Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 ftovtQm Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöl innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Stöðva verður eyðsluskuldasöfnun Brezka blaðið Economist birti nýlega frétt um skuldugustu þjóðir heims. Brazilía og ísland reyndust skuldugustu ríkin; Brazilía ef miðað var við heildarskuld burtséð frá öðrum efna- hagsstærðum, ísland ef mið- að var við erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Löng erlend lán vóru 15.200 m.kr. eða 33,8% af þjóðar- framleiðslu 1978, er Alþýðu- bandalagið hélt innreið sína í stjórnarráðið, en 32.000 m.kr. eða 60% af þjóðarframleiðslu er stjórnaraðild þess lauk. Erlendar skuldir nær tvöföld- uðust á þessu tímabili sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Viðskiptajöfnuður íslands við umheiminn var hagstæð- ur 1978, er Alþýðubandalagið settist á valdastóla. En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 1979 reyndist viðskiptahall- inn 435 m.kr., 1980 1.538 m.kr., 1981 3.226 m.kr., 1982 5.847 m.kr. og 1983 (áætlað) 1.150 m.kr., en þá var snúið við blaði, enda ný ríkisstjórn setzt að völdum. Samtals var viðskiptahalli íslands við um- heiminn tæplega þrettán þús- und m.kr. 1979—1983. Óðaverðbólga og röng efna- hagsstefna á þessum árum þrýsti undirstöðuatvinnuveg- um út í kviksyndi taprekstrar og skuldasöfnunar. Tap- rekstri atvinnuvega og þjóð- areyðslu umfram þjóðartekj- ur var haldið uppi með er- lendum lántökum, sem áður en lauk kröfðust fjórðungs útflutningstekna þjóðarinnar í greiðslubyrði. Þessi greiðslubyrði hefur, ásamt samdrætti þjóðartekna þriðja árið í röð, þrengt mjög kjarastöðu fólks. Slæm rekstrar- og skulda- staða atvinnuvega og óða- verðbólga, sem blasti við í upphafi liðins árs, stefndi fjölda fyrirtækja, einkum í sjávarútvegi og framleiðslu, í stöðvun og atvinnuöryggi þúsunda fólks í hættu. Það var við þessar aðstæður sem ný ríkisstjórn greip til strangra efnahagsaðgerða. Tilgangur þeirra var fyrst og fremst sá að ná niður verð- bólgu, sem skekkt hafði sam- keppnisstöðu íslenzkrar framleiðslu, skapa stöðug- leika í efnahagslífi og skilyrði fyrir nýrri atvinnuuppbygg- ingu. Síðar á árinu kom í ljós að vandinn var mun stærri en fyrir var vitað. Fiskifræð- ingar settu fram nýjar niður- stöður um hrunhættu þorsk- stofns. Ráðgerður þorskafli 1984 er helmingi minni en hann var fyrir aðeins tveimur árum. Þegar þess er gætt að sjávarútvegur leggur til þrjá fjórðu af útflutningsverð- mætum þjóðarinn má ljóst vera, hvert reiðarslag þetta er fyrir þjóðarbúskapinn og þessa undirstöðugrein, sem bjó fyrir að verulegum tap- rekstri. Fyrri stjórnvöld höfðu ekki gætt þess að laga veiðisókn fiskiflotans að veiðiþoli helztu nytjafiska. Það var alvarleg yfirsjón. Fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun og frumvarp að lánsfjárlögum 1984 verða meðal fyrstu mála sem Al- þingi fær til meðferðar, en það kemur nú saman til starfa. Það er yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að draga verulega úr erlend- um lánum í ár, þann veg, að skuldastaðan út á við versni ekki. Samkvæmt lánsfjár- áætlun, sem fyrir þingi ligg- ur, var ætlunin að taka ein- ungis 4.500 m.kr. ný lán 1984, en til samanburðar vóru er- lend lán, reiknuð á sama gengi, 8.150 m.kr. 1982, á síð- asta heila ári fráfarinnar rík- isstjórnar. Þetta brýna markmið dregur að sjálf- sögðu úr framlögum til fram- kvæmda, en er óhjákvæmi- legt með hliðsjón af skulda- söfnun og óráðsíu genginna ára. Fjárlög ársins gera og ráð fyrir því að ríkissjóður taki til sín 2.200 m.kr. minni skatttekjur en verið hefði að óbreyttum skattalögum frá 1982, síðasta heila ári Al- þýðubandalagsins í ríkis- stjórn. Þessar aðhaldsaðgerð- ir koma að sjálfsögðu hvar- vetna niður í ríkisbúskapn- um. Ýmsum finnst raunar of skammt gengið í niðurskurði ríkisútgjalda. Hinn almenni launamaður, sem axlað hefur verulegar byrðar herkostnað- ar gegn verðbólgunni og sæt- ir nú, margur hver, óvissu um atvinnu vegna aflabrests, gerir þær kröfur til ríkis- búskaparins að hann axli sinn hlut í minnkandi þjóðar- tekjum. Skuldastaða þjóðarinnar út á við er einn höfuðþáttur erf- iðleikanna. Eyðsluskulda- stefnu verður að linna. Þess- vegna horfa fjárfestingar- og lánsfjáráætlun og frumvarp að lánsfjárlögum 1984 til réttrar áttar. Vextir lækka í dag: Innlánsvextir um vextir af útlánum Bankastjórn Seðlabankans hef- ur ákveðið að lækka vexti frá og með 21. janúar 1984. Nemur lækkun ávöxtunar um 6% á óverð- tryggðum innlánum og um 6,6% á óverðtryggðum útlánum. Tilefni lækkunarinnar er sú mikla hjöðn- un verðbólgunnar sem átt hefur sér stað, en í samanburði við verð- bólgu og tekjuþróun eru vextir nú mun hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum. Raunvextir hafa m.ö.o. hækkað verulega. Þessar uppiýsingar koma fram í frétt frá Seðlabanka íslands. Þar segir ennfremur: Framfærsluvísitala nú í janúar er 0,7% hærri en í desember síðastliðn- umogbyggingarvísitalaO,l% hærri. Þessar tölur styrkja nýíegar spár um að verðbólga sé enn að hjaðna. Hækkun lánskjaravísitölu verður t.d. aðeins um 0,5% hinn 1. febrúar næstkomandi. Á fimm mánuðum frá 1. september sl., er straumhvörf Innlánsstofnanir fá nokkurt svigrúm til vaxtaákvarðana urðu í þróun lánskjaravísitölu, verð- ur hækkun hennar þá 8,1%, sem jafngildir tæplega 21% á ári. Spár, sem m.a. byggja á forsendum fjár- laga, benda til að verðbólga verði enn minni á næstunni. Engu að síð- ur er erfitt að meta verðbólgustig líðandi stundar og ekki sízt þá verð- bólgu, sem mestu skiptir í sambandi við vexti, þ.e.a.s. þá sem fyrirtæki og einstaklingar reikna með, þegar teknar eru ákvarðanir um fjármál. Við vaxtabreytinguna nú er miðað við að verðbólgustigið sé nálægt 15%, enda þótt nýjustu verðmæl- ingar og spár bendi til að það sé nokkru lægra. Auk lækkunar almennra vaxta eru nú gerðar aðrar breytingar á 6% og um 6,6% vaxtamálum. Er í fyrsta lagi um það að ræða að breyta reglum um vísi- tölubindingu lána þannig að hún nái einkum til samninga til langs tíma, Sem skref í þá átt hefur verið ákveð- ið að lánstími verði að vera 1 lÆ ár hið minnsta til að binda megi höfuð- stól við vísitölu, en fram að þessu hefur styttri lánstími verið leyfður, eða allt niður í 6 mánuði. Vextir slíkra lána, sem verið hafa 2,0%, eru jafnframt hækkaðir í 2 V2 %. í öðru lagi hefur verið ákveðið að veita innlánsstofnunum nokkurt svigrúm til eigin vaxtaákvarðana í þeim tilgangi að þær reyni að halda rekstrarkostnaði niðri af samkeppn- isástæðum og bjóði sparendum hag- stæð ávöxtunarform. Með þessu er stigið fyrsta skref í átt til meira frjálsræðis um vaxtaákvarðanir. Innlánsstofnunum er nú leyft að auglýsa önnur kjör en tilgreind eru í vaxtaauglýsingu Seðlabankans á sparifé, sem þundið er í minnst 6 mánuði. Innlánsstofnanir ákveða þá einnig sjálfar, og hver um sig, önnur atriði varðandi þetta sparifé, svo sem hvort það verður geymt á bók, reikningi eða í skírteini, hvort til- tekin skal lágmarksinnstæða o.s.frv. Um þau innlánsform, sem tilgreind hafa verið í vaxtaauglýsingu Seðla- bankans, gilda eftir sem áður ákveð- in kjör, og á allar tegundir útlána eru sem fyrr sett vaxtahámark. Loks ber að nefna, að innláns- stofnunum er nú leyft að ákveða sjálfum, hvaða kjör skuli vera á viðskiptum, sem þær eiga sín á milli. Millibankaviðskipti hafa verið mjög lítil hér á landi, en eru snar þáttur í peningakerfi nágrannalandanna og nauðsynlegur þáttur á frjálsum pen- ingamarkaði. Millibankamarkaður miðlar fé milli stofnana, sem búa við mismunandi sveiflur í lausafjár- stöðu, t.d. vegna viðskipta við grein- ar sem háðar eru árstíðum. Má segja að hér á landi hafi Seðlabankinn gegnt þessu miðlunarhlutverki að verulegu leyti með innlánsbindingu og umfangsmiklum endurkaupum, og að nokkru leyti einnig með því að greiða allháa vexti af frjálsum inn- stæðum á viðskiptareikningum inn- lánsstofnana við bankann. Vaxtabreyting 21. janúar 1984. Nafnvextir á ári % Frá 21/1/84 B reyt. 21/1/84 F yrir 21/9/83 B reyting alls frá 21/9/83 Vrltiinnlán 5,0 - 5,0 27,0 - 22,0 Almennar sparibækur 15,0 - 6, 5 42,0 - 27,0 3ja mán. sparireikn. 17,0 - 6,0 45,0 - 28,0 12 m«ín. sparireikningar 19,0 - 6,0 47,0 - 28,0 Hlaupareikningslán 18,0 - 5. 5 39,0 - 21,0 Endurseljanleg lán, Ikr, 18,0 - 5, 5 33,0 - 15,0 V íx la r 18, 5 - 5, 5 38,0 - 19,5 Skuidabréf 21,0 - 6,0 47,0 - 26,0 Vanskilavextir 30,0 - 9,0 60,0 - 30,0 Metin ávöxtun Veltiinnlán 3,3 - 3,4 18,0 - 14,7 Almcnnari sparibaekur 15,0 - 6, 5 42,0 - 27.0 3ja mán. sparireikningar 17,7 - 6,6 50, 1 - 32,4 12 mán. spa rireikninga r 19,9 - 6,7 52,5 - 32,6 Hlaupa reikningslán 21,7 - 6,8 49, 5 - 27,8 Endurseljanleg lán, Ikr. 19,4 - 6,4 37,7 - 18,3 Vixlar 20,7 - 7, 1 48, 1 - 27,4 Skuldabréf 22. 1 - 6,7 52,5 - 30,4 Vanskilavextir 30.0 - 9,0 60,0 - 30,0 1) Forsendur fyrir metinni ávöxtun: Vextir eru faerðir á sparireikninga tvisvar á ári. Reiknað er með að yfirdráttur á hlaupareikningi sé að jafnaði 7 5% af yfirdráttarheimild. Um vixla er tekið daemi af forvöxt- um 1 tvo mánuði. Reiknað er með að gjalddagar skuldabréfa séu tveir á ári. Ég vil helst vera í friði heima hjá mér „ÉG GÆTI sálast á morgun en samt hef ég hvorki í dag né nokkurn tíma haft samviskuvit út af framkomu minni við þetta fólk. Ég hef aldrei skipt mér neitt af því, aldrei rifist við það eða gert á hlut þeirra á nokkun hátt.“ Það er Gríma Guðmundsdóttir, til heimilis að Þingvallastræti 22 á Akureyri, sem er að tala um sam- býlið þar í húsinu. Eins og frægt er orðið hefur langvinnum málaferlum húseigenda þar lyktað með því að Hæstiréttur ákvað að sambýlisfólk Grímu skuli víkja úr íbúð sinni. Það var aðeins fyrir lagni fógetafulltrúa á Akureyri sl. þriðjudag, að hægt var að komast hjá valdbeitingu í út- burði, sem þar átti að fara fram. Gríma hefur síðan um jól leitað sér læknishjálpar í Reykjavík. Hún býr á heimili dóttur sinnar í höfuð- borginni og þar hittu Morgun- blaðsmenn hana. Hún sagði þá, að hún efaðist um að „sisvona sé til annars staðar. Mér hefur alltaf lit- Rætt við Grímu Guð- mundsdóttur, eiganda hluta hússins að Þing- vallastræti 22 á Akureyri ist illa á þetta mál og það hefur ekkert breyst núna“. — Ertu ákveðin í að flytja heim aftur þegar læknismeðferð þinni er lokið hér í Reykjavík? Langar að vera heima „Mig langar auðvitað að vera heima hjá mér á meðan ég get. Þarna hef ég búið í yfir þrjátiu ár og hef ekki viljað flytja, þótt ástandið væri ekki gott. Við byggð- um þetta hús, maðurinn minn sál- ugi og ég, og heimilið mitt og bær- inn minn eru mér kær. Ég er búin að vera á Akureyri í hálfa öld. Það var alltaf í friði og ró. Svo aeldum við hluta hússins um 1969 og það gekk allt vel — þangað til það komu nýir móteigendur." — Var sambýlið aldrei í lagi eftir það? „Ja, það gekk allt vel fyrsta árið. Ég skipti mér aldrei neitt af þessu fólki, bauð því bara góðan daginn og þessháttar. En ég leigði gamalli konu í kjallaranum, hún var búin að vera hjá mér í sautján eða átján ár. Hún var rekin úr vaskahúsinu, þar sem hún var að þvo úr sloppum og peysum upp á gamla móðinn. Sjálf notaði ég aldrei vaskahúsið því ég var með þvottavél uppi á efri hæð- inni hjá mér. Hún var rekin úr vaskahúsinu, sagt að halda kjafti og fara bara á gamalmennahæli. Hún fór bara að gráta, gamla konan, og spurði mig hvað hún ætti að gera. Hún vildi bara fá að þvo einn dag í viku. Mér fannst að það hlyti að vera í lagi og talaði um það við eigin- manninn á neðri hæðinni, ég átti jú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.