Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum Pat og IRA-liðsforingjans.
GISL
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Höfundur: Brendan Behan.
Þýðandi: Jónas Árnason.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Stjórn og útsetning tónlistar: Sig-
urður Rúnar Jónsson.
Leikmynd og búningar: Grétar
Reynisson.
Leikstjóri: Stefán Raldursson.
Sýningarstaður: Leikfélag Reykja-
víkur.
Ósjálfrátt heilsaði ég Karli
Guðmundssyni þar sem hann
stóð í anddyri Iðnó á leið minni
inná frumsýningu Leikfélagsins
á Gísl Behans. Og á leiðinni á
prívatið rekst ég á Kjartan
Ragnarsson hvítklæddan og
undarlegan í hátt. Það var ekki
fyrr en ég var sestur að kviknaði
á perunni, að ég sá að leikurum
hafði verið dreift um sali Iðnað-
armannahússins. Þeir voru
meira að segja á gangstíg sem
var hengdur milli sviðs og efri
svala. Þá skutust þeir innan úr
fatageymslu upp og niður af
sviði um dyr sem venjulega eru
ætlaðar leikhúsgestum. Sá sem
hefir hannað þetta alltumlykj-
andi svið heitir Grétar Reynis-
son, góðkunningi úr nemenda-
og alþýðuleikhúsi. Snjöll lausn
sem leikstjórinn Stefán Bald-
ursson hlýtur að bera nokkra
ábyrgð á því hún er í samræmi
við þann vinnuhátt sem er við-
hafður almennt í sýningunni.
Má segja að sýning Leikfélags-
ins á Gísl Brendan Behans ein-
kennist af vinnulagi, sem miðar
umfram allt að því að hverfa frá
uppstilltu stofudrama þar sem
leikararnir eru njörvaðir niður
líkt og vaxmyndir á safni, að
einskonar sirkus þar sem trúð-
arnir jafnvel stökkva útí sal og
línudansarar svífa yfir sviði.
Þannig eru leikararnir á stöð-
ugri hreyfingu og sjaldan kyrrð
og friður á sviðinu nema helst
þegar gíslinn Leslie Williams
ræðir í einrúmi við elskuna sína
Teresu.
En öllu má nú ofgera og þótt
býsna gaman hafi verið að fylgj-
ast með ærslunum á sviðinu
svona fram eftir sýningu þá
fannst mér eins og ólætin tækju
yfirhöndina eftir hlé. Þá er engu
líkara en aðstandendur sýn-
ingarinnar missi stjórn á sér og
fari að syngja í tíma og ótíma
líkt og í kabarett. Vafalaust get-
ur leikstjórinn rökstutt þessa
vinnuaðferð þannig, að hann sé
hér að lýsa þeirri upplausn sem
verður í lífi lausafólksins í
gamla leiguhjallinum í Dublin,
frá og með því andartaki er ljóst
verður að breska hermanninum
sem þar gistir sem gísl írska lýð-
veldishersins, verður engrar
undankomu auðið. Þar með rétt-
lætist sú vinnuaðferð að láta
fólkið brjálast í lokaatriðinu. En
hefði ekki mátt leggja meiri
áherslu á hið harmræna í þessu
atriði í stað þess að leysa málið
með ólátum?
Satt að segja fannst mér að
hefði mátt stytta verkið veru-
lega og jafnvel nema staðar við
hlé þegar ljóst er að írski
lýðveldisherinn vill gíslinn feig-
ann. En hér er kannski ekki við
leikfélagsfólkið að sakast, frem-
ur höfundinn sem yrkir textann
kringum ’60. Nú eru aðrir tímar
og váleg örlög snerta lítt áhorf-
endur herta í eldi fjölmiðlafárs-
ins. (Liggur við að þurfi að taka
börn og gamalmenni í gíslingu
til að hreyfa við samvisku
okkar.) Ég held að snerti okkur
frekar sú kímni sem umlykur
textann og sá léttleiki sem er yf-
ir öllu mannlífi á sviðinu. Það er
raunar orðið næsta sjaldgæft að
sjá á sviði verk sem endurspegla
mannlífið í allri sinni margræð-
ni. Gísl er eitt þeirra verka sem
lýsa þannig mannlífið úr öllum
áttum en einblína ekki bara á
eina grunnhugmynd (concept)
líkt og nú tíðkast.
Það er í rauninni kraftaverk
hversu vel leikurunum hjá Leik-
félagi Reykjavíkur tekst að sam-
sama sig þessum margræða
veruleika Behans. Það er eins og
blessað fólkið hafi ekkert fyrir
því að hverfa inn í heim leigu-
hjallsins í Dublin þar sem Pat
einfætti ræður ríkjum. Meira að
segja gíslinn Leslie Williams
hverfur áreynslulaust Inn í
þennan notalega frjálslega Iðnó-
heim. Aðeins einni persónu,
IRA-liðsforingjanum, sem
Þorsteinn Gunnarsson leikur, er
ætlað að standa fyrir utan þenn-
an ídealiseraða heim hórkarla og
gleðikvenna. Því miður bregst
Þorsteini bogalistin — aldrei
þessu vant. Að mínu mati yfir-
leikur hann hér og skapar því
ekki nægilega spennu með komu
sinni. Leikstjórinn hefði átt að
leggja meiri áherslu á að IRA-
liðsforinginn væri yfirvegaður,
spenntur og innhverfur. Annars
hverfur hann inn í hringdansinn
á sviðinu.
Ég veit ekki hvort er ástæða
til að minnast á aðra leikendur
svo jafngóð var frammistaða
þeirra. Þó fannst mér eins og
Hanna María Karlsdóttir í hlut-
verki Miss Gilchrist næði óvenju
sterkum tökum á áhorfendum.
Annars er ungfrú Gilchrist ótæk
sem persóna frá hendi höfundar.
Hér er eiginlega um margar
persónur að ræða er gegna sama
nafni og virtust sumar kitla
heldur betur hláturtaugar
áhorfenda. En svo ósannfærandi
er þessi persóna að mér fannst
hún nánast leysa lokaatriðið upp
í marklaust fliss og ekki bætti úr
skák að Jóhanni Sigurðarsyni í
hlutverki gíslsins tókst ekki að
rífa sig fullkomlega út úr þess-
um skrípaleik — dauðadæmdum
manninum — enda kannski ekki
til þess ætlast af leikstjóra. Gísli
Halldórsson var hins vegar
næsta sannfærandi sem Pat
leiguhjallsstjóri. Hann var
sannfærandi vegna þess hve
blæbrigðarík túlkunin var og í
samræmi við þann vinnuhátt að
lýsa á mannlífið á sviðinu frá
sem flestum hliðum. Má segja að
Gísl hafi verið þyngdarpunktur-
inn sem lausafólkið í leiguhjall-
inum snerist um. Á hann má líta
sem tákn þess frelsishers sem ír-
ar áttu skilið, en gat af sér
óþokka á borð við IRA-liðsfor-
ingjann sem Þorsteinn Gunn-
arsson leikur. Við hlið Pats
stendur svo eins og klettur kona
hans, Meg, sem Margrét Helga
Jóhannsdóttir túlkar áreynslu-
laust.
Mikill söngfugl Margrét og
raunar einstakur hljómur sem
barst af sviði Iðnaðarmanna-
hússins síðastliðið fimmtu-
dagskveld. Hljómur sem Diddi
fiðla á stóran þátt í en ekki virð-
ast þeir Kjartan Ragnarsson,
Harald G. Haralds og Gísli Hall-
dórsson síðri á hljóðfærin. Það
er synd að ekki var hægt að hafa
frekara taumhald á söngnum og
trallinu er leið á kveldið, því
þessi þáttur sýningarinnar var
með afbrigðum vel af hendi
leystur, sömuleiðis hljómaði
þýðing Jónasar Árnasonar á
texta Behans ljúflega. Þó fór
hinsvegar í mínar fínustu taugar
sá vinnuháttur að yngja textann
og vera að troða járnfrúnni í
tíma og ótíma inní handritið.
Hin sjónræna hlið sýningarinn-
ar snýr ekki að deginum í dag og
því þá í ósköpunum að snúa text-
anum að núinu. Það er forvitni-
legt fyrir okkur sem nú lifum að
skyggnast inn í heim hinnar
írsku þjóðar eins og hann var
fyrir tveim tugum ára. Það er
alger óþarfi að rífa göt á þá
heimsmynd með útúrsnúningum
á texta Behans. Kannski er þetta
smáatriði en er ekki oft svo að
lítil þúfa veltir stóru hlassi. Æ,
annars, ég var rétt búinn að
gleyma honum Daníel Williams-
son sem lýsti sviðið af stakri
snilld. Hann átti stóran þátt í
þeirri írskættuðu stemmningu
sem ríkti þrátt fyrir al)t í Iðnó
síðastliðið fimmtudagskvöld.
Attræður:
Páll Scheving
V estmannaeyjum
Páll Scheving frá Vestmanna-
eyjum er áttræður í dag. Eins og
hann skeiðar um götur í stíl við
suðaustan 10—12 þykir manni
ekki undarlegt að hann hafi verið
í hópi mestu stökkvara landsins á
fyrri áratugum þessarar aldar, en
Páll var snarpur íþróttamaður og
þótti snemma liðtækur á þeim
vettvangi. Hann var einn af stofn-
endum Knattspyrnufélagsins Týs
í Vestmannaeyjum árið 1920. Há-
stökk, 800 m hlaup, 100 m hlaup og
langstökk voru hans greinar. Þar
var hann í flestum greinum í hópi
beztu íþróttamanna landsins. f
stuttri afmæliskveðju til Páls vil
ég leggja áherzlu á kappið sem
honum hefur ætíð búið í brjósti,
kappið að taka strikið og sigra.
Þannig hefur hann alla tíð verið
sérlega baráttuglaður og gengið
hispurslaust til leiks og hvergi
hopað og slíkur hefur baráttuand-
inn verið að stundum hefur nær-
stöddum þótt nóg um, en hvort
sem menn eru á sama máli og slík-
ir menn eða ekki er ekki hægt
annað en hrífast með, taka þátt í
leiknum og gefa keppninni tæki-
færi. Aldrei hefur Páll lumað á
skoðunum sínum og þótt hann
hafi verið harðsvíraður Týrari
alla tíð síðan 1920 hefur hann ekki
síður verið harðsvíraður sjálf-
stæðismaður, eitilharður kosn-
ingamaður upp á gamla móðinn,
þar sem aðeins var til tvennt í
þeim efnum. dagur eða nótt.
Kafli úr viðtali sem ég átti við
Pál í Þjóðhátíðarblað Vestmanna-
eyja fyrir nokkrum árum lýsir vel
kappinu sem kempunni er í blóð
borið, en þar segir:
„Upp úr 1919 þrengdist um tíma
fyrir æfingar, en þó var það árið
1929 sem ég náði beztum árangri í
hástökkinu, stökk þá stativið á
enda, því það var ekki borað nógu
langt fyrir pinna. Hæðin var ekki
mæld en hefur verið um 185 cm.
Eldspýtustokkur var fyrst settur
ofan á til þess að hækka og hann
var fyrst settur á hlið. Ég fór yfir
það og þá voru stokkarnir settir
upp á rönd og ég fór yfir. Þá var
gripið til þess að setja karamellur
ofan á eldspýtustokkana, en þegar
þær voru orðnar tvær tolldi stöng-
in ekki lengur. Alls fékk ég um 20
verðlaunapeninga, þann fyrsta
1923 og það var Villi Brans sem
bjó hann tii, forláta peningur."
„Hvað var hæsta mælda stökk-
ið?“
„Hæsta mælda stökkið mældi ég
sjálfur, en ég gat gengið undir
þverslána með þverhönd ofan á
höfðinu án þess að koma við. Figgi
sagði að þetta væru að minnsta
kosti 190 og ég fór það með velti-
stílnum."
„Hvernig kom veltistíllinn til?“
„Árið 1925 var ég á skemmti-
göngu úti í Hrauni í snjó, en datt
og kom niður á hnéð. Þá meiddist
ég þannig að ég varð að taka upp
veltistílinn og það gekk ljómandi
vel. Árið eftir keppti ég á móti í
Reykjavík í hástökki, 100 m
hlaupi, langstökki og 800 m
hlaupi. Ég byrjaði á 100 m og lenti
í riðli með ósvaldi Knudsen,
Kristjáni Gestssyni og öðrum
þeim fljótustu. Ósvaldur vann en
við Kristján hlutum sama tíma.
Ég fékk þó ekki að fara í úrslitin,
en það var nú ekki það eina. í há-
stökkinu var tilkynnt að það
mætti vera frjáls aðferð svo ég
notaði veltistílinn, en þegar dóm-
arinn sá hvað mér gekk vel og
virtist ætla að bera sigur úr být-
um þá fór hann að kvarta við mig
yfir stílnum, en hann dró taum
eins Reykjavíkurliðsins, og ég
gerði þau mistök að rjúka upp og
spyrja hvort ég ætti þá ekki bara
að hætta keppni. Dómarinn kvað
já við og ég hætti, en alla tíð síðan
hef ég séð eftir því að hafa tekið
þessa ákvörðun í stað þess að láta
reyna á hver endalokin yrðu í
keppninni."
Páll Scheving setur óumdeilan-
lega svip á þar sem hann fer um,
harðskeyttur og óbifanlegur ef því
er að skipta, en undir niðri slær
mjúkt hjarta og hlýtt, vinur vina
sinna og vaskur í framgöngu fyrir
þann málstað sem samvizkan býð-
ur honum að halda á lofti. Páll er
sérstæður kyndilberi, megi gæfa
og gifta fylgja honum, megi suð-
austan 12 gneista af f£*si hans
lengi enn.
Ámi Johnsen
Áttræður er í dag, laugardaginn
21. janúar, Páll Scheving frá
Hjalla, Vestmannabraut 57 í Vest-
mannaeyjum. Hann er fæddur í
Vestmannaeyjum. Hefur dvalið
þar alla ævi. Unnið sitt lífsstarf
þar og bjó allan sinn búskap í Eyj-
um með sinni ágætu konu, Jón-
heiði Steingrímsdóttur, en hún er
látin fyrir nokkrum árum.
Páll er rafvirki að mennt og
stundaði það starf framan af ævi
bæði hjá Rafveitu Vestmannaeyja
og víðar en gerðist á tímabili út-
gerðarmaður og gerði út m/b
Fylki sem þá var stærsti báturinn
í Eyjum, fyrst í félagi við aðra en
síðar einsamall, en hætti þeirri út-
gerð eftir nokkurt árabil og réðist
þá sem verksmiðjustjóri hjá Lifr-
arsamlagi Vestmannaeyja og sá
um rekstur þess fyrirtækis um
áratuga skeið við mjög góðan
orðstír.
Páll Scheving hefur alla tíð tek-
ið mjög virkan þátt í félagslífi
byggðarlagsins. Var einn af stofn-
endum knattspyrnufélagsins Týs
er það var stofnað fyrir rúmlega
60 árum og átti lengi sæti í stjórn
þess. Og það er einmitt á þeim
vettvangi sem leiðir okkar lágu
fyrst saman, er svo vildi til að við
urðum báðir þátttakendur í 800
metra hlaupi á þjóðhátíð Vest-
mannaeyja. Þá var enn ekki farið
að hlaupa á hringbrautinni í daln-
um heldur hófst hlaupið við Há-
stein og endaði inni í Herjólfsdal,
þar sem hátíðarhöldin fóru fram
og beið mannfjöldinn þar mjög
spenntur eftir því hver kæmi
fyrstur í mark en til hlauparanna
sást ekki fyrr en rétt áður en
hlaupinu lauk. Er hlaupið var um
það bil hálfnað atvikaðist það svo
að við Páll urðum samsíða nokk-
urn spöl og vildi sjáanlega hvorug-
ur gefa eftir. Hann hljóp þá fyrir
sitt félag, Tý, en ég fyrir Þór og
mun metingur okkar sennilega
hafa stafað af því fyrst og fremst
að við hlupum þar hvor fyrir sitt
félag. En þrátt fyrir allan remb-
inginn varð hvorugur okkar fyrst-
ur að marki heldur einn af félög-
um hans úr Tý. Mér er þetta atvik
ávallt minnisstætt þar sem þetta
voru fyrstu kynni mín af afmælis-
barninu. En kynni okkar áttu svo
sannarlega eftir að verða iengri og
nánari en þessi fáu augnablik í
umræddu hlaupi því segja má að
við höfum hlaupið samhliða í
starfi okkar fyrir Sjálfstæöis-
flokkinn í Vestmannaeyjum um
nær fjörutíu ára skeið. Milli okkar
þar var um ekkert kapphlaup að
ræða heldur mjög náið og einlægt
samstarf, sem aldrei bar skugga á
þá fjóra áratugi sem það stóð.
Páll gerðist snemma virkur fé-
lagi innan Sjálfstæðisflokksins.
Var hann fljótlega kosinn formað-
ur Sjálfstæðisfélags Vestmanna-
eyja og gegndi hann því embætti
um nokkurt árabil og síðar for-
mennsku í fulltrúaráði sjálfstæð-
isfélaganna þar eftir að það var
stofnað. Kjörinn var hann í bæj-
arstjórn í kosningunum 1954 og
átti sæti þar um átta ára skeið,
einmitt þau ár sem mest umsvif
voru þar og mjög virkur og sér-
stakur forystumaður orkumála
sem formaður rafveitunefndar. í
framboði til Alþingis var hann
einnig-1959 sem 5. maður á lista