Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 48

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 48
Tölvupappír llll FORMPRENT Hwerlisgotu 78. simar 25960 25566 HLEKKUR í HEIMSKEÐJU LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Þjóðhagsstofnun: 10-16% rekstrarhalli á togaraútgerðinni SAMKVÆMT útreikningum ÞjóA hagsstofnunar er rekstrarafkoma út- gerðarinnar afleit við núverandi skilyrði. Telur stofnunin að við blasi 10% til 16% rekstrarhalli á togurum, en að rekstur bátaflotans standi í járnum. Því væru botnfiskveiðar í heild með 7% til 10% tapi við núver- andi aðstæður. Vanskil útgerðarinn- ar í árslok 1983 voru 1,1 miiijarður króna vegna stofnlána, en 500 millj- ónir vegna viðskiptaskulda. Hagur fiskvinnslunnar er talinn misjafn. Áætlanir sýni 7% til 9% hagnað af Vanskil útgerðarinnar 1,6 milljarðar Rekstrartap saltfiskverkunar 12—16% tekjum frystingarinnar, en án greiðslu úr verðjöfnunarsjóði blasi við 12% til 16% tap á rekstri saltfisk- vinnslu. Útreikningar Þjóðhagsstofnun- ar voru lagðir fram á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær, en fyrir því liggur að ákvarða fisk- verð fyrir 1. febrúar. Ákveðinn hefur verið fundur í ráðinu eftir helgina, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að vísa fiskverðs- ákvörðuninni til yfirnefndar ráðs- ins þó svo sé venjan, hafi ekki náðst niðurstaða 20 dögum fyrir þann dag, sem verð á að breytast. Samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, er af þessu ljóst, að lít- ið svigrúm er til fiskverðs- hækkana. Markaðshorfur sjávar- afurða séu einnig verulegri óvissu háðar, meðal annars vegna óvissu um stöðu Bandaríkjadollars. Lausnir á vanda sjávarútvegsins hljóti því að beinast meðal annars að fjárhagslegu skipulagi hans og fiskveiðistefnu, sem hvetji til sparnaðar í útgerðarrekstri, því ekki virðist ráðlegt að sækja þann aflafeng, sem leyfður er, með sömu sókn og í fyrra. Sjá nánar á bls. 25. Biblían í 7.000 eintökum BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins sendir frá sér á næstunni Biblíuna í um 7.000 eintökum, en hún er bók klúbbsins fyrir janú- armánuð. Um er að ræða sérstaka prentun Biblíunnar, sem unnin hefur verið í samráði við Hið ís- lenska Biblíufélag. Þetta kemur fram f frétt frá Almenna bókafé- laginu. I fréttinni segir að útgáfan sé óbreytt útgáfa Biblíufélagsins frá árinu 1981, en bókin er með merki bókalúbbsins og aftan á titilsíðu segir að hún sé gerð „í tilefni þess að liðin eru 400 ár frá útkomu fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar á íslensku, Guð- brandsbiblíu, sem prentuð var á Hólum 1584“. í síðasta fréttabréfi bóka- klúbbsins kemur m.a. fram að hugmyndin um útgáfu Biblíunn- ar sem mánaðarbókar hafi kom- ið fram 1977 eða 1978. Árið 1982 var haft samband við Hið ís- lenska Biblíufélag og síðan varð að samkomulagi að Biblfan kæmi út í janúar 1984. Bókaklúbburinn lét prenta 5.000 eintök af bókinni, en síðan hefur eftirspurn félaga verið það mikil að um 2.000 eintök til við- bótar vantaði, og verða þau prentuð strax. Segir í fréttinni að það hafi áreiðanlega ekki gerst áður að Biblíunni væri dreift í jafn stórum stíl meðal þjóðarinnar og nú. Mesta atvinnuleysi síðan árið 1969: Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins: Starfsfólk Bæjarútgerðar Reykjavíkur yfirgefur vinnustaóinn í síðasta sinn, en fólkinu hefur verið sagt upp vegna hráefnisskorts. Á innfelldu myndinni eru tveir togarar fyrirtækisins bundnir við bryggju, Bjarni Benediktsson og Snorri Sturluson. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Anton Örn Kærnested fram- kvæmdastjóri bókaklúbbs AB af- hendir herra Pétri Sigurgeirssyni, biskupi, fyrsta eintak þessarar nýju útgáfu Biblíunnar. UM EÐA yfir þrjú þúsund manns eru nú atvinnulausir hér á landi, samkvæmt upp- lýsingum er blaðamaöur Morgunblaðsins fékk í gær hjá þeim Eyjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra atvinnu- leysistryggingarsjóðs og Óskari Hallgrímssyni deild- arstjóra vinnumáladeildar fé- lagsmálaráðuneytisins. Að sögn Eyjólfs mun láta nærri að þetta fólk fái greiddar um 1,3 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur hvern virkan dag að meðaltali. Eyjólfur Jónsson sagði í gær, að ekki lægju fyrir neinar endanlegar tölur um greiðslu atvinnuleysis- bóta, þar sem verkalýðsfélögin á hverjum stað greiddu bæturnar út, en fengju féð síðan endurgreitt í gegnum atvinnuleysistryggingar- sjóð. „En af þeim upplýsingum sem ég hef,“ sagði Eyjólfur, „þá virðist mér láta nærri að það séu eitthvað á fjórða þúsund manns án atvinnu nú, og það er hið mesta sem orðið hefur síðan árið 1969 ef janúar Atvinnuleysisbætur nema 1,3 milljónum króna á dag 1982 er undanskilinn, en þá ríkti óeðlilegt ástand vegna sjómanna- verkfalls. En séu nú um eða yfir 3 þúsund manns á atvinnuleysisskrá, þá jafngildir það því að fimm daga vikunnar séu greiddar 1,3 milljónir króna í atvinnuleysisbætur að með- altali." Eyjólfur sagði einnig, að hæstu mögulegu atvinnuleysisbæt- ur væru 500 krónur á dag, auk 20 króna fyrir hvert barn undir 17 ára aldri, en síðan færu bæturnar lækkandi allt niður í 28% af fyrr- nefndri upphæð, eða 125 krónur. Bæturnar væru miðaðar við 8. taxta Verkamannasambands ís- lands. „Ég á erfitt með að gefa neinar óyggjandi tölur um atvinnuleysið fyrr en í lok mánaðarins þegar þetta liggur endanlega fyrir, en mér sýnist þó ekki fjarri lagi að álykta að um 3000 manns séu nú án atvinnu," sagði óskar Hallgríms- son í gær. „Það er meira en verið hefur síðan 1969 að janúar 1982 undanskildum, er sjómannaverk- fallið var. Ég vil hins vegar undir- strika að þetta er mjög breytilegt frá degi til dags og frá viku til viku. Núna er ástandið til dæmis slæmt í Reykjavík, Hafnarfirði og suður um Suðurnes, en þetta getur verið fljótt að breytast þegar skipin fara að róa, og þótt talan 3.000 sé rétt í dag, þá er ekki víst að sú verði raunin, þegar allur mánuðurinn verður tekinn fyrir. En ástandið er óneitanlega dökkt, og hér í Reykja- vík munu nú vera milli 7 og 800 manns atvinnulausir eins og er,“ sagði Óskar. Þriggja stúlkna leitað í gær- kveldi VÍÐTÆK leit hófst seint í gærkveldi að þremur stúlkum, tveimur 16 ára gömlum og einni níu ára. Grunur lá á, að þær tvær 16 ára hefðu neytt lyfja, en hin 9 ára hafði ekki komið heim úr skóla, en þangað fór hún snemma í gærmorgun. Grunsenmdir vöknuðu um lyfjaneyslu eldri stúlknanna þegar jafnaldra þeirra kom undir áhrifum lyfja heim til sín í gærkveldi. Var þá farið með hana í slysadeild Borg- arspítalans, þar sem dælt var upp úr henni, en hún síðan flutt á Landakotsspítala. Stúlkan, skýrði þá frá því að hún hafi neytt lyfjanna ásamt tveimur öðrum stúlkum, vissi hún heimilisfang og nafn ann- arrar stöllu sinnar, en aðeins fornafn hinnar. Leitað var að stújkunum í gærkveldi og þær ófundnar þegar síðast fréttist. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á slysadeild Borgarspítalans, var hér um astmalyf að ræða og það ekki talið lífshættulegt, þó það ylli sjúklingnum verulegum óþæg- indum. Hins vegar var talið að stúlkurnar hefðu ætlað sér að komst í vímu af lyfjuniim, en tekið inn annað lyf en þær ætl- uðu sér. Níu ára gamla stúlkan sem leitað var í gærkveldi, var einnig ófundin þegar blaðiö fór í prentun, en hún fór í skóla snemma í gærmorgun. Ekkert benti til þess að neitt samband væri á milli þessara tveggja mála, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni. Um eöa yfír 3 þúsund manns eru án atvinnu i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.