Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 39 fólk í fréttum Vilja ekki berhátta sig fyrir Lichtfield + Lichtfield lávaröur, frændi Bretadrottningar og kunnur Ijósmyndari, hefur verið í nokkrum andbyr aö undanförnu. í mörg herrans ár hefur hann tekið myndir af stúlkum fyrir fínustu og dýrustu dagatöl, sem gefin eru út, en nú hefur hann vent sínu kvæði i kross og vill vera með í myndbandabyltingunni. Hann á m.a. að gera auglýsingamyndir um mestu lúxusbílana og þá verður hann að sjálfsögðu að notast við fallegar stúlkur. Feguröardísirnar hafa hins vegar strækaö á Lichtfield. Áður lét hann sér nægja aö mynda þær hálfberar en nú vill hann hafa þær allsberar og það taka þær ekki í mál. Tillitslaus, tilfinninga- laus og ótrúr eiginmaður — er einkunnin, sem Frank Sinatra fær í nýrri bók Hingað og ekki lengra segja stúlkurnar hans Lichtfields. + Frank Sinatra er æfareiður þessa dagana út í rithöf- undinn Kitty Kelly, sem hefur skrifað bók um líf hans og störf. í bókinni af- hjúpar hún hann ef svo má segja og það er ekki fögur mynd- in, sem við blasir af „Frankie Boy“ eins og hann er kallaður. „Þetta er sannleik- urinn,“ segir Kitty, sem hefur haft viðtal við meira en 300 manns, sem hafa haft meiri eða minni kynni af Frank Sinatra. Tillitslaus og til- finningalaus er ein- kunnin, sem Sinatra fær í bókinni. Maður, sem komist hefur áfram með aðferöum glæpamanna, ótrúr eiginkonum sínum og lítur á konuna sem leikfang. Lichtfield lávarður. Sinatra með Barböru, sinni. Hjónaband Sinatra og Övu Gardner var ein stórstyrjöld frá upphafi til enda og álíka mislukkað var hjónaband hans og Miu Farrow. Barbara, núverandi kona hans, er heldur ekki ánægö enda hefur framhjá- hald og fylleríssenur núverandi eiginkonu sett sinn svip á sam- band þeirra alla tíö. Sinatra var ótrúr fyrstu konu sinni, Nancy, allt frá því fyrsta og var meira segja ekkert að draga dul á það. Með henni átti hann þrjú börn, Frank, Nancy og Tinu. Þegar börnin voru lítil lét hann sem hann vissi ekki af þeim en þegar þau uxu úr grasi vildi hann allt í einu fara að leika pabba. Sér- staklega þótti honum þá gaman að vera pabbi Nancy, sem var aö ryðja sér braut sem söngkona, en hún hefur hins vegar aldrei fyrirgefið hon- um hvernig hann kom fram við móður henn- ar. Kitty segir frá ást- arævintýrum Sinatra og ýmissa frægra Hollywood-stjarna og dregur ekkert undan í djörfum lýsingum. „Þessi bók er eins og spengiefni," segir Kitty og Sinatra er henni sammála og hefur krafist 45 millj- óna ísl. kr. í skaða- bætur. MFA' Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 12.—15. febrúar. 1. önn veröur haldin í Félagsmálaskóla alþýöu dagana 12.—25. febrúar nk. í Ölfusborgum. j aöalatriðum veröur starfið með heföbundnum hætti, en viö- fangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi: Félags- og fund- arstörf, ræöumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga verkalýðshreyfingarinnar, vinnuréttur, stefnuyfirlýsing ASÍ, kjararannsóknir og vísitölur, undirstööuatriði í félagsfr æði og hópefli (leiöbeining í hópvinnu og almennum umræðum. Flesta daga er unniö frá kl. 09.00—19.00 meö hléum. Nokkur kvöld á meðan skólinn starfar veröa menningardagskrár, list- kynningar, upplestur og skemmtanir. Einungis félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist i Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 8. febrúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. BIEIÐHOLTS- r til kl. flsgeir Tindaseli Breiðholtskjör Arnarbakka Hólagarður Lóuhólum Kjöt og fiskur Seljabraut Straumnes Vesturbergi Valgarður Leirubakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.