Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 í dag eru liðin eitt hundrað sjötíu og fímm ár frá fæðingu Abraham Lincoln, eins nafn- togaðasta forseta Bandaríkj- anna. Abraham Lincoln var fæddur nálægt Hodgensville í Kentucky, 12. febrúar 1809. Foreldiar hans voru efnalítið alþýðufólk. Thomas Lincoln, faðir hans, var bóndi og smiður, og kunni hvorki aö skrifa né lesa. Um móður hans, Nancy Hanks, er lítið annað vitað en að hún var óskilgetin og mjög trúuð. Auk Abrahams áttu þau sam- an Söru og Tómas, en Tómas lést er hann var aðcins reifa- barn. Fjölskyldan fíuttist til Indiana árið 1816, og Abra- ham Lincoln sagði síðar að þar hefði hann, allt til 22 ára aldurs, verið alinn upp með það í huga að hann yrði bóndi. Málverk af Lincoln er hann flytur hið fræga Gettysborgarávarp sitt 1863. Erindi hans var svo stutt að Ijósmyndara, sem á staðnum var, vannst ekki tími til að smella af mynd. 175 ár liðin frá fæðingu eins merkasta forseta Bandaríkjanna: Abraham Lincoln - alþýðu forseti í Hvíta húsinu Heimili Lincoln-fjölskyldunnar í Springfield, Illinois, var skreytt fánum og sorgarborðum eftir að hann lést, og margir lögðu leið sína þangað til að votta hinum látna forseta virðingu sína. Nancy Hanks lést tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Indi- ana, og var þá aðeins 35 ára að aldri. Ari síðar kvæntist Thomas Lincoln ekkju og þriggja barna móður, Söru Bush Johnston, og segir sagan að þá hafi aðstæður Abraham Lincolns breyst mjög til batnaðar. Móðir hans hafði verið því mjög frábitin að hann lærði af bókum, en stjúpmóðirin heimtaði að öll börnin færu í skóla. Abra- ham fór í skóla, en sú skólaganga varð af mörgum ástæðum aldrei löng eða samfelld; samtals var hann tæpt ár í skóla og Iærði þá að lesa og skrifa og sitthvað í reikn- ingi. Upp frá því las hann allt sem hann komst yfir, hvort sem það var heilög ritning, Róbinson Krúsó, Bandaríkjasaga eða ævin- týrasöfn. Árið 1828, þegar Lincoln var 19 ára að aidri, fór hann ásamt syni nágrannans með pramma, hlöðn- um landbúnaðarafurðum, til New Orleans. Þá sá hann stórborg í fyrsta sinn, skip frá framandi löndum og þrælasölu á markaðs- torgi. Er ótvírætt að þetta ferða- lag hefur mjög haft áhrif á við- horf og langanir hins unga manns. Á framabraut Árið 1831, þegar Lincoln var 22. ára, var hann ráðinn verslunar- stjóri í þorpinu New Salem, og þar átti hann eftir að búa næstu sex ár. í þorpinu lét hann talsvert að sér kveða og naut virðingar og vinsælda. Þar hóf hann fyrstu stjórnmálaafskipti sín með því að gefa kost á sér til þingsins í Illi- nois 1832. Hann náði ekki kjöri, en það er til marks um þann hljóm- grunn sem hann átti í New Salem, að þar fékk hann 277 af 284 at- kvæðum þorpsbúa. Lincoln missti ekki móðinn þrátt fyrir ósigurinn og var í framboði á ný tveimur árum síðar. Þá náði hann líka kosningu og var endurkjörinn 1836,1838 og 1840. Á þessum árum stundaði hann einn- ig nám á nýjan leik og lagði fyrir sig lögfræði. Hann fékk málflutn- ingsréttindi árið 1837 og fluttist þá til Springfield. Þegar Lincoln bjó í New Salem átti hann í ástarsambandi við Ann nokkra Rutledge, en hún lést 1835. Um skeið gerði hann hosur sínar grænar fyrir Mary Owens, sem var nokkru eldri en hann, en þau náðu ekki saman. Þegar hann fluttist til Springfield kynntist hann Mary Todd, sem ættuð var frá Kentucky og komin af auðugu fólki, og þau gengu í hjónaband í nóvember 1842. Hún var kona ráð- rík og framhleypin og hefur ef- laust átt ríkan þátt í að ýta á eftir Lincoln, og gæta þess að hann „forpokaðist" ekki í Springfield. Lincoln náði fyrst kjöri í full- trúadeild Bandaríkjaþings árið 1846, og sat á þingi 1847—49, en hreinskilni hans kom honum þar í koll. Hann lét í ljós andúð á aðild Bandaríkjamanna að stríðinu í Mexíkó, og það var afstaða sem kjósendur hans kunnu ekki að meta, og hann var ekki valinn frambjóðandi er kjörtímabilinu lauk. Þess í stað varð hann að snúa sér að málflutningsstörfum í Springfield á nýjan leik og í nokk- ur ár áttu þau hug hans allan. Það var ágreiningur um þrælahald sem kveikti á ný stjórnmálaáhuga hans, en hann var mjög mótfallinn því að hneppa menn í þrældóm, taldi það bæði siðferðilega rangt og efnahagslega óhagkvæmt. Kjörinn forseti Næstu ár voru miklir baráttu- tímar. í afstöðunni til þrælahalds skiptust menn í flokka og fylk- ingar, og heilu ríkin í suðurhluta Bandaríkjanna hótuðu að segja sig úr sambandsríkinu ef þingið í Washington gerði samþykktir um afnám þrælahalds. Lincoln gekk til fylgis við Repúblikana-flokkinn (sem þá var öðruvísi flokkur en sá sem nú ber nafn hans vestra) og á landsfundi hans í Chicago árið 1860 var hann útnefndur forseta- efni flokksins. í kosningunum í nóvember sama ár hlaut hann 1.866.000 atkvæði, en aðalkeppi- nautar hans, Stephen Douglas og John Breckinridge, hlutu 1.377.000 og 850.000 atkvæði. Samtals fengu mótframbjóðendur Lincolns 2,8 milljónir atkvæða, og hlaut Linc- oln því ekki meirihlutastuðning í forsetaembætti. En hann fékk flest atkvæði og atkvæði meiri- hluta kjörmanna í sambandsríkj- unum og var löglega kjörinn 16. forseti Bandaríkjanna. Kjör Abraham Lincolns í for- setastól markaði nokkur tímamót í bandarískri sögu, óháð afrekum hans í embætti. Segja má að hinir fimmtán fyrirrennarar hans, að Jackson þó undanskildum, hafi í vissum skilningi verið steyptir í sama mótið. Flestir komu þeir frá fyrrum nýlendum Englendinga á austurströndinni, og voru evr- ópskir að mennt og hugsunar- hætti. Margir voru þeir hálærðir menn, vel að sér í klassískum bókmenntum, glæsilegir menn á velli og í orðfæri. Abraham Linc- oln var af öðru sauðahúsi; eins og fyrr var sagt átti hann ættir að rekja til fátæks alþýðufólks, gekk aðeins skamma hríð í skóla, var frekar hrjúfur og einkar ófríður. Kannski má segja með réttu að hann hafi verið fyrsti alþýðufor- setinn í Hvíta húsinu. Erfiöleikar Þegar Lincoln var settur í emb- ætti forseta í janúar 1861 voru ófriðarblikur á lofti, og í ávarpi sínu hvatti forsetinn til þess að menn sýndu stillingu og umburð- arlyndi. Hann lagði áherslu á að stjórnmálaágreiningur mætti ekki verða til þess að sambandi ríkj- anna í Norður-Ameríku yrði slitið, og kvaðst ekki hafa í hyggju að hafa afskipti af þrælahaldi í ein- stökum ríkjum. Atvik réðu því að innanlands- ófriði varð þó ekki afstýrt og til mannskæðra átaka kom víða um Bandaríkin næstu fjögur árin, en sú saga verður ekki rakin hér. Eins voru flokkadrættir með mönnum í Norðurríkjunum og Lincoln átti ekki sjö dagana sæla í embætti. Til viðbótar við hina pólitísku erfiðleika átti hann í vandræðum í einkalífi sínu; María kona hans réð ekki við skap sitt og oflæti og fannst hún aldrei njóta sín nægilega vel sem forsetafrú, og synir forsetans, William og Edward, sýktust af taugaveiki; William lést, og varð dauði hans Lincoln mikið harmsefni. f september 1862 undirritaði Lincoln yfirlýsingu sem í reynd fól í sér afnám þrælahalds í Banda- ríkjunum. Hún hlaut ekki góðar undirtektir og herti mjög sókn Suðurríkjamanna gegn Norður- Krá útför Abraham Lincolns í Washington 1865.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.