Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 25 Nói gamli er kominn upp á svið í Gamla bíói. Sá eini sanni. Á vel við að hann sé í barna- óperu, því ekki eru íslenzk börn orðin ýkja gömul þegar þau hafa lært tvö af lögum Bellmans hins sænska, lagið við Gamla Nóa og lagið „Fyrst ég annars hjarta hræri“ við Guttavísur Stefáns Jónssonar. Nói er raunar maður allrar fjölskyldunnar, sem nú getur fengið að kynnast honum, fjölskyldu hans og 120 börnum í dýralíki að halda hásyngjandi í örkina í stórskemmtilegri óperu Benjamíns Brittens. Þarna gefst líka sögulegt rannsóknarefni. í gagnrýni í Mbl. segir Egill Friðleifsson að kona Nóa sé á sviðinu baldin nokkuð: „Hún hæðist að bónda sínum fyrir bjástrið við örkina, leggur lítinn trúnað á yfirvof- andi hættu, þverneitar að stíga um borð í örkina, en sest í þess stað að sumbli með vinkonum sínum. Er hér hnikað til heilagri ritningu, því hingað til hefur Nói gamli verið talinn sá ölkæri, en kannski hefur þeim báðum bara þótt gott í staupinu, hver veit?“ Og síðar: „Þótt hann þurfi að hasta á kellu sína og hirta nokk- ur dýranna „þá samt bar hann prís“, eins og segir í vísunni góðu.“ Svona breytast söguskýringar í áranna rás eftir hug og óskum túlkenda. í 20. aldar óperu lætur höfundur konurnar sitja að sumbli. 18. aldar maðurinn Bellman hafnar því alfarið að hjá Nóa hafi aðeins verið dreypt á víni og lætur í ljóðum sínum Nóa drekka út í einum teyg. Ekki þykir Eiríki víðförla, járnsmið í Kaupmannahöfn, sem flutti þennan fyrsta Bellmanssöng til íslands, það við hæfi. Gerir Nóa karlinn nánast að hófdrykkju- manni, sem lenti aðeins einu sinni í að drekka of mikið og bar lof og prís. Frumtextinn vék í þýðingunni fyrir frómum óskum: Gamli Nói, gamli Nói, guðhræddur og vís. mikilsháttar maður mörgum velviljaður Þótt hann drykki, þótt hann drykki þá samt bar hann prís. Aldrei drakk hann, aldrei drakk hann ofmikið í senn utan einu sinni á hann trú ég rynni. Glappaskotin, glappaskotin, ganga svo til enn. í bók sinni Bellmaníu, sem út kom fyrir jólin, segir dr. Sigurð- ur Þórarinsson: „Frá fornu fari taldist Nói verndari drukkinna manna, þar eð hann er sá fyrsti maður sem sögur fara af að orð- ið hafi drukkinn. Svo segir í Mósebók, 9. kafla, 20.—21. versi:„ En Nói gerðist akuryrkjumaður (Jr Bellmaníu: Gamli Nói dreifðist hratt út á prentuðum vísnablöðum, prestum til sárrar gremju. Hér er sýnishorn af slíku blaði með mynd af Nóa afvelta. Örk Nóa og regnboginn. og plantaði víngarð. Og hann drakk af víninu og varð drukk- inn og lá nakinn í tjaldi sínu.“ Sigurður þýðir texta Bellmans eftir heildarútgáfu á verkum hans í Svíþjóð. Og eru þeir Bellman og Sigurður trúir bibl- íufrásögninni af drykkju Nóa og gera kellu hans hina vænstu konu, sem hellir í bónda sinn en drekkur ekki sjálf. Ekki rúmast allar vísurnar, en hér eru 5 til gamans: Gamli Nói, gamli Nói, gæðamaður var. Góðri úr örk þá gekk hann, góða hugmynd fékk hann. Gnægðir víns, já gnægðir víns hann gróðursetti þar. Hann það vissi, hann það vissi að hefur skepna hver þörftna áþekka, þörfina á að drekka. Þrúguvínið, þrúguvínið þorstans lækning er. Kellu Nóa, kellu Nóa kalla væna má. Aldrei vöngum velti, víni í kail sinn hellti. Þannig konu, þannig konu þyrfti ég að fá. Kallinn Nói, kallinn Nói í kinnum rjóður var. Hárbrúsk hafði hann þéttan, hökutoppinn nettan. Krús að tæma, krús að tæma kall var ávallt snar. Þá var aldrei, þá var aldrei aöeins dreypt á veig. Svekktu þá ei sveina sermóníur neinar. Sérhvern drvkk, já sérhvern drykk raenn drukku í einum teyg. Rétt í þann mund sem frum- sýning skyldi hefjast á Örkinni hans Nóa í Óperunni og allir nema fífldjörfustu ‘menn höfðu forðað sér inn undan óveðrinu á laugardag, barst úr útvarpstæk- inu krufning ungs bókmennta- fræðings — þess hins sama sem sá ágætlega um útgáfu á bókinni um höfund Gamla Nóa, Bellman- íu, í vetur — á verkum Nóbels- höfundarins Heinrichs Böll. Þessa söguskýringu námu eyru hlustandans: „Hræsnisfullir klerkar koma oft fyrir í bókum hans. Og á það sjálfsagt rætur að rekja til afstöðu prelátastétt- arinnar til nasismans og stríðs- áranna á sínum tíma. Þá þagði hún og samþykkti." Ja hérna! prestastétt heimsins bara höll undir nasismann eins og hún lagði sig? Fræðingurinn lfklega of ungur til að hafa heyrt um Kaj Munk og alla hina prestana sem létu lífið í andófinu við nas- ismann. Fyrrnefndur Eiríkur smiður hefur vísast í frómum tilgangi ætlað að skafa mesta drykkjuskapinn af Nóa í þýðingu sinni á ljóði Bellmans, enda ekki háskólaþjálfaður í vísindalegum gagnrýnum vinnubrögðum og bókmenntakrufningu. Kannski verður freistingin bara of mikil þrátt fyrir slíka þjálfun, ef óskhyggjan er of sterk að laga staðreyndir að skoðunum. Lík- legast er eitthvað til í því sem Oscar Wilde sagði: „Einasta ráð- ið til að komast af við freist- ingarnar er að láta undan þeim. Ég get staðist allt nema freist- ingar." Ljósm. Mbl. RAX. starfað er eðlilegt að sú regla hafi myndast við kjör manna í nefndir og skipan í trúnaðarstöður þar sem til kasta stjórnmálamanna kemur að um einhvers konar upp- skipti milli flokkanna sé að ræða. Þessi regla ætti að auðvelda stjórnmálamönnum störfin þegar um ráðningu í embætti er að ræða eins og best hefur komið fram í umræðum um veitingu banka- stjóraembætta í Búnaðarbankan- um. En meðferð þess máls af þing- kjörnum fulltrúum í bankaráðinu sýnir að reglan á undir högg að sækja og kann henni að verða komið fyrir kattarnef eins og svo mörgu á þeim umbrotatímum sem nú eru. Hvort þessari vinnureglu verður breytt eða ekki er undir þing- mönnum sjálfum komið. Það er einnig undir þeim komið hvort hætt verður að kjósa þingmenn í stjórnir og ráð. Á þá staðreynd hefur oftar en einu sinni verið bent af Morgunblaðinu, að hugar- farsbreyting á þingi dugar til að breyta þessu kerfi og stjórnar- skrárbreyting er ekki nauðsynleg til að útiloka þingmenn frá marg- víslegum trúnaðarstörfum. Nýju flokkarnir og ekki síst Bandalag jafnaðarmanna hafa barist fyrir minni áhrifum þingmanna innan framkvæmdavaldsins og vill bandalagið meira að segja ganga svo langt að afnema þingræðis- regluna, það er að segja regluna um að ríkisstjórn þurfi að styðjast við meirihluta á þingi. Kerfið sem komið hefur verið á um skiptingu starfa og embætta milli stjórnmálaflokkanna er stundum í niðrandi tón kallað „samtryggingarkerfi stjórnmála- mannanna". Líður það nú undir lok án þess að stjórnmálamenn- irnir vilji eða geti spornað gegn því? Handaþvottur Hjörleifs í tilefni af landsfundi Alþýðu- bandalagsins í nóvember síðast- liðnum rifjaði Morgunblaðið upp SÍA-skýrslurnar svonefndu, skýrslur sósíalistanna sem stund- uðu nám í kommúnistaríkjunum þar sem þeir lýstu hollustu sinni við stjórnkerfi þessara landa og ræddu um leiðir til að koma því á hér á landi eða lögðu grunn að nánara samstarfi íslenskra aðila við flokka í þessum löndum, eink- um Austur-Þýskalandi. Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og fyrrum iðnaðarráðherra, var frumkvöðull í SÍA-hópnum. Það bar hins vegar við á landsfundi Alþýðubandalagsins að Hjörleifur vildi að ályktun fundarins um al- þjóðamál yrði harðorðari í garð Sovétríkjanna en reyndin varð að lokum — Sovétsinnarnir urðu ofan á í atkvæðagreiðslu. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, og for- maður í vináttufélagi við víet- namska kommúnista, taldi að á fundinum hefði Hjörleifur Gutt- ormsson stundað „handaþvott". Eftir að upplýst var um að Arne Treholt hefði gerst sekur um njósnir fyrir Sovétmenn í Noregi og athyglin hefur af þeim sökum beinst meira en áður að stærð sov- éskra sendiráða og fjölda starfs- manna í þeim á Norðurlöndunum og annars staðar leggur Hjörleif- ur Guttormsson fram tillögu á þingi um að alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að setja reglur um takmarkanir á umsvifum erlendra sendiráða hérlendis, meðal annars varðandi fjölgun sendiráðsmanna og byggingu og kaup fasteigna. Það er nýmæli að kommúnistar á Islandi hafi áhuga á þessu máli sem oft hefur verið til umræðu og einkum hér í Morgunblaðinu. Er ástæða til að fagna þessu frum- kvæði Hjörleifs og vonandi mælir hann af heilum hug en ástundar ekki handaþvott eins og á lands- fundi flokksins fyrir nokkrum vik- um. Samanburðar- fræðin Því miður má ætla að fiskur liggi undir steini hjá Hjörleifi því að í greinargerð fyrir tillögu sinni byrjar hann að stunda saman- burðarfræði en eins og jafnan áð- ur er tilgangur hennar að sýna fram á að Bandaríkin séu þegar öllu er á botninn hvolft ívið hættulegra risaveldi en Sovétrík- in. I yfirliti utanríkisráðuneytis- ins sem birt er í greinargerðinni kemur fram að í janúar 1984 voru erlendir starfsmenn í sendiráði Bandaríkjanna 22 en 37 í sendiráði Sovétríkjanna. Af þessu tilefni segir Hjörleifur síðan frá eigin brjósti og er leturbreytingin hans: „Fjöldi erlendra starfsmanna segir þó engan veginn alla sögu um starfsmannahald sendiráð- anna, því að hjá sumum þeirra starfa Islendingar. Þannig störfuðu 19 íslendingar í sendiráði Banda- ríkjanna í ársbyrjun 1984, en enginn íslcndingur í sendiráði Sovétríkj- anna. Að þeim meðtöldum var svip- aður heildarfjöldi starfsmanna hjá sendiráðum þessara stórvelda. Starfsmenn bandaríska sendiráðs- ins töldust þá skv. upplýsingum utanríkisráðuneytisins 22+19=41 talsins, en hjá sovéska sendiráðinu 37. Þegar fjölskyldulið er meðtalið er fjöldi á vegum bandaríska sendiráðsins 74 (þ.e. 55 útlend- ingar og 19 tslendingar, innsk. Mbl.) og á vegum sovéska sendi- ráðsins 80 manns.“ Athygli vekur að Hjörleifur Guttormsson skyldi ekki við út- listun þessa nýja þáttar í saman- burðarfræðunum telja fjölskyldur tslendinganna sem starfa í banda- ríska sendiráðinu með í heildar- tölunni því að þá hefði hún orðið hærri hjá Bandaríkjamönnum en Sovétmönnum og dæmið gengið betur upp og niðurstaðan legið ljósar fyrir, sem sé: það er meiri ástæða að fækka starfsmönnum í sendiráði Bandaríkjanna á tslandi en Sovétríkjanna. Sá hængur er á röksemdafærslu Hjörleifs að hann leggur íslending að jöfnu við Sovétmann. Það skiptir auðvitað engu í hugar- heimi StA-manns sem lætur stjórnast af alþjóðahyggju. Á hitt er þó að líta að rannsóknir þykja leiða í ljós að minnst 60% sov- éskra sendiráðsmanna um heim allan séu í KGB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.