Morgunblaðið - 12.02.1984, Side 47

Morgunblaðið - 12.02.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 47 Óskemmtilegar tilraun ir til mannorðsmorða — athugasemd frá stjórn Laugarlax hf. Edda Erlendsdóttir Heldur ferna tónleika á Norðurlandi DAGANA 15.—19. febrúar nk. mun Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, halda ferna tónleika á Noröurlandi. Eyrstu tónleikarnir verða miöviku- daginn 15. febrúar á Sauðárkróki á vegum Tónlistarfélagsins og Tónlist- arskólans þar. Fimmtudaginn 16. febrúar verða tónleikar á Hvamms- tanga á vegum Tónlistarfélags V-Húnavatnssýslu. Föstudaginn 17. febrúar veröa tónleikar á Blönduósi á vegum Tónlistarfélags A-Húnvetn- inga. Loks veröa tónleikar laugar- daginn 18. febrúar á Akureyri á veg- um Tónlistarfélagsins á Akureyri. Á efnisskránni eru verk eftir Mendelssohn, Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson, Debussy og Chop- in. Athugasemd Blaöamaður Morgunblaösins hringdi í mig í gær og vildi ræða viö mig um klofning Fylkingarinnar. Var ég afar tímabundinn í starfi mínu þá og varð niðurstaða samtals- ins sú að hann ynni þetta bara upp úr viðtölum við Þjóðviljann, sem birst höföu sama dag. Síðan hringdi hann í mig og bar undir mig nokkrar setningar, sem hann hafði unnið upp úr viðtali við mig í Þjóðviljanum. Sagði ég þær út af fyrir sig rétt eftir hafð- ar, en slitnar úr samhengi og gæfu því ekki rétta mynd af viðtali við mig. í grein í Mbl. í gær, „Fylkingin gengur i Alþýðubandalagið", má hins vegar skilja að um sé að ræða viðtal við mig. Hið rétta er, að hér er að mestu um að ræða úrvinnslu blaðamanns úr viðtali við mig í Þjóðviljanum, fyrir utan tvær setningar sem blaðamaðurinn hafði beint eftir mér. 11. febrúar 1984 Ragnar Stefánsson. Lesendur blaða, sem fylgst hafa með því fjaðrafoki, sem orðið hef- ur út af laxeldisstöð Laugarlax hf. í Laugardalshreppi, eru sennilega farnir að spyrja sjálfa sig að því hvort allt sé að verða vitlaust út af stöðinni, og hvað gangi eiginlega á. Hverjir séu þessir aðilar við Apavatn og um hvað deilurnar standi. Af þeim fyrirspurnum, sem við höfum fengið að undanförnu virð- ast blaðaskrif um málið, sem aðil- arnir við Apavatn hafa staðið fyrir og nú seinast endemis skrif þeirra sjálfra hafa lítið hjálpað mönnum að átta sig á því hvað þar er eiginlega á seyði. Árið 1980 var gerð forhönnun á laxeldisstöð í Laugardalshreppi. Vegna umhverfissjónarmiða var þegar í upphafi gert ráð fyrir hreinsibúnaði við frárennslisvatn- ið. Þeir þrír sérfræðingar, sem gerðu frumhönnunina, leituðu aldrei eftir samningum um að- stöðu fyrir stöðina og ætluðu framkvæmdaaðila, sem tæki við frumhönnuninni, að gera það. Hugmyndirnar voru aftur á móti kynntar hreppsnefnd Laugar- dalshrepps og stjórn Veiðifélags Árnesinga þegar í ljós kom að ekkert veiðifélag var um Laugar- vatn og Apavant. Einnig var leitað umsagnar Veiðimálastofnunar og Náttúruverndarráðs á hugmynd- um. Enginn þessara aðila taldi ástæðu til þess að leggjast gegn hugmyndum um byggingu laxeld- isstöðvar í Laugardalshreppi af umhverfisástæðum eða öðrum. Laugarlax hf. var stofnaður í janúar 1982. Félagið keypti frum- hönnun stöðvarinnar og tók að leita fyrir sér um samninga um aðstöðu. Samningar um heitt vatn frá Laugarvatni, eins og upphaf- lega var áætlað, strönduðu í skrif- finnsku síðla árs 1982, en þá lá fyrir að samningar tækjust um alla aðstöðu við eiganda Úteyjar 2. Frá þeim samningum var gengið fyrri hluta árs 1983. Þeir samn- ingar ná til heits og kalts vatns, lands undir stöðina og losun frá- rennslisvatns. Ný hönnun á stöð- inni samkvæmt þessum samning- um gerði ráð fyrir flutningi á staðsetningu stöðvarinnar í landi Úteyjar 2. Laugarlax hf. hefur sett sér frá upphafi mjög strangar kröfur um hreinsun á frárennslisvatni stöðv- arinnar tii að gæta þess að spilla ekki umhverfi stöðvarinnar og mæta með því kröfum eiganda Út- eyjar 2, hreppsnefndar, heilbrigð- isnefndar, Hollustuverndar ríkis- ins og Náttúruverndarráðs. Allir þessir aðilar munu væntanlega fylgjast með og ganga eftir að kröfum þeirra verði framfylgt og frá- hendi Laugarlax hf. er það margyfirlýst að reynist fyrir- hugaður búnaður ekki nægjanleg- ur verði í samráði við ofangreinda aðila gerðar frekari nægjanlegar ráðstafanir. Hvert frárennslisvatnið er leitt eftir að ofangreindum kröfum er fullnægt og það fer af leigulandi félagsins kemur því ekkert við í sjálfu sér og frábiður það sig því að einhverjir aðilar við Apavatn taki sig til og geri hreinlega aðför að félaginu út af vatni, sem stenst þær kröfur, sem til þess eru gerð- ar. Laugarlax hf. hefur leyfi land- eigenda Úteyjar 2 til að leiða vatnið frá sér og samþykki hreppsnefndar fyrir því í formi byggingarleyfis og samþykktar samninga félagsins við landeig- endur. Landeigendur Úteyjar 2 telja sig vafalaust í fullum rétti. Vatnið sem tekið er til stöðvarinn- ar hefur fornan farveg um Kvíslar og Djúp í Apavatn. Þeir telja sig einnig eiga fullan rétt í Apavatni. En væntanlega gera þeir nánari grein fyrir því sjálfir síðar. Laugarlax hf. gæti e.t.v. látið þessi mál kjur liggja ef aðför þess- ara aðila við Apavatn, sem staðið hafa fyrir öllum þessum illdeilum, væri ekki búin að stórskaða hags- muni félagsins. Látum nú vera að menn í hita og tilfinningasemi jagist og skammist í bréfum, á fundum og mannamótum, en þeg- ar farið er að vinna hagsmunum félagsins beinlínis og vísvitandi skaða með því að spilla fyrir nauð- synlegum stuðningi og fyrir- greiðslu við félagið hjá aðilum eins og alþingismönnum, Búnað- arfélagi 'íslands, Veiðimálastofn- un, Fisksjúkdómanefnd, Hollustu- vernd ríkisins, Náttúruverndar- ráði, Veiðifélagi Árnesinga, Fram- kvæmdastofnun og Fiskiræktar- sjóði, auk frekari óskemmtilegra tilrauna til mannorðsmorða á að- standendum félagsins, þá verða menn að vera viðbúnir því að standa ábyrgir gerða sinna. Við höfum heyrt það af vörum þessara aðila að þó vatnið frá stöðinni yrði eimað myndu þeir aldrei fallast á að því yrði veitt í Apavatn, sem sýnir gleggst við hvað er að eiga og hversu þýð- ingarlítið er að vera að svara því, sem komið hefur á prenti frá þeim. Ofan á annað hafa þeir sagt að aðgerðir þeirra beinist ekki gegn félaginu eða stjórn þess. Svoleiðis yfirlýsingar eru auðvitað tóm hræsni í ljósi þess sem á und- an er gengið og firrir þá á engan hátt ábyrgð á því tjóni, sem þeir hafa valdið félaginu með þessum illindum. Þessi málatilbúnaður allur hef- ur vægt sagt verið frekar óskemmtilegur og lítið til sóma þeim sem staðið hafa fyrir honum. Það er von stórnar Laugarlax hf. að þessir aðilar við Apavatn sýni meiri stillingu og skynsemi fram- vegis svo að þeir verði sér ekki til frekari skammar og álitshnekkis. Að lokum leikur stjórn Laugar- lax hf. mikil forvitni á að vita hverra erinda Hinrik í Útverkum og Gunnlaugur Skúlason, formað- ur Heilbrigðisnefndar Laugarás- læknishéraðs, fóru í visitasíu á bæi við Apavatn í haust rétt áður en illindin hófust. Var erindi Hin- riks e.t.v. það sama og á fundi með bændum í Ölfushreppi, þegar átti að fá þá til illinda við Skúla Páls- son og stöðvarbyggingar hans þar. Stjórn Laugarlax hf. Sparið peninga Notiö FILTRE-síur í vökva- kerfiö. Við aðstoðum við val á síum. Mæliglas á tank Lok á tank Véltak hefur 10 ára reynslu i uppsetningu, viðhaldi og sölu á vökvabúnaði. Einkaumboð Véltak hf., vélaverslun, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði. 9S FYRSTI TAPLEIKUR FH I VETUR? ? ? ?? 1. deild í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.15 lorioti RESTAURANT Bikannn tepprlrnd Skólavördustíg 14, sími: 24520. Nú verður kátt í Höllinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.