ekki að þessum
samningi við fslands. Með tilliti til
þess sem hér hefur verið sagt er
leitt til þess að vita, ef á engan
hátt er hægt að mæta óskum Fær-
eyinga í þeim viðræðum sem fram
verður haldið síðar í vetur. Þeir
eru vissulega alls góðs maklegir.
En hvað er nú með samninginn
við Belgíumenn? Er skemmst frá
því að segja, að honum hefur ekki
verið sagt upp. Skilst mér, að þeg-
ar í upphafi hafi þannig verið um
hnútana búið, að veiðiheimildir
þær sem þar er gert ráð fyrir, hafi
verið bundnar við tiltekin skip
(litla togara), sem munu nú meira
eða minna úr sér gengnir og hætt-
ir veiðum. Málið virðist því sjálf-
leyst. Er gott til þess að vita, því
samningurinn við Belga var á sín-
um tíma drengskaparbragð í
okkar garð, auk þess sem líta
verður á hann sem mikilvægan
áfanga í langri baráttu okkar.
Að lokum þetta: Síðdegisboðin
margumtöluðu, séu þau notuð til
fréttamiðlunar, eru vissulega ekki
alltaf af hinu illa, finnst mér.
Oddur Guðjónsson rar íður sendi-
herra íslands íMoskru.
Borgames:
Ovenjumikið
atvinnuleysi
Borgarnesi, 19. janúar.
ÓVENJUMIKIÐ atvinnuleysi er
nú í Borgarnesi. 13. þessa mánað-
ar voru 36 manns á atvinnuleys-
isskrá, 7 karlar og 29 konur. Kon-
urnar unnu flestar í sláturhúsinu í
haust. Atvinnuleysi þekktist ekki
hér í Borgarnesi fram á allra síð-
ustu ár, en tvo til þrjá undanfarna
vetur hefur verið nokkurt atvinnu-
leysi hjá konum eftir lok sláturtíð-
ar. í vetur virðist það vera með
meira móti auk þess sem nokkrir
karlmenn ganga nú um án vinnu.
Atvinnumálanefnd Borgar-
ness stendur þessar vikurnar
fyrir fundahöldum um atvinnu-
mál í hreppnum. Fyrsti fundur-
inn af fimm sem fyrirhugaðir
eru var haldinn síðastliðið
þriðjudagskvöld. Viðfangsefni
fundarins var að ræða matvæla-
iðnaðinn sem er ein stærsta at-
vinnugreinin í bænum og hafði
Egill Einarsson efnaverkfræð-
ingur framsögu. Ýmsar ábend-
ingar um úrbætur og möguleika
til aukningar í matvælaiðnaði
komu fram á fundinum. Næsti
atvinnumálafundur er fyrir-
hugaður 31. janúar næstkom-
andi og verður þá fjallað um
verslun og þjónustu. Umsjón
með þeim fundi hefur nefnd
undir formennsku Eyjólfs Torfa
Geirssonar.
HBj.
Bókasafn Þorsteins
Þorsteinssonar
— eftir Pétur
Þorsteinsson
Vegna skoðanaskipta á síðum
blaðsins dagana 12. og 13. þ.m.
varðandi ráðstöfun og varðveislu á
bókasafni, sem tengt er nafni
Þorsteins Þorsteinssonar fyrrver-
andi sýslumanns Dalamanna, þyk-
ir undirrituðum rétt að taka fram
eftirfarandi:
Naumast fer á milli mála að
Dalamenn hafa þá skoðun að um-
rætt bókasafn ætti að varðveitast
og notast í Dalasýslu.
Ástæðan til að ekki hefur komið
fram opinberlega sú skoðun, sem
Sigurbjörn Sveinsson læknir setur
svo skilmerkilega fram í grein
sinni, er að minni hyggju sú, að til
þessa tíma áttu Dalamenn þess
ekki kost að varðveita umrætt
safn á sæmilegan hátt. Sá mögu-
leiki virðist nú í sjónmáli.
Að svo stöddu þykir ekki ástæða
til að hafa hér um mörg orð, en
fyllstu þakkir vil ég færa Sigur-
birni Sveinssyni fyrir hans fram-
tak að vekja þessa umræðu. Um-
ræðu, sem sýnist eingöngu orka til
þeirrar áttar að betur verði búið
að þessu bókasafni.
Þá ber að leiðrétta þá missögn i
viðtali blaðsins við herra Pétur
Sigurgeirsson, biskup, að Sigur-
björn hafi sagt að bókasafnið lægi
undir skemmdum. Sigurbjörn seg-
ir þvert á móti, að sá orðrómur
muni eflaust „dylgjur einar".
Hvað varðar samlíkinguna við
handritamálið, sem herra biskup-
inn segir ekki hægt að taka alvar-
lega, þá sýnist mér hún harla góð.
Hún vísar einmitt til huglægrar
þýðingar málsins fyrir Dalamenn,
og gæti verið marktæk röksemd í
umræðum sem miða að lausn við-
kvæms álitamáls.
Heilladrýgst má ætla, að mál
þetta yrði ekki um sinn flutt frek-
ar í fjölmiðlum. En hverjar sem
ákvarðanir eða lyktir verða, skal
þeirri skoðun lýst yfir, að safn-
gripir eigi að öðru jöfnu best
heima í þeirri byggð sem rætur
liggja til og verði þar flestum til
mestra nytja. Má í því sambandi
vitna til gagnmerkra byggðasafna
í heimahéruðum, þar á meðal í
Dalasýslu.
Pétur Þorsteinsson er sýslumaður
lialamanna.
Hrólfur Sveinsson:
Hart lögmál, Hallur
Mikið hefur mér alltaf þótt
ranglátt, að menn séu beittir
sektum eða annarri refsingu
fyrir að brjóta lög sem þeim leið-
ist að halda.
Ef ég er á móti einhverjum
lögum, þá finnst mér alveg
sjálfsagt að brjóta þau og óþol-
andi frekja að við því sé amazt.
Lagaverðir og aðrir embættis-
menn, sem láta framferði mitt
afskiptalaust, tel ég að séu menn
að meiri og allrar virðingar
verðir; ég tala nú ekki um ef
ráðherrar eru svo heilbrigðir að
mæla með slíkum lögbrotum. Og
mikið sýnir það vel hversu full-
komið og spillingarlaust þjóðfé-
lag blómgast á landi hér, að eng-
um forsætisráðherra kæmi til
hugar að krefjast afsagnar ráð-
herra síns, sem hefði lýst því yf-
ir í áheyrn alþjóðar, að hann
bryti lög sem færu í taugarnar á
honum, að hann myndi halda því
áfram, hvað sem hver segði, og
teldi það sjálfsagt. Þetta sannar
að hér búa frjálsir menn í
frjálsu landi, þó kannski yrði
það kallað hneyksli í örgustu
lögregluríkjum.
Þær skynsamlegu raddir hafa
heyrst, og reyndar frá hærri
stöðum, að réttast sé að afnema
lög sem reynslan sýni að þó
nokkuð margir hafi að engu, sé
þeim látið haldast það uppi.
Raunar ætti að vera óþarfi að
afnema lög sem ekki er gengið
eftir að sé Mýtt. En ef að er gáð,
má einnig líta svo á, að óþarft sé
að afnema þau ekki. Og ástæðan
til þess að ég færi þetta í tal er
sú, að ein eru þau lög í landi hér,
sem ganga þvert á mínar einka-
hvatir, svo ég tel einboðið að þau
verði afnumin; enda er þar um
að ræða lög, sem flestallir lands-
menn brjóta sí og æ, eins og líka
sjálfsagt er, fyrst þeim leiðist að
halda þau. En þessi lög kallast
umferðarlög. Ég er sem sé ekki
einn um að telja það óþolandi
skerðingu á frelsi einstaklings-
ins að mega ekki aka á 100 km
hraða hvar sem er og hvenær
sem er, ef mér sjálfum býður svo
við að horfa. Það vita líka allir,
að þeir sem sætta sig ekki við
svokallaðan hámarkshraða í um-
ferðinni, eru í yfirgnæfandi
meirihluta. Það er því ljóst, að
lög þessi eru andstæð hugsjón-
um frelsis og lýðræðis, og þess
vegna ber að afnema þau og við-
urkenna rétt hvers manns til að
aka svo hratt sem honum sjálf-
um sýnist.
Mér þykir orðið tímabært að
vara við þeim öfgamönnum sem
vilja eitra allt mannlíf með boð-
um og bönnum, eins og frændi
minn Helgi Hálfdanarson, sem
vill banna allan akstur nema í
fyrsta gír, og dæma alla Sunn-
lendinga í tukthús fyrir að segja
ta-ga og lá-da, en ekki ta-ka og
lá-ta eins og hann sjálfur og fá-
einir aðrir Sauðkræklingar.
En hvað sem því líður, verður
þess vonandi ekki langt að bíða,
að alþingi nemi hin óraunhæfu
og ranglátu lög um akstur úr
gildi, eða einhver ráðherrann
geri það fyrir fólkið að slá yfir
þau pennastriki, sem væntan-
lega kemur að sama gagni.