Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 Minning: Sigurbjörg Björns- dóttir Deildartungu Tímans straumur líður fram óstöðvandi. Háöldruð merkiskona er nú horfin í djúp hans, ein þeirra sem neyttu krafta sinna í árdaga þessarar aldar til að hefjast upp og lyfta um leið umhverfi sínu, landi og þjóð, vinna ræktunarstörf í bestu merkingu þess orðs; draga fólkið upp úr hversdagslegu vol- æði og sinnuleysi, leita sífellt hærri markmiða. Sigurbjörg í Deildartungu and- aðist í Sjúkrahúsinu á Akranesi 12. janúar 97 ára að aldri. Hún var fædd á Löngumýri í Skagafirði 18. nóvember 1886, dóttir Soffíu Björnsdóttur og Björns Bjarna- sonar síðar bónda í Brekku, sem þá var ekkjúmaður. Foreldrar hennar giftust bæði síðar. Þau Björn og Soffía voru bæði bókhneigð og fróðleiksfús og minnug með afbrigðum og höfðu mikla frásagnargáfu. Kom snemma í ljós að dóttirin var gædd þessum hæfileikum í ríkum mæli. Var það mál þeirra sem sögðu Sigurbjörgu til undir ferm- ingu að skarpgreindari unglingi hefðu þeir ekki kynnst. Fyrir framan mig liggur gulnuð pappírsörk. Það er bréf, sem Sig- urbjörg hefur skrifað föður okkar vestur yfir Vötnin 30. janúar 1906. Þá var hún tvítug að aldri. Þar segir svo meðal annars: „ ... því hafi ég sterka þrá til nokkurs, þá bendir hún mér ætíð á hið sama markmið (þekkinguna) og gjörir hana mjög eftirsóknarverða í aug- um mínum, en ég er of ósjálffær til að komast fram á svo torsóttri og vandfarinni leið.“ í bréfinu kemur annars skýrt fram sú ást og ræktarsemi þessar- ar ungu stúlku við foreldra sína og systkini, sem ætíð sannaðist alla hennar löngu ævi. Hins vegar á hún í sálarstríði og er ósátt við umhverfi sitt og það sem þar er í boði. Sterk og sívökul er löngun hennar til að láta reyna á hæfi- leikana, brjótast úr viðjum van- ans, en til þess skorti flest föng. Þó fór svo að þetta sama ár hleypti Sigurbjörg heimdraganum og fékk inngöngu í lýðskóla Sig- urðar Þórólfssonar á Hvítárbakka í Borgarfirði. Þar dvaldist hún tvo vetur til 1908, og á þeim slóðum biðu hennar mikil örlög og fram- tíðarsaga. Að loknu námi hélt Sigurbjörg aftur norður í Skagafjörð og var þar kennari næstu vetur í sveitun- um vestan Héraðsvatna. Þá dvald- ist hún að nokkru hjá foreldrum mínum og hálfsystrum sínum, var kennari þeirra og fyrirmynd og treysti ættarböndin við föður sinn og fjölskyldu hans. Það átti þó ekki fyrir Sigur- björgu að liggja að dveljast lang- dvölum í Skagafirði. Á Hvítárvöll- um hafði hún vakið eftirtekt fyrir gáfur og gjörvuleika og þar hafði hún kynnst ungum efnismanni, sem réð þá fyrir búi aldraðrar móður og stóð til arfs að einu stærsta höfuðbóli í Borgarfirði. Það var Jón Hannesson í Deildar- tungu. Árið 1913 sótti hann brúði sína norður í Skagafjörð. Að norðan fylgdu Sigurbjörgu Soffía móðir hennar sem dvaldist hjá henni til dauðadags og börn hennar tvö, ennfremur kom suður nokkru seinna yngsta systirin úr barnahóp föður hennar sem síðan ólst upp í Deildartungu og dvald- ist þar til fullorðinsára. Það var mikið í fang færst fyrir unga stúlku, ókunnuga heimilis- háttum og umhverfi að setjast í gamalgróið stórbú og taka við allri stjórn þess innan étokks með öllu sem því fylgdi. En það kom brátt í ljós að húsfreyjuna í Deild- artungu skorti hvorki hug né dug í vandasamri stöðu, enda hafði hún eignast afbragðs mann sem studdi hana dyggiiega. Samtaka héldu þau uppi reisn staðarins alla stund með ærinni útsjón og at- orku. Jón í Deildartungu gerðist einnig forystumaður í málum sinnar sveitar og sýslu og húsmóð- irin aðflutta aflaði sér vinsælda og virðingar heimilisfólks, nágranna og sveitunga. En mörg voru árin erfið og daglega störf óþrjótandi. Einhvern veginn fann þó Sigur- björg tíma til lestrar og fylgdist vel með því sem gerðist. Þekk- ingarleitin var henni alltaf jafn eftirsóknarverð og hún var sífellt að læra, ekki minnst af samskipt- um við háa jafnt sem lága í hversdagslífinu. Þeim Sigurbjörgu og Jóni varð átta barna auðið sem upp komust, hið niunda misstu þau ungt. Sár harmur var þeim hjónum kveðinn er sonur þeirra, Sveinn Magnús, lést eftir skamma legu, efnispiltur mikill 17 ára að aldri. Mér verður ávallt í minni bréfið, sem Sigur- björg skrifaði okkar þá norður. Það var henni líkt, hóglátt, hlýtt og æðrulaust, en þó skein úr orð- unum sami sigurviljinn sem ávallt einkenndi hana. Hún lét ekki bug- ast hvorki gagnvart sorg né dauða og mér hefur síðan verið ljóst, hvilík hetja þessi kona var. Jón í Deildartungu dó 1953 eftir 40 ára sambúð þeirra hjóna, en Sigurbjörg dvaldist enn um sinn hjá sonum sínum í Deildartungu. Síðustu árin bjó hún í skjóli barna sinna í Reykjavík og naut óbrigð- ullar umhyggju þeirra til hins síð- asta. Hún var ótrúlega ern and- lega og líkamlega, en varð fyrir slysi síðastliðið sumar og var þá ljóst hvert stefndi, en lífsþróttur- inn var ótrúlega mikill og þvarr síðar en við mátti búast. Næstum heil öld er afar langt æviskeið á mælikvarða okkar jarðarbarna. Margar kynslóðir koma og fara. Hvernig fer um þá fáu, sem lifa allan þennan aldur við breytileg kjör? Sigurbjörg Björnsdóttir fylgdi tímanum alltaf undra vel. Hún var svo laus við fordóma í elli sinni, hafði svo átakalausan skiln- ing á breytingum hið ytra í þjóð- lífinu og nýjum lífsháttum fólks að margir langtum yngri máttu blygðast sín. Henni fannst for- sjónin stýra öllu harla vel. Per- sónuleg reynsla hennar náði yfir langan tíma. Hún var hafsjór af fróðleik og unun var að hlýða á frásagnir hennar. En mat hennar á mönnum og tímum var öfgalaust og raunsætt. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég votta systur minni þakkir. Við sáumst aðeins einu sinni áður en ég var tvítugur og hún fimm- tug, en oft eftir það. Mér fannst þó barni og unglingi að stóra systir væri mér stundum furðulega ná- læg, þó að fjöll og heiðar væru á milli okkar. Hún sýndi í ótal mörgu umhyggju fyrir ungum bróður af annarri kynslóð. Ég veit að við öll systkin hennar höfum sömu sögu að segja. Hún var okkur öllum vinur, ráðgjafi og hjálparhella, þegar til þurfti að taka. Öll dvöldum við í hennar húsum, lengur eða skemur. Margir óskyldir sem henni stóðu nærri á vettvangi lífsins nutu hjá henni skjóls og verndar. Það munaði um Sigurbjörgu, þegar hún tók að sér málsvörn fólks sem stóð höllum fæti í lífinu, og það varð margt á langri leið. Launi nú guð henni að verðleik- um og megi ættjörðin eignast margar slíkar dætur. Andrés Björnsson Frú Sigurbjörg Björnsdóttir frá Deildartungu lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 12. janúar slíðastliðinn. Hafði hún legið þar í nokkra mánuði eftir að hún varð fyrir því óhappi að fót- brotna við fall á gólfinu heima hjá sér. Sigurbjörg Björnsdóttir var fædd norður í Skagafirði 18. nóv- ember 1886, dóttir Björns Bjarna- sonar bónda á Löngumýri og Soffíu Guðbjargar Björnsdóttur. Hún átti nokkur hálfsystkin, yngstan þeirra Andrés Björnsson útvarpsstjóra. Sigurbjörg gekk ung á Hvítárbakkaskóla hjá Sig- urði Þórólfssyni. Eitt sinn var nemendum þaðan boðið að Hvann- eyri. Var þá Sigurbjörgu falið að flytja ræðu fyrir hönd þeirra. í hópi Hvanneyringa var þá ungur Borgfirðingur, Jón Hannesson frá Deildartungu. Varð hann mjög hrifinn af ræðu Sigurbjargar og þetta varð upphaf að kynnum þeirra. Þau kynntust 10. maí 1913. Mikið jafnræði var með þeim hjónum Jóni Hannessyni og Sig- urbjörgu Björnsdóttur. Jón var framfarasinnaður félagshyggj- umaður og foringi sveitunga sinna á flestum sviðum. Hann var lengi hreppsnefndaroddviti og formað- ur ungmennasambandsins. Sigur- björg var mikil gáfukona og fé- lagshyggjumanneskja. Kvenfélag Reykdæla var stofn- að 8. júlí 1928, og var Sigurbjörg fyrsti formaður þess. Gegndi hún því starfi í 23 ár. Hún var einn aðalhvatmaður að því, að gefið var út handskrfað blað „Gróður". Var það lesið upp á fundunum og varð mjög vinsælt. Sigurbjörg var í fyrstu sambandsstjórn borgfirska kvenna (1930). Hún var þá féhirðir og sat í stjórn til 1944. Á 25 ara afmæli sambandsins árið 1956 var hún kosin heiðursfélagi. Börn þeirra Jóns og Sigurbjarg- ar eru: Hannes, rafvirki í Reykja- vík, Björn, bóndi í Deildartungu, kvæntur Unni Jónsdóttur. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Vigdís, skólastjóri Húsmæðra- skólans á Varmalandi og síðar Húsmæðrakennaraskóla Islands, Soffía Guðbjörg, kennari, Ragn- heiður, gift Birni Fr. Björnssyni, fyrrum sýslumanni í Rangárvalla- sýslu og Guðrún, gift Helga Þór- arinssyni framkvæmdastjóra í Reykjavík. Eina dóttur misstu þau unga, og einn sonur þeirra, Sveinn, lézt 1939, 17 ára að aldri. Hann dó úr botnlangabólgu og varð þeim mikill harmdauði. Eftir lát manns síns 1953 bjó Sigurbjörg nokkur ár með Andrési syni sínum í Deildartungu. Árið 1967 fluttist hún til Soffíu dóttur sinnar á Kaplaskjólsveg í Reykja- vík og bjó þar með henni og Sigur- björgu dóttur hennar. Sigurbjörg náði mjög háum aldri og bar ellina frábærlega vel. Ég var í veizlu, sem afkomendur hennar héldu henni á níræðisaf- mæli hennar 18. nóv. 1976. Var hún þar hrókur alls fagnaðar. Síðastliðinn vetur varð hún fyrir áðurnefndu óhappi. Hún var flutt á Landsspítalann og gerð að- gerð á henni þar, en þar sem hún átti lögheimili í Deildartungu, varð að flytja hana upp á Akra- nes. Fékk hún þar þá beztu þjón- ustu, sem hægt var að veita henni, og börnin hennar skiptust á um að heimsækja hana. En það smá dró af henni, unz yfir lauk. Anna Bjarnadóttir Hinn 12. janúar lést Sigurbjörg Björnsdóttir, húsfreyja frá Deild- artungu á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi 97 ára. Með henni er gengin ein af merkiskonum þessarar þjóðar, sem skilur að baki sér mik- ið starf og hugljúfar minningar hjá öllum, sem áttu því láni að fagna að þekkja hana. Sigurbjörg fæddist hinn 18. nóvember 1886 á I>öngumýri í Seyluhreppi í Skaga- firði. Móðir hennar var ógift vinnukona, Soffía Guðbjörg Björnsdóttir bónda á Keldum í h'ellshreppi og víðar Gíslasonar, en faðirinn Björn Bjarnason, þá bóndi á Löngumýri en lengst á Brekku í Seyluhreppi, þá ekkju- maður, en átti son með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, Andrés Björnsson, skáld. Ekki tókst ráðahagur með foreldrum Sigurbjargar, en barnið fylgdi móður sinni. Vorið 1888 hóf Soffía Guðbjörg búskap að Tyrf- ingsstöðum í Akrahreppi þá með dóttur sína á öðru ári. Hún réði þá til sín ráðsmann Stefán Pétur Magnússon og giftist honum 16. desember það ár. Næsta vor flutt- ist fjölskyldan búferlum að Sólheimagerði í sömu sveit og bjó þar til 1906. Þau hjón eignuðust 4 börn á árunum 1889 til 1887: Svein Jósef, Karólínu, Guðbjörgu og Arnberg. Með þessu hálfsystk- inahþi ólst Sigurbjörg upp, en var þó tíma og tíma hjá föður sínum og kynntist þar hálfsystkinum sínum af tveimur hjónaböndum hans. Auk Andrésar skálds, sem áður getur, sem var aðeins þremur árum eldri en Sigurbjörg, voru 7 börn Björns og síðari konu hans Ingibjargar Stefaníu Ólafsdóttur, 6 systur og 1 bróðir, eftir aldurs- röð þessi: Margrét, Sigurlína, Kristín, Anna, Jórunn, Sigurlaug og Andrés yngri, nú útvarpsstjóri. Sigurbjörg vandist frá blautu barnsbeini hverskonar vinnu bæði utanhúss og innan. Hún var bráð- gjör, strax flugnæm og fróðleiks- fús og naut þess þrátt fyrir tak- markaðan veraldarauð að alast upp í menningarhéraði, þar sem lífsgleöi og ást á ljóðum og bók- menntum sat í öndvegi ekki aðeins hjá þeim sem meira máttu sin heldur einnig hjá öllum fjöldan- um. Á bernskuárum Sigurbjargar var engin skólaskylda barna hér á landi. Heimilin sáu um uppfræðsl- una undir umsjón sóknarprests- ins. Víða réðu betur megandi bændur heimiliskennara handa börnum sínum og granna sinna. Slíkrar kennslu naut Sigurbjörg og gat sér strax álit kennarans fyrir frábærar gáfur. Séra Björn Jónsson á Miklabæ bjó Sigur- björgu undir fermingu og fermdi hana. Næstu sex árin líða við venjuleg störf á heimaslóðum og lestur þeirra bóka, sem völ var á. Neyðarvorið 1906 urðu þær breyt- ingar á högum fjölskyldunnar í Sólheimagerði að hjónin Stefán stjúpi Sigurbjargar og móðir hennar neyðast til að bregða búi og fara í húsmennsku með yngstu börnin, en hin eldri til vinnu hvar sem hana var að fá. Ekki dró þetta áfall kjark úr Sigurbjörgu Björnsdóttur. Hún mun hafa frá bernskuárum ætlað sér að afla sér meiri menntunar en þeirrar sem hún fékk fyrir fermingu og haldið vel saman þeim fáu krónum, sem hún vann sér inn með hörðum höndum. Haustið 1906 innritaðist hún í hinn velmetna lýðskóla á Hvítárbakka í Borgarfirði. Þar stundar hún nám í tvo vetur með ágætum árangri og brautskráðist þaðan vorið 1908. Næstu fjóra vet- ur stundar Sigurbjörg barna- kennslu í Skagafirði, sem farkenn- ari í Lýtingsstaðahreppi 1908—’09 og í Seyiuhreppi 1911—’12, en hina veturna sem heimiliskennari með- al annars hjá föður sinum og síð- ari konu hans í Brekku. Kenndi hún þar systrum sínum, sem aldur höfðu til þess. Næsta ár verður breyting á hög- um Sigurbjargar Björnsdóttur. Hinn 10. maí 1913 gengur hún í hjónaband með mikilhæfum Borg- firðingi, Jóni Hannessyni í Deild- artungu og tekur það vor við hús- freyjustarfinu á því sögufræga höfuðbóli, þar sem mannasaldri áður tóku við búsforráðum ung hjón af einhverjum sterkustu ætt- um Borgarfjarðar, þau Vigdís Jónsdóttir af Deildartunguætt og Hannes Magnússon af Vilmund- arstaðaætt. Þau Vigdís og Hannes héldu ekki aðeins uppi hróðri Deildartungu, heldur juku hann stórum, ekki minnst eftir að börn þeirra er upp komust náðu þroska, 2 synir, Magnús elstur, fæddur 1875 og Jón yngstur, fæddur 15. desember 1885 og 5 systur Ástríð- ur, fædd 1876, Helga, fædd 1878, Guðrún, fædd 1881, Vigdís, fædd 1882 og Hallfríður, fædd 1884. Þessi systkinahópur stóð að gjörfileika og mannkostum í hópi leiðandi ungmenna aldamótakyn- slóðarinnar í Borgarfjarðarhéraði. Létu þau mjög að sér kveða í fé- lagsmálum þeirra tíma svo sem í ungmennafélögunum, samvinnu- hreyfingunni, skólamálum og hverskonar framfaramálum varð- andi búskap og menningu yfirleitt. Tvö elstu systkinin létust ung, Magnús 1893 og Ástríður 1905, en hin héldu hátt hróðri ættar sinnar og héraðs í meirihluta aldar. Hannes Magnússon, bóndi í Deildartungu, lést 28. september 1903, langt um aldur fram. Vetur- inn áður hafði Jón Hannesson, stundað nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri með góðum árangri. Við fráfall föður síns fannst honum hann verða að taka við bústjórn hjá móður sinni og hvarf þá frá námi um árabil. Að- eins 18 ára tekur Jón við bústjórn á stórbýlinu en hann stóð ekki einn. Móðir hans, Vigdís, var ann- áluð búkona, í senn hagsýn, dugleg og drenglunduð og systur hans hver annarri duglegri, enda bún- aðist vel og stöðugt var unnið að umbótum, sem að vísu miðaði hægt miðað við nútíma hraða, enda allt unnið með þátíma vinnu- aðferðum. Jón vissi að hann átti að taka við Deildartungu, föður- leifð sinni. Vildi hann búa sig sem best undir það starf og gekk í Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1907. Hann stundaði þar nám í tvo vetur, stóð vel að vígi, naut þess að hafa verið einn vetur í gagnfræðaskóla og bústjóri á stóru búi í 4 ár og ekki háði honum fjárskortur. Nokkur samgangur mun hafa verið á milli Hvanneyr- ar- og Hvítárbakkaskóla á þessum árum og víst er, að Jón og Sigur- björg kynntust veturinn 1907—’08. Varla munu þau þó hafa heitbund- ist þann vetur, þótt kynnin nægðu til þess að þau gengu í hjónaband 5 árum síðar. Ég kynntist ekki þeim Deildar- tunguhjónum Sigurbjörgu og Jóni fyrr en á fjórða tug aldarinnar, þótt þegar á bernskuárum heyrði ég Jóns oft getið sem eins mesta fjárbónda landsins. Sumum fannst skagfirski barnakennarinn, Sigurbjörg Björnsdóttir, færast mikið í fang, er hún tók að sér húsfreyjustöð- una í Deildartungu úr hendi hinn- ar þjóðkunnu myndarkonu Vigdís- ar Jónsdóttur. Þá voru þær Deildartungusystur allar giftar og höfðu sett upp heimili í Borgar- firði, nema Hallfríður, sem átti heima í Deildartungu unz hún giftist alllöngu síðar Guðmundi Jónssyni frá Króki í Norðurárdal, og bjuggu þau eftir það meðan bæði lifðu góðu búi á næstu jörð, Kletti. Ótti við að Sigurbjörg væri ekki starfi sínu vaxin var óþarfur. Henni fylgdi gæfa og gengi að Deildartungu. Þau hjónin voru með eindæmum samhent, elskuðu og virtu hvort annað og þótt þau væru um ýmislegt ólíkrar gerðar, þá bættu þau hvort annað upp svo að samlíf þeirra, heimili og ævi- starf var sönn fyrirmynd og hér- aðssómi. Þau Sigurbjörg og Jón voru samhent að dugnaði og iðjusemi. Jón var í senn stórhuga, ráðsnjall og ráðríkur bæði á heimili og í héraði. Heima hleypti hann upp stórbúi og átti lengi vel um 700 fjár á vetrarfóðri, fjölda hrossa og allstórt kúabú, sem stækkaði mjög eftir að mæðiveikin tók að mylja niður fjárstofninn um miðjan fjórða tug aldarinnar. Jón var stórtækur umbótamaður síns tíma. Honum var bænda ljósast að afkoma íslenzka bóndans byggist á heyöflun og fénað allan þyrfti að fóðra til afurða. f Deildartungu var að vísu mikið graslendi, en lít- ið af því auðræktað án framræslu. Hann sótti alltaf heyskap af kappi og jók út túnið ár frá ári svo að hann var bænda fyrstur til að afla nægrar töðu handa sínu stóra búi. Hann endurnýjaði og stækkaði öll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.