Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
i) ir
Ráðhús í Grjótaþorpi
Þessir hringdu . . .
Egill Sigurgeirsson skrifar:
„Góði Velvakandi.
Eg var að lesa fróðlega
grein hjá þér frá Valdimar
Kristinssyni, þar sem hann
tekur undir það að Morgun-
blaðshúsið verði keypt undir
skrifstofu borgarinnar og
viðbygging gerð upp af húsinu
fyrir fundarsali og þessháttar.
Þessi hugmynd er mjög at-
hyglisverð. Er alveg óviðun-
andi að borgin eigi ekki allt
sitt skrifstofuhúsnæði.
Hinsvegar vil ég benda á, að
mjög athugandi væri hvort
ekki ætti að rífa Fjalaköttinn
og byggja þeim megin við
Morgunblaðshúsið fullkomna
ráðhúsbyggingu, með falleg-
ustu hliðina í suður að Bröttu-
— og fengið flutt
í hljóðvarpi?
Ragnar Lár skrifar á Akur-
eyri 16. janúar:
„Til Velvakanda Morgun-
blaðsins.
Getur hver sem er klambrað
saman erindi um stórviðburði
og stórmenni sögunnar og
fengið það flutt í Ríkisútvarp-
inu/hljóðvarpi?
Tilefni þessarar spurningar
er það, að sunnudaginn 15.
janúar síðastliðinn var flutt
erindi í Hljóðvarpinu, um
John heitinn Kennedy, fyrrum
Bandaríkjaforseta, uppruna
hans og ævistarf.
Tveir menn, Árni Sigurðs-
son og Jóhann Hafsteinsson,
voru skrifaðir fyrir erindinu
og fluttu það.
Margt hefur að undanförnu
Bæði fróð-
legur og
skemmtileg-
ur þáttur
Elín Guðjónsdóttir skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
Ég vil taka undir óskir um
að þáttur Péturs Gunnarsson-
ar, sem fluttur var á nýársdag,
verði endurfluttur. Ég hlust-
aði á þennan þátt í góðu næði
og þótti hann bæði fróðlegur
og skemmtilegur, og að auki
vel fluttur.
Með kveðju.“
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Mcðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisróng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
götu, enda er að mínu áliti
sjálfsagt að rífa, eða flytja
burtu ef einhverjir vilja það,
alla kumbaldana sem eru
sunnanvert við Bröttugötu út
af Túngötu og hafa á því svæði
torg með gosbrunnum og
skemmtigarði. Væri hægt að
gera úr Grjótaþorpinu fallegt
opið svæði. Virðist mér nauð-
synlegt að koma í veg fyrir að
svæði þetta verði gert að eins-
konar ruslahaug í miðborg-
inni, og útungunarstöð fyrir
rottur. Verður með öllu móti
að hindra það, að Bernhöfts-
torfuslysið verði endurtekið á
þessu svæði, sem gera mætti
að einu fallegasta svæði í
gömlu miðborginni."
verið rætt og ritað um forset-
ann fyrrverandi, enda voru á
síðastliðnu hausti liðin 20 ár
frá þeim hörmulega atburði,
er þessi ungi forseti var myrt-
ur í Dallas í Texas.
En betur hefðu þeir félagar
Árni og Jóhann látið það ógert
að flytja þetta erindi sitt, svo
villandi sem það var, illa sam-
ið og illa flutt. Því spyr ég,
sem almennur útvarpshlust-
andi: Er erindi sem þetta ekki
lesið yfir af neinum málsmet-
andi manni hjá Hljóðvarpinu,
áður en það er samþykkt til
flutnings?
Og ég endurtek þá spurn-
ingu sem skrif mín hófust á:
Getur hver sem er klambrað
saman erindi um stórviðburði
og stórmenni sögunnar og
fengið það flutt í Hljóðvarp-
inu?
Auk þeirra ágalla sem fyrr
er getið var erindið og flutn-
ingur þess morandi í málvill-
um og hortittum og skulu hér
tilfærð nokkur dæmi: ... að
ætla sér að gera manninum
tæmandi skil í stuttum út-
varpsþætti ... sökum upp-
skerubrests og annars óárans
... bjó alla tíð við illan kost...
en í æ ríkara mæli en áður
hafði verið ... mundu skaða
hann og flokk sinn ... verði
iengi minnst sem leiðtoga
glæsileika og vona.
Þetta eru aðeins nokkur
dæmi af mörgum. Það er von
min að forráðamenn Ríkisút-
varpsins/Hljóðvarps lesi yfir
svo viðamikil erindi sem það
sem hér hefur verið til um-
fjöllunar. Nóg er að hafa þær
málvillur og hortitti sem dag-
lega má heyra hjá ýmsum
þáttagerðamönnum Hljóð-
varpsins, en það er önnur
saga. Það mundi æra óstöðug-
an að ætla að elta ólar við alla
þá ambögusmiði."
Virðist vera
takmarkið að
losna við mann
5254—1573 hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég er nú búinn að vera
atvinnulaus í fimm vikur
og skipið mitt liggur fast
við bryggju. Ég veit ekkert
hvenær landfestar verða
leystar og fór því í Borg-
artún á skráningarskrif-
stofuna til að láta skrá mig
atvinnulausan. Svo þegar
ég fer með pappírana að
viku liðinni niður í sjó-
mannafélag, ásamt launa-
miðum, er mér tjáð, að ég
sé ekki kominn með nógu
marga tíma til að eiga þar
nein réttindi: þetta er mér
sagt eftir alla fyrirhöfnina
og eftir að hafa átt pappír-
ana uppi í Borgartúni í
heila viku. Mér finnst eins
og reynt sé að gera manni
erfitt fyrir í þessum mál-
um. Það stendur aldrei á
að maður fái að borga í
þessa sjóði; þá er ekki ves-
enið eða fyrirhöfnin. En
þegar illa gengur hjá
manni og maður ætlar að
leita aðstoðar, þá virðist
takmarkið að losna við
mann með einhverju móti.
Þetta kom fyrir hjá mér í
fyrra líka. Ég þurfti að fá
undirritun hér og undirrit-
un þar. Ég gafst upp og þá
var ég líka búinn að vera
atvinnulaus í mánuð. Svo
er það hins vegar þannig
með þá sem nenna frekar
að standa í þessu þjarki en
vinna, að þeim verður mest
ágengt.
Skyti skökku viö
Ingólfur Hauksson vöru-
bifreiðastjóri, Rvík,
hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég hef
heyrt það á förnum vegi, að
það eigi að hækka þunga-
skatt af díselbifreiðum,
mælagjald svokallað, um
hvorki meira né minna en
60% frá og með 10. febrú-
ar. Mig langar að beina
þeirri fyrirspurn til fjár-
málaráðuneytisins og toll-
stjóraembættisins hvort
þetta eigi við rök að styðj-
ast og þá á hvaða forsend-
um sé byggt. Þegar allt er
frekar niður á við skyti
skökku við, finnst mér, að
skella á slíkri hækkun.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Það er rétt að láta hver annan vita af þessu.
Rétt væri: Það er rétt að hver láti annan vita af þessu.
Getur hver sem er
klambrað saman erindi
um stórviðburði og
stórmenni sögunnar
Dagatal
fylgibladanna
ATJiTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM
«3»
ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM
Alltaf á föstudögum
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAF Á SUMNUDÖGUM
stóA
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
JltoiQgtisiIiIftttfe