Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
37
Herbert Sveinbjörns-
son - Minningarorð
sýnt hafa fádæma þrek í þessum
raunum, svo og börnum hans og
ástvinum öllum. Þótt við syrgjum,
getum við þó líka glaðzt yfir því
láni að hafa átt samleið með ágæt-
ismanninum Kjartani Júlíussyni.
Jón Páll Halldórsson
í dag verður til moldar borinn
Kjartan Júlíusson rafmagns-
tæknifræðingur. Hann lést í
sjúkrahúsi ísafjarðar 12. janúar
sl., á 34. aldursári, eftir stutta
sjúkdómslegu í það sinn.
Kjartan var sonur hjónanna
Júlíusar Helgasonar og Katrínar
Arndal, fæddur á ísafirði 6. júlí
1950, þriðji elstur í fimm systkina
hópi.
Hann ólst upp á ísafirði og bjó
þar alla tíð að undanskildum þeim
árum er hann var við tækninám.
Árið 1973 kvæntist Kjartan
Gunnhildi Elíasdóttur og eignuð-
ust þau tvö börn, Helga Steinar og
Katrínu.
Kjartan lauk rafmagnstækni-
fræðinámi frá tækniskólanum í
Árósum 1975, fluttist þá á ný heim
til ísafjarðar og hóf störf sem
tæknifræðingur hjá Rafmagns-
veitum ríkisins á Vestfjörðum.
Kynni okkar Kjartans hófust er
við urðum samstarfsmenn hjá
nýju orkufyrirtæki, Orkubúi Vest-
fjarða, árið 1978, og hjá því fyrir-
tæki starfaði hann frá stofnun
þess og allt til dauðadags. Fyrstu
árin starfaði hann sem tækni-
fræðingur á tæknideild orkubús-
ins, en á árinu 1982 var honum
falin yfirstjórn deilda> nnar.
Flestir starfsmenr orkubúsins
hafa einhverntíma orðið að leita
til Kjartans varðandi úrlausn ým-
issa vandamála er upp koma í
starfinu, sem hann leysti jafnan
fljótt og greiðlega.
Á stuttum starfstíma hafði
Kjartani tekist að afla sér svo víð-
tækrar þekkingar á starfssviði
sínu að hann var virtur fyrir af
samstarfsmönnum sínum. Hann
hafði alla þá kosti er prýða góðan
starfsmann, var traustur í sam-
starfi, glaðlyndur í viðmóti og
samviskusamur gagnvart störfum
sínum.
Fyrir utan starfstímann þekkti
ég ekki mikið til Kjartans en ég
veit að hann vann að félagsmálum
og skilaði þróttmiklu starfi innan
skátahreyfingarinnar.
í maímánuði sl. lést Júlíus, faðir
Kjartans, á sama tíma og Kjartan
lá þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Þessir tímar hafa verið Katrínu,
móður Kjartans, og fjölskyldu
hans erfiðir.
Eiginkonu Kjartans, Gunnhildi,
börnum þeirra, móður hans, Katr-
ínu, svo og öðrum, sem eiga um
sárt að binda, sendum við, sam-
starfsmenn Kjartans hjá Orkubúi
Vestfjarða, okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Kjartan er nú horfinn á ókunn-
ar slóðir, en minningin um hann
og verk hans mun lifa í hugum
okkar.
Kristján Haraldsson
Félagi okkar, Kjartan Júlíusson,
er látinn, aðeins 33 ára að aldri.
Hann var rafmagnstæknifræðing-
ur að mennt og starfaði hjá
Orkubúi Vestfjarða. Lífið virtist
brosa við honum, þangað til hann
veiktist fyrir rúmu ári af sjúk-
dómi þeim, er að lokum leiddi
hann til dauða. Kjartan var sveit-
arforingi Hjálparsveitar skáta á
Isafirði og stjórnaði þeirri öflugu
sveit af miklum dugnaði og elju-
semi. En það var einmitt þetta
tvennt, dugnaður og eljusemi, sem
einkenndi allar hans gerðir.
Hjálparsveitin og skátafélagið
Einherjar á ísafirði voru svo lán-
söm að njóta starfskrafta Kjart-
ans allt til hins síðasta. Það var
þeim sérstakt happ, því hann
hafði gott lag á að láta hjólin snú-
ast og hlutina gerast. Hann var
ávallt reiðubúinn ef til hans var
leitað og reyndi að leysa vel úr
hvers manns vanda. Málflutning-
ur hans var yfirvegaður og rök-
fastur og á þannig menn er hlust-
að, hvar sem þeir taka til máls.
Með þessum fáu línum er ekki ætl-
unin að rekja æviferil Kjartans,
til þess eru aðrir færari. Við félag-
ar hans innan hjálparsveitanna
viljum þakka honum samfylgdina
og samveruna, sem því miður var
allt of stutt.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
Gunnhildi Elíasdóttur, börnum
þeirra og vandamönnum, sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Landssamband hjálpar-
sveita skáta
Kveðjuorð frá skátafélaginu
Einherjum á ísafirði
Vinur okkar, félagsforingi og
skátabróðir hefur kvatt þetta líf.
Við skýrum þessa sviplegu and-
látsfregn með fáu öðru en að vegir
Guðs séu órannsakanlegir. Víst
var okkur ljós barátta Kjartans
við erfiðan sjúkdóm, en ekki að
endalokin væru svo nær, sem raun
ber vitni, að hann í blóma lífsins
yrði hrifinn á braut frá fjölskyldu
og ástvinum og öllu því, sem hann
var að vinna að með þeim eldmóði
og einlæga áhuga, sem einkenndi
líf hans og starf.
Æskuheimili Kjartans við
Mjallargötu, næsta hús við gamla
Skátaheimilið, hefur án efa lagt
grunn að því, sem síðar varð og
svo mjög átti eftir að móta líf
hans. Það lá því í hlutarins eðli, að
Kjartan gengi ungur til liðs við
skátahreyfinguna. Sú reynsla, er
hann aflaði sér á yngri árum varð
síðar hans eigið framlag, sem í
dag er ómetanlegt.
Hann lauk ungur námi, sem
rafvirki hjá föður sínum á ísa-
firði, en hélt síðan áfram frekara
námi á því sviði, fyrst á ísafirði,
síðan í Reykjavík, en námi sínu í
raftæknifræði lauk hann í Árós-
um í Danmörku árið 1975. Hann
kvæntist árið 1973 eftirlifandi
konu sinni, Gunnhildi Elíasdóttur
frá Akranesi. Eignuðust þau tvö
börn, Helga Steinar 10 ára og
Katrínu 7 ára. Eftir heimkomuna
hóf hann störf hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins og Orkubúi Vestfjarða
við stofnun þess um áramótin
1977—1978. Varð hann síðar deild-
arstjóri tæknideildar orkubúsins.
Þeir, sem gerst þekktu Kjartan
eru sammála um, að öðru fremur
hafi hann verið maður fjölskyld-
unnar, starfsins og þess félags, er
hann glaður fórnaði fyrir ára-
löngu ötulu starfi. Hann þótti
sjálfkjörinn til að taka við forystu
skátafélagsins Einherja, er hann
kom aftur til ísafjarðar að loknu
námi í Danmörku. Var hann ein-
róma kosinn félagsforingi á aðal-
fundi félagsins í febrúar 1976 og
gegndi hann því starfi til dauða-
dags. í einni ljóðlínu Hávamála
segir: „Funi kveikisk af funa.“ Þau
fleygu orð geta vel lýst þeim
brennandi áhuga, sem einkenndi
starf Kjartans fyrir félag sitt og
þeim starfsanda er hann blés fé-
lögum sínum í brjóst. Eitt sinn
hafði hann orð á því við mig, að
hann væri ekki viss um að vera á
réttri hillu, sem félagsforingi. Það
væru ekki skýrslugerðir, ræðuhöld
og skriffinnska, sem ættu bezt við
hann, heldur hið eiginlega skáta-
starf. Það væri því öllu nær, að
hann gerðist sveitarforingi skáta-
sveitar á ný. Reyndar fylgdi hann
orðum sínum eftir nokkru siðar,
er hann bætti við sig starfi sveit-
arforingja hjálparsveitar félags-
ins og blés þróttmiklu lífi í starf
þeirrar sveitar.
Það skal játað, að Kjartan naut
sín bezt þegar mikið var um að
vera í skátastarfinu. Við undir-
búning skátamóta var hann gjarn-
an sjálfur með drengjunum
önnum kafinn við að súrra saman
spírur í brýr, útsýnisturna eða
önnur leiktæki, eða að skipuleggja
útilegur og útileiki. Þó að Kjartan
hafi ef til vill notið sín betur
þarna en við skýrslugerð og annað
slíkt er foringjastarfinu tilheyrði,
rækti hann þau störf eigi að síður
með þeirri samvizkusemi, er hon-
um var eiginleg. Það var metnað-
armál, að félagið rækti skyldur
sinar gagnvart Bandalagi ís-
lenzkra skáta og því trausti vildi
hann ekki bregðast. Hann var alla
tíð trúr hugsjón þess félags, er
staðið hafði af sér brotsjói og
þjóðfélagsbreytingar í hálfa öld.
Baden-Powell reit fyrsta félags-
foringja Einherja stutt hvatn-
ingarbréf árið 1929. Er óhætt að
segja, að frómar óskir stofnand-
ans hafi fylgt félaginu, er fimmti
félagsforinginn leiddi starfið
fimmtíu árum síðar. Starf Kjart-
ans fyrir félag sitt verður ekki
þakkað með fátæklegum orðum,
en örugglega verður leitazt við að
heiðra minningu þessa góða
drengs með öflugu starfi í félaginu
hans á komandi árum.
Tregi okkar yfir sviplegu frá-
falli þessa vinar okkar, gerir
okkur ljóst hve mikill missir ást-
vina hans er. Við sendum eigin-
konu hans, börnum, móður og
systkinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Hafið hugfast,
að vinir Kjartans eru jafnframt
ykkar vinir. Megi góður Guð
styrkja ykkur öll.
Að leiðarlokum skal Kjartan
okkar kvaddur með bræðralags-
söngnum, sem hann svo oft leiddi í
lok hugljúfra kvölda, sem eru
okkur öllum minnisstæð.
Tengjum fastara bræðralagsbogann,
er bálið snarkar hér rökkrinu í,
finnum ylinn og lítum í logann
og látum minningar vakna á ný.
I skátaeldi býr kynngi og kraftur,
kyrrð og ró en þó festa og þor,
okkur langar að lifa upp aftur
liðin sumur og yndisleg vor.
F.h. skátafélagsins Einherja,
Ólafur B. Halldórsson
Við kynntumst Kjartani fyrst
þegar hann kom suður í Tækni-
skólann. Varð okkur strax vel til
vina enda sameiginleg áhugamál
mörg. Það var því engin tilviljun
að við völdum sama skólann í
Danmörku til þess að ljúka námi.
Daginn áður en við fórum til Dan-
merkur hringdum við í Kjartan,
hann var þá í sjöunda himni og
sagði okkur þær fréttir að þeim
Gunnhildi hefði fæðst sonur þá
um daginn. Kjartan kom síðan til
Danmerkur nokkrum dögum síð-
ar. Við hjónin vorum þá að stofna
okkar fyrsta heimili. Kjartan var
fyrsti gesturinn sem við fengum
og hefur það alla tíð verið svo þeg-
ar við höfum flutt heimili okkar
að Kjartan hefur verið fyrsti gest-
ur okkar á hverjum stað. Fyrstu
mánuðina í Danmörku bjó Kjart-
an einn en þegar sonurinn var orð-
inn ferðafær kom Gunnhildur með
hann út. Ótal góðar minningar
eigum við frá námsárunum og í
öllum bestu minningunum eru
Kjartan, Gunnhildur og Helgi
Steinarr. Að námi loknu fór
Kjartan heim til ísafjarðar. Þar
biðu hans mikil verkefni. Hann
hóf störf hjá Rafveitu ísafjarðar,
sem seinna varð að Orkubúi Vest-
fjarða. Hann valdist fljótt til
ábyrgðarstarfa hjá Orkubúinu og
var deildarstjóri framkvæmda-
deildar. En Kjartan lét sér það
ekki nægja. Hann var félagsfor-
ingi Skátafélagsins Einherja og
einnig formaður Hjálparsveitar
skáta á ísafirði. Þó Kjartan og
Gunnhildur byggju á ísafirði og
við í Kópavoginum slitnuðu ekki
vináttuböndin og dvöldu þau jafn-
an hjá okkur þegar þau komu suð-
ur. Fyrir rúmu ári dró skyndilega
ský fyrir sólu. Kjartan veiktist og
lá í nokkrar vikur á spítala en
hresstist vel og virtist vera að ná
fullri heilsu á ný. Hjálpaði þar
mikið lífsvilji og jákvætt hugarfar
Kjartans. En annað áfall kom í
apríl á síðasta ári. Var það mun
alvarlegra en hið fyrra. Kjartan
barðist hetjulega við sjúkdóminn
og allt virtist á réttri leið. Þriðja
áfallið kom því óvænt og allt í einu
var baráttunrti lokið. Eftir sitjum
við og eigum aðeins minningar um
góðan dreng. Hver er tilgangur
lífsins? Spurningarnar eru marg-
ar og fátt um svör. Við skiljum
ekki þegar maður aðeins 33 ára er
kallaður burt. Kjartan og Gunn-
hildur eignuðust tvö börn sem nú
eiga um sárt að binda, Helga
Steinarr sem er 10 ára og Katrínu
7 ára.
Innilegustu- samúðarkveðjur
sendum við ykkur, elsku Gunn-
hildur, Helgi Steinarr og Katrín,
einnig móður Kjartans, systkin-
um, tengdaforeldrum og öðrum
vandamönnum. Guð styrki ykkur
og blessi.
Siggi og Stína
Fæddur 9. júlí 1927.
Dáinn 12. janúar 1984.
Hinn 12. janúar barst mér sú
harmafregn, að Herbert Svein-
björnsson mágur minn væri lát-
inn.
Herbert var fæddur að Breka-
stíg 18 (Núpsdal) í Vestmannaeyj-
um 9. júlí 1927. Foreldrar hans
voru Hindrika Júlía Helgadóttir
og Sveinbjörn Ágúst Benónýsson
skáld og múrari. Þeim hjónum
varð þriggja barna auðið. Elstur
er Sigurður múrari, þá Herbert
sem hér verður minnst, og yngst
Jóhanna Herdís, kona mín.
Menntun barna og unglinga í
Vestmannaeyjum var á þeim tím-
um nokkuð góð miðað við marga
aðra staði utan höfuðborgarinnar.
Herbert naut þess og lauk gagn-
fræðaprófi með góðum vitnis-
burði, enda var öll skólavinna og
nám honum leikur einn. í þá daga
var ekki um auðugan garð að
gresja í sambandi við framhalds-
nám fyrir ungt fólk í Vestmanna-
eyjum frekar en annars staðar í
dreifbýlinu.
Svo að segja eini kosturinn sem
ungt fólk hafði á sínum heima-
slóðum var iðnnám. Þann kost
valdi Herbert. Hann lærði bifvéla-
virkjun, sem varð hans ævistarf.
Eitt áhugamál hafði Herbert
sem átti hug hans allan og hann
lagði mikla rækt og alúð við, en
það var tónlistin. Hann spilaði á
fjölmörg hljóðfæri og átti mörg
sjálfur, sem hann hugsaði um af
natni og nærgætni. Ungur byrjaði
hann að leika á harmonikku.
Hann spilaði listavel og lék á
dansleikjum í mörg ár. Herbert
var einnig liðtækur fiðluleikari, en
hin seinustu ár var orgelið hans
uppáhaldshljóðfæri. Um langt
árabil lék hann einnig með Lúðra-
sveit Vestmannaeyja á saxófón.
Ungur stofnaði Herbert heimili
á efri hæð í húsi foreldra sinna að
Brekastíg 18, en fljótlega réðist
hann í að byggja sitt eigið hús.
Það er húsið við Hólagötu 4.
Eiginkona hans var Sigríður
Helgadóttir ættuð frá Selja-
landsseli undir Eyjafjöllum, hin
mesta myndar- og dugnaðarkona.
Þau eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn, þrjár stúlkur og einn
dreng. Börn þeirra eru: Helga hús-
móðir í Hafnarfirði, Henný Júlía
húsmóðir í Reykjavík, Ágústa
Benný sem er við nám í Banda-
ríkjunum og Gunnar sem er við
nám í Noregi. Leiðir þeirra Her-
berts og Sigríðar lágu ekki saman
til frambúðar. Þau slitu samvistir.
Misjöfn er heilsa og þrek
manna. Margir lifa við góða heilsu
alla tíð en aðrir mega búa við
skerta heilsu.
Herbert átti við vanheilsu að
stríða seinni hluta ævi sinnar, en
hann var ekki sú manngerð, sem
ber erfiðleika sína á torg. Hann
kvartaði aldrei þó ástæður væru
stundum ærnar en sneiddi hjá að
tala um erfiðleika sína ef á þá var
minnst og leiddi þá gjarnan talið
að öðrum og léttari hlutum.
Mörg seinustu ár ævi sinnar bjó
hann einn á æskuheimili sínu,
Brekastíg 18.
Ég þakka honum samfylgdina
og bið börnum hans, ættingjum og
vinum blessunar Guðs.
Friðrik Pétursson
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Blönduóss
Þann 5. des. lauk firmakeppni
félagsins, úrslit urðu:
Óskaland 1194
(Guðmundur Th., Ævar R).
Hjólbarðav. Hallbjörns 1191
(Sigurður I., Kristján J.)
Söluf. A-Húnvetninga 1136
(Jón A., Þorsteinn S.)
Verslunin Vísir 1082
(Björn F., Guðmundur G.)
Búnaðarbankinn 1082
(Vignir E., Sigurður Þ.)
12. des. var spilaður eins
kvölds tvímenningur.
Þormóður Pétursson —
Kristján Jónsson 129
Vilhelm Lúðvíksson —
Unnar Agnarsson 126
Friðrik Indriðason —
Knútur Berndsen 115
29. des. var spiluð hraðsveita-
keppni eftir Patton-kerfi.
Sv. Björns Friðrikssonar 57
(Guðmundur G., Stefán B.,
Stefán H.)
Sv. Vilhelms Lúðvíkssonar 43
(Unnar A., Vignir E., Friðrik I.)
7. jan. var Þorsteinsmótið spil-
að, en það er minningarmót um
Þorstein Sigurjónsson fyrrum
hótelstjóra. 12 sveitir mættu til
leiks, 7 frá Blönduósi, 3 frá
Hvammstanga og 2 frá Skaga-
strönd en sveitir frá Sauðár-
króki komust ekki vegna ófærð-
ar, spilað var hraðsveitakeppni
eftir Patton-kerfi og mótsstjóri
var Björn Sigurbjörnsson, úrslit
urðu:
Sveit
Hallbjörns Kristjánss., Bl. 109
(Ari E., Jón A., Þorsteinn S.)
Guðmundar Theódórss., Bl. 105
(Ævar, Sigurður I., Kristján J.
Arnar Guðjónss., Hvammst. 104
(Einar S., Eggert L., Baldur I.)
Karls Sigurðss., Hvammst. 100
(Kristján B., Flemming J.
Eggert K.)
Björns Friðrikss., Bl. 100
(Guðmundur G., Stefán B.,
Stefán H.)
Bridgedeild
Skagfirðinga
Sl. þriðjudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur í tveimur
10 para riðlum.
A-riðill:
Rúnar Lárusson —
Lárus Hermannsson 141
Guðmundur Ásmundsson —
Guðmundur Th. 133
Ester Jakobsdóttir —
Anna Þóra 119
Gróa Jónatansdóttir —
Kristmundur Halldórsson 118
B-riðill:
Björn Karlsson —
Jens Karlsson 134
Ólöf Jónsdóttir —
Gísli Hafliðason 118
Guðni Kolbeinsson —
Magnús Torfason 117
Gunnlaugur Þórhallsson —
Ólafur Kjartansson 114
Næsta keppni verður aðal-
sveitakeppnin og eru væntanleg-
ir þátttakendur beðnir að láta
skrá sig hjá Hauki Hannessyni í
síma 42107 eða hjá Sigmari
Jónssyni í síma 35271.
Spilað er á þriðjudögum í
Drangey, Síðumúla, kl. 19.30.