Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Fyrsta rfkisfyrirtækið selt: „Víðar en Guð en í Görðum“ Frumvarp um sölu fyrsta ríkisfyrirtækisins er fram komið á Alþingi. Um það efni fjallar fyrri hluti þingbréfs í dag. Selja á Lagmetisiðju ríkisins í Siglu- firði, Siglósíld. Rekstur hennar þótti lítt til fyrirmyndar — að dómi hagspek- inga, sem ráðum réðu í þjóðarbúskapnum. En sagt er að jafnvel ófríð kona verði fogur — í samanburði við aðra enn Ijótari. Siglósíld heldur höfði, eða er ekki svo (?), í samanburði við þjóðarbúskapinn. Um þann búskap fjallar síðari hluti bréfsins. SALA ríkisfyrirtækja hefur verið mjög á dagskrá undanfarið. Það telst ekki til tíðinda. Heldur hitt að nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um sölu eins slíks, „frum- varp til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að selja lagmetisiðju ríkisins í Siglufirði". Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, mslti fyrir þessu stjórnarfrumvarpi sl. miðvikudag. Það er ekki úr vegi að fara nánar ofan í sauma á þessu máli. Veröur í því efni stuðst við framsögu iðnaðarráðherra og fleiri tiltækar heimildir. Forsaga máls og framvinda Með lögum nr. 46/1972 ákveðið að ríkið reki verksmiðju í Siglu- firði til fullvinnslu og verkunar ýmiss konar sjávarafurða. Þessu ríkisfyrirtæki var gefið nafnið Lagmetisiðjan Siglósíld. Jafn- framt yfirtók ríkið verksmiðjuhús sem var í eigu Síldarniðursuðu- verksmiðju ríkisins, en það fyrir- tæki var í eigu annars ríkisfyrir- tækis, Síldarverksmiðja ríkisins. Lánið lék ekki við þennan rekst- ur. Hann gekk erfiðlega frá upp- hafi. Tilkostnaður heimafyrir hækkaði samhliða verðbólgu, sem blés myndarlega út á áttunda ára- tugnum, en söluverð gaffalbita í Sovétríkjunum hreyfðist lítt — og tók ekkert tillit til verðlagsþróun- ar í framleiðslulandinu. Markaður utan Sovétríkjanna var smár í sniðum. Verðbólgan hjó æ fastar að rótum þessa fyrirtækis sem lengra leið á starfsferil þess. Segja má að íslenzk verðbólga og sovézk hagþróun, sem er snautleg blanda, hafi sett þessu fyrirtæki stólinn fyrir dyrnar, rekstrarlega séð. Stanzlaus hallarekstur kom síðan í veg fyrir eðlilega tæknivæðingu; tæki úreltust og vígstaðan versn- aði. Árið 1979 varð Lagmetisiðjan fyrir miklum skakkaföllum vegna seinkunar á sölusamningum, far- mannaverkfalls og lítt seljanlegra birgða, sem leiddi til rekstrar- Stefnuskrár- loforð má víðar efna en í Siglufirði norður stöðvunar mánuðum saman. A ár- unum 1981 og 1982 seig enn á ógæfuhlið í rekstri fyrirtækisins með samdrætti í sölu og lækkandi verði í dollurum. Verðbólga inn- anlands var mjög óhagstæð á þessu tímabili, framleiðslugeta hvergi fullnýtt og vélakostur orð- inn slitinn. Árið 1980 var fram- leitt í 137 daga og bókfært tap 1,3 m.kr. Árið 1981 var framleitt í 130 daga og bókfært tap 3,7 m.kr.Árið 1982 var aðeins framleitt í 90 daga og bókfært tap 5,3 m.kr. Samtals var tap fyrirtækisins á þessum ár- um 10,5 m.kr., þrátt fyrir 3,4 m.kr. framlag úr ríkissjóði. Árið 1981 var eigið fé fyrirtæk- isins (skuldir umfram eignir) nei- kvætt um 2,7 m.kr., 1982 neikvætt um 9,3 m.kr. og 1983 neikvætt um 4,3 m.kr., skv. bráðabirgða- uppgjöri. Leiga og sala í september 1982 skipar Iðnað- arráðuneyti nefnd til að fara yfir stöðu fyrirtækisins og gera tillög- ur um endurskipulagningu á rekstrinum. í því skyni var nefnd- inni m.a. falið að kanna hugsan- lega eignaraðild heimamanna. Nefndin skilaði áliti í apríl 1983 og fórust iðnaðarráðherra svo orð um niðurstöðu hennar: „Vóru niðurstöður hennar í megindráttum þær, að fyrirtæki, sem framlieddi um 30 þús. kassa af gaffalbitum og 23 þús. kassa af niðursoðinni rækju, ætti að geta skilað hagnaði, ef það þyrfti ekki að standa undir fjármagnskostn- aði vegna uppsafnaðra skulda og að nauðsynlegar endurbætur yrðu gerðar á húsnæðinu." Á grundvelli álits nefndarinnar var síðan gerður samningur við Þormóð ramma hf. um „yfirtöku hans á rekstri Lagmetisiðjunnar Siglósíldar, og var það samkomu- lag staðfest af Iðnaðarráðuneyti og Fjármálaráðuneyti." Um þá leigu sagði iðnaðarráð- herra sl. miðvikudag í þingræðu: „Rekstur Þormóðs ramma hf. á Siglósíld hefur staðið í járnum, þrátt fyrir það að leigan fyrir verksmiðjuna hafi ekki nægt til að greiða fjármagnskostnað af lánum er á henni hvíla. Rekstrar- og fjár- hagsstöðu Þormóðs ramma hf. er þannig háttað að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að koma rekstri Siglósíldar í það horf sem þarf til að gera hann arðbæran. Þegar fram kom áhugi aðila, með reynslu í lagmetisiðnaði, þótti því rétt að athuga til hlítar, hvort unnt væri að selja fyrirtækið." Heimaaðilar og einstaklingar með búsetu á ísafirði og í Kópa- vogi mynda síðan hlutafélag, Sigló hf., sem festi kaup á Lagmetisiðj- unni Siglósíld. Kaupverð er 18 m.kr., sem iðnaðarráðherra telur viðunandi miðað við aðstæður og forsögu. Kvöð fylgir sölusamningi um staðfestingu Álþingis — og að fyrirtækið verði áfram rekið í Siglufirði. Orðrétt sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra: „I samningsviðræðum aðila hef- ur eftirfarandi komið fram varð- andi áform kaupenda um rekstur fyrirtækisins: • — í fyrsta lagi hyggjast þeir halda áfram framleiðslu gaff- albita. • — í annan stað hyggjast þeir vinna úthafsrækju, sem veidd er úti fyrir Norðurlandi. • — í þriðja lagi hyggjast þeir vinna rækju, sem veidd verður í Barentshafi í samstarfi við brezkt fyrirtæki til sölu á markaði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. • — í fjórða lagi hyggjast kaup- endur sjóða niður tilfallandi hráefni þann tíma, sem ekki er unnið að síld. Síðast töldu atriðin tvö eru nýj- ung í starfsemi Siglósíldar og er vonazt til að geta orðið til að þetta geti orðið til þess að efla atvinnu- iíf í Siglufirði. Til þess að unnt sé að starfrækja Lagmetisiðjuna Siglósíld í samræmi við framan- ritað þarf að gera verulegar endurbætur á húsi og tækjum. Samkvæmt áætlun eigenda hyggj- ast þeir fjárfesta á fyrra helmingi árs 1984 samtals 12 m.kr. til endurbóta á verksmiðjunni". Fyrsta frumvarpið um sölu ríkisfyrirtækis er fram komið. En víðar er Guð en í Görðum, segir máltækið. Það kæmi ekki að sök þótt stefnuskrárloforð yrðu efnd víðar en í Siglufirði norður. Horfur 1984 Þjóðhagsstofnun, sem á að vera nokkurs konar staðreyndabanki fyrir þing og þjóð um stöðuna í þjóðarbúskapnum, gefur út heim- ildaritið „Agrip úr þjóðarbú- skapnum". Sú lesning, sem þar er að finna, á að sjálfsögðu erindi á borð þingmanna. En það er öllum hollt að gera sér grein fyrir kjarnaatriðum úttektar á stöðu þjóðmála í lok vertíðar Alþýðu- bandalagsins 1978—1983. Það er að vísu vafasamt að skrifa bága stöðu fiskistofna á reikning stjórnmálamanna. En fiskveiðistefna, sem stjórnvöld móta á hverri tíð, væntanlega á grunni fiskifræðilegra upplýsinga, verður þó naumast skotið undan almennri stjórnarfarslegri ábyrgð. Gluggum því næst lítil- legá I nokkur efnisatriði stað- reyndabanka Þjóðhagsstofnunar m/jisse Skiptinemar til Bandaríkjanna ASSE ISLAND gefur íslenskum unglingum kost á því að fara sem skiptinemar til ársdval- ar í Bandaríkjunum. Dvalartími er frá 15. ágúst 1984 til 1. ágúst 1985. Dréngir og stúlkur fædd á tímabilinu 1. ágúst 1966 til 1. ágúst 1968 geta sótt um. ASSE ISLAND eru nýstofnuö samtök og starfa í tengslum viö samsvarandi samtök á hinum Noröurlöndunum og ASSE internation- al í Bandaríkjunum. Skrifiö eöa hringiö eftir umsóknareyðublöð- um og öllum nánari upplýsingum. ASSE ISLAND, American Scandinavian Student Exchange. Pósthólf 10104,130 Reykjavík. Sími 91-19385 eftir kl. 14. > EFTIRLIT MEÐ XATNSGÆEDUM Efnagreiningaáhöld fyrir vatnsveitur, hitaveitur, fiskeldi, ölgerðir. sundlaugar. matvælaiðnað o.fl. CHEMets® í HANDHÆGRI ÖSKJU. SVO EINFALT AÐ HVER SEM ERGETUR FRAM- KVÆMT MÆLINGUNA. Uppleyst súrefni • Súlfíð Klór • Járn • Harka • Súlfít Ammoníak • Fenól • Klóríð Koldíoxlð • Kopar o.fl 1) Brjótið endann af í vatnssýninu Sýnið dregst inn. 2) Berið við litastaðla og ákvarðiö styrk efms í vatni KEmifl Laugavegi 170-172 Pósthólf 5094 -125 R Sími 27036 RANNSOKNARVORUR • M/ELITÆKI • KEMISK EFNI • EFNAGREININGATÆKI Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins: Mótmælir heim- ildinni til ÍSALs „Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins mótmælir eindregiö þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila fslenzka álfélaginu að ger- ast aðili að samtökum íslenzkra vin- nuveitenda," segir í upphafi frétta- tilkynningar frá Alþýðuflokknum sem Mbl. hefur borist. Þar segir ennfremur: „Ein af forsendum fyrir sam- þykki Alþýðuflokksins á samn- ingnum við Alusuisse um bygg- ingu álversins var yfirlýsing þeirra að íslenska álfélagið gerð- ist ekki aðili að samtökum ís- lenskra atvinnurekenda. Sæki fs- lenska álfélagið um aðild að Fé- lagi íslenskra iðnrekenda, Vinnu- veitendasambandi fslands, eða öðrum samtökum atvinnurekenda á fslandi, telur framkvæmd- astjórn Alþýðuflokksins að for- sendurnar fyrir samþykkt Alþing- is á samningnum séu brostnar og það jafngildi uppsögn samnings- ins af hálfu Alusuisse." J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.