Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
Minning:
Magnús Pétursson
fv. lögregluþjónn
Fæddur 4. ágúst 1914
Dáinn 30. janúar 1984
Það fer ekki hjá því, að það
verkar sem strengur slitni innra
með manni, er maður heyrir lát
kunningja síns, þrátt fyrir að um
langan aðdraganda að kallinu hafi
verið að ræða og búast hefði mátt
við því hvenær sem var. Og svo fór
fyrir mér er ég heyrði andláts-
fregn vinar míns, Magnúsar Pét-
urssonar, er lést að heimili sínu
Hátúni 12 í Reykjavík, 30. jan. sl.,
á sjötugasta aldursári.
Magnús var fæddur 4. ágúst
1914 í Reykjavík. Foreldrar hans
voru Pétur Magnússon fyrrum al-
þingismaður Reykjavíkur og ráð-
herra, Andressonar bónda í
Syðra-Langholti, Magnússonar,
Andréssonar alþm. í Syðra-
Langholti. Magnús faðir Péturs
ráðherra var prestur og lengi
þingmaður Árnesinga og síðar
Mýramanna. Móðir Péturs var
Sigríður Pétursdóttir Sívertsen
bónda í höfn í Melasveit.
Kona Péturs Magnússonar og
móðir Magnúsar var Ingibjörg
Guðmundsdóttir Víborgs Jón-
atanssonar vélstjóra og gullsmiðs.
Guðmundur, faðir Ingibjargar,
hóf sitt vélstjóranám, sem kynd-
ari á norskum hvalveiðurum, síð-
an var hann vélstjóri á Ásgeiri
litla hjá Ásgeirsverslun á ísafirði
og á fleiri skipum með gufuvélar.
Hann er talinn vera fyrsti íslenski
vélstjórinn. Kona Guðmundar Ví-
borg var Helga Bjarnadóttir frá
Bessatungu í Dölum og var hún
hálfsystir hins mikla brautryðj-
anda hér á landi í búvísindum,
Torfa í ólafsdal.
Eins og sjá má af þeim stofnum,
sem að Magnúsi stóðu, eru þetta
vel þekktar og virtar ættir, sem
stóðu á ýmsum sviðum í fylk-
ingarbrjósti fyrir hag og velferð
þjóðar sinnar.
Magnús ólst upp í foreldrahús-
um, að því undanskildu þó, að allt
frá unga aldri og fram til 15 ára
aldurs var hann á sumrin á Gils-
bakka í Borgarfirði, fyrst í umsjá
afa síns og nafna, séra Magnúsar
og síðan hjá föðursystur sinni.
Honum mun hafa verið í blóð bor-
ið gróður og ræktun lands og lýðs,
því snemma beygist hugurinn til
fræðslu á búvísindum og fór hann
ungur í bændaskólann á Hvann-
eyri og útskrifaðist þaðan og fór
síðan til Danmerkur til frekara
náms og kynningar í landbúnaðar-
fræðum. En oft fer á annan veg en
hugurinn beinist til, bóndastarfið
átti ekki eftir að verða aðalstarf
Magnúsar. Eftir heimkomuna frá
Danmörku er hann við ýmis störf
bæði við landbúnað og iðnað,
þ.á m. var hann bæði á Korp-
úlfsstöðum og Blikastöðum. Árið
1937 vendir hann kvæði sínu í
kross varðandi framtíðarstarfið
og gengur í lögreglulið Reykjavík-
ur og gegnir þar störfum fram til
1953 að hann gerðist forstöðumað-
ur á ríkisfangelsinu að Litla-
Hrauni. Því starfi gegndi hann um
fimm ára skeið eða til síðla árs
1957. Þá lá leið hans aftur t.il
Reykjavíkur og starfaði hann þá
hjá rannsóknarlögreglu Reykja-
víkur um nokkurt skeið, en undi
ekki hag sínum innan fjögurra
veggja með pappírsbunka á alla
vegu. Það fannst honum lítt upp-
lífgandi og vera dautt starf. Um
1960 gerðust nokkrir áhugasamir
menn um kornrækt á íslandi og
keyptu í þeim tilgangi jörðina
Helluvað á Rangárvöllum.
Hjá þessum aðilum gerðist
Magnús stjórnandi og er nú kom-
inn í óskahlutverk sitt að rækta
landið. Það voru stórhuga menn
að verki, sem sáðu í þann stærsta
akur sem ræktaður hefur verið
hér á landi. En vegna legu lands
okkar þá eru sveiflur í veðrátt-
unni, stutt sumur og oft vætusöm,
en kornið þarf alllangt vaxtar-
skeið og hlý sumur til að þroskast
og er oft bið á þeim sumrum, sem
korninu hentar. Það varð því
styttra í þessu ræktunarstarfi en
Magnús hefði viljað. Það var svo
árið 1962 að Magnús kemur í ann-
að sinn til starfa að Vinnuheimil-
inú á Litla-Hrauni og er hægri
hönd undirritaðs, sem þá var í for-
svari stofnunarinnar. Magnús var
mér mikils virði við rekstur stofn-
unarinnar, sá um allan búrekstur
sem á þeim árum var allmikill og
önnur útistörf. Hann leysti mig af,
að mér fjarverandi. Honum gat ég
treyst og taldi þeim málum vel
borgið, sem hann sá um og annað-
ist. Þegar ég hætti störfum á
Litla-Hrauni síðla árs 1965 hélt
Magnús áfram störfum þar í
nokkur ár, en hóf síðan störf í
Hegningarhúsinu í Rvík., en
stuttu síðar fór hann að kenna
sjúkdóms þess er gerði hann
óvinnuhæfan og var það löngu
fyrir aldur fram að forlögin
kipptu honum úr hringiðu lífsins,
því síðustu 11 æviárin var hann
meira og minna sjúklingur. Hér að
framan hef ég stiklað á stóru um
störf Magnúsar Péturssonar.
8. október 1938 stígur Magnús
stórt gæfuspor í einkalífi sínu er
hann gengur að eiga Sigríði Guð-
laugu Guðbrandsdóttur. mikla
mannkostamanneskju. Á fyrstu
árum sínum í lögreglunni, eða
1939, tóku tólf vinnufélagar sig
saman og byggðu íbúðarhúsið
Snorrabraut 33. Þetta var stórt
átak á þessum tíma, litlir pen-
ingar og lág laun, en mennirnir
ungir, hraustir og stórhuga, einn
félaganna var húsasmiður og ann-
aðist alla fagvinnu, en hinir félag-
arnir stóðu vaktir hans, svo hann
gæti gefið sig óskiptan að hús-
byggingunni. Þá var ekki komin
vélaöldin eða nútímatæknin held-
ur var steypa hrærð á höndum og
önnur frumstæð vinnubrögð við-
höfð, þar sem reyndi á þrek og
þor. I þetta hús fluttu þau Sigríð-
ur og Magnús 1940, þar sem þau
bjuggu og undu hag sínum vel, þar
til þau fluttu að Litla-Hrauni. Það
mun vera fátíðara að konur, sem
alast upp í þéttbýli festi rætur í
fásinni dreifbýlisins, eins og Sig-
ríður gerði er hún flutti til Eyrar-
bakka, því ekki mun hún hafa un-
að hag sínum betur annars staðar
en þar, þegar hún gat frá önnum
heimilisins farið út í garð og hlúð
að þeim gróðri er hún ræktaði þar.
Hún hugði því gott til er hún kom
að Litla-Hrauni 1962 að taka upp
sitt fyrra tómstundastarf við að
rækta ýmsa garðávexti. Enginn
veit sína ævina fyrr en öll er og
Sigríður naut ekki til langframa
þessara gleðistarfa sinna því hún
missti heilsuna og sláttumaðurinn
með ljáinn bankaði uppá fyrr en
skyldi og var hún borin til hinstu
hvílu frá Eyrarbakkakirkju 3. maí
1964.
Þau Sigríður og Magnús eignuð-
ust 5 börn. Tvö þeirra misstu þau í
æsku en þrír synir sem upp kom-
ust eru: Pétur, útibússtjóri Búnað-
arbankans á Hellu, kvæntur Sig-
urveigu Hauksdóttur og eiga þau
eina dóttur, Ástu Ingibjörgu;
Bjöm, kennari við Fjölbrautaskól-
ann á Sauðárkróki, kvæntur Þór-
unni Sleighp. Áður var Björn
kvæntur Ingunni Hinriksdóttur og
áttu þau tvö börn, Sigríði Guð-
laugu og Halldór; og Andrés,
læknir, nú í framhaldsnámi í
skurðlækningum úti í Svíþjóð,
kvæntur Elísabetu Karlsdóttur og
eiga þau tvær dætur, Guðbjörgu
og Ástu. Það var sár söknuður á
heimilinu við fráfall Sigríðar og
þó hvað mestur hjá tveim yngri
bræðrunum sem þá voru í æsku.
Það var svo 1. maí 1971 að Magnús
kvæntist eftirlifandi konu sinni,
Vilborgu Eiríksdóttur, sem var
ekkja eftir Sigurjón Jóhannesson,
bifvélavirkja á Eyrarbakka. Vil-
borg átti sjö börn á lífi þegar þau
Magnús giftust og var þeirra
yngstur Sigmundur, sem leit á
Magnús sem föður sinn og dóttur
Sigmundar, sem nú er fjögurra
ára, þótti mjög vænt um hann afa
og hafði orð á því á dögunum að
hún hefði viljað hafa afa sinn
lengur.
I veikindum sínum naut Magnús
ríkulega umhyggju og aðstoðar
Vilborgar og á því er ekki efi að
bæði hann sjálfur og synir hans
mátu hennar störf og eru henni
þakklátir fyrir framlag hennar.
Kynni mín af Magnúsi og fjöl-
skyldu hans hófust er ég byrjaði
að vinna hjá lögreglunni í Rvík.
um áramótin 1946—47 og var á
vakt með honum allt til þess að
hann hætti þar störfum. Okkur
Magnúsi varð vel til vina og kom
ég oft á heimili þeirra Sigríðar á
Snorrabraut og naut gestrisni
húsbændanna. A heimilinu var oft
gestkvæmt, því þau voru vinmörg
og gestrisin. Síðar lágu leiðir
okkar saman aftur á Litla-Hrauni
eins og fyrr er á minnst.
óvíst er að mér takist að gera
Magnúsi Péturssyni viðhlítandi
skil þó ég reyni að draga upp
mynd af persónu hans. Magnús
var glæsimenni að vallarsýn, stór,
mikið hraustmenni, stórbrotinn í
lund með ákveðnar skoðanir og
hversdagslega prúður, trygglynd-
ur en ekki allra, vinur vina sinna
og góður félagi.
Sem löggæslumaður var hann
leiðbeinandi, en ekki refsivald.
Þannig var hann einnig sem
stjórnandi ríkisfangelsisins, þar
sem hann veitti föngum föðurleg-
ar leiðbeiningar, með þeim hætti
að þeir virtu hann og margir
hverjir gerðust félagar hans að
lokinni refsivist. En ef svo bar
undir, að hann þyrfti að beita
valdi sínu gat hann verið ómyrkur
til orðs og handa. Hann var
strangheiðarlegur til orðs og æðis,
og mátti ekki vamm sitt vita.
Tungumál átti hann auðvelt með
að læra. Norðurlandamálin bæði
skrifaði hann og las, sem móður-
málið, einnig talaði hann ensku
reiprennandi og hefur það komið
sér vel sem lögreglumaður á her-
námsárunum. Hann var víðlesinn
í þjóðlegum fræðum og kunni
ógrynnin öll af kvæðum og vísum.
Magnús var ákveðinn sjálfstæðis-
maður, en ekki kerfisbundinn
flokksmaður og ekki alltaf sam-
mála forustunni i ýmsum málum
og gat hann verið ómyrkur í máli,
þegar honum þótti svo við horfa.
Fyrir gat komið að Magnús
sleppti hversdagsleikanum og
brygði á leik og var þá ekki fyrir
alla að verða á vegi hans. Þó hann
væri farinn að kenna sjúkleika fór
gróðurmoldin ekki úr huga hans
því 1972 kaupa þau Vilborg
Hlemmiskeið III á Skeiðum og
fluttu þangað og áttu þar heima
fram til 1979, þó með smáhléum
síðari árin, þegar Magnús dvaldi á
sjúkrastofnunum en hann undi
hag sínum vel í snertingu við
landið og hinn lifandi gróður. Ég
minnist þess enn þegar vinur
minn hringdi til mín og kynnti sig
sem Magnús bónda á Hlemmi-
skeiði og ég svaraði honum, að
alltaf væri hann gamansamur, því
vart trúði ég því að hann væri að
tala í alvöru, sem þó raunin var.
Börn Péturs ráðherra og Ingi-
bjargar konu hans voru átta, sem
öll eru vel metnir þjóðfélagsþegn-
ar og þau eru: Magnús, Guðmund-
ur hrl., Andrés framkv.stj., Ásgeir
bæjarfógeti í Kópavogi, Stefán
hrl. Landsbankans, Pétur við-
skiptafræðingur og framkv.stj.,
Þorbjörg, og Sigríður búsett í Nor-
egi. Mér er Ijóst að svona minn-
ingargrein verður aldrei nema
umgjörð af raunveruleikanum.
Nú hefur þessi trausti vinur og
góði félagi gengið götuna á enda á
hérvistarsvæðinu og var hann
jarðsettur við hlið fyrri konu sinn-
ar, Sigríðar, laugardaginn 4.
febrúar sl. frá Eyrarbakkakirkju.
Fari kær vinur minn í friði og Guð
leiði hann og styrki á ókunnri
strönd. Hafi hann þökk fyrir sam-
fylgdina.
Samúðarkveðjur sendi ég öllum
aðstandendum.
Guðm. Jóhannsson
Þegar samferðamennirnir
hverfa af sjónarsviðinu og við
horfum á eftir þeim er þeir leggja
upp í hina hinstu för yfir móðuna
miklu, leita minningarnar fram
hver af annarri, misskýrar að
vísu. Sumt gleymist þegar árin
líða, en annað situr eftir og þá
gjarnan það sem einkennir hvern
og einn hvað mest. Svo varð mér
er ég frétti andlát Magnúsar Pét-
urssonar fyrrv. lögreglumanns og
forstjóra, en hann lést 30. jan. sl.
hér í Reykjavík. Mér er ljúft og
skylt að minnast hans nokkrum
orðum. Ég leiði hjá mér að fara út
í ættfræði hér að öðru leyti en því
að geta þess að Magnús var kom-
inn af hinni kunnu Langholtsætt
sem sumir kalla svo og einn af
afkomendum Magnúsar Andrés-
sonar í Syðra Langholti, en faðir
hans var Pétur Magnússon fyrrv.
bankastjóri og ráðherra en Magn-
ús var ætíð stoltur af forfeðrum
sínum í Árnesþingi, og var
frændmargur þar.
Á uppvaxtarárum sínum dvaldi
Magnús langdvölum á Gilsbakka í
Borgarfirði og átti þaðan margar
góðar minningar, og um þann
anda sem þá ríkti á betri bæjum
eins og t.d. á Gilsbakka á meðan
þjóðerniskenndin var enn rík f
hugum manna, og á meðan enn
var borin virðing fyrir bændum og
búaliði í íslensku þjóðfélagi, og
meðan vinnan var enn metin sem
einn af undirstöðuþáttum þjóðfé-
lagsins. Og hlýtt var honum til
+
Hjartkær eiginmaður minn,
SVEINN ÞORBERGSSON,
vélstjóri,
Öldugötu 17, Hatnarfiröi,
lóst 10. febrúar í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónfna B. Guölaugsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar og fósturfaöir,
JÖRUNDURJÓNSSON,
Ljósheimum 22,
Raykjavfk,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 14. febrúar kl.
13.30.
Guölaug Gísladóttir,
Torfi Jörundsson,
Þorgeröur Jörundsdóttir,
Þorfinna Stsfénsdóttir.
+
Eiginmaöur minn.
STEINGRÍMUR EINARSSON,
sjómaður fré Lógholti,
Framnesvegi 59, Roykjavík,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. febrúar kl.
13.30.
Þeim sem vildu mlnnast hins látna er bent á Slysavarnafélag
íslands.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna,
Þurfóur Ágústa Símonardóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
GUDRUNAR EINARSDÓTTUR,
Hringbraut 59, Reykjavík
Halldóra Jónsdóttir, Hilmar Karlsson,
Gunnar Jónsson, Guðríóur Ágústsdóttir,
Sigurður Jónsson, Ágústa K. Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilega þökkum viö auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför
HÓLMFRÍOAR ÓLADÓTTUR BALDVINSSON,
kaupkonu,
Freyjugötu 36.
Sonja Schmidt,
Gunnar P. Óskarsson
og fjölskylda.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÁSMUNDUR ÁRNASON,
verslunarmaöur,
er lést þann 3. febrúar sl. verður jarösunginn mánudaginn 13.
febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu kl. 3.
Júlfa Ásmundsdóttir, Benedikt Steingrfmsson,
Pélmi Ásmundsson, Henný Guömundsdóttir,
Erla Ásmundsdóttir, Agnar Ólafsson
og barnabörn.